Þrír millljarðar í arð til eigenda Borgunar á tveimur árum

Ekki hafði verið greiddur arður út úr Borgun frá árinu 2007 þegar nýir eigendur keypt hlut af Landsbankanum í lok árs 2014. Um 800 milljónir voru greiddar til hluthafa vegna þess árs og síðan 2,2 milljarðar vegna 2015, samkvæmt ákvörðun hluthafafundar.

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Borgun hefur greitt eigendum sínum þrjá milljarða í arð fyrir rekstrarárin 2014 og 2015. Á aðalfundi Borgun í gær var ákveðið að greiða 2,2 milljarða í arð til hluthafa, vegna ársins 2015. Frá þessu var greint á vef Vísis í dag. Áður en kom til arðgreiðslunnar í fyrra, hafði ekki verið greiddur arður úr félaginu frá árinu 2007.

Hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar var 1,5 milljarðar árið 2015. Þá var bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa Inter­national á Visa Europe upp á 5,4 milljarða en stefnt er að ganga frá viðskiptunum á fyrri hluta ársins.

Seldi fyrir 2,2 milljarða

Eins og kunnugt er seldi Landsbankinn, sem ríkið á ríflega 98 prósent hlut í, 31,2, prósent hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna í nóvember 2014. Þetta var gert bak við luktar dyr í lokuðu söluferli, og voru þeir einu sem fengu að bjóða í hlutinn.

Auglýsing

Arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut Landsbankans í Borgun nema 932 milljónum króna á tveimur árum.

Stærsti hluthafi í Borgun er Íslandsbanki, sem ríkið á 100 prósent, en hann á 63,4 prósenta hlut. Þá á Eignarhaldsfélagið Borgun slf. á 29,38 prósenta hlut og félagið BPS ehf., sem er í eigu starfsmanna Borgunar, á 5 prósenta hlut.

Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun, 31,2 prósent, í lokuðu söluferli til valinna fjárfesta. Mynd: Birgir.

Málsókn og athugasemdir FME

Lands­bank­inn ætlar að fara í mál vegna söl­unnar á eign­ar­hlut bank­ans í Borgun en bank­inn hefur falið lög­mönnum að und­ir­búa mál­sókn „til þess að end­ur­heimta þá fjár­muni sem bank­inn fór á mis við í við­skipt­un­um.“

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­lag Lands­bank­ans við söl­una á 31,2 pró­sent hlut sínum í Borgun í nóv­em­ber 2014 hafi ver­ið „áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri nið­ur­stöðu fyrir bank­ann. Með vísan til þess er það mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að verk­lag bank­ans við sölu á eign­ar­hlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyt­i ­sam­ræmst eðli­legum og heil­brigðum við­skipta­háttum á fjár­mála­mark­að­i".  Stofn­unin telur þó ekki til­efni til að grípa til frek­ari aðgerða að svö stöddu þar sem Lands­bank­inn hafi þegar til­kynnt, að eigin frum­kvæði, að hann ætli að grípa til aðgerða vegna máls­ins. Þetta kemur fram ínið­ur­stöðu athug­unar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á við­skipta­háttum Lands­bank­ans vegna söl­unnar á Borgun sem birt var 31. mars.

Skiptist í þrjá flokka

Stofnfé Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar, sem nú á 29,43 prósent hlut, nam 500 þús­und krónum sem skipt­ist í þrjá flokka, 100 þús­und í A flokki, 395 þús­und í B flokki og fimm þús­und í C flokki. Í A og B flokki eru eig­endur stofn­fjár með tak­mark­aða ábyrgð en í C flokki er ótak­mörkuð ábyrgð.

Einu eig­endur A flokks stofn­fjár er félagið Orbis Borg­unar slf. Eig­endur B flokks hluta­bréfa Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar eru þrettán tals­ins, sam­kvæmt samn­ingi um sam­lags­fé­lagið sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Stál­skip ehf., þar sem Guð­rún Lár­us­dóttir hefur stýrt ferð­inni í ára­tugi, með 29,43 pró­sent hlut. Þá á félagið P126 ehf. 19,71 pró­sent hlut, en eig­andi þess er Einar Sveins­son í gegnum móð­ur­fé­lagið Chara­m­ino Hold­ings Limited sem skráð er á Lúx­em­borg.

Þá á Pétur Stef­áns­son ehf. 19,71 pró­sent hlut, en for­svars­maður þess var Sig­valdi Stef­áns­son á stofn­fundi. Sam­an­lagður eign­ar­hlutur þess­ara þriggja stærstu eig­enda nemur 68,85 pró­sentum af B flokki stofn­fjár.

Á eftir þessum stærstu eig­endum kemur félagið Vetr­ar­gil ehf. með 5,14 pró­sent hlut og TD á Íslandi ehf. 5,15 pró­sent. Afgang­inn eiga AB 426 ehf (2,86%)., þar sem Sig­ur­þór Stef­áns­son er í for­svari, Egg­son ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta Geir­finns­dóttir er í for­svari, Bústoð ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta er einnig í for­svari, Fram­tíð­ar­brautin ehf. (4,43%), þar sem B. Jak­obína Þrá­ins­dóttir er í for­svari, Iðu­steinar ehf., þar sem Magnús Pálmi Örn­ólfs­son er í for­svari, Holt og hæðir ehf., þar sem Sig­ríður V. Hall­dórs­dóttir er í for­svari, Spect­a­bilis ehf., þar sem Óskar V. Sig­urðs­son er í for­svari, og Mens Manus ehf., þar sem Hjalti Þ. Krist­jáns­son er í for­svari.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hefur ekki viljað hætta í bankanum, þrátt fyrir þrýsting um slíkt frá Bankasýslunni.

Stofn­fundur í októ­ber 2014

Sam­kvæmt stofn­fund­ar­gerð félags­ins, frá 23. október 2014, voru fjórir ein­stak­lingar mættir fyrir hönd félag­anna Orbis Borg­unar slf. og Orbis GP ehf. Þau félög eru þau einu sem eru í eig­endur stofn­fjár í C flokki með ótak­mark­aða ábyrgð. Þau sem mættu á fund­inn fyrir hönd félag­anna voru Magnús Magn­ús­son, Óskar V. Sig­urðs­son, Jóhann Bald­urs­son og Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir.

Bankaráðið hætt

Mikill titringur hefur verið vegna sölu Landsbankans á fyrrnefndum hlut í Borgun, og gagnrýndi Bankasýsla ríkisins bankaráðið og bankastjórann, Steinþór Pálsson, harkalega. Lárus Blöndal, formaður Bankasýslunnar, kom þeim til skilaboðum til Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðsins, að það ætti allt að víkja og Steinþór sömuleiðis. Tryggvi hefur sjálfur sagt, að það hafi verið mistök að auglýsa hlutinn ekki til sölu, hins vegar hafi aðeins góður hugur verið að baki, og hagsmunir bankans látnir ráða för. Ferlum við sölu á eignum hefur nú verið breytt, þannig að aukið gagnsæli er í allri eignaumsýslu bankans.

Kosið verður formlega nýtt bankaráð á morgun, eftir að kosningu um það var frestað. Aðalmenn í bankaráði eru samkvæmt tillögu Helga Björk Eiríksdóttir, formaður, Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None