Ríkisbanki eignast 35 prósent hlut í Keahótelum

Landsbankinn hefur breytt skuldum vegna Keahótela við sig í hlutafé og á nú rúmlega þriðjung í hótelkeðjunni. Leigusalar hafa samþykkt að veltutengja leigu, en þó með lágmarksgólfi.

Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Auglýsing

Lands­bank­inn, aðal­lán­veit­andi þeirra sem átt hafa Kea­hót­el-keðj­una, hefur breytt skuldum þeirra í nýtt hluta­fé. Eftir breyt­ing­una á rík­is­bank­inn 35 pró­sent hlut í Kea­hót­el­un­um, sem starf­rækja alls níu hótel víðs­vegar um land­ið, þar á meðal Hótel Borg og Hótel Kea. Skuld­breyt­ingin er hluti af end­ur­skipu­lagn­ingu sem felur einnig í sér að ýmis fast­eigna­fé­lög sem leigja Kea­hót­elum fast­eignir veltu­tengja leigu­greiðsl­ur, þó með ákveðnu lág­marks­gólfi.

Þeir sem áttu Kea­hótel áður koma í stað­inn með nýtt hluta­fé, alls á þriðja hund­rað millj­ónir króna, inn í rekst­ur­inn á móti og halda fyrir vikið tæp­lega tveimur þriðja hluta í keðj­unni. Um er að ræða banda­ríska fast­eigna­fé­lagið JL Properties, banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Pt Capi­tal Advis­ors og Erki­hvönn ehf. Allir í hlut­hafa­hópnum tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unn­i. 

JL Properties stærsta fast­­eigna-, fast­­eigna­­þró­un­­ar-, og fjár­­­fest­inga­­fé­lag Alaska. Heima­­mark­aður félags­­ins er Alaska en félagið á jafn­­framt eignir í Utah, Georgíu og Flór­ída ríkj­um. Pt Capi­tal Advis­ors LLC er dótt­­ur­­fé­lag banda­rísks eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis sem er með höf­uð­­stöðvar í Anchorage í Alaska. Félagið sér­­hæfir sig í fjár­­­fest­ingum á norð­­ur­slóð­um, þar á meðal Ala­ska, Norð­­ur­-Kana­da, Græn­land og Ísland.

Auglýsing
Ekki er tekið fram í til­kynn­ingu sem Kea­hótel sendu frá sér i dag hversu miklu af skuldum keðj­unnar hafi verið breytt í hlutafé og Kea­hótel hafa enn ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2019, en lög­bund­inn frestur til þess rann út í lok ágúst. 

Tryggir rekstr­ar­grund­völl fram á árið 2022

Í til­kynn­ingu Kea­hót­ela segir end­ur­skipu­lagn­ingin tryggi félag­inu rekstr­ar­grund­völl vel fram á árið 2022. „End­ur­skipu­lagn­ingin styrkir bæði eig­in­fjár­stöðu og rekstur Kea­hót­ela og skapar félag­inu sterka stöðu á gisti­mark­aðnum þegar ferða­mönnum fer að fjölga á ný, sem vonir standa til að verði strax á kom­andi vori.“

Þar er haft eftir Hugh Short, for­stjóra PT Capital, að hlut­hafar séu þakk­látir Lands­bank­anum og leigu­sölum fyrir far­sælt sam­komu­lag. „Við hlökkum til áfram­hald­andi sam­starfs við Lands­bank­ann, sem er nýr ríf­lega þriðj­ungs hlut­hafi í félag­inu, og við leigu­sala okkar sem hafa ákveðið að tengja leigu­kjör félags­ins við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­af­komu hót­el­anna sem starf­rækt eru í við­kom­andi fast­eign­um. Þetta skiptir miklu. Fyrir liggur að aðilar sam­komu­lags­ins hyggj­ast takast á við næstu miss­eri saman eða þar til eðli­legt ástand skap­ast á ferða­mark­að­inum að nýju. Ljóst er að Covid hefur haft gríð­ar­legar afleið­ingar í för með sér fyrir ferða­þjón­ust­una, bæði hér á landi og um allan heim. Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenju­legu tíma geta orðið til ýmis ný tæki­færi og á þeirri veg­ferð skiptir miklu að vera með full­fjár­magnað félag og rekst­ur­inn tryggðan til lengri tíma.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent