Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum

Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.

Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Auglýsing

Sir Keir Starmer, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur ákveðið að víkja forvera sínum, Jeremy Corbyn, úr flokknum. Frá þessu er greint í breskum fjölmiðlum í dag. Ástæðan er viðbrögð Corbyns við nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum EHRC, sem skoðaði ásakanir um gyðingaandúð innan flokksins.

Samtökin komust að þeirri niðurstöðu að flokkurinn, undir stjórn Corbyns, væri ábyrgur fyrir pólitískum afskiptum af kvörtunum um gyðingaandúð frá félagsmönnum, láðst að þjálfa starfsfólk flokksins sem tók á móti slíkum kvörtunum á viðeigandi hátt og sömuleiðis gerst sekur um áreitni.

Í frétt Guardian af þessu máli segir að Corbyn hafi brugðist við skýrslunni í morgun með þeim orðum að mál tengd gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins hefðu verið blásin upp í pólitískum tilgangi, bæði af andstæðingum innan flokks og utan og fjölmiðlum.

Auglýsing

Corbyn sagði þó jafnframt að hver sá sem segði að enga gyðingaandúð væri að finna innan flokksins hefði rangt fyrir sér og að hann vonaðist til þess að flokkurinn myndi innleiða ráðleggingar frá skýrsluhöfundum hratt og örugglega, þrátt fyrir að hann væri ekki sammála öllum niðurstöðunum.

Forgangsmál hjá Starmer að uppræta gyðingaandúð

Deildar meiningar hafa komið fram um umfang vandans og alvarleika hans á undanförnum misserum, en Keir Starmer hefur gert það að forgangsmáli hjá sér frá því hann tók við formennsku fyrr á árinu að taka á gyðingaandúð innan flokksins með festu.

Hann hefur sagt niðurstöður skýrslunnar skammarlegar fyrir Verkamannaflokkinn.

Tveimur tímum eftir að honum var gert kunnugt um ofangreind ummæli Corbyn vék hann forvera sínum úr flokknum, eftir að Corbyn hafði neitað að draga orð sín, um að vandinn hefði verið blásinn upp, til baka.

Fram kemur í frétt Guardian að brottvísun Corbyn úr flokknum sé tímabundin, að minnsta kosti þar til að rannsókn á málinu fari fram. Corbyn segir í yfirlýsingu á Twitter að hann muni berjast gegn þessari ákvörðun flokksforystunnar, sem sé rammpólitísk.


 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent