Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“

Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Um helm­ingur þeirra sem greind­ist með COVID-19 í gær var ekki í sótt­kví eða tutt­ugu manns og eru smitin flokkuð sem sam­fé­lags­smit. „Ef við lítum á kúrfu sam­fé­lags­smita þá er hún heldur á leið upp á við sem er óæski­leg þró­un,“ sagði Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. 42 greindust inn­an­lands í gær, færri sýni voru tekin en und­an­farna daga eða um 2.000.

140 til­felli eru rakin til hins svo­kall­aða Land­skots­smits. Þar af eru um 90 til­felli á Landa­koti, sjö á Reykja­lundi og 27 á Sól­völlum og 21 til­felli teng­ist hóp­sýk­ing­unni óbeint. Af því hefur sótt­varna­læknir sér­stakar áhyggjur þar sem slík smit geta dreifst og farið út í sam­fé­lag­ið.

Hóp­sýk­ing hefur einnig komið upp í Öldusels­skóla. 44 til­felli tengj­ast henni. Flestir þeirra sem hafa smit­ast eru nem­endur en einnig hafa smit greinst utan skól­ans sem tengj­ast þó þess­ari hóp­sýk­ingu.

Auglýsing

Þá hafa litlar hóp­sýk­ingar greinst víða að und­an­förnu. Þau tengj­ast fjöl­skyld­um, íþrótt­um, veislum og vinnu­stöð­um, sagði Þórólf­ur. „Það vekur ákveðnar áhyggj­ur.“

Alls hafa 2.500 manns greinst með COVID-19 frá upp­hafi þriðju bylgju far­ald­urs­ins 15. Sept­em­ber. Um þús­und manns eru í ein­angrun með virkt smit núna. 62 liggja inni á Land­spít­al­anum með COVID-19. Tveir eru á gjör­gæslu­deild og einn í önd­un­ar­vél. Í gær lést ein­stak­lingur á níræð­is­aldri vegna COVID-19. Alls hafa 125 verið lagðir inn á sjúkra­hús í þriðju bylgj­unni. Þrír hafa lát­ist í þeirri bylgju og þrettán frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

„Vonir höfðu verið bundnar við það að sam­fé­lags­smit myndi fækka en raunin hefur orð­ið,“ sagði Þórólf­ur. „Þeim hefur heldur fjölg­að. Það er ákveðið áhyggju­efn­i.“

Þegar allt þetta er haft í huga og með til­liti til þungrar stöðu á Land­spít­al­anum telur Þórólfur ekki svig­rúm til til­slakanna á aðgerðum inn­an­lands. Hann er með í smíðum minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann mun leggja til harð­ari aðgerðir og betur sam­ræmdar og að þær nái yfir allt landið en síð­ustu vikur hafa tak­mark­anir verið harð­ari á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þórólfur sagði útfærslu aðgerða ekki liggja fyrir að fullu en hann sagð­ist von­ast til þess að þær tækju gildi sem fyrst. „Ef stjórn­völd fall­ast á þessar til­lögur þá sé ég fyrir mér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa lengur en í 2-3 vikur ef allt gengur vel.“Spurður nánar út í hinar hertu aðgerðir svar­aði Þórólf­ur: „Við erum að tala um að herða. Menn geta þá ímyndað sér hvernig það geti ver­ið.“Sótt­varna­læknir var á fund­inum spurður hvort að hann telji að fólk muni fylgja enn hert­ari aðgerðum þar sem mis­brestur hafi orðið á því að gild­andi aðgerðum sé fylgt. Ein skýr­ingin á því að ekki hefur tek­ist að hemja útbreiðsl­una þrátt fyrir tak­mark­anir til þessa er sú að margar und­an­þágur hafa verið í gildi, „grá svæði“ eru til stað­ar. „Ég held að það sé eitt af því sem við þurfum að gera; að hafa regl­urnar skýr­ari og [veita] færri und­an­þág­ur.“Þórólfur minnti að lokum á að enn sé langt í land. „Við þurfum áfram að standa saman og gera það sem við þurfum að gera þar til að gott og öruggt bólu­efni kemur á mark­að­inn.“

Alma Möller landlæknir. Mynd: LögreglanAlma Möller land­læknir sagði að staðan á Land­spít­ala væri gríð­ar­lega snú­in. Á Landa­koti væri staðan þung og „ótrú­lega krefj­and­i“.Þá sagði hún stöð­una á Norð­ur­landi einnig vera að þyngj­ast vegna fjölg­unar smita. Þar er álag á heil­brigð­is­stofn­an­ir, m.a. vegna sýna­töku.Alma nefndi að það afbrigði veirunnar sem nú væri að grein­ast hér á landi kunni að vera meira smit­andi en þau sem við höfum hingað til feng­ist við. „Þess vegna þarf að skerpa á smit­vörnum og hvert og eitt okkar að leggja sitt af mörkum eins og við get­u­m.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent