Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum

Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.

Íslandsbanki og Landsbankinn
Auglýsing

Hagnaður Íslandsbanka og Landsbankans nam samtals 7,4 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi og hefur hann rúmlega tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Á þessu tímabili hefur rekstrarkostnaður bankanna beggja minnkað vegna skipulagsbreytinga, en Landsbankinn hagnaðist líka á að þurfa ekki að rýra gildi útlána sinna mikið á meðan Íslandsbanki græddi á bakfærðum færslum eftir sölu Borgunar fyrr á árinu. 

Þetta kemur fram í uppgjörum bankana tveggja, sem komu út í dag og í gær. Í tilkynningu á uppgjöri Íslandsbanka  sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri að árið hafi einkennst af þjónustu og lausnum fyrir viðskiptavini sem hefðu orðið fyrir mestum áhrifum vegna COVID-19. 

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans tók í sama streng og sagði bankann hafa brugðist fljótt við kórónuveirufaraldurinn með því að bjóða viðskiptavinum sínum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. 

Auglýsing

Húsnæðislánum í bönkunum tveimur hefur einnig fjölgað töluvert miðað við sama tímabil á síðasta ári, en vaxtalækkanir Seðlabankans leiddu til lægri vaxta á þeim, og skilaði það sér í mikilli eftirspurnaraukningu á húsnæðismarkaði í ár. 

Minni rekstrarkostnaður

Báðir bankarnir nefna einnig að rekstarkostnaður þeirra hafi dregist töluvert saman í ár, miðað við sama tímabil í fyrra. Hjá Íslandsbanka lækkaði stjórnunarkostnaður um 8,9 prósent, en samkvæmt bankanum er það vegna skipulagsbreytinga sem farið hefur verið í, meðal annars fækkun stöðugilda. Hjá Íslandsbanka skiptir þar helst máli að framlög í Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta hafa dregist saman um 165 milljónir. 

Virðisrýrnun var þegar bókfærð

Annar stór þáttur sem hafði jákvæð áhrif á rekstur Landsbankans var sá að ekki þurfti að bókfæra miklar eignir til virðisrýrnunar miðað við sama tímabil í fyrra, þrátt fyrir að gæði útlána hafi versnað í kjölfar efnahagsáfallsins vegna veirunnar. Samkvæmt Lilju Björk er þetta þó tilkomið vegna þess að Landsbankinn hefði nú þegar bókfært stóran hluta af eignasafni sínu snemma á árinu, eða alls um 13,5 milljarða króna. 

Eftirköst af sölu Borgunar jákvæð

Hjá Íslandsbanka vó vöxtur hreinna þóknanatekna þungt í jákvæðri rekstrarniðurstöðu, en þær jukust um 12,3% milli ára. Samkvæmt bankanum skýrist þessi aukning af hærri tekjum frá eignastýringu, fjárfestingabankastarfsemi og verðbréfamiðlun, en einnig vegna sölu Borgunar hf. þar sem eyðingarfærslur fyrsta árshelmings voru bakfærðar í kjölfar sölu félagsins.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent