Ríkisbanki eignast 35 prósent hlut í Keahótelum

Landsbankinn hefur breytt skuldum vegna Keahótela við sig í hlutafé og á nú rúmlega þriðjung í hótelkeðjunni. Leigusalar hafa samþykkt að veltutengja leigu, en þó með lágmarksgólfi.

Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Auglýsing

Lands­bank­inn, aðal­lán­veit­andi þeirra sem átt hafa Kea­hót­el-keðj­una, hefur breytt skuldum þeirra í nýtt hluta­fé. Eftir breyt­ing­una á rík­is­bank­inn 35 pró­sent hlut í Kea­hót­el­un­um, sem starf­rækja alls níu hótel víðs­vegar um land­ið, þar á meðal Hótel Borg og Hótel Kea. Skuld­breyt­ingin er hluti af end­ur­skipu­lagn­ingu sem felur einnig í sér að ýmis fast­eigna­fé­lög sem leigja Kea­hót­elum fast­eignir veltu­tengja leigu­greiðsl­ur, þó með ákveðnu lág­marks­gólfi.

Þeir sem áttu Kea­hótel áður koma í stað­inn með nýtt hluta­fé, alls á þriðja hund­rað millj­ónir króna, inn í rekst­ur­inn á móti og halda fyrir vikið tæp­lega tveimur þriðja hluta í keðj­unni. Um er að ræða banda­ríska fast­eigna­fé­lagið JL Properties, banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Pt Capi­tal Advis­ors og Erki­hvönn ehf. Allir í hlut­hafa­hópnum tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unn­i. 

JL Properties stærsta fast­­eigna-, fast­­eigna­­þró­un­­ar-, og fjár­­­fest­inga­­fé­lag Alaska. Heima­­mark­aður félags­­ins er Alaska en félagið á jafn­­framt eignir í Utah, Georgíu og Flór­ída ríkj­um. Pt Capi­tal Advis­ors LLC er dótt­­ur­­fé­lag banda­rísks eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis sem er með höf­uð­­stöðvar í Anchorage í Alaska. Félagið sér­­hæfir sig í fjár­­­fest­ingum á norð­­ur­slóð­um, þar á meðal Ala­ska, Norð­­ur­-Kana­da, Græn­land og Ísland.

Auglýsing
Ekki er tekið fram í til­kynn­ingu sem Kea­hótel sendu frá sér i dag hversu miklu af skuldum keðj­unnar hafi verið breytt í hlutafé og Kea­hótel hafa enn ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2019, en lög­bund­inn frestur til þess rann út í lok ágúst. 

Tryggir rekstr­ar­grund­völl fram á árið 2022

Í til­kynn­ingu Kea­hót­ela segir end­ur­skipu­lagn­ingin tryggi félag­inu rekstr­ar­grund­völl vel fram á árið 2022. „End­ur­skipu­lagn­ingin styrkir bæði eig­in­fjár­stöðu og rekstur Kea­hót­ela og skapar félag­inu sterka stöðu á gisti­mark­aðnum þegar ferða­mönnum fer að fjölga á ný, sem vonir standa til að verði strax á kom­andi vori.“

Þar er haft eftir Hugh Short, for­stjóra PT Capital, að hlut­hafar séu þakk­látir Lands­bank­anum og leigu­sölum fyrir far­sælt sam­komu­lag. „Við hlökkum til áfram­hald­andi sam­starfs við Lands­bank­ann, sem er nýr ríf­lega þriðj­ungs hlut­hafi í félag­inu, og við leigu­sala okkar sem hafa ákveðið að tengja leigu­kjör félags­ins við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­af­komu hót­el­anna sem starf­rækt eru í við­kom­andi fast­eign­um. Þetta skiptir miklu. Fyrir liggur að aðilar sam­komu­lags­ins hyggj­ast takast á við næstu miss­eri saman eða þar til eðli­legt ástand skap­ast á ferða­mark­að­inum að nýju. Ljóst er að Covid hefur haft gríð­ar­legar afleið­ingar í för með sér fyrir ferða­þjón­ust­una, bæði hér á landi og um allan heim. Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenju­legu tíma geta orðið til ýmis ný tæki­færi og á þeirri veg­ferð skiptir miklu að vera með full­fjár­magnað félag og rekst­ur­inn tryggðan til lengri tíma.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent