Tíu staðreyndir um sölu á hlut Landsbankans í Borgun

VISA Borgun
Auglýsing

1 – Borgun er greiðslumiðlunarfyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum færsluhirðingu vegna t.d. Visa- og MasterCard-korta. Landsbankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í Borgun til félags í eigu stjórnenda fyrirtækisins og meðfjárfesta þeirra þann 25. nóvember 2014 fyrir 2,2 milljarða króna. Fjárfestahópurinn gerði fyrst tilboð í hlutinn í mars 2014. Hlutur Landsbankans, sem er að mestu í ríkiseigu, var ekki seldur í opnu söluferli. Öðrum mögulega áhugasömum kaupendum bauðst því ekki að bjóða í hlutinn. Kjarninn upplýsti um það þann 27. nóvember 2014 hverjir hefðu verið í fjárfestahópnum og hvernig salan hefði gengið fyrir sig. Á meðal þeirra var Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Miðað við hefðbundna mælikvarða sem fjárfestar styðjast við í fjárfestingum þótti verðið lágt, hvort sem miðað er við fyrirtæki erlendis eða skráð fyrirtæki á Íslandi.

2 – Í viðræðum um kaup á hlut Landsbankans í Borgun var stuðst við ársreikning Borgunar fyrir árið 2013. Þann 23. júlí 2014 er undirrituð viljayfirlýsing milli Landsbankans og fjárfestahópsins um samningsviðræður. Samhliða óskaði Landsbankinn eftir frekari aðgangi að upplýsingum um Borgun og kynningu á fjárhagsstöðu þess og framtíðaráformum í því skyni að fá niðurstöðu í tilboðsverðið. Þar var Landsbankanum gerð grein fyrir því að Borgun ætlaði sér að auka verulega færsluhirðingu fyrir seljendur í erlendum netviðskiptum, sem á endanum tryggði Borgun stærri hlutdeild í söluandvirði Visa Europe. Í gögnum sem Landsbankinn sendi Alþingi í gær sagði að bankinn hafi metið sem svo að „þeirri starfsemi [fylgdi] veruleg áhætta og líkur voru taldar á að hún gæti leitt til tjóns hjá félaginu og skaðað orðspor Landsbankans.“

Auglýsing

3 – Fjármálaeftirlitið sendi erindi til Landsbankans vegna sölu á 31,2 prósent hlut í Borgun þann 3. desember 2014. Í erindinu var óskað eftir öllum upplýsingum  í tengslum við söluna. Landsbankinn svaraði erindinu 9. desember og engar frekari athugasemdir eða viðbrögð komu frá Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. 

4 – Fulltrúar Landsbankans fóru á fund efnahags- og viðskiptanefndar 8. desember 2014 til að svara fyrir söluna á Borgun. Á aðalfundi Landsbankans 2015 sagði Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, að betra hefði verið að auglýsa hlutinn til sölu, og selja hann þannig í opnu og gagnsæju ferli.

5 – Kjarninn greinir frá því þann 29. apríl 2015 að ákveðið hefði verið á aðalfundi Borgunar í febrúar sama ár að greiða hluthöfum félagsins 800 milljónir króna í arð vegna frammistöðu fyrirtækisins á árinu 2014, þegar Landsbankinn var enn eigandi að tæplega þriðjungshlut. Þetta var í fyrsta sinn sem arður var greiddur út úr félaginu frá árinu 2007. Tæplega 250 milljónir króna féllu í hlut nýrra hluthafa, sem hefðu runnið til Landsbankans ef hann hefði ekki selt hlutinn.

6 – Þann 29. mars 2015 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja. Landsbankinn eignaðist við það 0,41 prósent hlut í Borgun. Sá hlutur var auglýstur til sölu 17. apríl 2015 og þegar tilboðsfrestur rann út 3. maí höfðu þrjú tilboð borist. Hluturinn var á endanum seldur til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. fyrir 30 milljónir króna. Verðið var aðeins hærra á hlut en þegar 31,2 prósent hluturinn var seldur. Í fyrri viðskiptunum var miðað við að heildarvirði Borgunar væri sjö milljarðar króna en í þeim seinni að það væri 7,3 milljarðar króna. Auk þess verður að taka tillit til að eigendur Borgunar voru búnir að greiða sér út 800 milljónir króna í arð áður en salan átti sér stað.

7 – Samið var um valrétt um kaup Visa Inc. á Visa Europe árið 2007. Valrétturinn var ótímabundinn. Nokkrum sinnum frá þeim tíma hafa farið af stað viðræður um að Visa Inc. nýti kaupréttinn. Þegar að Landsbankinn seldi hlut sinn í borgun var í gildi viljayfirlýsing um að ganga frá kaupunum. Fjórum dögum áður en Landsbankinn tilkynnti um söluna á hlut sínum í Borgun birtist frétt á  heimasíðu Bloomberg-fréttaveitunar, sem er ein stærsta viðskiptafréttaveita í heimi, um að Visa Inc. gerði sér grein fyrir því að fyrirtækið þyrfti að greiða meira en 1.300 milljarða króna ef það ætlaði að nýta sér valrétt sinn á kaupum á Visa Europe. Landsbankinn hefur borið fyrir sig að Valitor hafi gefið út Visa-kort fyrir bankann og því hafi hann ekki talið sig eiga jafn mikla hagsmuni að gæta vegna valréttarins hjá Borgun. Í nóvember 2015 lá fyrir að Visa Europe yrði selt og á hvaða verði.

8 – 20. janúar 2016 birti Morgunblaðið forsíðufrétt um að kaup Visa Inc. á Visa Europe gætu skilað Borgun og öðru íslensku greiðslukortafyrirtæki, Valitor, á annan tug milljarða króna. Visa Inc. mun líkast til greiða um þrjú þúsund milljarða króna fyrir Visa Europe og það fé mun skiptast á milli þeirra útgefenda Visa-korta í Evrópu sem eiga rétt á hlutdeild í Visa Europe. Landsbankinn átti hlut í bæði Borgun og Valitor. Þegar bankinn seldi hlut sinn í Borgun gerði hann ekki samkomulag um hlutdeild í söluandvirði Visa Europe. Þegar hann seldi hlut sinn í Valitor í apríl 2015 gerði hann samkomulag um viðbótargreiðslu vegna þeirrar hlutdeildar Valitor í söluandvirði Visa Europe. Stjórnendur Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um hugsanlegan ávinning fyrirtækisins vegna sölunar á Þorláksmessu 2015.

Kjarninn greindi frá því 25. janúar að Landsbankinn hefði átt rétt á sex til átta prósent af hlutdeild Borgunar í söluandvirði Visa Europe ef fyrirvari hefði verið settur um greiðslur vegna sölunnar áður en bankinn seldi hlut sinn í Borgun. Það hlutfall miðar við erlend umsvif Borgunar í lok árs 2013. Í lok árs 2014 höfðu þau umsvif aukist umtalsvert þótt að mestur vöxtur hafi verið í þeim á árinu 2015. 

9 – Eftir að frétt Morgunblaðsins birtist vísaði Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans, meðal annars til þess í viðtölum við fjölmiðla að Samkeppniseftirlitið hefði sett þrýsting og lagt kröfur á bankann um að selja Borgun. Samkeppniseftirlitið sendi frá sér fréttatilkynningu 21. janúar þar sem það segist aldrei hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta bankans í Borgun. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningunni.  

10 – Rekstur Borgunar hefur gengið afar vel undanfarin ár. Borgun hagnaðist um 1,3 milljarða króna á árinu 2014. Sá hagnaður bætist við 993 milljón króna hagnað Borgunar á árinu 2013. Samtals hagnaðist Borgun því um 2,3 milljarða króna á tveimur árum, sem er aðeins meira en Eignarhaldsfélagið Borgun greiddi fyrir 31,2 prósenta hlut Landsbankans í Borgun. Miðað við yfirlýsingar stjórnenda Borgunar þá má ætla að mikill vöxtur fyrirtækisins erlendis í fyrra hafi skilað mjög góðri afkomu á árinu 2015. 

Tólf stjórnendur Borgunar sem tóku þátt í kaupunum á hlut Landsbankans eiga hlut sinn í gegnum félag sem heitir BPS ehf. Félagið á nú fimm prósent hlut í Borgun en Eignarhaldsfélagið Borgun, sem samanstendur af meðfjárfestum þeirra sem keyptu hlut Landsbankans, á 29,38 prósent hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun keypti 38 prósent af eign BPS í ágúst síðastliðnum án þess að gerður hafi verið fyrirvari um hlutdeild í mögulegum hagnaði vegna sölu á Visa Europe. Kaupverðið var trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Kjarnans var greitt mun hærra verð á hlut en þegar keypt var af Landsbankanum  níu mánuðum áður.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None