Landsbankinn vill matsmenn til að leggja mat á ársreikning Borgunar

Mál sem Landsbankinn höfðaði gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeim sem keyptu hlut bankans í því haustið 2014 var tekið fyrir í apríl. Bankinn vill enn ekki afhenda stefnuna í málinu né framlagðar greinargerðir.

Borgun nýtt
Auglýsing

Mál Lands­bank­ans gegn Borgun hf., fyrr­ver­andi for­stjóra Borg­unar Hauki Odds­syni, BPS ehf. og Eign­ar­halds­fé­lag­inu Borgun slf. var tekið fyrir 13. apríl síð­ast­lið­inn. Við það tæki­færi lagði Lands­bank­inn fram beiðni um að dóm­kvaddir yrðu mats­menn til að leggja mat á „til­tekin atriði varð­andi árs­reikn­ing Borg­unar hf.“ Mál­flutn­ingur um mats­beiðn­ina fer fram í lok næstu viku, eða 31. ágúst. Þetta kemur fram í nýjasta árs­hluta­reikn­ingi Lands­bank­ans.

­Bank­inn, sem er í eigu rík­is­ins, höfð­aði málið í jan­úar 2017 til við­ur­kenn­ingar á skaða­bóta­skyldu vegna sölu­hagn­aðar sem hann telur sig hafa orðið af þegar hann seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í Borgun árið 2014. Í til­kynn­ingu sem Lands­bank­inn sendi frá sér þegar málið var höfðað sagði að hann hefði ekki fengið „upp­­lýs­ingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og rétt­indi sem fylgdu hlutn­um, þ. á m. mög­u­­lega hlut­­deild í sölu­hagn­aði Visa Europe Ltd. við nýt­ingu sölu­réttar í val­rétt­­ar­­samn­ingi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.“

Lands­bank­inn hefur ekki viljað afhenda Kjarn­anum stefn­una í mál­inu né þær grein­ar­gerðir sem lagðar hafa verið fram. Í árs­hluta­reikn­ingi bank­ans er þó stað­fest að búið sé að skila grein­ar­gerðum í mál­inu.

Keypt á und­ir­verði

Þegar Lands­bank­inn seldi Borgun var kaup­and­inn Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un. Kaupin áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­son, með heim­il­is­festi á Möltu, setti sig í sam­band við rík­is­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­festa. Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru stjórn­endur Borg­un­ar.

Auglýsing
Hópurinn fékk að kaupa 31,2 pró­sent hlut­inn á tæp­lega 2,2 millj­arða króna án þess að hann væri settur í opið sölu­ferli. Í fyrstu vörðu stjórn­endur Lands­bank­ans söl­una og það að hlut­ur­inn hafi ekki verið boð­inn út í opnu sölu­ferli. Það breytt­ist þó fljót­lega, sér­stak­lega þegar í ljós kom að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu síð­ar. Þessi eign­ar­hlutur var marga millj­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­ar­hlut Lands­bank­ans.

Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­samn­ingnum um við­­bót­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc.

Þrír stærstu aðil­arnir sem stóðu að Eign­ar­halds­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­ar­fyr­ir­tækið Stál­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­son, föð­ur­bróðir Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra) og félagið Pétur Stef­áns­son ehf. (Í eigu Pét­urs Stef­áns­son­ar). Ein­hver við­skipti hafa síðan verið með hluti í Borgun frá því að Lands­bank­inn seldi sinn hlut.

Í nóv­em­ber 2016 birti Rík­­is­end­­ur­­skoð­un  skýrslu um fjöl­margar eigna­­sölur Lands­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­syni, banka­stjóra Lands­bank­ans, sagt upp störf­um.

Arð­greiðslur hærri en kaup­verðið

Rekstur Borg­unar gekk ótrú­lega vel næstu árin. Hagn­aður árs­ins af reglu­legri starf­semi var undir einum millj­arði króna árið 2013. Árið 2016 var hann rúm­lega 1,6 millj­arðar króna. En hlut­deildin í söl­unni á Visa Europe skiptir auð­vitað mestu máli þegar virð­is­aukn­ing fyr­ir­tæk­is­ins er met­in. Sá lottó­vinn­ingur skil­aði Borgun 6,2 millj­örðum króna. Þrátt fyrir hana hefur virði Borg­unar samt sem áður auk­ist umtals­vert.

Nýju eig­end­urnir hafa heldur betur notið þessa. Sam­tals voru greiddir 7,7 millj­­arðar króna í arð­greiðslur til eig­enda Borg­unar vegna áranna 2014-2016. Ef Lands­­bank­inn, sem er nán­­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins, hefði haldið 31,2 pró­­sent hlut sínum í fyr­ir­tæk­inu hefði hlut­­deild hans í umræddum arð­greiðslum numið 2,4 millj­­örðum króna.

Í ljósi þess að hlutur Lands­bank­ans var seldur í nóv­­em­ber 2014 fyrir 2.184 millj­­ónir króna hafa arð­greiðsl­­urnar sem runnið hafa til nýrra eig­enda að hlutnum frá því að hann var seldur verið 218 millj­­ónir króna fram yfir það sem greitt var fyrir hlut rík­­is­­bank­ans haustið 2014. Þeir eru búnir að fá allt sitt til baka auk 218 millj­óna króna og eiga enn hlut­inn í Borg­un. Virði hans hefur einnig hækkað mik­ið.

Á síð­asta ári hagn­að­ist Borgun um 350 millj­ónir króna og eignir þess voru metnar á 31,7 millj­arða króna í árs­lok. Bók­fært eigið fé á þeim tíma var 6,8 millj­arðar króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar