Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt

Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.

Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Auglýsing

Sam­göngu­stofa hefur gert Icelandair að greiða tveimur flug­far­þegum sam­tals 800 evrur í skaða­bætur sökum þess að flugi þeirra til Berlínar í sept­em­ber var aflýst með tveggja daga fyr­ir­vara. Fólkið var flutt yfir í annað flug frá land­inu og kom til Berlínar fimm klukku­stundum síðar en áætlað hafði ver­ið, með tengiflugi sem Icelandair útveg­aði.

Icelandair hafn­aði bóta­kröfu fólks­ins og vís­aði til þess að strangar tak­mark­anir væru í gildi á för yfir landa­mæri og einnig til­mæla frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Flug­fé­lagið sagði þau fela í sér að aðgangs­tak­mark­an­ir, sem í reynd yrðu til þess að hindra för far­þega yfir landa­mæri með þeim afleið­ingum að útlit væri fyrir að engir eða nær engir far­þegar yrðu um borð í flug­væri, bæri að fella undir til­felli óvið­ráð­an­legra aðstæðna. Því þyrfti flug­fé­lagið ekki að greiða skaða­bætur í sam­ræmi við reglu­gerðir Evr­ópu­sam­bands­ins.

Eins og kunn­ugt er og oft hefur verið fjallað um í fréttum á þessu ári hefur Icelandair mætt þeim stór­und­ar­legu aðstæðum sem eru nú í flug­geir­anum með því að hafa áætlun sína sveigj­an­lega og aflýsa stundum flug­ferðum með skömmum fyr­ir­vara, ef ein­sýnt er að ekki verði nægi­leg eft­ir­spurn eftir miðum til að flug­legg­ur­inn standi undir sér. Þá er þeim fáu far­þegum sem eru á flakki komið á áfanga­stað sinn eftir öðrum leið­um.

Auglýsing

Sam­göngu­stofa telur þá túlkun Icelanda­ir, að um óvið­ráð­an­legar aðstæður hafi verið að ræða, ekki eiga við í þessu til­viki. Landa­mæri hafi ekki verið lok­uð, en það sé ein­göngu í þeim til­fellum sem bóta­skylda falli niður sam­kvæmt áður­nefndum til­mælum frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Icelandair bar fyrir sig.

Fáar svip­aðar kröfur borist Icelanda­ir 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Icelandair um það hversu margir far­þegar gætu átt bóta­rétt á flug­fé­lagið í sam­ræmi við þessa nið­ur­stöðu og fékk það svar að „fáar bóta­kröfur vegna svip­aðra til­vika“ hefðu borist á und­an­förnum mán­uð­um.

Flug­fé­lagið getur kært ákvörðun Sam­göngu­stofu í þessu máli til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins og hefur ekki lokið skoðun sinni á mál­inu, sam­kvæmt svar­inu.

Neyt­enda­sam­tökin fagna nið­ur­stöð­unni

Neyt­enda­sam­tökin segj­ast á vef sínum fagna nið­ur­stöðu Sam­göngu­stofu og hvetja neyt­endur sem er í þess­ari stöðu til þess að sækja þær bætur sem það eigi rétt á og full­yrða jafn­framt að Icelandair hafi „þverskall­ast við“ að greiða bætur í sam­bæri­legum mál­um.

Innan við fjórð­ungur sæki rétt sinn til flug­bóta

Ómar R. Valdi­mars­son lög­maður stendur á bak við þjón­ust­una Flug­bæt­ur.is, sem aðstoðar fólk við að sækja bætur frá flug­fé­lögum gegn þókn­un. Hann seg­ist í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að áætla að minna en 25 pró­sent far­þega sem í reynd eigi rétt á skaða­bótum vegna aflýs­inga eða seink­ana sæki þann rétt sinn og svo sé mjög mis­jafnt hvernig inn­heimtan tak­ist hjá fólki.

Ómar segir enn­fremur að mögu­lega kunni að vera fjár­hags­legur ávinn­ingur af því fyrir flug­fé­lög að hafna ein­fald­lega bóta­skyldu en gefa sig svo gagn­vart þeim fáu sem nenni að elt­ast við bæt­urn­ar.

„Alls eru ríf­lega 200 ein­stak­lingar sem eru að sækja bætur hjá okkur gegn hinum ýmsu flug­fé­lög­um, sem eru með mál sín ýmist fyrir eða á leið­inni fyrir dóm. Oft­ast eru nokkrir far­þegar saman í einu máli. Norweg­i­an, Vuel­ing og Neos hafa verið atkvæða­mikil í þeim málum sem rata fyrir dóm­stóla, en alla jafna hafa sam­skiptin við Icelandair gengið vel,“ segir í svari Ómar­s. Hann telur mjög ólík­legt að þessi til­tekna ákvörðun Sam­göngu­stofu verði Icelandair til ein­hverra sér­stakra trafala, í þeim skiln­ingi að hol­skefla svip­aðra bótakrafna muni nú skella á flug­fé­lag­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent