Lokaðar kórónur má ekki nota.
Lokaðar kórónur má ekki nota.
Auglýsing

Stundum er sagt að ekk­ert mál sé svo lít­il­fjör­legt að lög­gjaf­ar­valdið geti ekki séð ástæðu til að setja um það lög og fram­kvæmda­valdið fylgt fram­kvæmd­inni eftir og dregið fyrir rétt þá sem ekki fylgja lög­un­um. Dæmi um slíkt smá­mál, að flestra mati, er frum­varp sem  danski menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann hefur lagt fram á danska þing­inu, Fol­ket­inget. Frum­varpið fjallar um til­tekið tákn, nánar til­tekið kór­ónu. Svo­nefnda lok­aða kór­ónu. „Kór­ón­u­mál­ið“ eins og það er kallað komst í frétt­irnar í fyrra og var um það fjallað í fjöl­miðlum víða um lönd, meðal ann­ars hér í Kjarn­an­um. Flestum finnst kannski ótrú­legt að ráð­herra í rík­is­stjórn Dan­merkur skuli leggja fram frum­varp um slíkt smott­erí. En, þeim sem eiga hags­muna að gæta varð­andi þetta frum­varp finnst það hreint ekk­ert smott­erí heldur stór­mál sem varði bæði heiður og sögu­lega hefð. 

600 ára gömul lög

Frá þrett­ándu öld og fram á þá fimmt­ándu fengu all­margar danskar krár sér­stakt leyfi kon­ungs til að baka brauð, brugga öl og eima áfengi. Krárnar sem fengu hið kon­ung­lega leyfi (einsog það hét) stóðu flestar við helstu vegi lands­ins og átti með leyf­is­veit­ing­unni að tryggja að ferða­langar gætu fengið mat og gist­ingu. Þeir sem fengu kon­ung­lega leyfið aug­lýstu með því að nota kór­ónu­eft­ir­lík­ingar sem hengdar voru upp utandyra ásamt nafni stað­ar­ins. Kór­ón­una not­uðu líka margir til að skreyta mat­seðla, serví­ett­ur, hnífa­pör, diska og glös. Kór­ónan var eins­konar gæða­stimp­ill. Þetta var löngu áður en franski hjól­barða­fram­leið­and­inn Michelin var orð­inn eins konar heims­yf­ir­dóm­ari á sviði mat­ar­gerð­ar­listar og dag­blöðin með sínar stjörnu­gjafir ekki orðin til.

Þó líði ár og öld

Þótt eng­inn tengi þetta texta­brot úr þekktu dæg­ur­lagi við laga­setn­ingur og stjórn­sýslu eiga orðin vel við kór­ónu­lög­in, sem þrátt fyrir nafnið giltu um veit­inga­sölu Þau voru nefni­lega í gildi í um það bil 600 ár, til árs­ins 1912. Það ár voru sett lög sem bönn­uðu alla notkun „kongekronen“, án sér­staks leyfis og þeim sem not­uðu kór­ón­urnar bæri að fjar­lægja þær að við­lagðri refs­ingu. Þessi laga­setn­ing breytti engu, kór­ón­urnar héngu eftir sem áður við krár þær sem áður höfðu leyfið og eng­inn amað­ist við þessum aldagamla skrauti. En allt tekur enda.

Auglýsing

Eig­endur kónga­kráa fá bréf  

Árið 2012 kom nýr deild­ar­stjóri til starfa á danska Rík­is­skjala­safn­inu. Meðal þess sem hann rak augun í á nýja vinnu­staðnum voru lögin um kór­ónu­bann­ið. Deild­ar­stjór­ann minnti að hann hefði ein­hvers­staðar á ferðum sínum um Dana­veldi séð slíka kór­ónu hanga yfir dyr­um. Þegar hann kann­aði málið kom í ljós að ekki hafði verið gerð minnsta til­raun til að fram­fylgja kór­ónu­bannslög­unum þótt þau hefðu verið í gildi í heila öld. „Þetta gengur ekki“ hugs­aði deild­ar­stjór­inn og ákvað að ráð­ast gegn þessum lög­brotum sem staðið höfðu í heila öld án þess að nokkur lyfti svo mikið sem litlafingri. Hann sendi eig­endum kór­ónu­kránna bréf undir árs­lok 2013 og fyr­ir­skip­aði að kór­ón­urnar skyldu þegar í stað fjar­lægð­ar. 

Krá­ar­eig­endur klór­uðu sér í koll­inum og ákváðu svo að sjá til. En deild­ar­stjór­inn ætl­aði ekki að sjá til, hann sendi annað og harð­orð­ara bréf þar sem kraf­ist var svara um hvenær við­kom­andi hygð­ist fjar­lægja kór­ónur sem honum til­heyrðu. Rík­is­skjala­safnið myndi grípa til aðgerða ef skip­unum yrði ekki fram­fylgt. Benti líka á að form­lega hefði kór­ónu­notk­unin aldrei verið leyfð en nota mætti svo­kall­aða opna kór­ónu í stað hinnar hefð­bundnu lok­uðu. Nokkrir krá­ar­eig­endur fengu í fram­haldi heim­sókn lög­reglu­manna sem sögð­ust vera að kanna hvort fyr­ir­mælum Rík­is­skjala­safns­ins hefði verið fylgt. Ekki kom til handa­lög­mála en krá­ar­eig­endur spurðu hvort Rík­is­skjala­safnið væri orðin yfir­stjórn lög­regl­unn­ar. Kór­ón­urnar héngu svo áfram á sínum stað, einn krá­ar­eig­andi fjar­lægði þó kór­ónu sem hékk yfir úti­dyr­un­um.

Krá­ar­eig­endur þrá­ast við

Margir krá­ar­eig­endur sögðu í við­tölum að þeim hefði brugðið nokkuð við hót­un­ar­bréfið og heim­sóknir lög­regl­unn­ar. Þeir ætl­uðu þó ekki að ana að neinu og það hefði tekið Rík­is­skjala­safnið heila öld að koma þessum skip­unum um kór­ón­urnar til við­tak­enda. „Það er ákveðið við­mið um við­bragðs­hraða“ sagði einn þeirra.

Þing­menn ekki upp­rifnir  

Þegar „kór­ón­u­mál­ið“ komst í fjöl­miðla fyrir rúmu ári voru þing­menn meðal þeirra sem ekki voru upp­rifnir yfir vinnu­semi deild­ar­stjór­ans. „Er Rík­is­skjala­safnið orðið ein­hvers­konar lög­regla sem getur hótað sektum og hver veit hvað“ sagði þing­maður í blaða­við­tali. Annar benti á að þessar gömlu krár væru allar frið­aðar og það bryti í bága við lög að breyta þar nokkru, utandyra eða inn­an. Nokkrir þing­menn gerðu stólpa­grín að deild­ar­stjór­anum og yfir­mönnum hans. „Þessir starfs­menn ættu kannski að ein­beita sér að því að varð­veita þau skjöl sem þeim er trúað fyrir en ekki láta stela þeim úr safn­inu“ (fyrir nokkru kom í ljós að hund­ruð verð­mætra skjala hafa horfið úr safn­in­u). Málið hefur líka verið rætt í þing­inu og fram kom þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem ekki var þó afgreidd.

Ráð­herra leggur fram frum­varp

Ber­tel Haarder var meðal þeirra sem lýsti undrun sinni á fram­göngu deild­ar­stjór­ans sam­visku­sama og bréfa­skrifum hans. Nú er Ber­tel Haarder orð­inn menn­ing­ar­mála­ráð­herra og hann lagði fyrir nokkrum dögum fram frum­varp sem heim­ilar þeim sem þegar nota kór­ón­urn­ar, og hafa gert um langa tíð, að nota þær áfram á sama hátt og verið hefur um ald­ir. „þetta flokk­ast undir skyn­semi“ sagði ráð­herr­ann.

Yfir­stjórn Rík­is­skjala­safns­ins hefur ekki viljað tjá sig um frum­varpið en deild­ar­stjór­inn rögg­sami er nú orð­inn fyrr­ver­andi deild­ar­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None