Segir fullyrðingar Bjarna rangar

„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Auglýsing

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) segir fullyrðingar Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra rangar sem hann birti í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi.

Þar sagði hann það sæta furðu að ÖBÍ deildi ekki áhyggjum af því að sífellt hærra hlutfall landsmanna þyrfti örorkubætur og endurhæfingarlífeyri. Sú þróun væri algerlega ósjálfbær og ábyrgðarleysi að horfast ekki í augu við vandann.

Skjáskot af Facebook-færslu ráðherrans

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, sendi honum bréf í dag þar sem hún mótmælti fullyrðingum Bjarna á Facebook. Í bréfinu vitnar hún í skýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings, sem hann vann fyrir Öryrkjabandalagið. Í skýrslunni segir að þó það sé óumdeilanlegt að örorkulífeyrisþegum hafi fjölgað á milli 2008 og 2019, virðist hafa dregið nokkuð úr fjölguninni eftir 2017 og raunar hafi heildarfjöldi örorkulífeyrisþega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. 

„Þannig má segja að breytingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breytingin frá aldamótum enn síður. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekkert frá 2017 miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir í skýrslunni.

Þuríður bendir á að þannig hafi örorkulífeyrisþegar verið 7 prósent af mannfjölda 18 til 66 ára árið 2008, og 7,8 prósent árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2 prósent árið 2017. „Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gangskör hjá Tryggingastofnun Ríkisins í að afgreiða fjölda umsókna sem safnast höfðu fyrir,“ skrifar hún.

Auglýsing

ÖBÍ telur framsetningu ráðherrans villandi

Kjarn­inn greindi frá því í gær að fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði lagt fram minn­is­­blað á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í fyrradag um fram­lög til almanna­­trygg­inga. Sam­­kvæmt því minn­is­­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­­mæta­­sköp­unar hag­­kerf­is­ins til til­­­færslu­­kerfa og fjár­­fram­laga rík­­is­­sjóðs. Sér­­stak­­lega var fjallað um fram­lög til almanna­­trygg­inga, að frá­­­töldum atvinn­u­­leys­is­­bót­u­m, og sagt að þau hefðu nær tvö­­fald­­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs.

Í stöð­u­­upp­­­færslu sem Bjarni birti á Face­­book í gærdag sagði hann það vera mikið áhyggju­efni að frá árinu 2013 hefði þeim sem eru á örorku­­bótum eða end­­ur­hæf­ing­­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.

ÖBÍ sendi frá sér tilkynningu seinna um daginn þar sem sagði að eftir lestur minn­is­blaðs fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra stæði eftir sú „til­finn­ing að til­gangur minn­is­blaðs­ins sé fyrst og fremst til að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frek­astir eru á flet­i“.

Sam­kvæmt ÖBÍ er fram­setn­ingin sem ráð­herra velur vill­andi. „Og gleymum ekki kosn­inga­lof­orð­inu sem ráð­herra gaf eldri borg­urum fyrir nokkrum árum stærsti hluti aukn­ingar útgjalda til almanna­trygg­inga farið í að efna það. Öryrkjar hafa ekki fengið neitt. Fjár­mála­ráð­herra vill líka sýna fram á hve gríð­ar­leg fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega hefur orðið og birtir máli sínu til stuðn­ings línu­rit.

Þar má sjá hlut­fall örorku­líf­eyr­is­þega, örorku­styrk­þega og end­ur­hæf­inga­líf­eyr­is­þega sem hlut­fall af fólki á vinnu­færum aldri. Ein­hverra hluta vegna tekur ráð­herra þó sér­stak­lega út úr jöfn­unni inn­flytj­end­ur, eða erlent vinnu­afl, eins og þessi hópur skipti engu máli í verð­mæta­sköpun lands­ins,“ sagði í til­kynn­ing­u ÖBÍ í gær.

Hér fyrir neðan má lesa bréf Þuríðar til fjármálaráðherra í heild sinni:

Sæll Bjarni.

Það er mér ánægjuefni að geta nú átt þessar samræður við þig, þó á þessum vettvangi sé.

Þú skoraðir á mig að nefna tímabil þar sem kaupmáttur örorkulífeyris hafi hækkað meira en síðustu átta ár.

Stutta svarið við því er að fyrir einhleypan öryrkja sem varð öryrki 18 ára, jókst kaupmáttur hámarksgreiðslna hans meira en undanfarin átta ár, á hvaða átta ára tímabili sem er, frá október 1997 til október 2008. Fyrir þann sem er í sambúð eða giftur á þetta sama við á tímabilinu október 1997 til október 2011, eða alveg að því tímabili sem þú kýst að miða við. Þetta tekur til hæstu mögulegra greiðslna frá TR, þeirra sem fengu örorkumat 18-24 ára og eru einhleyp. Samkvæmt upplýsingum frá TR er hér um 9 einstaklinga að ræða árið 2019.

En tölum um kaupmátt.

Það hefur aldrei verið um það rætt af hálfu okkar að engin kaupmáttaraukning hafi átt sér stað og því í sjálfu sér óþarfi að fara í mikla söguskoðun á honum.

En það vill svo til að Öryrkjabandalagið fékk Hagfræðistofnun Háskólans til að reikna út kaupmátt óskerts lífeyris almannatrygginga, og bera saman við kaupmátt lágmarkslauna.

Samanburðartímabilið er 2009 til 2018. Öryrkjabandalagið víkur sér ekki undan þeirri staðreynd að kaupmáttur óskerts lífeyris hafi hækkað. Bara ekki nærri eins mikið og kaupmáttur lágmarkslauna.

Í samanburðinum er óskertur örorkulífeyrir og lægstu laun sett í 100 árið 2009. Árið 2018 er kaupmáttur óskerts örorkulífeyris komin í 118 fyrir skatta, en lægstu launa 161. Þarna munar 43 stigum, kaupmáttur örorkulífeyris er með öðrum orðum 73% af kaupmætti lægstu launa við lok tímabilsins.

Og það er í takt við þá staðreynd, að örorkulífeyrir verður ekki nema ¾ af lágmarkslaunum um næstu áramót. Og það haggar ekki þeirri staðreynd að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ná lítið til þeirra sem hafa tekjur undir 300.þ kr.

Ráðstöfunartekjur öryrkja, sem um áramót fær 265þ. kr. rúmar fyrir skatt, aukast vegna skattalækkana um 2900 krónur rúmar á mánuði.

Þú segir einnig í færslunni: „Þá sætir það furðu að ÖBÍ deili ekki áhyggjum af því að sífellt hærra hlutfall landsmanna þarf örorkubætur og endurhæfingarlífeyri. Sú þróun er algerlega ósjálfbær og ábyrgðarleysi að horfast ekki í augu við vandann.“

Ástæða þess að ÖBÍ deilir ekki áhyggjum þínum er að fullyrðing þín er einfaldlega röng.

Í skýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings, sem hann vann fyrir Öryrkjabandalagið, segir á bls 6: „Það er hins vegar athyglivert að þó það sé óumdeilanlegt að örorkulífeyrisþegum fjölgaði á milli 2008 og 2019, virðist hafa dregið nokkuð úr fjölguninni eftir 2017 og raunar hefur heildarfjöldi örorkulífeyrisþega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. Þannig má segja að breytingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breytingin frá aldamótum enn síður. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekkert frá 2017 miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag.“

Þannig voru örorkulífeyrisþegar 7,0% af mannfjölda 18-66 ára árið 2008, og voru 7,8% árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2% árið 2017. Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gangskör hjá Tryggingastofnun Ríkisins í að afgreiða fjölda umsókna sem safnast höfðu fyrir.

Síðan segir þú: „Þeir sem neita að horfast í augu við þá veikleika sem birtast okkur í þróun þessa málaflokks grafa með því undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf.“

Hér stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Við erum ekki sammála um hvernig eigi að meta „þá sem eru í mestri þörf“. Þú talar fyrir starfsgetumati. Að við hættum að horfa á hvað fólk geti ekki, frekar hvað það getur. En er það megin ástæðan fyrir því að öryrkjar eru ekki á vinnumarkaði?

Svarið við því er nefnilega nei.

Því í kerfi almannatrygginga hafa verið reistar svo háar girðingar sem koma í raun í veg fyrir atvinnuþátttöku öryrkja.

Lítil saga:

Kona ein, 75% öryrki, fékk tímabundið verkefni í einn og hálfan mánuð. Fyrir það fékk hún greitt 153þ.kr. Skatturinn tók 78þ, TR 53þ, eftir stóð 27þ fyrir þessa vinnu. Þá er ekki útséð að áhrif af þessum aukatekjum komi fram t.d. í húsnæðisstuðningi og víðar, sem myndi þýða að heildarútkoman væri tap.

Það kemur mér á óvart að þú sem formaður þess stjórnmálaflokks sem í gegnum tíðina hefur haft frelsi einstaklingsins til orða og athafna á sinni stefnuskrá, hafi ekki löngu breytt þessu. Vilji öryrkja til þátttöku á vinnumarkaði er til staðar hjá langflestum. Sem sést best á því að þrátt fyrir þessar háu girðingar, þrátt fyrir þessar gríðarlegu skerðingar, eru samt um þriðjungur öryrkja á vinnumarkaði. Eða voru fyrir heimsfaraldur kórónuveiru.

Af þeim voru um 40% í fullu starfi.

Það skortir hins vegar sárlega tækifærin fyrir þá. T.d. hlutastörf hjá hinu opinbera. Þar gætir þú gengið á undan með góðu fordæmi og ráðið inn einstaklinga með skerta starfsgetu í ráðuneyti þitt, en samkvæmt svari við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingkonu Samfylkingar, er engan slíkan að finna í fjármálaráðuneytinu.

Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um.

ÖBÍ mun birta ítarlegri útreikninga um kaupmátt með skýringamyndum á heimsíðu sinni innan skamms.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent