10 staðreyndir um uppgjör þriggja stærstu bankanna

Þrír stærstu bankarnir skiluðu milljarðahagnaði í fyrra, þrátt fyrir virðisrýrnun á útlánasafni þeirra. Hagnaðurinn var meðal annars til kominn vegna útlánaaukningar og fækkun 260 stöðugilda. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir úr reikningum bankanna.

Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Auglýsing

1. Allir skila hagn­aði, en Arion tekur vinn­ing­inn

Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um í nóv­em­ber síð­ast­liðnum hefur yfir­stand­andi efna­hag­skreppa ekki náð til banka­kerf­is­ins, en sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingum skil­uðu þrír stærstu bank­arnir millj­arða­hagn­aði í fyrra. Hagn­að­ur­inn hjá Íslands­banka nam 6,8 millj­örðum króna, en hann nam 10,5 millj­örðum króna hjá Lands­bank­an­um. Rekstur Arion banka var þó gjöf­ulast­ur, en hagn­aður bank­ans eftir skatta nam 12,5 millj­örðum króna í fyrra. 

2. Mikil nið­ur­færsla á eignum

Þrátt fyrir góða rekstr­ar­nið­ur­stöðu gætir þó áhrifa far­ald­urs­ins í bók­haldi bank­anna, þar sem mikil óvissa ríkir um hversu mikið af við­skipta­vinum þeirra muni geta greitt upp lánin sín. Vegna þess­arar óvissu telja bank­arnir að útlána­safn þeirra sé minna virði en áður, og hafa þeir því nið­ur­fært virði þeirra í árs­reikn­ing­un­um. Alls voru 8,8 millj­arðar króna afskrif­aðir hjá Íslands­banka, 12 millj­arðar hjá Lands­bank­anum og 13 millj­arðar hjá Arion banka. Hjá öllum bönk­unum var virð­is­rýrn­unin marg­falt meiri í fyrra heldur en árið 2019.

3. Mis­munur í þókn­ana­tekjum

Auk mik­illar virð­is­rýrn­unar á útlána­safni bank­anna segir Íslands­banki að þókn­ana­tekjur hans hafi dreg­ist saman vegna minni korta­veltu í heims­far­aldr­in­um. Þær lækk­uðu um rúm þrjú pró­sent milli ára, eða um 400 millj­ónir króna. Svipað virð­ist hafa verið upp á ten­ingnum hjá Lands­bank­an­um, en þar dróg­ust hreinar þjón­ustu­tekjur saman um sjö pró­­sent, eða úr 8,2 millj­­örðum niður í 7,6 millj­­arða.

Auglýsing

Arion banki fann hins vegar ekki fyrir sam­drætti í þókn­ana­tekjum þrátt fyrir heims­far­ald­ur­inn. Þvert á móti juk­ust þær tölu­vert, eða úr tæpum 10 millj­örðum króna í rúma 13 millj­arða. 

4. Minni fjár­muna­tekjur yfir árið, en síð­asti fjórð­ungur gjöf­ull

Til við­bótar við virð­i­s­ýrnun og minni þókn­ana­tekjur juk­ust minnk­uðu fjár­magnstekjur bank­anna. Hreinar fjár­magnstekjur Íslands­banka voru nei­kvæð­ar, en hann greiddi 1,3 millj­arða króna í fjár­magns­gjöld í fyrra. Sömu­leiðis lækk­uðu fjár­muna­tekjur Arion banka um tæpan hálfan millj­arð, en lækk­unin nam um 3,8 millj­arða hjá Lands­bank­anum miðað við árið á und­an. 

Hins vegar hafa síð­ustu mán­uðir verið gjöf­ulir á verð­bréfa­mörk­uð­um. Íslands­banki greindi frá því að hann hafi grætt tæpar 800 millj­ónir króna á síð­asta árs­fjórð­ungi af fjár­eignum sín­um, en hreinar fjár­muna­tekjur Arion námu sömu­leiðis 1,3 millj­örðum króna og Íslands­banki græddi 5 millj­arða króna á sínum fjár­eignum á tíma­bil­inu.

5. Mikil aukn­ing í útlánum

Hagn­aður bank­anna á síð­asta ári stafar fyrst og fremst af auknum útlán­um. Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður stórjókst eft­ir­spurn ein­stak­linga eftir hús­næð­is­lánum í kjöl­far vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans vor, sem leitt hefur til auk­innar virkni á fast­eigna­mark­að­i. 

Útlán Arion banka til við­skipta­vina sinna juk­ust um tæpa 50 millj­arða á milli 2019 og 2020. Enn meiri aukn­ingu mátti þó sjá hjá Lands­bank­anum og Íslands­banka, þar sem virði hús­næð­is­lána jókst um rúm­lega 100 millj­arða. 

6. Hægt að fjár­magna útlánin þar sem inn­lán juk­ust einnig

Aukn­ingin í útlánum bank­anna er þó ekki ein­ungis til­komin vegna vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans.  Íslands­banki, Lands­bank­inn og Arion banki nutu einnig góðs af óvissu­á­stand­inu sem skap­að­ist vegna heims­far­ald­urs­ins, þar sem mörg heim­ili drógu úr neyslu sinni og juku sparn­að­inn sinn.  

Auk­inn sparn­aður heim­il­anna leiddi til mik­illar aukn­ingar í inn­lánum bank­anna, sem gaf þeim nægt fjár­magn á lágum vöxtum sem hægt var að nýta í aukna eft­ir­spurn eftir hús­næð­is­lán­um. Inn­lán Arion banka juk­ust um 76 millj­arða króna, en aukn­ingin nam um 60 millj­örðum hjá Íslands­banka og 86 millj­örðum hjá Lands­bank­an­um. 

7. Vaxta­munur minnkar hjá rík­is­bönk­unum en ekki Arion

Vaxta­lækkun Seðla­bank­ans virð­ist einnig hafa leitt til auk­ins þrýst­ings á hagnað rík­is­bank­anna tveggja á hverju láni, þar sem vaxta­munur þeirra er minni en hann var á síð­asta ári. Mun­ur­inn á inn- og útláns­vöxtum þeirra var 2,5 pró­sent í fyrra, en hann hafði lækkað úr 2,6 pró­sentum hjá Íslands­banka og 2,8 pró­sentum hjá Lands­bank­an­um. 

Öfuga þróun mátti hins vegar sjá hjá Arion banka, þar sem vaxta­mun­ur­inn jókst úr 2,8 pró­sentum í 2,9 pró­sent. 

8. Minni fyr­ir­tækja­lán

Þrátt fyrir að eft­ir­spurn ein­stak­linga eftir hús­næð­is­lánum jókst tölu­vert á síð­asta ári var ekki mikið að frétta í fyr­ir­tækja­lán­um. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins voru ný lán banka­kerf­is­ins til fyr­ir­tækja innan við 10 pró­sent af lán­veit­ingu sama tíma­bils árið 2018. Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka sagði á fjöl­miðla­fundi við kynn­ingu á árs­hluta­­upp­­­gjöri bank­ans að ástæðan á bak við litla lán­veit­ingu til fyr­ir­tækja væri sú að lítil eft­ir­­spurn væri eftir slíkum lánum þessa stund­ina.

Á síð­ustu mán­uðum árs­ins tóku lánin svo nokkurn kipp, en þó var heild­ar­magn þeirra tölu­vert minna heldur en á árinu á und­an. Í des­em­ber síð­ast­liðnum lán­aði íslenska banka­kerfið atvinn­u­­­fyr­ir­tækjum lands­ins alls sjö millj­­arða króna í nýjum útlán­um, að frá­­­­­dregnum upp­­­greiðslum og umfram­greiðsl­u­m, í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Við það hækk­­aði heild­­ar­um­­fang nýrra útlána sem veitt voru til fyr­ir­tækja á árinu 2020 veru­­lega, eða upp í 7,8 millj­­arða króna.

9. Minni rekstr­ar­kostn­aður

Bank­arnir virð­ast allir hafa skorið niður í mannauði sínum á árinu, miðað við fjölda stöðu­gilda í árs­lok 2019 og 2020. Mestur er mun­ur­inn hjá Íslands­banka, þar sem stöðu­gild­unum fækk­aði um 205, en starfs­mönnum Arion banka fækk­aði um 39 og starfs­mönnum Lands­bank­ans fækk­aði um 15. Því fækk­aði starfs­mönnum bank­anna þriggja um tæp­lega 260 manns í fyrra.

Þessi fækkun hefur leitt til minni rekstr­ar­kostn­aðar hjá bönk­un­um, en hann lækk­aði um rúma tvo millj­arða króna hjá Arion banka og Lands­bank­an­um, en um tæp­lega fjóra millj­arða króna hjá Íslands­banka. 

10. Lands­bank­inn og Arion greiða til hlut­hafa

Í ljósi hagn­að­ar­ins og engra arð­greiðslna á síð­asta ári hafa Lands­bank­inn og Arion banki ákveðið að greiða hlut­höfum sínum miklar fjár­hæðir í ár. Stjórn Lands­bank­ans leggur til 4,5 millj­arða króna arð­greiðslu, en 4,4 millj­arðar af þeirri upp­hæð myndu renna til rík­is­ins. Arion hyggst greiða hlut­höfum sínum 3 millj­arða króna í arð, en hann mun einnig kaupa upp eigin bréf að and­virði 15 millj­arða króna á árinu, sam­kvæmt end­ur­kaupa­á­ætlun sem nýlega var leyfð af Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar