Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum

Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.

Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Auglýsing

Sir Keir Star­mer, for­maður breska Verka­manna­flokks­ins, hefur ákveðið að víkja for­vera sín­um, Jer­emy Cor­byn, úr flokkn­um. Frá þessu er greint í breskum fjöl­miðlum í dag. Á­stæðan er við­brögð Cor­byns við nýrri skýrslu frá mann­rétt­inda­sam­tök­unum EHRC, sem skoð­aði ásak­anir um gyð­inga­andúð innan flokks­ins.

Sam­tökin komust að þeirri nið­ur­stöðu að flokk­ur­inn, undir stjórn Cor­byns, væri ábyrgur fyrir póli­tískum afskiptum af kvört­unum um gyð­inga­andúð frá félags­mönn­um, láðst að þjálfa starfs­fólk flokks­ins sem tók á móti slíkum kvört­unum á við­eig­andi hátt og sömu­leiðis gerst sekur um áreitni.

Í frétt Guar­dian af þessu máli segir að Cor­byn hafi brugð­ist við skýrsl­unni í morgun með þeim orðum að mál tengd gyð­inga­andúð innan Verka­manna­flokks­ins hefðu verið blásin upp í póli­tískum til­gangi, bæði af and­stæð­ingum innan flokks og utan og fjöl­miðl­um.

Auglýsing

Cor­byn sagði þó jafn­framt að hver sá sem segði að enga gyð­inga­andúð væri að finna innan flokks­ins hefði rangt fyrir sér og að hann von­að­ist til þess að flokk­ur­inn myndi inn­leiða ráð­legg­ingar frá skýrslu­höf­undum hratt og örugg­lega, þrátt fyrir að hann væri ekki sam­mála öllum nið­ur­stöð­un­um.

For­gangs­mál hjá Star­mer að upp­ræta gyð­inga­andúð

Deildar mein­ingar hafa komið fram um umfang vand­ans og alvar­leika hans á und­an­förnum miss­erum, en Keir Star­mer hefur gert það að for­gangs­máli hjá sér frá því hann tók við for­mennsku fyrr á árinu að taka á gyð­inga­andúð innan flokks­ins með fest­u.

Hann hefur sagt nið­ur­stöður skýrsl­unnar skammar­legar fyrir Verka­manna­flokk­inn.

Tveimur tímum eftir að honum var gert kunn­ugt um ofan­greind ummæli Cor­byn vék hann for­vera sínum úr flokkn­um, eftir að Cor­byn hafði neitað að draga orð sín, um að vand­inn hefði verið blás­inn upp, til baka.

Fram kemur í frétt Guar­dian að brott­vísun Cor­byn úr flokknum sé tíma­bund­in, að minnsta kosti þar til að rann­sókn á mál­inu fari fram. Cor­byn segir í yfir­lýs­ingu á Twitter að hann muni berj­ast gegn þess­ari ákvörðun flokks­for­yst­unn­ar, sem sé rammpóli­tísk. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent