Hagnaður Landsbankans dregst saman

Landsbankinn skilaði 11,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins og er hann 9% lægri en hagnaður fyrri hluta ársins 2017. Helstu ástæður minkunarinnar eru slæmt gengi á hlutabréfamarkaði og launahækkanir starfsmanna bankans.

Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti
Auglýsing

Hagnaður Landsbankans á fyrri árshelmingi nam 11,6 milljörðum íslenskra króna og dróst saman um 9% frá því á sama tímabili í fyrra. Hagnaðarminnkunin skýrist bæði af minni tekjum og auknum rekstrarkostnaði, en bankinn segir óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum og samningsbundna launahækkun starfsmanna hans hafa haft megináhrif. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankans sem birtist í gær

Rekstrartekjur bankans á fyrstu sex mánuðum ársins námu 29 milljörðum króna, í samanburði við 29,3 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Aðrar rekstrartekjur lækkuðu úr 5,4 milljörðum króna niður í 3,9 milljarða króna á sama tímabili, en samkvæmt bankanum er samdrátturinn aðallega tilkominn vegna óhagstæðra aðstæðna á verðbréfamörkuðum. 

Slæmt gengi á hlutabréfamarkaðnum

Kjarninn greindi frá niðursveiflu undanfarinna mánaða í skráðum fyrirtækjum nýlega, þar sem OMX-vísitala Kauphallarinnar lækkaði nær stöðugt allan annan ársfjórðunginn. Margir þættir voru þar að baki, þar á meðal óbreytt staða stýrivaxta Seðlabankans, fjöldi stórtjóna sem lentu á tryggingafyrirtækjunum og þrengri rekstraraðstæður hjá Icelandair. Samkvæmt ársreikningi Landsbankans eru tæpir 28 milljarðar bundnir í innlendum hlutabréfum. 

Auglýsing

Minni vaxtamunur

Munur á inn-og útlánsvöxtum bankans nam 2,7% á fyrri helmingi ársins og hefur aukist um 0,2 prósentustig frá því á fyrri árshelmingi í fyrra. Vaxtamunurinn hefur þó ekki náð jafnmiklum hæðum og hjá Íslandsbanka og Arion, en samkvæmt ársreikningum  bankanna tveggja stóð munur á inn-og útlánsvöxtum þeirra í 2,9%. 

Kynning á uppgjöri Landsbankans

Meiri kostnaður vegna launahækkana

Samkvæmt uppgjöri bankans hækkaði rekstrarkostnaður þess um 0,9% milli fyrri árshelminga 2017 og 2018 og nemur nú 12,2 milljörðum íslenskra króna. Helsti þáttur kostnaðaraukningarinnar voru samningsbundnar launahækkanir, en launakostnaður félagsins í ár nam 7,5 milljörðum samanborið við 7,1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Launahækkanirnar sem um ræðir voru meðal félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samkvæmt kjarasamningi þeirra hækkuðu launin annars vegar um 5% þann fyrsta maí 2017 og svo aftur um 5% nákvæmlega ári síðar.

Á móti hækkandi launakostnaði lækkaði svo annar rekstrarkostnaður úr 4,9 milljörðum króna niður í 4,6 milljarða króna á sama tímabili. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent