Hagnaður Landsbankans dregst saman

Landsbankinn skilaði 11,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins og er hann 9% lægri en hagnaður fyrri hluta ársins 2017. Helstu ástæður minkunarinnar eru slæmt gengi á hlutabréfamarkaði og launahækkanir starfsmanna bankans.

Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti
Auglýsing

Hagnaður Landsbankans á fyrri árshelmingi nam 11,6 milljörðum íslenskra króna og dróst saman um 9% frá því á sama tímabili í fyrra. Hagnaðarminnkunin skýrist bæði af minni tekjum og auknum rekstrarkostnaði, en bankinn segir óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum og samningsbundna launahækkun starfsmanna hans hafa haft megináhrif. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankans sem birtist í gær

Rekstrartekjur bankans á fyrstu sex mánuðum ársins námu 29 milljörðum króna, í samanburði við 29,3 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Aðrar rekstrartekjur lækkuðu úr 5,4 milljörðum króna niður í 3,9 milljarða króna á sama tímabili, en samkvæmt bankanum er samdrátturinn aðallega tilkominn vegna óhagstæðra aðstæðna á verðbréfamörkuðum. 

Slæmt gengi á hlutabréfamarkaðnum

Kjarninn greindi frá niðursveiflu undanfarinna mánaða í skráðum fyrirtækjum nýlega, þar sem OMX-vísitala Kauphallarinnar lækkaði nær stöðugt allan annan ársfjórðunginn. Margir þættir voru þar að baki, þar á meðal óbreytt staða stýrivaxta Seðlabankans, fjöldi stórtjóna sem lentu á tryggingafyrirtækjunum og þrengri rekstraraðstæður hjá Icelandair. Samkvæmt ársreikningi Landsbankans eru tæpir 28 milljarðar bundnir í innlendum hlutabréfum. 

Auglýsing

Minni vaxtamunur

Munur á inn-og útlánsvöxtum bankans nam 2,7% á fyrri helmingi ársins og hefur aukist um 0,2 prósentustig frá því á fyrri árshelmingi í fyrra. Vaxtamunurinn hefur þó ekki náð jafnmiklum hæðum og hjá Íslandsbanka og Arion, en samkvæmt ársreikningum  bankanna tveggja stóð munur á inn-og útlánsvöxtum þeirra í 2,9%. 

Kynning á uppgjöri Landsbankans

Meiri kostnaður vegna launahækkana

Samkvæmt uppgjöri bankans hækkaði rekstrarkostnaður þess um 0,9% milli fyrri árshelminga 2017 og 2018 og nemur nú 12,2 milljörðum íslenskra króna. Helsti þáttur kostnaðaraukningarinnar voru samningsbundnar launahækkanir, en launakostnaður félagsins í ár nam 7,5 milljörðum samanborið við 7,1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Launahækkanirnar sem um ræðir voru meðal félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samkvæmt kjarasamningi þeirra hækkuðu launin annars vegar um 5% þann fyrsta maí 2017 og svo aftur um 5% nákvæmlega ári síðar.

Á móti hækkandi launakostnaði lækkaði svo annar rekstrarkostnaður úr 4,9 milljörðum króna niður í 4,6 milljarða króna á sama tímabili. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent