Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira

Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Auglýsing

Ríkisstjórn Íslands undirritaði á þriðjudag breytingar á reglugerðum sem gera erlendum ríkisborgurum frá ákveðnum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) mögulegt að dvelja á Íslandi í allt að sex mánuði og stunda vinnu sína  hjá erlendum fyr­ir­tækjum í fjar­vinnu. 

Um er að ræða breytingu á reglugerð um útlendinga frá árinu 2017. Nýja reglugerðin var birt í stjórnartíðindum í gær. Samkvæmt henni þurfa þeir útlendingar sem sækja um langtímavegabréfsáritun til að stunda hér fjarvinnu að vera með erlendar tekjur sem samsvara að minnsta kosti einni milljón króna á mánuði. Ef maki viðkomandi er með í för þá þarf hann að sýna fram á tekjur upp á að minnsta kosti 1,3 milljónir króna á mánuði.

Auglýsing
Undir reglugerðina skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem fer með málefni útlendinga í ríkisstjórn. Hún lagði minnisblað um málið fyrir ríkisstjórn á þriðjudag ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Nýsköpunarumhverfinu vantar tengingar

Þór­dís Kol­brún hefur haft frum­kvæði að þessu verk­efni og ráðu­neyti hennar unnið að því í sam­vinnu við dóms­mála­ráðu­neyt­ið, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Skatt­inn og fleiri að útfæra heim­ild fyrir ein­stak­linga sem eru í föstu ráðn­ing­ar­sam­bandi við erlend fyr­ir­tæki að dvelja og starfa hér á landi í sex mán­uði, en í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins hafa fjölda­mörg fyr­ir­tæki opnað á fjar­vinnu. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að dvelja hér á landi í 90 daga við slíkar aðstæð­ur. 

„Til að fá heim­ild fyrir lengri dvöl þarf við­kom­andi að sýna fram á ráðn­ing­ar­sam­band, tekjur og sjúkra­trygg­ing­ar. Áfram verður unnið að því að skoða fram­kvæmd­ina til að hægt verði að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Sam­starf og sam­ráð mun hefj­ast sem fyrst um það hvernig skatta­mál og dval­ar­heim­ildir yrðu útfærð­ar. Það mun kalla á víð­tækt sam­starf,“ sagði í til­kynn­ingu um þessa aðgerð á vef stjórn­ar­ráðs­ins. 

Þór­dís Kol­brún sagði í til­kynn­ingu um mál­ið að til að byggja upp útflutn­ings­greinar byggðar á hug­viti þyrfti að búa til umhverfi, suðu­pott fólks með hug­myndir og hæfni sem kynnist, lærir af hvert öðru, og býr til tæki­færi fram­tíð­ar­inn­ar. „Með því að opna nú fyrir og auð­velda starfs­fólki að vinna frá Íslandi, bætum við þekk­ingu og teng­ingum inn í íslenska umhverf­ið.“

Ísland hefur, að sögn ráðherrans, sérstöðu hvað varðar land­legu auk þess sem landið tengir tíma­belti austur og vestur Evr­ópu við aust­ur- og mið Banda­rík­in. „Við höfum upp á mikið að bjóða fyrir erlenda sér­fræð­inga og getum lært mikið af þeim. Einn helsti veik­leiki íslenska nýsköp­un­ar­um­hverf­is­ins eru teng­ingar okkar við útlönd. Með því að hvetja fjar­vinnu­fólk til að koma til Íslands erum við að minnka heim­inn og búa til mik­il­vægar teng­ingar sem ann­ars væri erfitt að koma á. Nú höfum við stigið þetta mik­il­væga skref en ætlum að halda áfram vinnu við að stíga enn stærri skref svo við getum boðið upp á enn lengri dvöl íslensku sam­fé­lagi til hags­bóta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent