Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“

Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Um helm­ingur þeirra sem greind­ist með COVID-19 í gær var ekki í sótt­kví eða tutt­ugu manns og eru smitin flokkuð sem sam­fé­lags­smit. „Ef við lítum á kúrfu sam­fé­lags­smita þá er hún heldur á leið upp á við sem er óæski­leg þró­un,“ sagði Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. 42 greindust inn­an­lands í gær, færri sýni voru tekin en und­an­farna daga eða um 2.000.

140 til­felli eru rakin til hins svo­kall­aða Land­skots­smits. Þar af eru um 90 til­felli á Landa­koti, sjö á Reykja­lundi og 27 á Sól­völlum og 21 til­felli teng­ist hóp­sýk­ing­unni óbeint. Af því hefur sótt­varna­læknir sér­stakar áhyggjur þar sem slík smit geta dreifst og farið út í sam­fé­lag­ið.

Hóp­sýk­ing hefur einnig komið upp í Öldusels­skóla. 44 til­felli tengj­ast henni. Flestir þeirra sem hafa smit­ast eru nem­endur en einnig hafa smit greinst utan skól­ans sem tengj­ast þó þess­ari hóp­sýk­ingu.

Auglýsing

Þá hafa litlar hóp­sýk­ingar greinst víða að und­an­förnu. Þau tengj­ast fjöl­skyld­um, íþrótt­um, veislum og vinnu­stöð­um, sagði Þórólf­ur. „Það vekur ákveðnar áhyggj­ur.“

Alls hafa 2.500 manns greinst með COVID-19 frá upp­hafi þriðju bylgju far­ald­urs­ins 15. Sept­em­ber. Um þús­und manns eru í ein­angrun með virkt smit núna. 62 liggja inni á Land­spít­al­anum með COVID-19. Tveir eru á gjör­gæslu­deild og einn í önd­un­ar­vél. Í gær lést ein­stak­lingur á níræð­is­aldri vegna COVID-19. Alls hafa 125 verið lagðir inn á sjúkra­hús í þriðju bylgj­unni. Þrír hafa lát­ist í þeirri bylgju og þrettán frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

„Vonir höfðu verið bundnar við það að sam­fé­lags­smit myndi fækka en raunin hefur orð­ið,“ sagði Þórólf­ur. „Þeim hefur heldur fjölg­að. Það er ákveðið áhyggju­efn­i.“

Þegar allt þetta er haft í huga og með til­liti til þungrar stöðu á Land­spít­al­anum telur Þórólfur ekki svig­rúm til til­slakanna á aðgerðum inn­an­lands. Hann er með í smíðum minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann mun leggja til harð­ari aðgerðir og betur sam­ræmdar og að þær nái yfir allt landið en síð­ustu vikur hafa tak­mark­anir verið harð­ari á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þórólfur sagði útfærslu aðgerða ekki liggja fyrir að fullu en hann sagð­ist von­ast til þess að þær tækju gildi sem fyrst. „Ef stjórn­völd fall­ast á þessar til­lögur þá sé ég fyrir mér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa lengur en í 2-3 vikur ef allt gengur vel.“Spurður nánar út í hinar hertu aðgerðir svar­aði Þórólf­ur: „Við erum að tala um að herða. Menn geta þá ímyndað sér hvernig það geti ver­ið.“Sótt­varna­læknir var á fund­inum spurður hvort að hann telji að fólk muni fylgja enn hert­ari aðgerðum þar sem mis­brestur hafi orðið á því að gild­andi aðgerðum sé fylgt. Ein skýr­ingin á því að ekki hefur tek­ist að hemja útbreiðsl­una þrátt fyrir tak­mark­anir til þessa er sú að margar und­an­þágur hafa verið í gildi, „grá svæði“ eru til stað­ar. „Ég held að það sé eitt af því sem við þurfum að gera; að hafa regl­urnar skýr­ari og [veita] færri und­an­þág­ur.“Þórólfur minnti að lokum á að enn sé langt í land. „Við þurfum áfram að standa saman og gera það sem við þurfum að gera þar til að gott og öruggt bólu­efni kemur á mark­að­inn.“

Alma Möller landlæknir. Mynd: LögreglanAlma Möller land­læknir sagði að staðan á Land­spít­ala væri gríð­ar­lega snú­in. Á Landa­koti væri staðan þung og „ótrú­lega krefj­and­i“.Þá sagði hún stöð­una á Norð­ur­landi einnig vera að þyngj­ast vegna fjölg­unar smita. Þar er álag á heil­brigð­is­stofn­an­ir, m.a. vegna sýna­töku.Alma nefndi að það afbrigði veirunnar sem nú væri að grein­ast hér á landi kunni að vera meira smit­andi en þau sem við höfum hingað til feng­ist við. „Þess vegna þarf að skerpa á smit­vörnum og hvert og eitt okkar að leggja sitt af mörkum eins og við get­u­m.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent