Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt

Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.

Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Auglýsing

Samgöngustofa hefur gert Icelandair að greiða tveimur flugfarþegum samtals 800 evrur í skaðabætur sökum þess að flugi þeirra til Berlínar í september var aflýst með tveggja daga fyrirvara. Fólkið var flutt yfir í annað flug frá landinu og kom til Berlínar fimm klukkustundum síðar en áætlað hafði verið, með tengiflugi sem Icelandair útvegaði.

Icelandair hafnaði bótakröfu fólksins og vísaði til þess að strangar takmarkanir væru í gildi á för yfir landamæri og einnig tilmæla frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Flugfélagið sagði þau fela í sér að aðgangstakmarkanir, sem í reynd yrðu til þess að hindra för farþega yfir landamæri með þeim afleiðingum að útlit væri fyrir að engir eða nær engir farþegar yrðu um borð í flugværi, bæri að fella undir tilfelli óviðráðanlegra aðstæðna. Því þyrfti flugfélagið ekki að greiða skaðabætur í samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins.

Eins og kunnugt er og oft hefur verið fjallað um í fréttum á þessu ári hefur Icelandair mætt þeim stórundarlegu aðstæðum sem eru nú í fluggeiranum með því að hafa áætlun sína sveigjanlega og aflýsa stundum flugferðum með skömmum fyrirvara, ef einsýnt er að ekki verði nægileg eftirspurn eftir miðum til að flugleggurinn standi undir sér. Þá er þeim fáu farþegum sem eru á flakki komið á áfangastað sinn eftir öðrum leiðum.

Auglýsing

Samgöngustofa telur þá túlkun Icelandair, að um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, ekki eiga við í þessu tilviki. Landamæri hafi ekki verið lokuð, en það sé eingöngu í þeim tilfellum sem bótaskylda falli niður samkvæmt áðurnefndum tilmælum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem Icelandair bar fyrir sig.

Fáar svipaðar kröfur borist Icelandair 

Kjarninn sendi fyrirspurn til Icelandair um það hversu margir farþegar gætu átt bótarétt á flugfélagið í samræmi við þessa niðurstöðu og fékk það svar að „fáar bótakröfur vegna svipaðra tilvika“ hefðu borist á undanförnum mánuðum.

Flugfélagið getur kært ákvörðun Samgöngustofu í þessu máli til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hefur ekki lokið skoðun sinni á málinu, samkvæmt svarinu.

Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni

Neytendasamtökin segjast á vef sínum fagna niðurstöðu Samgöngustofu og hvetja neytendur sem er í þessari stöðu til þess að sækja þær bætur sem það eigi rétt á og fullyrða jafnframt að Icelandair hafi „þverskallast við“ að greiða bætur í sambærilegum málum.

Innan við fjórðungur sæki rétt sinn til flugbóta

Ómar R. Valdimarsson lögmaður stendur á bak við þjónustuna Flugbætur.is, sem aðstoðar fólk við að sækja bætur frá flugfélögum gegn þóknun. Hann segist í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að áætla að minna en 25 prósent farþega sem í reynd eigi rétt á skaðabótum vegna aflýsinga eða seinkana sæki þann rétt sinn og svo sé mjög misjafnt hvernig innheimtan takist hjá fólki.

Ómar segir ennfremur að mögulega kunni að vera fjárhagslegur ávinningur af því fyrir flugfélög að hafna einfaldlega bótaskyldu en gefa sig svo gagnvart þeim fáu sem nenni að eltast við bæturnar.

„Alls eru ríflega 200 einstaklingar sem eru að sækja bætur hjá okkur gegn hinum ýmsu flugfélögum, sem eru með mál sín ýmist fyrir eða á leiðinni fyrir dóm. Oftast eru nokkrir farþegar saman í einu máli. Norwegian, Vueling og Neos hafa verið atkvæðamikil í þeim málum sem rata fyrir dómstóla, en alla jafna hafa samskiptin við Icelandair gengið vel,“ segir í svari Ómars. 

Hann telur mjög ólíklegt að þessi tiltekna ákvörðun Samgöngustofu verði Icelandair til einhverra sérstakra trafala, í þeim skilningi að holskefla svipaðra bótakrafna muni nú skella á flugfélaginu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent