Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“

Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Um helm­ingur þeirra sem greind­ist með COVID-19 í gær var ekki í sótt­kví eða tutt­ugu manns og eru smitin flokkuð sem sam­fé­lags­smit. „Ef við lítum á kúrfu sam­fé­lags­smita þá er hún heldur á leið upp á við sem er óæski­leg þró­un,“ sagði Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. 42 greindust inn­an­lands í gær, færri sýni voru tekin en und­an­farna daga eða um 2.000.

140 til­felli eru rakin til hins svo­kall­aða Land­skots­smits. Þar af eru um 90 til­felli á Landa­koti, sjö á Reykja­lundi og 27 á Sól­völlum og 21 til­felli teng­ist hóp­sýk­ing­unni óbeint. Af því hefur sótt­varna­læknir sér­stakar áhyggjur þar sem slík smit geta dreifst og farið út í sam­fé­lag­ið.

Hóp­sýk­ing hefur einnig komið upp í Öldusels­skóla. 44 til­felli tengj­ast henni. Flestir þeirra sem hafa smit­ast eru nem­endur en einnig hafa smit greinst utan skól­ans sem tengj­ast þó þess­ari hóp­sýk­ingu.

Auglýsing

Þá hafa litlar hóp­sýk­ingar greinst víða að und­an­förnu. Þau tengj­ast fjöl­skyld­um, íþrótt­um, veislum og vinnu­stöð­um, sagði Þórólf­ur. „Það vekur ákveðnar áhyggj­ur.“

Alls hafa 2.500 manns greinst með COVID-19 frá upp­hafi þriðju bylgju far­ald­urs­ins 15. Sept­em­ber. Um þús­und manns eru í ein­angrun með virkt smit núna. 62 liggja inni á Land­spít­al­anum með COVID-19. Tveir eru á gjör­gæslu­deild og einn í önd­un­ar­vél. Í gær lést ein­stak­lingur á níræð­is­aldri vegna COVID-19. Alls hafa 125 verið lagðir inn á sjúkra­hús í þriðju bylgj­unni. Þrír hafa lát­ist í þeirri bylgju og þrettán frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

„Vonir höfðu verið bundnar við það að sam­fé­lags­smit myndi fækka en raunin hefur orð­ið,“ sagði Þórólf­ur. „Þeim hefur heldur fjölg­að. Það er ákveðið áhyggju­efn­i.“

Þegar allt þetta er haft í huga og með til­liti til þungrar stöðu á Land­spít­al­anum telur Þórólfur ekki svig­rúm til til­slakanna á aðgerðum inn­an­lands. Hann er með í smíðum minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann mun leggja til harð­ari aðgerðir og betur sam­ræmdar og að þær nái yfir allt landið en síð­ustu vikur hafa tak­mark­anir verið harð­ari á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þórólfur sagði útfærslu aðgerða ekki liggja fyrir að fullu en hann sagð­ist von­ast til þess að þær tækju gildi sem fyrst. „Ef stjórn­völd fall­ast á þessar til­lögur þá sé ég fyrir mér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa lengur en í 2-3 vikur ef allt gengur vel.“Spurður nánar út í hinar hertu aðgerðir svar­aði Þórólf­ur: „Við erum að tala um að herða. Menn geta þá ímyndað sér hvernig það geti ver­ið.“Sótt­varna­læknir var á fund­inum spurður hvort að hann telji að fólk muni fylgja enn hert­ari aðgerðum þar sem mis­brestur hafi orðið á því að gild­andi aðgerðum sé fylgt. Ein skýr­ingin á því að ekki hefur tek­ist að hemja útbreiðsl­una þrátt fyrir tak­mark­anir til þessa er sú að margar und­an­þágur hafa verið í gildi, „grá svæði“ eru til stað­ar. „Ég held að það sé eitt af því sem við þurfum að gera; að hafa regl­urnar skýr­ari og [veita] færri und­an­þág­ur.“Þórólfur minnti að lokum á að enn sé langt í land. „Við þurfum áfram að standa saman og gera það sem við þurfum að gera þar til að gott og öruggt bólu­efni kemur á mark­að­inn.“

Alma Möller landlæknir. Mynd: LögreglanAlma Möller land­læknir sagði að staðan á Land­spít­ala væri gríð­ar­lega snú­in. Á Landa­koti væri staðan þung og „ótrú­lega krefj­and­i“.Þá sagði hún stöð­una á Norð­ur­landi einnig vera að þyngj­ast vegna fjölg­unar smita. Þar er álag á heil­brigð­is­stofn­an­ir, m.a. vegna sýna­töku.Alma nefndi að það afbrigði veirunnar sem nú væri að grein­ast hér á landi kunni að vera meira smit­andi en þau sem við höfum hingað til feng­ist við. „Þess vegna þarf að skerpa á smit­vörnum og hvert og eitt okkar að leggja sitt af mörkum eins og við get­u­m.“Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent