Engin bankakreppa

Ólíkt síðustu efnahagskreppu má ekki sjá samdráttarmerki í þremur stærstu bönkum landsins, sem hafa allir skilað milljarðahagnaði það sem af er ári. Hvernig má það vera?

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Þrátt fyrir að Íslands­banki, Lands­bank­inn og Arion banki hafi allir orðið fyrir nei­kvæðum áhrifum vegna efna­hags­á­hrifa útbreiðslu kór­ónu­veirunnar skil­uðu þeir tveggja til sjö millj­arða króna hagn­aði á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þar vega þyngst aðgerðir stjórn­valda, breytt neyt­enda­hegðun og hag­ræð­ing í rekstri. 

Millj­arðar tap­ast og lítið lánað

Þegar árs­hluta­reikn­ingar bank­anna þriggja eru bornir saman sést að mikil verð­mæti í eigu bank­anna hafa tap­ast á síð­ustu mán­uðum í formi virð­is­rýrn­unar lána. Leiða má líkum að því að stór hluti þess­arar virð­is­rýrn­unar komi frá inn­lendum fyr­ir­tækjum í rekstr­ar­vanda sem hafa útistand­andi lán hjá bönk­un­um. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nam virð­is­rýrn­unin hjá bönk­unum þremur sam­tals um 26 millj­örðum króna og var hún tæp­lega fjór­föld því sem hún var á sama tíma­bili í fyrra, þegar hún nam sjö millj­örðum króna.

Til við­bótar við aukna virð­is­rýrnun hefur fjár­fest­ing í einka­geir­anum minnkað tölu­vert og hefur því lán­taka þar dreg­ist tölu­vert sam­an. Þetta sést ef fjöldi fyr­ir­tækja­lána er bor­inn saman við árin á und­an, en ný lán til fyr­ir­tækja í ár eru minna en tíu pró­sent af því sem var lánað árið 2018. Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka sagði á fjöl­miðla­fundi við kynn­ingu á árs­hluta­upp­gjöri bank­ans að ástæðan á bak við litla lán­veit­ingu til fyr­ir­tækja væri sú að lítil eft­ir­spurn væri eftir slíkum lánum þessa stund­ina. 

Auglýsing

Vaxta­lækk­anir juku eft­ir­spurn

Þrátt fyrir minnk­andi útlán til fyr­ir­tækja hefur heild­ar­fjöldi útlána auk­ist í bönk­unum þremur á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Frá ára­mótum hafa lán til við­skipta­vina Arion banka auk­ist um fjögur pró­sent, á meðan sam­svar­andi aukn­ing nemur átta pró­sentum hjá Íslands­banka og tíu pró­sentum hjá Lands­bank­an­um. 

Þung­inn af þess­ari aukn­ingu er  í íbúða­lán­um, en eft­ir­spurn eftir þeim stórjókst eftir að þau urðu ódýr­ari vegna mik­illa vaxta­lækk­ana í Seðla­bank­anum í vor og hafa bank­arnir þrír allir aukið veru­lega við sig í þeim flokki útlána.

Aukin inn­lán hjálp­uðu bönk­unum

Aftur á móti, þótt Seðla­bank­inn hafi aukið eft­ir­spurn eftir íbúða­lán­um, var ekki sjálf­gefið að bank­arnir gætu annað henni. Það gátu þeir hins vegar nokkuð auð­veld­lega, þar sem magn inn­lána hefur auk­ist tölu­vert á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Arion banki bendir á þessa aukn­ingu inn­lána í nýj­ustu hag­spánni sinni, en sam­kvæmt honum hafa inn­lán í banka­kerf­inu auk­ist um 66 millj­arða króna í ár. Bank­inn telur að aukn­ing­una megi að hluta til rekja til launa­hækk­ana, breyttrar neyslu­hegð­unar og óvissu um efna­hags­horf­ur. Þótt kreppan hafi leitt til mik­illar aukn­ingar í atvinnu­leysi hafa kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­an­ir, auk þess að flest störf sem töp­uð­ust voru lág­launa­störf,  leitt til þess að kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna hefur auk­ist að með­al­tali. 

Hins vegar hefur neysla ekki auk­ist jafn­hratt, ef til vill vegna þess að fólk ákveður að leggja meira til hliðar í efna­hag­sóvissu. Einnig má hér nefna að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir fylgdu óform­legum til­mælum Seðla­bank­ans á þessu tíma­bili um að halda aftur af fjár­fest­ingum erlendis og gæti sú ákvörðun einnig hafa leitt til þess að meira hafi verið sett inn á inn­láns­reikn­inga bank­anna.

Hjá Íslands­banka juk­ust inn­lán um 13 pró­sent, á meðan sam­svar­andi aukn­ing nam 15 pró­sentum í Lands­bank­anum og 22 pró­sentum í Arion banka. Þessi aukn­ing, auk slak­ari eig­in­fjár­krafna í kjöl­far þess að Seðla­bank­inn aflétti svo­kall­aðan sveiflu­jöfn­un­ar­auka, gerði bönk­unum kleift að bregð­ast við mik­illi eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu með meiri útlán­um. 

Vaxta­munur breytt­ist lítið

Lækkun vaxta getur skapað vand­ræði fyrir rekstur við­skipta­banka, sem hagn­ast aðal­lega á vaxta­mun inn- og útlána. Þegar vextir á útlánum bank­anna lækka þurfa vextir á inni­stæðum þeirra að lækka jafn­mikið svo að vaxta­tekj­urnar hald­ist óbreytt­ar. Erfitt er hins vegar að halda vaxta­mun­inum óbreyttum þegar inn­láns­vextir eru komnir nálægt núll­inu, þar sem setja þyrfti nei­kvæða vexti á inn­láns­reikn­inga. 

Þrátt fyrir það hefur vaxta­munur bank­anna ekki minnkað svo mik­ið. Raunar hækk­aði hann lít­il­lega hjá Arion banka og er nú 2,9 pró­sent, miðað við 2,7 pró­sent á sama tíma í fyrra. Hjá Íslands­banka lækk­aði hann svo úr 2,6 pró­sentum niður í 2,5 pró­sent, og úr 2,3 niður í 2,2 pró­sent hjá Lands­bank­an­um.

Skipu­lags­breyt­ingar drógu úr kostn­aði

Einnig átti sér stað tölu­verð hag­ræð­ing á kostn­að­ar­hlið­inni, en skipu­lags­breyt­ingar sem bank­arnir hófu í fyrra hafa skilað sér í tölu­vert minni rekstr­ar­kostn­aði hjá öllum bönk­unum það sem af er ári, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra. Stöðu­gildum hjá bönk­unum hefur fækkað um 70, sem er um þriggja pró­senta fækkun starfs­manna í fullu starf­i. 

Fækkun starfs­manna, auk ann­arra aðgerða, leiddi til þess að rekstr­ar­kostn­aður Íslands­banka minnk­aði um 9 pró­sent milli ára, en minnkunin nam 13 pró­sentum hjá Lands­bank­anum og Arion banka.

Millj­arða­hagn­aður

Þökk sé svip­uðum rekstr­ar­tekjum og minni rekstr­ar­kostn­aði vegna skipu­lags­breyt­inga skil­uðu allir bank­arnir millj­arða­hagn­aði á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Hagn­aður Íslands­banka nam 3,2 millj­örðum og var hann helm­ingi minni en á sama tíma í fyrra. Hjá Lands­bank­anum nam hagn­að­ur­inn hins vegar fjórum millj­örðum og jókst hann um 750 millj­ónir króna milli ára. Arion banki hagn­að­ist hins vegar um 6,7 millj­arða króna, sem er nærri því tvö­falt meira en hann gerði á sama tíma­bili í fyrra. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar