Segir fullyrðingar Bjarna rangar

„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Auglýsing

Öryrkja­banda­lag Íslands (ÖBÍ) segir full­yrð­ingar Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra rangar sem hann birti í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi.

Þar sagði hann það sæta furðu að ÖBÍ deildi ekki áhyggjum af því að sífellt hærra hlut­fall lands­manna þyrfti örorku­bætur og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. Sú þróun væri alger­lega ósjálf­bær og ábyrgð­ar­leysi að horfast ekki í augu við vand­ann.

Skjáskot af Facebook-færslu ráðherrans

Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður ÖBÍ, sendi honum bréf í dag þar sem hún mót­mælti full­yrð­ingum Bjarna á Face­book. Í bréf­inu vitnar hún í skýrslu Kol­beins Stef­áns­sonar félags­fræð­ings, sem hann vann fyrir Öryrkja­banda­lag­ið. Í skýrsl­unni segir að þó það sé óum­deil­an­legt að örorku­líf­eyr­is­þegum hafi fjölgað á milli 2008 og 2019, virð­ist hafa dregið nokkuð úr fjölg­un­inni eftir 2017 og raunar hafi heild­ar­fjöldi örorku­líf­eyr­is­þega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. 

„Þannig má segja að breyt­ingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breyt­ingin frá alda­mótum enn síð­ur. Örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert frá alda­mót­um, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekk­ert frá 2017 miðað við þær upp­lýs­ingar sem liggja fyrir í dag,“ segir í skýrsl­unni.

Þur­íður bendir á að þannig hafi örorku­líf­eyr­is­þegar verið 7 pró­sent af mann­fjölda 18 til 66 ára árið 2008, og 7,8 pró­sent árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2 pró­sent árið 2017. „Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gang­skör hjá Trygg­inga­stofnun Rík­is­ins í að afgreiða fjölda umsókna sem safn­ast höfðu fyr­ir,“ skrifar hún.

Auglýsing

ÖBÍ telur fram­setn­ingu ráð­herr­ans vill­andi

Kjarn­inn greindi frá því í gær að fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði lagt fram minn­is­­­blað á rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fundi í fyrra­dag um fram­lög til almanna­­­trygg­inga. Sam­­­kvæmt því minn­is­­­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­­­mæta­­­sköp­unar hag­­­kerf­is­ins til til­­­­­færslu­­­kerfa og fjár­­­fram­laga rík­­­is­­­sjóðs. Sér­­­stak­­­lega var fjallað um fram­lög til almanna­­­trygg­inga, að frá­­­­­töldum atvinn­u­­­leys­is­­­bót­u­m, og sagt að þau hefðu nær tvö­­­fald­­­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs.

Í stöð­u­­­upp­­­­­færslu sem Bjarni birti á Face­­­book í gær­dag sagði hann það vera mikið áhyggju­efni að frá árinu 2013 hefði þeim sem eru á örorku­­­bótum eða end­­­ur­hæf­ing­­­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.

ÖBÍ sendi frá sér til­kynn­ingu seinna um dag­inn þar sem sagði að eftir lestur minn­is­­blaðs fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra stæði eftir sú „til­f­inn­ing að til­­­gangur minn­is­­blaðs­ins sé fyrst og fremst til að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frek­­astir eru á flet­i“.

Sam­­kvæmt ÖBÍ er fram­­setn­ingin sem ráð­herra velur vill­andi. „Og gleymum ekki kosn­­inga­lof­orð­inu sem ráð­herra gaf eldri borg­­urum fyrir nokkrum árum stærsti hluti aukn­ingar útgjalda til almanna­­trygg­inga farið í að efna það. Öryrkjar hafa ekki fengið neitt. Fjár­­­mála­ráð­herra vill líka sýna fram á hve gríð­­ar­­leg fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega hefur orðið og birtir máli sínu til stuðn­­ings lín­u­­rit.

Þar má sjá hlut­­fall örorku­líf­eyr­is­þega, örorku­­styrk­þega og end­­ur­hæf­inga­líf­eyr­is­þega sem hlut­­fall af fólki á vinn­u­­færum aldri. Ein­hverra hluta vegna tekur ráð­herra þó sér­­stak­­lega út úr jöfn­unni inn­­flytj­end­­ur, eða erlent vinn­u­afl, eins og þessi hópur skipti engu máli í verð­­mæta­­sköpun lands­ins,“ sagði í til­­kynn­ing­u ÖBÍ í gær.

Hér fyrir neðan má lesa bréf Þur­íðar til fjár­mála­ráð­herra í heild sinni:

Sæll Bjarni.

Það er mér ánægju­efni að geta nú átt þessar sam­ræður við þig, þó á þessum vett­vangi sé.

Þú skoraðir á mig að nefna tíma­bil þar sem kaup­máttur örorku­líf­eyris hafi hækkað meira en síð­ustu átta ár.

Stutta svarið við því er að fyrir ein­hleypan öryrkja sem varð öryrki 18 ára, jókst kaup­máttur hámarks­greiðslna hans meira en und­an­farin átta ár, á hvaða átta ára tíma­bili sem er, frá októ­ber 1997 til októ­ber 2008. Fyrir þann sem er í sam­búð eða giftur á þetta sama við á tíma­bil­inu októ­ber 1997 til októ­ber 2011, eða alveg að því tíma­bili sem þú kýst að miða við. Þetta tekur til hæstu mögu­legra greiðslna frá TR, þeirra sem fengu örorku­mat 18-24 ára og eru ein­hleyp. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá TR er hér um 9 ein­stak­linga að ræða árið 2019.

En tölum um kaup­mátt.

Það hefur aldrei verið um það rætt af hálfu okkar að engin kaup­mátt­ar­aukn­ing hafi átt sér stað og því í sjálfu sér óþarfi að fara í mikla sögu­skoðun á hon­um.

En það vill svo til að Öryrkja­banda­lagið fékk Hag­fræði­stofnun Háskól­ans til að reikna út kaup­mátt óskerts líf­eyris almanna­trygg­inga, og bera saman við kaup­mátt lág­marks­launa.

Sam­an­burð­ar­tíma­bilið er 2009 til 2018. Öryrkja­banda­lagið víkur sér ekki undan þeirri stað­reynd að kaup­máttur óskerts líf­eyris hafi hækk­að. Bara ekki nærri eins mikið og kaup­máttur lág­marks­launa.

Í sam­an­burð­inum er óskertur örorku­líf­eyrir og lægstu laun sett í 100 árið 2009. Árið 2018 er kaup­máttur óskerts örorku­líf­eyris komin í 118 fyrir skatta, en lægstu launa 161. Þarna munar 43 stig­um, kaup­máttur örorku­líf­eyris er með öðrum orðum 73% af kaup­mætti lægstu launa við lok tíma­bils­ins.

Og það er í takt við þá stað­reynd, að örorku­líf­eyrir verður ekki nema ¾ af lág­marks­launum um næstu ára­mót. Og það haggar ekki þeirri stað­reynd að skatta­lækk­anir rík­is­stjórn­ar­innar ná lítið til þeirra sem hafa tekjur undir 300.þ kr.

Ráð­stöf­un­ar­tekjur öryrkja, sem um ára­mót fær 265þ. kr. rúmar fyrir skatt, aukast vegna skatta­lækk­ana um 2900 krónur rúmar á mán­uði.

Þú segir einnig í færsl­unni: „Þá sætir það furðu að ÖBÍ deili ekki áhyggjum af því að sífellt hærra hlut­fall lands­manna þarf örorku­bætur og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. Sú þróun er alger­lega ósjálf­bær og ábyrgð­ar­leysi að horfast ekki í augu við vand­ann.“

Ástæða þess að ÖBÍ deilir ekki áhyggjum þínum er að full­yrð­ing þín er ein­fald­lega röng.

Í skýrslu Kol­beins Stef­áns­sonar félags­fræð­ings, sem hann vann fyrir Öryrkja­banda­lag­ið, segir á bls 6: „Það er hins vegar athygli­vert að þó það sé óum­deil­an­legt að örorku­líf­eyr­is­þegum fjölg­aði á milli 2008 og 2019, virð­ist hafa dregið nokkuð úr fjölg­un­inni eftir 2017 og raunar hefur heild­ar­fjöldi örorku­líf­eyr­is­þega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. Þannig má segja að breyt­ingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breyt­ingin frá alda­mótum enn síð­ur. Örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert frá alda­mót­um, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekk­ert frá 2017 miðað við þær upp­lýs­ingar sem liggja fyrir í dag.“

Þannig voru örorku­líf­eyr­is­þegar 7,0% af mann­fjölda 18-66 ára árið 2008, og voru 7,8% árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2% árið 2017. Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gang­skör hjá Trygg­inga­stofnun Rík­is­ins í að afgreiða fjölda umsókna sem safn­ast höfðu fyr­ir.

Síðan segir þú: „Þeir sem neita að horfast í augu við þá veik­leika sem birt­ast okkur í þróun þessa mála­flokks grafa með því undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf.“

Hér stendur einmitt hníf­ur­inn í kúnni. Við erum ekki sam­mála um hvernig eigi að meta „þá sem eru í mestri þörf“. Þú talar fyrir starfs­getu­mati. Að við hættum að horfa á hvað fólk geti ekki, frekar hvað það get­ur. En er það megin ástæðan fyrir því að öryrkjar eru ekki á vinnu­mark­aði?

Svarið við því er nefni­lega nei.

Því í kerfi almanna­trygg­inga hafa verið reistar svo háar girð­ingar sem koma í raun í veg fyrir atvinnu­þátt­töku öryrkja.

Lítil saga:

Kona ein, 75% öryrki, fékk tíma­bundið verk­efni í einn og hálfan mán­uð. Fyrir það fékk hún greitt 153þ.kr. Skatt­ur­inn tók 78þ, TR 53þ, eftir stóð 27þ fyrir þessa vinnu. Þá er ekki útséð að áhrif af þessum auka­tekjum komi fram t.d. í hús­næð­is­stuðn­ingi og víð­ar, sem myndi þýða að heild­ar­út­koman væri tap.

Það kemur mér á óvart að þú sem for­maður þess stjórn­mála­flokks sem í gegnum tíð­ina hefur haft frelsi ein­stak­lings­ins til orða og athafna á sinni stefnu­skrá, hafi ekki löngu breytt þessu. Vilji öryrkja til þátt­töku á vinnu­mark­aði er til staðar hjá lang­flest­um. Sem sést best á því að þrátt fyrir þessar háu girð­ing­ar, þrátt fyrir þessar gríð­ar­legu skerð­ing­ar, eru samt um þriðj­ungur öryrkja á vinnu­mark­aði. Eða voru fyrir heims­far­aldur kór­ónu­veiru.

Af þeim voru um 40% í fullu starfi.

Það skortir hins vegar sár­lega tæki­færin fyrir þá. T.d. hluta­störf hjá hinu opin­bera. Þar gætir þú gengið á undan með góðu for­dæmi og ráðið inn ein­stak­linga með skerta starfs­getu í ráðu­neyti þitt, en sam­kvæmt svari við fyr­ir­spurn Odd­nýjar Harð­ar­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar, er engan slíkan að finna í fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Það er ánægju­legt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum til­búin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvu­póstar síð­ustu þriggja ára í inn­hólfi tölvu þinnar bera vott um.

ÖBÍ mun birta ítar­legri útreikn­inga um kaup­mátt með skýr­inga­myndum á heim­síðu sinni innan skamms.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent