10 staðreyndir um uppgjör þriggja stærstu bankanna

Þrír stærstu bankarnir skiluðu milljarðahagnaði í fyrra, þrátt fyrir virðisrýrnun á útlánasafni þeirra. Hagnaðurinn var meðal annars til kominn vegna útlánaaukningar og fækkun 260 stöðugilda. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir úr reikningum bankanna.

Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Auglýsing

1. Allir skila hagnaði, en Arion tekur vinninginn

Líkt og Kjarninn fjallaði um í nóvember síðastliðnum hefur yfirstandandi efnahagskreppa ekki náð til bankakerfisins, en samkvæmt nýbirtum ársreikningum skiluðu þrír stærstu bankarnir milljarðahagnaði í fyrra. Hagnaðurinn hjá Íslandsbanka nam 6,8 milljörðum króna, en hann nam 10,5 milljörðum króna hjá Landsbankanum. Rekstur Arion banka var þó gjöfulastur, en hagnaður bankans eftir skatta nam 12,5 milljörðum króna í fyrra. 

2. Mikil niðurfærsla á eignum

Þrátt fyrir góða rekstrarniðurstöðu gætir þó áhrifa faraldursins í bókhaldi bankanna, þar sem mikil óvissa ríkir um hversu mikið af viðskiptavinum þeirra muni geta greitt upp lánin sín. Vegna þessarar óvissu telja bankarnir að útlánasafn þeirra sé minna virði en áður, og hafa þeir því niðurfært virði þeirra í ársreikningunum. Alls voru 8,8 milljarðar króna afskrifaðir hjá Íslandsbanka, 12 milljarðar hjá Landsbankanum og 13 milljarðar hjá Arion banka. Hjá öllum bönkunum var virðisrýrnunin margfalt meiri í fyrra heldur en árið 2019.

3. Mismunur í þóknanatekjum

Auk mikillar virðisrýrnunar á útlánasafni bankanna segir Íslandsbanki að þóknanatekjur hans hafi dregist saman vegna minni kortaveltu í heimsfaraldrinum. Þær lækkuðu um rúm þrjú prósent milli ára, eða um 400 milljónir króna. Svipað virðist hafa verið upp á teningnum hjá Landsbankanum, en þar drógust hreinar þjónustutekjur saman um sjö pró­sent, eða úr 8,2 millj­örðum niður í 7,6 millj­arða.

Auglýsing

Arion banki fann hins vegar ekki fyrir samdrætti í þóknanatekjum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Þvert á móti jukust þær töluvert, eða úr tæpum 10 milljörðum króna í rúma 13 milljarða. 

4. Minni fjármunatekjur yfir árið, en síðasti fjórðungur gjöfull

Til viðbótar við virðisýrnun og minni þóknanatekjur jukust minnkuðu fjármagnstekjur bankanna. Hreinar fjármagnstekjur Íslandsbanka voru neikvæðar, en hann greiddi 1,3 milljarða króna í fjármagnsgjöld í fyrra. Sömuleiðis lækkuðu fjármunatekjur Arion banka um tæpan hálfan milljarð, en lækkunin nam um 3,8 milljarða hjá Landsbankanum miðað við árið á undan. 

Hins vegar hafa síðustu mánuðir verið gjöfulir á verðbréfamörkuðum. Íslandsbanki greindi frá því að hann hafi grætt tæpar 800 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi af fjáreignum sínum, en hreinar fjármunatekjur Arion námu sömuleiðis 1,3 milljörðum króna og Íslandsbanki græddi 5 milljarða króna á sínum fjáreignum á tímabilinu.

5. Mikil aukning í útlánum

Hagnaður bankanna á síðasta ári stafar fyrst og fremst af auknum útlánum. Líkt og Kjarninn hefur fjallað um áður stórjókst eftirspurn einstaklinga eftir húsnæðislánum í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans vor, sem leitt hefur til aukinnar virkni á fasteignamarkaði. 

Útlán Arion banka til viðskiptavina sinna jukust um tæpa 50 milljarða á milli 2019 og 2020. Enn meiri aukningu mátti þó sjá hjá Landsbankanum og Íslandsbanka, þar sem virði húsnæðislána jókst um rúmlega 100 milljarða. 

6. Hægt að fjármagna útlánin þar sem innlán jukust einnig

Aukningin í útlánum bankanna er þó ekki einungis tilkomin vegna vaxtalækkana Seðlabankans.  Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki nutu einnig góðs af óvissuástandinu sem skapaðist vegna heimsfaraldursins, þar sem mörg heimili drógu úr neyslu sinni og juku sparnaðinn sinn.  

Aukinn sparnaður heimilanna leiddi til mikillar aukningar í innlánum bankanna, sem gaf þeim nægt fjármagn á lágum vöxtum sem hægt var að nýta í aukna eftirspurn eftir húsnæðislánum. Innlán Arion banka jukust um 76 milljarða króna, en aukningin nam um 60 milljörðum hjá Íslandsbanka og 86 milljörðum hjá Landsbankanum. 

7. Vaxtamunur minnkar hjá ríkisbönkunum en ekki Arion

Vaxtalækkun Seðlabankans virðist einnig hafa leitt til aukins þrýstings á hagnað ríkisbankanna tveggja á hverju láni, þar sem vaxtamunur þeirra er minni en hann var á síðasta ári. Munurinn á inn- og útlánsvöxtum þeirra var 2,5 prósent í fyrra, en hann hafði lækkað úr 2,6 prósentum hjá Íslandsbanka og 2,8 prósentum hjá Landsbankanum. 

Öfuga þróun mátti hins vegar sjá hjá Arion banka, þar sem vaxtamunurinn jókst úr 2,8 prósentum í 2,9 prósent. 

8. Minni fyrirtækjalán

Þrátt fyrir að eftirspurn einstaklinga eftir húsnæðislánum jókst töluvert á síðasta ári var ekki mikið að frétta í fyrirtækjalánum. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru ný lán bankakerfisins til fyrirtækja innan við 10 prósent af lánveitingu sama tímabils árið 2018. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagði á fjölmiðlafundi við kynn­ingu á árs­hluta­upp­gjöri bank­ans að ástæðan á bak við litla lán­veit­ingu til fyr­ir­tækja væri sú að lítil eft­ir­spurn væri eftir slíkum lánum þessa stund­ina.

Á síðustu mánuðum ársins tóku lánin svo nokkurn kipp, en þó var heildarmagn þeirra töluvert minna heldur en á árinu á undan. Í desember síðastliðnum lánaði íslenska bankakerfið atvinn­u­­fyr­ir­tækjum lands­ins alls sjö millj­arða króna í nýjum útlán­um, að frá­­­dregnum upp­­greiðslum og umfram­greiðsl­u­m, í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Við það hækk­aði heild­ar­um­fang nýrra útlána sem veitt voru til fyr­ir­tækja á árinu 2020 veru­lega, eða upp í 7,8 millj­arða króna.

9. Minni rekstrarkostnaður

Bankarnir virðast allir hafa skorið niður í mannauði sínum á árinu, miðað við fjölda stöðugilda í árslok 2019 og 2020. Mestur er munurinn hjá Íslandsbanka, þar sem stöðugildunum fækkaði um 205, en starfsmönnum Arion banka fækkaði um 39 og starfsmönnum Landsbankans fækkaði um 15. Því fækkaði starfsmönnum bankanna þriggja um tæplega 260 manns í fyrra.

Þessi fækkun hefur leitt til minni rekstrarkostnaðar hjá bönkunum, en hann lækkaði um rúma tvo milljarða króna hjá Arion banka og Landsbankanum, en um tæplega fjóra milljarða króna hjá Íslandsbanka. 

10. Landsbankinn og Arion greiða til hluthafa

Í ljósi hagnaðarins og engra arðgreiðslna á síðasta ári hafa Landsbankinn og Arion banki ákveðið að greiða hluthöfum sínum miklar fjárhæðir í ár. Stjórn Landsbankans leggur til 4,5 milljarða króna arðgreiðslu, en 4,4 milljarðar af þeirri upphæð myndu renna til ríkisins. Arion hyggst greiða hluthöfum sínum 3 milljarða króna í arð, en hann mun einnig kaupa upp eigin bréf að andvirði 15 milljarða króna á árinu, samkvæmt endurkaupaáætlun sem nýlega var leyfð af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar