Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt

Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.

Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Auglýsing

Samgöngustofa hefur gert Icelandair að greiða tveimur flugfarþegum samtals 800 evrur í skaðabætur sökum þess að flugi þeirra til Berlínar í september var aflýst með tveggja daga fyrirvara. Fólkið var flutt yfir í annað flug frá landinu og kom til Berlínar fimm klukkustundum síðar en áætlað hafði verið, með tengiflugi sem Icelandair útvegaði.

Icelandair hafnaði bótakröfu fólksins og vísaði til þess að strangar takmarkanir væru í gildi á för yfir landamæri og einnig tilmæla frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Flugfélagið sagði þau fela í sér að aðgangstakmarkanir, sem í reynd yrðu til þess að hindra för farþega yfir landamæri með þeim afleiðingum að útlit væri fyrir að engir eða nær engir farþegar yrðu um borð í flugværi, bæri að fella undir tilfelli óviðráðanlegra aðstæðna. Því þyrfti flugfélagið ekki að greiða skaðabætur í samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins.

Eins og kunnugt er og oft hefur verið fjallað um í fréttum á þessu ári hefur Icelandair mætt þeim stórundarlegu aðstæðum sem eru nú í fluggeiranum með því að hafa áætlun sína sveigjanlega og aflýsa stundum flugferðum með skömmum fyrirvara, ef einsýnt er að ekki verði nægileg eftirspurn eftir miðum til að flugleggurinn standi undir sér. Þá er þeim fáu farþegum sem eru á flakki komið á áfangastað sinn eftir öðrum leiðum.

Auglýsing

Samgöngustofa telur þá túlkun Icelandair, að um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, ekki eiga við í þessu tilviki. Landamæri hafi ekki verið lokuð, en það sé eingöngu í þeim tilfellum sem bótaskylda falli niður samkvæmt áðurnefndum tilmælum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem Icelandair bar fyrir sig.

Fáar svipaðar kröfur borist Icelandair 

Kjarninn sendi fyrirspurn til Icelandair um það hversu margir farþegar gætu átt bótarétt á flugfélagið í samræmi við þessa niðurstöðu og fékk það svar að „fáar bótakröfur vegna svipaðra tilvika“ hefðu borist á undanförnum mánuðum.

Flugfélagið getur kært ákvörðun Samgöngustofu í þessu máli til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hefur ekki lokið skoðun sinni á málinu, samkvæmt svarinu.

Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni

Neytendasamtökin segjast á vef sínum fagna niðurstöðu Samgöngustofu og hvetja neytendur sem er í þessari stöðu til þess að sækja þær bætur sem það eigi rétt á og fullyrða jafnframt að Icelandair hafi „þverskallast við“ að greiða bætur í sambærilegum málum.

Innan við fjórðungur sæki rétt sinn til flugbóta

Ómar R. Valdimarsson lögmaður stendur á bak við þjónustuna Flugbætur.is, sem aðstoðar fólk við að sækja bætur frá flugfélögum gegn þóknun. Hann segist í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að áætla að minna en 25 prósent farþega sem í reynd eigi rétt á skaðabótum vegna aflýsinga eða seinkana sæki þann rétt sinn og svo sé mjög misjafnt hvernig innheimtan takist hjá fólki.

Ómar segir ennfremur að mögulega kunni að vera fjárhagslegur ávinningur af því fyrir flugfélög að hafna einfaldlega bótaskyldu en gefa sig svo gagnvart þeim fáu sem nenni að eltast við bæturnar.

„Alls eru ríflega 200 einstaklingar sem eru að sækja bætur hjá okkur gegn hinum ýmsu flugfélögum, sem eru með mál sín ýmist fyrir eða á leiðinni fyrir dóm. Oftast eru nokkrir farþegar saman í einu máli. Norwegian, Vueling og Neos hafa verið atkvæðamikil í þeim málum sem rata fyrir dómstóla, en alla jafna hafa samskiptin við Icelandair gengið vel,“ segir í svari Ómars. 

Hann telur mjög ólíklegt að þessi tiltekna ákvörðun Samgöngustofu verði Icelandair til einhverra sérstakra trafala, í þeim skilningi að holskefla svipaðra bótakrafna muni nú skella á flugfélaginu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent