Fékk vinstrimennsku í vöggugjöf

Keir Starmer er orðinn formaður Verkamannaflokksins. Líklegt þykir að undir hans forystu muni Verkamannaflokkurinn sækja í átt að miðjunni á næstu árum, þrátt fyrir að Starmer sjálfur segi að hann vilji halda í róttækni liðinna ára.

Sir Keir Rodney Starmer heitir hann, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Sir Keir Rodney Starmer heitir hann, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Auglýsing

Keir Star­mer, nýkjör­inn leið­togi Verka­manna­flokks­ins, óskaði þess á ung­lings­aldri að for­eldrar hans hefðu gefið honum annað og algeng­ara nafn eins og til dæmis Dave eða Pete. Keir er enda eilítið sér­kenni­legt nafn, en það var nafnið sem dreng­ur­inn fékk í upp­hafi sjö­unda ára­tug­ar­ins.

For­eldr­arn­ir, ein­arðir vinstri­menn sem voru til heim­ilis í suð­ur­hluta Lund­úna, nefndu son sinn í höf­uðið á Keir Hardie, sem var einn stofn­enda Verka­manna­flokks­ins og fyrsti þing­flokks­for­maður hans í upp­hafi 20. ald­ar. Það var því ef til vill ekki við öðru að búast en að son­ur­inn erfði nokkuð af stjórn­mála­skoð­unum þeirra.

Nú leiðir hann vinstrið í breskum stjórn­mál­um, þessi 57 ára gamli lög­fræð­ing­ur, sem fyrst tók sæti á þing­inu í West­min­ster árið 2015 eftir að hafa áður risið hátt í starfi sem mann­rétt­inda­lög­maður og síðar sak­sókn­ari hins opin­bera. Hann hefur fengið aðals­titil fyrir störf sín í þágu laga og rétt­læt­is, Sir Keir, sem hann kýs raunar að nota ekki.

Auglýsing

Star­mer hlaut rúm 56% atkvæða í for­manns­kjöri Verka­manna­flokks­ins, en valið stóð á milli hans og þeirra Lisu Nandy og Rebeccu Long-Baily í kosn­ingu flokks­manna, sem 490 þús­und manns tóku þátt í. 

Í mynd­skila­boðum sem Star­mer sendi frá sér á laug­ar­dag eftir að kjör hans var stað­fest lof­aði hann að leiða upp­byggi­lega stjórn­ar­and­stöðu og sagð­ist von­ast til þess að Verka­manna­flokk­ur­inn gæti á ný þjónað land­inu í rík­is­stjórn, helst strax árið 2024 þegar næstu kosn­ingar eiga að fara fram.

Flokk­ur­inn beið sem kunn­ugt er afhroð í þing­kosn­ingum á síð­asta ári og hefur ekki verið með færri þing­menn í neðri mál­stofu breska þings­ins síðan í síð­ari heims­styrj­öld. Verk­efnið sem bíður er því ærið.

Þykir lík­legur til að sækja inn að miðju

En hvert mun Star­mer leiða Verka­manna­flokk­inn? Sjálfur talar hann um hann ætli að leiða flokk­inn inn í „nýtt tíma­bil“ og ýmsir álits­gjafar um bresk stjórn­mál telja að flokk­ur­inn muni nú feta veg­inn aftur inn að miðju eftir að hafa verið færst ræki­lega til vinstri undir for­ystu Jer­emys Cor­byn, án mik­ils árang­urs. Í for­mennsku­bar­átt­unni und­an­farna mán­uði sagð­ist Star­mer ætla að sam­eina flokk­inn, en einnig halda í rót­tækni síð­ustu fjög­urra ára.

Hann lýsir Cor­byn sem vini, jafnt sem kollega, en Star­mer hefur verið í skugga­ráðu­neyti Verka­manna­flokks­ins undir stjórn Cor­byns, frá 2016 sem skugga­ráð­herra Brex­it-­mála, en áður hafði hann reyndar sagt sig úr skugga­ráðu­neyt­inu í mót­mæla­skyni við stefnu Cor­byns. Vinnu­sam­bandi þeirra er lýst sem þokka­legu og þeir spjalla víst gjarna um gengi Arsenal í enska bolt­an­um. Star­mer hefur þó verið á skjön við Cor­byn og aðra í flokks­for­yst­unni í veiga­miklum mál­um, eins og til dæmis hvað Brexit varð­ar.

Á árs­fundi Verka­manna­flokks­ins árið 2018 lagði hann til að flokk­ur­inn beitti sér fyrir því að það yrði haldin önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um útgöng­una, þar sem val um að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu yrði á kjör­seðl­in­um. Sjálfur sagð­ist hann ætla að berj­ast fyrir því að vera áfram. Áhrifa­menn innan flokks­ins vilja sumir rekja slæmt gengi Verka­manna­flokks­ins í ýmsum verka­manna­kjör­dæmum sem sner­ust til Íhalds­flokks­ins í síð­ustu kosn­ingum til þess­arar stefnu sem Star­mer mót­aði.

Eftir útreið­ina sem Verka­manna­flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­un­um, sem sner­ust jú að miklu leyti um hvort Boris John­son fengi umboð kjós­enda til þess að „koma Brexit í verk“, sagð­ist Star­mer loks vera búinn að sætta sig við að Bret­land myndi yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið.

Baðst strax afsök­unar á gyð­inga­andúð

Fyrsta skrefið í átt að því að sam­eina Verka­manna­flokk­inn tók Star­mer eig­in­lega um leið og hann tók við emb­ætti á laug­ar­dag, en þá lýsti hann því yfir að hann ætl­aði að úthýsa gyð­inga­andúð algjör­lega úr Verka­manna­flokkn­um.

„Við þurfum að takast heið­ar­lega á við fram­tíð­ina. Gyð­inga­andúð hefur verið smán­ar­blettur á flokknum okk­ar. Ég hef séð sorg­ina sem hún hefur haft í för með sér í svo mörgum sam­fé­lögum gyð­inga. Fyrir hönd Verka­manna­flokks­ins, þá biðst ég for­láts,“ sagði Star­mer áður en hann hét því að „rífa eitrið út með rót­u­m.“ Árang­ur­inn af vinnu sinni seg­ist hann ætla að meta með hlið­sjón af því hversu margir gyð­ingar snúa aftur í flokk­inn.

Star­mer hefur áður tekið afstöðu gegn gyð­inga­andúð innan flokks­ins og gerði það meðal ann­ars í nóv­em­ber, þegar veru­lega gustaði um Cor­byn fyrir að neita að biðj­ast afsök­unar á gyð­inga­andúð í flokkn­um. 

Mál­efnið stendur honum nærri, en tengda­faðir hans er pólskur inn­flytj­andi af gyð­inga­ættum og sagði Star­mer við blaðið New Statesman, sem fjall­aði ítar­lega um feril hans og líf í lok síð­asta mán­að­ar, að honum sárni þegar fólk segi að hann hafi ekki talað nógu opin­skátt gegn gyð­inga­höt­ur­um. 

Öðru­vísi leið­togi en Cor­byn

Star­mer er stundum gagn­rýndur fyrir að vera flatur stjórn­mála­mað­ur, hreint út sagt leið­in­legur og óspenn­andi karakter sem muni eiga erfitt með að heilla kjós­end­ur. Hann við­ur­kennir fús­lega að hann sé afar ólíkur for­vera sínum í emb­ætti flokks­for­manns, en Cor­byn var einmitt talið það til tekna að mikið af fólki hóf þátt­töku í innra starfi Verka­manna­flokk­inn er hann var for­mað­ur.

„Það eru margar leiðir til þess að veita fólki inn­blást­ur,“ sagði Star­mer í við­tali við Andrew Neil á BBC fyrir skemmstu. Hann sagð­ist þannig ekki vera leið­togi sem héldi inn­blásnar ræður fyrir fólk svo allir heill­uð­ust með, heldur leið­togi sem byggði í kringum sig teymi fólks sem vildi takast á við það verk­efni að breyta bæði flokki sínum og landi.

Star­mer hefur verið Arsena­l-að­dá­andi frá unga aldri, á ársmiða á Emirates-­völl­inn og þegar hann á lausan tíma er hann lík­legur til þess að sitja fyrir framan sjón­varpið að reyna að finna fót­bolta­leik til þess að horfa á, sam­kvæmt því sem vinir hans sögðu blaða­manni New Statesm­an. Star­mer kom aðeins inn á stöðu fót­boltaliðs­ins í við­tali sínu við blaðið og á orðum hans mátti skilja að bæði Arsenal og Verka­manna­flokk­ur­inn þyrftu að takast á við mikið upp­bygg­ing­ar­starf. Ef til vill sam­bæri­legt.

Skugga­ráðu­neyti skipað

Í gær sáust kannski fyrstu stóru merkin um í hvaða átt Star­mer mun stefna með upp­bygg­ingu sína á Verka­manna­flokkn­um, er hann skip­aði skugga­ráðu­neyti sitt. Þar koma kunn­ug­leg nöfn aftur á fremri bekk­ina, eftir að hafa verið sett til hliðar í valda­tíð Cor­byns. 

Einn þeirra er til dæmis Ed Mili­band, fyrr­ver­andi flokks­leið­togi, sem verður nú skugga­ráð­herra við­skipta- orku- og iðn­að­ar­mála. Fáir yfir­lýstir stuðn­ings­menn Cor­byns halda stöðum sínum í skugga­ráðu­neyti Star­mers, en þó ein­hverj­ir, sam­kvæmt frétt Guar­dian. Heilt yfir þykir skipan skugga­ráðu­neyt­is­ins bera þess vott að nú muni Verka­manna­flokk­ur­inn horfa inn að miðju á ný, „mjúka vinstrið“ sé komið með yfir­hönd­ina.

Star­mer sagð­ist í gær stoltur af teym­inu sem hann hefði valið sér, sem sam­anstendur af 17 konum og 15 körl­um. Hann sagði þau end­ur­spegla breidd­ina í flokknum og myndu nú ganga í það verk að hjálpa rík­is­stjórn­inni að bregð­ast við heims­far­aldr­inum og að því loknu byggja flokk­inn upp til kosn­inga­sig­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar