Þrír millljarðar í arð til eigenda Borgunar á tveimur árum

Ekki hafði verið greiddur arður út úr Borgun frá árinu 2007 þegar nýir eigendur keypt hlut af Landsbankanum í lok árs 2014. Um 800 milljónir voru greiddar til hluthafa vegna þess árs og síðan 2,2 milljarðar vegna 2015, samkvæmt ákvörðun hluthafafundar.

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Borgun hefur greitt eig­endum sínum þrjá millj­arða í arð ­fyrir rekstr­ar­árin 2014 og 2015. Á aðal­fundi Borgun í gær var ákveðið að greiða 2,2 millj­arða í arð til hlut­hafa, vegna árs­ins 2015. Frá þessu var greint á vef Vísis í dag. Áður en kom til arð­greiðsl­unnar í fyrra, hafði ekki verið greidd­ur arður úr félag­inu frá árinu 2007.

Hagn­aður af ­reglu­legri starf­semi Borg­unar var 1,5 millj­arðar árið 2015. Þá var bók­færð­ur­ hagn­aður vegna fyr­ir­hug­aðra kaupa Visa Inter­national á Visa Europe upp á 5,4 millj­arða en stefnt er að ganga frá við­skipt­unum á fyrri hluta árs­ins.

Seldi fyrir 2,2 millj­arða

Eins og kunn­ugt er seld­i Lands­bank­inn, sem ríkið á ríf­lega 98 pró­sent hlut í, 31,2, pró­sent hlut í Borgun fyrir 2,2 millj­arða króna í nóv­em­ber 2014. Þetta var gert bak við luktar dyr í lok­uðu sölu­ferli, og voru þeir einu sem fengu að bjóða í hlut­inn.

Auglýsing

Arð­greiðsl­ur til hóps­ins sem keypti hlut Lands­bank­ans í Borgun nema 932 millj­ón­um króna á tveimur árum.

Stærsti hlut­hafi í Borgun er Íslands­banki, sem ríkið á 100 pró­sent, en hann á 63,4 ­pró­senta hlut. Þá á Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. á 29,38 pró­senta hlut og ­fé­lagið BPS ehf., sem er í eigu starfs­manna Borg­un­ar, á 5 pró­senta hlut.

Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun, 31,2 prósent, í lokuðu söluferli til valinna fjárfesta. Mynd: Birgir.

Mál­sókn og athuga­semdir FME

Lands­­bank­inn ætl­ar að fara í mál vegna söl­unnar á eign­­ar­hlut bank­ans í Borgun en bank­inn hefur falið lög­­­mönnum að und­ir­­búa mál­­sókn „til þess að end­­ur­heimta þá fjár­­muni sem bank­inn fór á mis við í við­­skipt­un­­um.“

Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefur kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöð­u að verk­lag Lands­­bank­ans við söl­una á 31,2 pró­­sent hlut sínum í Borgun í nóv­­em­ber 2014 hafi ver­ið „áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess ­fallið að skila bestri nið­­ur­­stöðu fyrir bank­ann. Með vísan til þess er það ­mat Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins að verk­lag bank­ans við sölu á eign­­ar­hlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyt­i ­sam­ræmst eðli­­legum og heil­brigðum við­­skipta­hátt­u­m á fjár­­­mála­­mark­að­i".  Stofn­unin telur þó ekki til­­efni til­ að grípa til frek­­ari aðgerða að svö stöddu þar sem Lands­­bank­inn hafi þeg­ar til­kynnt, að eigin frum­­kvæði, að hann ætli að grípa til aðgerða vegna máls­ins. Þetta kemur fram ínið­­ur­­stöðu athug­unar Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins á við­­skipta­hátt­u­m Lands­­bank­ans vegna söl­unnar á Borgun sem birt var 31. mars.

Skipt­ist í þrjá flokka

Stofnfé Eign­­ar­halds­­­fé­lags Borg­un­ar, sem nú á 29,43 pró­sent hlut, nam 500 þús­und krónum sem skipt­ist í þrjá flokka, 100 þús­und í A flokki, 395 þús­und í B flokki og fimm þús­und í C flokki. Í A og B flokki eru eig­endur stofn­fjár með­ tak­­mark­aða ábyrgð en í C flokki er ótak­­mörkuð ábyrgð.

Einu eig­endur A flokks stofn­fjár er félagið Orbis ­Borg­unar slf. Eig­endur B flokks hluta­bréfa Eign­­ar­halds­­­fé­lags Borg­un­ar eru þrettán tals­ins, sam­­kvæmt samn­ingi um sam­lags­­fé­lagið sem Kjarn­inn hefur undir hönd­­um. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Stál­­skip ehf., þar sem Guð­rún Lár­us­dóttir hefur stýrt ferð­inni í ára­tugi, með 29,43 pró­­sent hlut. Þá á félagið P126 ehf. 19,71 pró­­sent hlut, en eig­andi þess er Ein­ar ­Sveins­­son í gegnum móð­­ur­­fé­lagið Chara­m­ino Hold­ings Limited sem skráð er á Lúx­em­­borg.

Þá á Pétur Stef­áns­­son ehf. 19,71 pró­­sent hlut, en for­svar­s­­maður þess var Sig­­valdi Stef­áns­­son á stofn­fundi. Sam­an­lagður eign­­ar­hlutur þess­­ara þriggja stærstu eig­enda ­nemur 68,85 pró­­sentum af B flokki stofn­fjár.

Á eftir þessum stærstu eig­endum kemur félagið Vetr­­ar­gil ehf. með 5,14 pró­­sent hlut og TD á Íslandi ehf. 5,15 pró­­sent. Afgang­inn eiga AB 426 ehf (2,86%)., þar sem Sig­­ur­þór Stef­áns­­son er í for­svari, Egg­­son ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta Geir­finns­dóttir er í for­svari, Bústoð ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta er einnig í for­svari, Fram­­tíð­­ar­brautin ehf. (4,43%), þar sem B. Jak­obína Þrá­ins­dóttir er í for­svari, Iðu­­steinar ehf., þar sem Magn­ús Pálmi Örn­­ólfs­­son er í for­svari, Holt og hæðir ehf., þar sem Sig­ríður V. Hall­­dór­s­dóttir er í for­svari, Spect­­a­bilis ehf., þar sem Óskar V. Sig­­urðs­­son er í for­svari, og Mens Manus ehf., þar sem Hjalti Þ. Krist­jáns­­son er í for­svari.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hefur ekki viljað hætta í bankanum, þrátt fyrir þrýsting um slíkt frá Bankasýslunni.

Stofn­fund­ur í októ­ber 2014

Sam­­kvæmt stofn­fund­­ar­­gerð ­fé­lags­­ins, frá 23. októ­ber 2014, voru fjórir ein­stak­l­ingar mættir fyrir hönd ­fé­lag­anna Orbis Borg­unar slf. og Orbis GP ehf. Þau félög eru þau einu sem eru í eig­endur stofn­fjár í C flokki með ótak­­mark­aða ábyrgð. Þau sem mættu á fund­inn fyrir hönd félag­anna voru Magnús Magn­ús­­son, Óskar V. Sig­­urðs­­son, Jó­hann Bald­­ur­s­­son og Mar­grét Gunn­­ar­s­dótt­­ir.

Banka­ráðið hætt

Mik­ill titr­ingur hefur verið vegna sölu Lands­bank­ans á fyrr­nefndum hlut í Borg­un, og gagn­rýndi Banka­sýsla rík­is­ins banka­ráðið og banka­stjór­ann, Stein­þór Páls­son, harka­lega. Lárus Blön­dal, for­maður Banka­sýsl­unn­ar, kom þeim til skila­boðum til Tryggva Páls­son­ar, for­manns banka­ráðs­ins, að það ætti allt að víkja og Stein­þór sömu­leið­is. Tryggvi hefur sjálfur sagt, að það hafi verið mis­tök að aug­lýsa hlut­inn ekki til sölu, hins vegar hafi aðeins góður hugur verið að baki, og hags­munir bank­ans látnir ráða för. Ferlum við sölu á eignum hefur nú verið breytt, þannig að aukið gagn­sæli er í allri eigna­um­sýslu bank­ans.

Kosið verður form­lega nýtt banka­ráð á morg­un, eftir að kosn­ingu um það var frestað. Aðal­menn í banka­ráði eru sam­kvæmt til­lögu Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­mað­ur, Berg­lind Svav­ars­dótt­ir, Dani­elle Pamela Neb­en, Hersir Sig­ur­geirs­son, Jón Guð­mann Pét­urs­son, Magnús Pét­urs­son og Einar Þór Bjarna­son. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None