Ríkisbanki eignast 35 prósent hlut í Keahótelum

Landsbankinn hefur breytt skuldum vegna Keahótela við sig í hlutafé og á nú rúmlega þriðjung í hótelkeðjunni. Leigusalar hafa samþykkt að veltutengja leigu, en þó með lágmarksgólfi.

Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Auglýsing

Lands­bank­inn, aðal­lán­veit­andi þeirra sem átt hafa Kea­hót­el-keðj­una, hefur breytt skuldum þeirra í nýtt hluta­fé. Eftir breyt­ing­una á rík­is­bank­inn 35 pró­sent hlut í Kea­hót­el­un­um, sem starf­rækja alls níu hótel víðs­vegar um land­ið, þar á meðal Hótel Borg og Hótel Kea. Skuld­breyt­ingin er hluti af end­ur­skipu­lagn­ingu sem felur einnig í sér að ýmis fast­eigna­fé­lög sem leigja Kea­hót­elum fast­eignir veltu­tengja leigu­greiðsl­ur, þó með ákveðnu lág­marks­gólfi.

Þeir sem áttu Kea­hótel áður koma í stað­inn með nýtt hluta­fé, alls á þriðja hund­rað millj­ónir króna, inn í rekst­ur­inn á móti og halda fyrir vikið tæp­lega tveimur þriðja hluta í keðj­unni. Um er að ræða banda­ríska fast­eigna­fé­lagið JL Properties, banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Pt Capi­tal Advis­ors og Erki­hvönn ehf. Allir í hlut­hafa­hópnum tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unn­i. 

JL Properties stærsta fast­­eigna-, fast­­eigna­­þró­un­­ar-, og fjár­­­fest­inga­­fé­lag Alaska. Heima­­mark­aður félags­­ins er Alaska en félagið á jafn­­framt eignir í Utah, Georgíu og Flór­ída ríkj­um. Pt Capi­tal Advis­ors LLC er dótt­­ur­­fé­lag banda­rísks eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis sem er með höf­uð­­stöðvar í Anchorage í Alaska. Félagið sér­­hæfir sig í fjár­­­fest­ingum á norð­­ur­slóð­um, þar á meðal Ala­ska, Norð­­ur­-Kana­da, Græn­land og Ísland.

Auglýsing
Ekki er tekið fram í til­kynn­ingu sem Kea­hótel sendu frá sér i dag hversu miklu af skuldum keðj­unnar hafi verið breytt í hlutafé og Kea­hótel hafa enn ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2019, en lög­bund­inn frestur til þess rann út í lok ágúst. 

Tryggir rekstr­ar­grund­völl fram á árið 2022

Í til­kynn­ingu Kea­hót­ela segir end­ur­skipu­lagn­ingin tryggi félag­inu rekstr­ar­grund­völl vel fram á árið 2022. „End­ur­skipu­lagn­ingin styrkir bæði eig­in­fjár­stöðu og rekstur Kea­hót­ela og skapar félag­inu sterka stöðu á gisti­mark­aðnum þegar ferða­mönnum fer að fjölga á ný, sem vonir standa til að verði strax á kom­andi vori.“

Þar er haft eftir Hugh Short, for­stjóra PT Capital, að hlut­hafar séu þakk­látir Lands­bank­anum og leigu­sölum fyrir far­sælt sam­komu­lag. „Við hlökkum til áfram­hald­andi sam­starfs við Lands­bank­ann, sem er nýr ríf­lega þriðj­ungs hlut­hafi í félag­inu, og við leigu­sala okkar sem hafa ákveðið að tengja leigu­kjör félags­ins við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­af­komu hót­el­anna sem starf­rækt eru í við­kom­andi fast­eign­um. Þetta skiptir miklu. Fyrir liggur að aðilar sam­komu­lags­ins hyggj­ast takast á við næstu miss­eri saman eða þar til eðli­legt ástand skap­ast á ferða­mark­að­inum að nýju. Ljóst er að Covid hefur haft gríð­ar­legar afleið­ingar í för með sér fyrir ferða­þjón­ust­una, bæði hér á landi og um allan heim. Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenju­legu tíma geta orðið til ýmis ný tæki­færi og á þeirri veg­ferð skiptir miklu að vera með full­fjár­magnað félag og rekst­ur­inn tryggðan til lengri tíma.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent