Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira

Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands und­ir­rit­aði á þriðju­dag breyt­ingar á reglu­gerðum sem gera erlendum rík­is­borg­urum frá ákveðnum löndum utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES) mögu­legt að dvelja á Íslandi í allt að sex mán­uði og stunda vinnu sína  hjá erlendum fyr­ir­tækjum í fjar­vinn­u. 

Um er að ræða breyt­ingu á reglu­gerð um útlend­inga frá árinu 2017. Nýja reglu­gerðin var birt í stjórn­ar­tíð­indum í gær. Sam­kvæmt henni þurfa þeir útlend­ingar sem sækja um lang­tíma­vega­bréfs­á­ritun til að stunda hér fjar­vinnu að vera með erlendar tekjur sem sam­svara að minnsta kosti einni milljón króna á mán­uði. Ef maki við­kom­andi er með í för þá þarf hann að sýna fram á tekjur upp á að minnsta kosti 1,3 millj­ónir króna á mán­uði.

Auglýsing
Undir reglu­gerð­ina skrifar Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra, sem fer með mál­efni útlend­inga í rík­is­stjórn. Hún lagði minn­is­blað um málið fyrir rík­is­stjórn á þriðju­dag ásamt Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. 

Nýsköp­un­ar­um­hverf­inu vantar teng­ingar

Þór­­dís Kol­brún hefur haft frum­­kvæði að þessu verk­efni og ráðu­­neyti hennar unnið að því í sam­vinnu við dóms­­mála­ráðu­­neyt­ið, fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið og Skatt­inn og fleiri að útfæra heim­ild fyrir ein­stak­l­inga sem eru í föstu ráðn­­ing­­ar­­sam­­bandi við erlend fyr­ir­tæki að dvelja og starfa hér á landi í sex mán­uði, en í kjöl­far COVID-19 far­ald­­ur­s­ins hafa fjölda­­mörg fyr­ir­tæki opnað á fjar­vinnu. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að dvelja hér á landi í 90 daga við slíkar aðstæð­­ur. 

„Til að fá heim­ild fyrir lengri dvöl þarf við­kom­andi að sýna fram á ráðn­­ing­­ar­­sam­­band, tekjur og sjúkra­­trygg­ing­­ar. Áfram verður unnið að því að skoða fram­­kvæmd­ina til að hægt verði að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Sam­­starf og sam­ráð mun hefj­­ast sem fyrst um það hvernig skatta­­mál og dval­­ar­heim­ildir yrðu útfærð­­ar. Það mun kalla á víð­tækt sam­­starf,“ sagði í til­­kynn­ingu um þessa aðgerð á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins. 

Þór­­dís Kol­brún sagði í til­­kynn­ingu um mál­ið að til að byggja upp útflutn­ings­­greinar byggðar á hug­viti þyrfti að búa til umhverfi, suð­u­pott fólks með hug­­myndir og hæfni sem kynnist, lærir af hvert öðru, og býr til tæki­­færi fram­­tíð­­ar­inn­­ar. „Með því að opna nú fyrir og auð­velda starfs­­fólki að vinna frá Íslandi, bætum við þekk­ingu og teng­ingum inn í íslenska umhverf­ið.“

Ísland hef­ur, að sögn ráð­herr­ans, sér­stöðu hvað varðar land­­legu auk þess sem landið tengir tíma­belti austur og vestur Evr­­ópu við aust­­ur- og mið Banda­­rík­­in. „Við höfum upp á mikið að bjóða fyrir erlenda sér­­fræð­inga og getum lært mikið af þeim. Einn helsti veik­­leiki íslenska nýsköp­un­­ar­um­hverf­is­ins eru teng­ingar okkar við útlönd. Með því að hvetja fjar­vinn­u­­fólk til að koma til Íslands erum við að minnka heim­inn og búa til mik­il­vægar teng­ingar sem ann­­ars væri erfitt að koma á. Nú höfum við stigið þetta mik­il­væga skref en ætlum að halda áfram vinnu við að stíga enn stærri skref svo við getum boðið upp á enn lengri dvöl íslensku sam­­fé­lagi til hags­­bóta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent