Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“

Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Um helmingur þeirra sem greindist með COVID-19 í gær var ekki í sóttkví eða tuttugu manns og eru smitin flokkuð sem samfélagssmit. „Ef við lítum á kúrfu samfélagssmita þá er hún heldur á leið upp á við sem er óæskileg þróun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. 42 greindust innanlands í gær, færri sýni voru tekin en undanfarna daga eða um 2.000.

140 tilfelli eru rakin til hins svokallaða Landskotssmits. Þar af eru um 90 tilfelli á Landakoti, sjö á Reykjalundi og 27 á Sólvöllum og 21 tilfelli tengist hópsýkingunni óbeint. Af því hefur sóttvarnalæknir sérstakar áhyggjur þar sem slík smit geta dreifst og farið út í samfélagið.

Hópsýking hefur einnig komið upp í Ölduselsskóla. 44 tilfelli tengjast henni. Flestir þeirra sem hafa smitast eru nemendur en einnig hafa smit greinst utan skólans sem tengjast þó þessari hópsýkingu.

Auglýsing

Þá hafa litlar hópsýkingar greinst víða að undanförnu. Þau tengjast fjölskyldum, íþróttum, veislum og vinnustöðum, sagði Þórólfur. „Það vekur ákveðnar áhyggjur.“

Alls hafa 2.500 manns greinst með COVID-19 frá upphafi þriðju bylgju faraldursins 15. September. Um þúsund manns eru í einangrun með virkt smit núna. 62 liggja inni á Landspítalanum með COVID-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Í gær lést einstaklingur á níræðisaldri vegna COVID-19. Alls hafa 125 verið lagðir inn á sjúkrahús í þriðju bylgjunni. Þrír hafa látist í þeirri bylgju og þrettán frá upphafi faraldursins.

„Vonir höfðu verið bundnar við það að samfélagssmit myndi fækka en raunin hefur orðið,“ sagði Þórólfur. „Þeim hefur heldur fjölgað. Það er ákveðið áhyggjuefni.“

Þegar allt þetta er haft í huga og með tilliti til þungrar stöðu á Landspítalanum telur Þórólfur ekki svigrúm til tilslakanna á aðgerðum innanlands. Hann er með í smíðum minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til harðari aðgerðir og betur samræmdar og að þær nái yfir allt landið en síðustu vikur hafa takmarkanir verið harðari á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur sagði útfærslu aðgerða ekki liggja fyrir að fullu en hann sagðist vonast til þess að þær tækju gildi sem fyrst. „Ef stjórnvöld fallast á þessar tillögur þá sé ég fyrir mér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa lengur en í 2-3 vikur ef allt gengur vel.“


Spurður nánar út í hinar hertu aðgerðir svaraði Þórólfur: „Við erum að tala um að herða. Menn geta þá ímyndað sér hvernig það geti verið.“


Sóttvarnalæknir var á fundinum spurður hvort að hann telji að fólk muni fylgja enn hertari aðgerðum þar sem misbrestur hafi orðið á því að gildandi aðgerðum sé fylgt. Ein skýringin á því að ekki hefur tekist að hemja útbreiðsluna þrátt fyrir takmarkanir til þessa er sú að margar undanþágur hafa verið í gildi, „grá svæði“ eru til staðar. „Ég held að það sé eitt af því sem við þurfum að gera; að hafa reglurnar skýrari og [veita] færri undanþágur.“


Þórólfur minnti að lokum á að enn sé langt í land. „Við þurfum áfram að standa saman og gera það sem við þurfum að gera þar til að gott og öruggt bóluefni kemur á markaðinn.“

Alma Möller landlæknir. Mynd: Lögreglan


Alma Möller landlæknir sagði að staðan á Landspítala væri gríðarlega snúin. Á Landakoti væri staðan þung og „ótrúlega krefjandi“.


Þá sagði hún stöðuna á Norðurlandi einnig vera að þyngjast vegna fjölgunar smita. Þar er álag á heilbrigðisstofnanir, m.a. vegna sýnatöku.


Alma nefndi að það afbrigði veirunnar sem nú væri að greinast hér á landi kunni að vera meira smitandi en þau sem við höfum hingað til fengist við. „Þess vegna þarf að skerpa á smitvörnum og hvert og eitt okkar að leggja sitt af mörkum eins og við getum.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent