Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira

Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­aði á þriðju­dag breyt­ingar á reglu­gerðum sem gera erlendum rík­is­borg­urum frá ákveðnum löndum utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES) mögu­legt að dvelja á Íslandi í allt að sex mán­uði og stunda vinnu sína  hjá erlendum fyr­ir­tækjum í fjar­vinn­u. 

Um er að ræða breyt­ingu á reglu­gerð um útlend­inga frá árinu 2017. Nýja reglu­gerðin var birt í stjórn­ar­tíð­indum í gær. Sam­kvæmt henni þurfa þeir útlend­ingar sem sækja um lang­tíma­vega­bréfs­á­ritun til að stunda hér fjar­vinnu að vera með erlendar tekjur sem sam­svara að minnsta kosti einni milljón króna á mán­uði. Ef maki við­kom­andi er með í för þá þarf hann að sýna fram á tekjur upp á að minnsta kosti 1,3 millj­ónir króna á mán­uði.

Auglýsing
Undir reglu­gerð­ina skrifar Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra, sem fer með mál­efni útlend­inga í rík­is­stjórn. Hún lagði minn­is­blað um málið fyrir rík­is­stjórn á þriðju­dag ásamt Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. 

Nýsköp­un­ar­um­hverf­inu vantar teng­ingar

Þór­­dís Kol­brún hefur haft frum­­kvæði að þessu verk­efni og ráðu­­neyti hennar unnið að því í sam­vinnu við dóms­­mála­ráðu­­neyt­ið, fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið og Skatt­inn og fleiri að útfæra heim­ild fyrir ein­stak­l­inga sem eru í föstu ráðn­­ing­­ar­­sam­­bandi við erlend fyr­ir­tæki að dvelja og starfa hér á landi í sex mán­uði, en í kjöl­far COVID-19 far­ald­­ur­s­ins hafa fjölda­­mörg fyr­ir­tæki opnað á fjar­vinnu. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að dvelja hér á landi í 90 daga við slíkar aðstæð­­ur. 

„Til að fá heim­ild fyrir lengri dvöl þarf við­kom­andi að sýna fram á ráðn­­ing­­ar­­sam­­band, tekjur og sjúkra­­trygg­ing­­ar. Áfram verður unnið að því að skoða fram­­kvæmd­ina til að hægt verði að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Sam­­starf og sam­ráð mun hefj­­ast sem fyrst um það hvernig skatta­­mál og dval­­ar­heim­ildir yrðu útfærð­­ar. Það mun kalla á víð­tækt sam­­starf,“ sagði í til­­kynn­ingu um þessa aðgerð á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins. 

Þór­­dís Kol­brún sagði í til­­kynn­ingu um mál­ið að til að byggja upp útflutn­ings­­greinar byggðar á hug­viti þyrfti að búa til umhverfi, suð­u­pott fólks með hug­­myndir og hæfni sem kynnist, lærir af hvert öðru, og býr til tæki­­færi fram­­tíð­­ar­inn­­ar. „Með því að opna nú fyrir og auð­velda starfs­­fólki að vinna frá Íslandi, bætum við þekk­ingu og teng­ingum inn í íslenska umhverf­ið.“

Ísland hef­ur, að sögn ráð­herr­ans, sér­stöðu hvað varðar land­­legu auk þess sem landið tengir tíma­belti austur og vestur Evr­­ópu við aust­­ur- og mið Banda­­rík­­in. „Við höfum upp á mikið að bjóða fyrir erlenda sér­­fræð­inga og getum lært mikið af þeim. Einn helsti veik­­leiki íslenska nýsköp­un­­ar­um­hverf­is­ins eru teng­ingar okkar við útlönd. Með því að hvetja fjar­vinn­u­­fólk til að koma til Íslands erum við að minnka heim­inn og búa til mik­il­vægar teng­ingar sem ann­­ars væri erfitt að koma á. Nú höfum við stigið þetta mik­il­væga skref en ætlum að halda áfram vinnu við að stíga enn stærri skref svo við getum boðið upp á enn lengri dvöl íslensku sam­­fé­lagi til hags­­bóta.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent