Landsbankinn vill matsmenn til að leggja mat á ársreikning Borgunar

Mál sem Landsbankinn höfðaði gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeim sem keyptu hlut bankans í því haustið 2014 var tekið fyrir í apríl. Bankinn vill enn ekki afhenda stefnuna í málinu né framlagðar greinargerðir.

Borgun nýtt
Auglýsing

Mál Landsbankans gegn Borgun hf., fyrrverandi forstjóra Borgunar Hauki Oddssyni, BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. var tekið fyrir 13. apríl síðastliðinn. Við það tækifæri lagði Landsbankinn fram beiðni um að dómkvaddir yrðu matsmenn til að leggja mat á „tiltekin atriði varðandi ársreikning Borgunar hf.“ Málflutningur um matsbeiðnina fer fram í lok næstu viku, eða 31. ágúst. Þetta kemur fram í nýjasta árshlutareikningi Landsbankans.

Bankinn, sem er í eigu ríkisins, höfðaði málið í janúar 2017 til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna söluhagnaðar sem hann telur sig hafa orðið af þegar hann seldi 31,2 prósent hlut sinn í Borgun árið 2014. Í tilkynningu sem Landsbankinn sendi frá sér þegar málið var höfðað sagði að hann hefði ekki fengið „upp­lýs­ingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og rétt­indi sem fylgdu hlutn­um, þ. á m. mögu­lega hlut­deild í sölu­hagn­aði Visa Europe Ltd. við nýt­ingu sölu­réttar í val­rétt­ar­samn­ingi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.“

Landsbankinn hefur ekki viljað afhenda Kjarnanum stefnuna í málinu né þær greinargerðir sem lagðar hafa verið fram. Í árshlutareikningi bankans er þó staðfest að búið sé að skila greinargerðum í málinu.

Keypt á undirverði

Þegar Landsbankinn seldi Borgun var kaupandinn Eignarhaldsfélagið Borgun. Kaupin áttu sér þann aðdraganda að maður að nafni Magnús Magnússon, með heimilisfesti á Möltu, setti sig í samband við ríkisbankann og falaðist eftir eignarhlutnum fyrir hönd fjárfesta. Á meðal þeirra sem stóðu að kaupendahópnum voru stjórnendur Borgunar.

Auglýsing
Hópurinn fékk að kaupa 31,2 prósent hlutinn á tæplega 2,2 milljarða króna án þess að hann væri settur í opið söluferli. Í fyrstu vörðu stjórnendur Landsbankans söluna og það að hluturinn hafi ekki verið boðinn út í opnu söluferli. Það breyttist þó fljótlega, sérstaklega þegar í ljós kom að á meðal eigna Borgunar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu síðar. Þessi eignarhlutur var marga milljarða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söluna á eignarhlut Landsbankans.

Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­samn­ingnum um við­bót­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mögu­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc.

Þrír stærstu aðilarnir sem stóðu að Eignarhaldsfélaginu Borgun voru gamla útgerðarfyrirtækið Stálskip, félagið P126 ehf. (eigandi er félag í Lúxemborg og eigandi þess er Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra) og félagið Pétur Stefánsson ehf. (Í eigu Péturs Stefánssonar). Einhver viðskipti hafa síðan verið með hluti í Borgun frá því að Landsbankinn seldi sinn hlut.

Í nóvember 2016 birti Rík­is­end­ur­skoðun  skýrslu um fjöl­margar eigna­sölur Landsbank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, sagt upp störfum.

Arðgreiðslur hærri en kaupverðið

Rekstur Borgunar gekk ótrúlega vel næstu árin. Hagnaður ársins af reglulegri starfsemi var undir einum milljarði króna árið 2013. Árið 2016 var hann rúmlega 1,6 milljarðar króna. En hlutdeildin í sölunni á Visa Europe skiptir auðvitað mestu máli þegar virðisaukning fyrirtækisins er metin. Sá lottóvinningur skilaði Borgun 6,2 milljörðum króna. Þrátt fyrir hana hefur virði Borgunar samt sem áður aukist umtalsvert.

Nýju eigendurnir hafa heldur betur notið þessa. Sam­tals voru greiddir 7,7 millj­arðar króna í arð­greiðslur til eig­enda Borg­unar vegna áranna 2014-2016. Ef Lands­bank­inn, sem er nán­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, hefði haldið 31,2 pró­sent hlut sínum í fyr­ir­tæk­inu hefði hlut­deild hans í umræddum arð­greiðslum numið 2,4 millj­örðum króna.

Í ljósi þess að hlutur Landsbankans var seldur í nóv­em­ber 2014 fyrir 2.184 millj­ónir króna hafa arð­greiðsl­urnar sem runnið hafa til nýrra eig­enda að hlutnum frá því að hann var seldur verið 218 millj­ónir króna fram yfir það sem greitt var fyrir hlut rík­is­bank­ans haustið 2014. Þeir eru búnir að fá allt sitt til baka auk 218 milljóna króna og eiga enn hlutinn í Borgun. Virði hans hefur einnig hækkað mikið.

Á síðasta ári hagnaðist Borgun um 350 milljónir króna og eignir þess voru metnar á 31,7 milljarða króna í árslok. Bókfært eigið fé á þeim tíma var 6,8 milljarðar króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar