Engin bankakreppa

Ólíkt síðustu efnahagskreppu má ekki sjá samdráttarmerki í þremur stærstu bönkum landsins, sem hafa allir skilað milljarðahagnaði það sem af er ári. Hvernig má það vera?

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Þrátt fyrir að Íslands­banki, Lands­bank­inn og Arion banki hafi allir orðið fyrir nei­kvæðum áhrifum vegna efna­hags­á­hrifa útbreiðslu kór­ónu­veirunnar skil­uðu þeir tveggja til sjö millj­arða króna hagn­aði á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þar vega þyngst aðgerðir stjórn­valda, breytt neyt­enda­hegðun og hag­ræð­ing í rekstri. 

Millj­arðar tap­ast og lítið lánað

Þegar árs­hluta­reikn­ingar bank­anna þriggja eru bornir saman sést að mikil verð­mæti í eigu bank­anna hafa tap­ast á síð­ustu mán­uðum í formi virð­is­rýrn­unar lána. Leiða má líkum að því að stór hluti þess­arar virð­is­rýrn­unar komi frá inn­lendum fyr­ir­tækjum í rekstr­ar­vanda sem hafa útistand­andi lán hjá bönk­un­um. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nam virð­is­rýrn­unin hjá bönk­unum þremur sam­tals um 26 millj­örðum króna og var hún tæp­lega fjór­föld því sem hún var á sama tíma­bili í fyrra, þegar hún nam sjö millj­örðum króna.

Til við­bótar við aukna virð­is­rýrnun hefur fjár­fest­ing í einka­geir­anum minnkað tölu­vert og hefur því lán­taka þar dreg­ist tölu­vert sam­an. Þetta sést ef fjöldi fyr­ir­tækja­lána er bor­inn saman við árin á und­an, en ný lán til fyr­ir­tækja í ár eru minna en tíu pró­sent af því sem var lánað árið 2018. Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka sagði á fjöl­miðla­fundi við kynn­ingu á árs­hluta­upp­gjöri bank­ans að ástæðan á bak við litla lán­veit­ingu til fyr­ir­tækja væri sú að lítil eft­ir­spurn væri eftir slíkum lánum þessa stund­ina. 

Auglýsing

Vaxta­lækk­anir juku eft­ir­spurn

Þrátt fyrir minnk­andi útlán til fyr­ir­tækja hefur heild­ar­fjöldi útlána auk­ist í bönk­unum þremur á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Frá ára­mótum hafa lán til við­skipta­vina Arion banka auk­ist um fjögur pró­sent, á meðan sam­svar­andi aukn­ing nemur átta pró­sentum hjá Íslands­banka og tíu pró­sentum hjá Lands­bank­an­um. 

Þung­inn af þess­ari aukn­ingu er  í íbúða­lán­um, en eft­ir­spurn eftir þeim stórjókst eftir að þau urðu ódýr­ari vegna mik­illa vaxta­lækk­ana í Seðla­bank­anum í vor og hafa bank­arnir þrír allir aukið veru­lega við sig í þeim flokki útlána.

Aukin inn­lán hjálp­uðu bönk­unum

Aftur á móti, þótt Seðla­bank­inn hafi aukið eft­ir­spurn eftir íbúða­lán­um, var ekki sjálf­gefið að bank­arnir gætu annað henni. Það gátu þeir hins vegar nokkuð auð­veld­lega, þar sem magn inn­lána hefur auk­ist tölu­vert á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Arion banki bendir á þessa aukn­ingu inn­lána í nýj­ustu hag­spánni sinni, en sam­kvæmt honum hafa inn­lán í banka­kerf­inu auk­ist um 66 millj­arða króna í ár. Bank­inn telur að aukn­ing­una megi að hluta til rekja til launa­hækk­ana, breyttrar neyslu­hegð­unar og óvissu um efna­hags­horf­ur. Þótt kreppan hafi leitt til mik­illar aukn­ingar í atvinnu­leysi hafa kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­an­ir, auk þess að flest störf sem töp­uð­ust voru lág­launa­störf,  leitt til þess að kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna hefur auk­ist að með­al­tali. 

Hins vegar hefur neysla ekki auk­ist jafn­hratt, ef til vill vegna þess að fólk ákveður að leggja meira til hliðar í efna­hag­sóvissu. Einnig má hér nefna að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir fylgdu óform­legum til­mælum Seðla­bank­ans á þessu tíma­bili um að halda aftur af fjár­fest­ingum erlendis og gæti sú ákvörðun einnig hafa leitt til þess að meira hafi verið sett inn á inn­láns­reikn­inga bank­anna.

Hjá Íslands­banka juk­ust inn­lán um 13 pró­sent, á meðan sam­svar­andi aukn­ing nam 15 pró­sentum í Lands­bank­anum og 22 pró­sentum í Arion banka. Þessi aukn­ing, auk slak­ari eig­in­fjár­krafna í kjöl­far þess að Seðla­bank­inn aflétti svo­kall­aðan sveiflu­jöfn­un­ar­auka, gerði bönk­unum kleift að bregð­ast við mik­illi eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu með meiri útlán­um. 

Vaxta­munur breytt­ist lítið

Lækkun vaxta getur skapað vand­ræði fyrir rekstur við­skipta­banka, sem hagn­ast aðal­lega á vaxta­mun inn- og útlána. Þegar vextir á útlánum bank­anna lækka þurfa vextir á inni­stæðum þeirra að lækka jafn­mikið svo að vaxta­tekj­urnar hald­ist óbreytt­ar. Erfitt er hins vegar að halda vaxta­mun­inum óbreyttum þegar inn­láns­vextir eru komnir nálægt núll­inu, þar sem setja þyrfti nei­kvæða vexti á inn­láns­reikn­inga. 

Þrátt fyrir það hefur vaxta­munur bank­anna ekki minnkað svo mik­ið. Raunar hækk­aði hann lít­il­lega hjá Arion banka og er nú 2,9 pró­sent, miðað við 2,7 pró­sent á sama tíma í fyrra. Hjá Íslands­banka lækk­aði hann svo úr 2,6 pró­sentum niður í 2,5 pró­sent, og úr 2,3 niður í 2,2 pró­sent hjá Lands­bank­an­um.

Skipu­lags­breyt­ingar drógu úr kostn­aði

Einnig átti sér stað tölu­verð hag­ræð­ing á kostn­að­ar­hlið­inni, en skipu­lags­breyt­ingar sem bank­arnir hófu í fyrra hafa skilað sér í tölu­vert minni rekstr­ar­kostn­aði hjá öllum bönk­unum það sem af er ári, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra. Stöðu­gildum hjá bönk­unum hefur fækkað um 70, sem er um þriggja pró­senta fækkun starfs­manna í fullu starf­i. 

Fækkun starfs­manna, auk ann­arra aðgerða, leiddi til þess að rekstr­ar­kostn­aður Íslands­banka minnk­aði um 9 pró­sent milli ára, en minnkunin nam 13 pró­sentum hjá Lands­bank­anum og Arion banka.

Millj­arða­hagn­aður

Þökk sé svip­uðum rekstr­ar­tekjum og minni rekstr­ar­kostn­aði vegna skipu­lags­breyt­inga skil­uðu allir bank­arnir millj­arða­hagn­aði á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Hagn­aður Íslands­banka nam 3,2 millj­örðum og var hann helm­ingi minni en á sama tíma í fyrra. Hjá Lands­bank­anum nam hagn­að­ur­inn hins vegar fjórum millj­örðum og jókst hann um 750 millj­ónir króna milli ára. Arion banki hagn­að­ist hins vegar um 6,7 millj­arða króna, sem er nærri því tvö­falt meira en hann gerði á sama tíma­bili í fyrra. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar