Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt

Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.

Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Auglýsing

Sam­göngu­stofa hefur gert Icelandair að greiða tveimur flug­far­þegum sam­tals 800 evrur í skaða­bætur sökum þess að flugi þeirra til Berlínar í sept­em­ber var aflýst með tveggja daga fyr­ir­vara. Fólkið var flutt yfir í annað flug frá land­inu og kom til Berlínar fimm klukku­stundum síðar en áætlað hafði ver­ið, með tengiflugi sem Icelandair útveg­aði.

Icelandair hafn­aði bóta­kröfu fólks­ins og vís­aði til þess að strangar tak­mark­anir væru í gildi á för yfir landa­mæri og einnig til­mæla frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Flug­fé­lagið sagði þau fela í sér að aðgangs­tak­mark­an­ir, sem í reynd yrðu til þess að hindra för far­þega yfir landa­mæri með þeim afleið­ingum að útlit væri fyrir að engir eða nær engir far­þegar yrðu um borð í flug­væri, bæri að fella undir til­felli óvið­ráð­an­legra aðstæðna. Því þyrfti flug­fé­lagið ekki að greiða skaða­bætur í sam­ræmi við reglu­gerðir Evr­ópu­sam­bands­ins.

Eins og kunn­ugt er og oft hefur verið fjallað um í fréttum á þessu ári hefur Icelandair mætt þeim stór­und­ar­legu aðstæðum sem eru nú í flug­geir­anum með því að hafa áætlun sína sveigj­an­lega og aflýsa stundum flug­ferðum með skömmum fyr­ir­vara, ef ein­sýnt er að ekki verði nægi­leg eft­ir­spurn eftir miðum til að flug­legg­ur­inn standi undir sér. Þá er þeim fáu far­þegum sem eru á flakki komið á áfanga­stað sinn eftir öðrum leið­um.

Auglýsing

Sam­göngu­stofa telur þá túlkun Icelanda­ir, að um óvið­ráð­an­legar aðstæður hafi verið að ræða, ekki eiga við í þessu til­viki. Landa­mæri hafi ekki verið lok­uð, en það sé ein­göngu í þeim til­fellum sem bóta­skylda falli niður sam­kvæmt áður­nefndum til­mælum frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Icelandair bar fyrir sig.

Fáar svip­aðar kröfur borist Icelanda­ir 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Icelandair um það hversu margir far­þegar gætu átt bóta­rétt á flug­fé­lagið í sam­ræmi við þessa nið­ur­stöðu og fékk það svar að „fáar bóta­kröfur vegna svip­aðra til­vika“ hefðu borist á und­an­förnum mán­uð­um.

Flug­fé­lagið getur kært ákvörðun Sam­göngu­stofu í þessu máli til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins og hefur ekki lokið skoðun sinni á mál­inu, sam­kvæmt svar­inu.

Neyt­enda­sam­tökin fagna nið­ur­stöð­unni

Neyt­enda­sam­tökin segj­ast á vef sínum fagna nið­ur­stöðu Sam­göngu­stofu og hvetja neyt­endur sem er í þess­ari stöðu til þess að sækja þær bætur sem það eigi rétt á og full­yrða jafn­framt að Icelandair hafi „þverskall­ast við“ að greiða bætur í sam­bæri­legum mál­um.

Innan við fjórð­ungur sæki rétt sinn til flug­bóta

Ómar R. Valdi­mars­son lög­maður stendur á bak við þjón­ust­una Flug­bæt­ur.is, sem aðstoðar fólk við að sækja bætur frá flug­fé­lögum gegn þókn­un. Hann seg­ist í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að áætla að minna en 25 pró­sent far­þega sem í reynd eigi rétt á skaða­bótum vegna aflýs­inga eða seink­ana sæki þann rétt sinn og svo sé mjög mis­jafnt hvernig inn­heimtan tak­ist hjá fólki.

Ómar segir enn­fremur að mögu­lega kunni að vera fjár­hags­legur ávinn­ingur af því fyrir flug­fé­lög að hafna ein­fald­lega bóta­skyldu en gefa sig svo gagn­vart þeim fáu sem nenni að elt­ast við bæt­urn­ar.

„Alls eru ríf­lega 200 ein­stak­lingar sem eru að sækja bætur hjá okkur gegn hinum ýmsu flug­fé­lög­um, sem eru með mál sín ýmist fyrir eða á leið­inni fyrir dóm. Oft­ast eru nokkrir far­þegar saman í einu máli. Norweg­i­an, Vuel­ing og Neos hafa verið atkvæða­mikil í þeim málum sem rata fyrir dóm­stóla, en alla jafna hafa sam­skiptin við Icelandair gengið vel,“ segir í svari Ómar­s. Hann telur mjög ólík­legt að þessi til­tekna ákvörðun Sam­göngu­stofu verði Icelandair til ein­hverra sér­stakra trafala, í þeim skiln­ingi að hol­skefla svip­aðra bótakrafna muni nú skella á flug­fé­lag­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent