Lokaðar kórónur má ekki nota.
Lokaðar kórónur má ekki nota.
Auglýsing

Stundum er sagt að ekk­ert mál sé svo lít­il­fjör­legt að lög­gjaf­ar­valdið geti ekki séð ástæðu til að setja um það lög og fram­kvæmda­valdið fylgt fram­kvæmd­inni eftir og dregið fyrir rétt þá sem ekki fylgja lög­un­um. Dæmi um slíkt smá­mál, að flestra mati, er frum­varp sem  danski menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann hefur lagt fram á danska þing­inu, Fol­ket­inget. Frum­varpið fjallar um til­tekið tákn, nánar til­tekið kór­ónu. Svo­nefnda lok­aða kór­ónu. „Kór­ón­u­mál­ið“ eins og það er kallað komst í frétt­irnar í fyrra og var um það fjallað í fjöl­miðlum víða um lönd, meðal ann­ars hér í Kjarn­an­um. Flestum finnst kannski ótrú­legt að ráð­herra í rík­is­stjórn Dan­merkur skuli leggja fram frum­varp um slíkt smott­erí. En, þeim sem eiga hags­muna að gæta varð­andi þetta frum­varp finnst það hreint ekk­ert smott­erí heldur stór­mál sem varði bæði heiður og sögu­lega hefð. 

600 ára gömul lög

Frá þrett­ándu öld og fram á þá fimmt­ándu fengu all­margar danskar krár sér­stakt leyfi kon­ungs til að baka brauð, brugga öl og eima áfengi. Krárnar sem fengu hið kon­ung­lega leyfi (einsog það hét) stóðu flestar við helstu vegi lands­ins og átti með leyf­is­veit­ing­unni að tryggja að ferða­langar gætu fengið mat og gist­ingu. Þeir sem fengu kon­ung­lega leyfið aug­lýstu með því að nota kór­ónu­eft­ir­lík­ingar sem hengdar voru upp utandyra ásamt nafni stað­ar­ins. Kór­ón­una not­uðu líka margir til að skreyta mat­seðla, serví­ett­ur, hnífa­pör, diska og glös. Kór­ónan var eins­konar gæða­stimp­ill. Þetta var löngu áður en franski hjól­barða­fram­leið­and­inn Michelin var orð­inn eins konar heims­yf­ir­dóm­ari á sviði mat­ar­gerð­ar­listar og dag­blöðin með sínar stjörnu­gjafir ekki orðin til.

Þó líði ár og öld

Þótt eng­inn tengi þetta texta­brot úr þekktu dæg­ur­lagi við laga­setn­ingur og stjórn­sýslu eiga orðin vel við kór­ónu­lög­in, sem þrátt fyrir nafnið giltu um veit­inga­sölu Þau voru nefni­lega í gildi í um það bil 600 ár, til árs­ins 1912. Það ár voru sett lög sem bönn­uðu alla notkun „kongekronen“, án sér­staks leyfis og þeim sem not­uðu kór­ón­urnar bæri að fjar­lægja þær að við­lagðri refs­ingu. Þessi laga­setn­ing breytti engu, kór­ón­urnar héngu eftir sem áður við krár þær sem áður höfðu leyfið og eng­inn amað­ist við þessum aldagamla skrauti. En allt tekur enda.

Auglýsing

Eig­endur kónga­kráa fá bréf  

Árið 2012 kom nýr deild­ar­stjóri til starfa á danska Rík­is­skjala­safn­inu. Meðal þess sem hann rak augun í á nýja vinnu­staðnum voru lögin um kór­ónu­bann­ið. Deild­ar­stjór­ann minnti að hann hefði ein­hvers­staðar á ferðum sínum um Dana­veldi séð slíka kór­ónu hanga yfir dyr­um. Þegar hann kann­aði málið kom í ljós að ekki hafði verið gerð minnsta til­raun til að fram­fylgja kór­ónu­bannslög­unum þótt þau hefðu verið í gildi í heila öld. „Þetta gengur ekki“ hugs­aði deild­ar­stjór­inn og ákvað að ráð­ast gegn þessum lög­brotum sem staðið höfðu í heila öld án þess að nokkur lyfti svo mikið sem litlafingri. Hann sendi eig­endum kór­ónu­kránna bréf undir árs­lok 2013 og fyr­ir­skip­aði að kór­ón­urnar skyldu þegar í stað fjar­lægð­ar. 

Krá­ar­eig­endur klór­uðu sér í koll­inum og ákváðu svo að sjá til. En deild­ar­stjór­inn ætl­aði ekki að sjá til, hann sendi annað og harð­orð­ara bréf þar sem kraf­ist var svara um hvenær við­kom­andi hygð­ist fjar­lægja kór­ónur sem honum til­heyrðu. Rík­is­skjala­safnið myndi grípa til aðgerða ef skip­unum yrði ekki fram­fylgt. Benti líka á að form­lega hefði kór­ónu­notk­unin aldrei verið leyfð en nota mætti svo­kall­aða opna kór­ónu í stað hinnar hefð­bundnu lok­uðu. Nokkrir krá­ar­eig­endur fengu í fram­haldi heim­sókn lög­reglu­manna sem sögð­ust vera að kanna hvort fyr­ir­mælum Rík­is­skjala­safns­ins hefði verið fylgt. Ekki kom til handa­lög­mála en krá­ar­eig­endur spurðu hvort Rík­is­skjala­safnið væri orðin yfir­stjórn lög­regl­unn­ar. Kór­ón­urnar héngu svo áfram á sínum stað, einn krá­ar­eig­andi fjar­lægði þó kór­ónu sem hékk yfir úti­dyr­un­um.

Krá­ar­eig­endur þrá­ast við

Margir krá­ar­eig­endur sögðu í við­tölum að þeim hefði brugðið nokkuð við hót­un­ar­bréfið og heim­sóknir lög­regl­unn­ar. Þeir ætl­uðu þó ekki að ana að neinu og það hefði tekið Rík­is­skjala­safnið heila öld að koma þessum skip­unum um kór­ón­urnar til við­tak­enda. „Það er ákveðið við­mið um við­bragðs­hraða“ sagði einn þeirra.

Þing­menn ekki upp­rifnir  

Þegar „kór­ón­u­mál­ið“ komst í fjöl­miðla fyrir rúmu ári voru þing­menn meðal þeirra sem ekki voru upp­rifnir yfir vinnu­semi deild­ar­stjór­ans. „Er Rík­is­skjala­safnið orðið ein­hvers­konar lög­regla sem getur hótað sektum og hver veit hvað“ sagði þing­maður í blaða­við­tali. Annar benti á að þessar gömlu krár væru allar frið­aðar og það bryti í bága við lög að breyta þar nokkru, utandyra eða inn­an. Nokkrir þing­menn gerðu stólpa­grín að deild­ar­stjór­anum og yfir­mönnum hans. „Þessir starfs­menn ættu kannski að ein­beita sér að því að varð­veita þau skjöl sem þeim er trúað fyrir en ekki láta stela þeim úr safn­inu“ (fyrir nokkru kom í ljós að hund­ruð verð­mætra skjala hafa horfið úr safn­in­u). Málið hefur líka verið rætt í þing­inu og fram kom þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem ekki var þó afgreidd.

Ráð­herra leggur fram frum­varp

Ber­tel Haarder var meðal þeirra sem lýsti undrun sinni á fram­göngu deild­ar­stjór­ans sam­visku­sama og bréfa­skrifum hans. Nú er Ber­tel Haarder orð­inn menn­ing­ar­mála­ráð­herra og hann lagði fyrir nokkrum dögum fram frum­varp sem heim­ilar þeim sem þegar nota kór­ón­urn­ar, og hafa gert um langa tíð, að nota þær áfram á sama hátt og verið hefur um ald­ir. „þetta flokk­ast undir skyn­semi“ sagði ráð­herr­ann.

Yfir­stjórn Rík­is­skjala­safns­ins hefur ekki viljað tjá sig um frum­varpið en deild­ar­stjór­inn rögg­sami er nú orð­inn fyrr­ver­andi deild­ar­stjóri.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None