Ríkisbanki eignast 35 prósent hlut í Keahótelum

Landsbankinn hefur breytt skuldum vegna Keahótela við sig í hlutafé og á nú rúmlega þriðjung í hótelkeðjunni. Leigusalar hafa samþykkt að veltutengja leigu, en þó með lágmarksgólfi.

Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Auglýsing

Landsbankinn, aðallánveitandi þeirra sem átt hafa Keahótel-keðjuna, hefur breytt skuldum þeirra í nýtt hlutafé. Eftir breytinguna á ríkisbankinn 35 prósent hlut í Keahótelunum, sem starfrækja alls níu hótel víðsvegar um landið, þar á meðal Hótel Borg og Hótel Kea. Skuldbreytingin er hluti af endurskipulagningu sem felur einnig í sér að ýmis fasteignafélög sem leigja Keahótelum fasteignir veltutengja leigugreiðslur, þó með ákveðnu lágmarksgólfi.

Þeir sem áttu Keahótel áður koma í staðinn með nýtt hlutafé, alls á þriðja hundrað milljónir króna, inn í reksturinn á móti og halda fyrir vikið tæplega tveimur þriðja hluta í keðjunni. Um er að ræða bandaríska fasteignafélagið JL Properties, bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors og Erkihvönn ehf. Allir í hluthafahópnum tóku þátt í hlutafjáraukningunni. 

JL Properties stærsta fast­eigna-, fast­eigna­þró­un­ar-, og fjár­fest­inga­fé­lag Alaska. Heima­mark­aður félags­ins er Alaska en félagið á jafn­framt eignir í Utah, Georgíu og Flórída ríkjum. Pt Capital Advisors LLC er dótt­ur­fé­lag banda­rísks eignastýringarfyrirtækis sem er með höf­uð­stöðvar í Anchorage í Alaska. Félagið sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum á norð­ur­slóð­um, þar á meðal Alaska, Norð­ur­-Kana­da, Græn­land og Ísland.

Auglýsing
Ekki er tekið fram í tilkynningu sem Keahótel sendu frá sér i dag hversu miklu af skuldum keðjunnar hafi verið breytt í hlutafé og Keahótel hafa enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019, en lögbundinn frestur til þess rann út í lok ágúst. 

Tryggir rekstrargrundvöll fram á árið 2022

Í tilkynningu Keahótela segir endurskipulagningin tryggi félaginu rekstrargrundvöll vel fram á árið 2022. „Endurskipulagningin styrkir bæði eiginfjárstöðu og rekstur Keahótela og skapar félaginu sterka stöðu á gistimarkaðnum þegar ferðamönnum fer að fjölga á ný, sem vonir standa til að verði strax á komandi vori.“

Þar er haft eftir Hugh Short, forstjóra PT Capital, að hluthafar séu þakklátir Landsbankanum og leigusölum fyrir farsælt samkomulag. „Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Landsbankann, sem er nýr ríflega þriðjungs hluthafi í félaginu, og við leigusala okkar sem hafa ákveðið að tengja leigukjör félagsins við undirliggjandi rekstrarafkomu hótelanna sem starfrækt eru í viðkomandi fasteignum. Þetta skiptir miklu. Fyrir liggur að aðilar samkomulagsins hyggjast takast á við næstu misseri saman eða þar til eðlilegt ástand skapast á ferðamarkaðinum að nýju. Ljóst er að Covid hefur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ferðaþjónustuna, bæði hér á landi og um allan heim. Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenjulegu tíma geta orðið til ýmis ný tækifæri og á þeirri vegferð skiptir miklu að vera með fullfjármagnað félag og reksturinn tryggðan til lengri tíma.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent