Landsbankinn vill greiða 4,5 milljarða í arð

Hagnaður Landsbankans var nokkuð minni í fyrra en árið 2019 þar sem eignir bankans rýrnuðu í virði vegna heimsfaraldursins. Bankinn leggur til að greiða ríkinu rúma fjóra milljarða króna í arð á árinu.

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Landsbankinn hagnaðist um 10,5 milljarða króna í fyrra, þrátt fyrir að hafa afskrifað 12 milljarða króna af eignum sínum vegna óvissu um útlán í eigu bankans í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Bankaráð bankans mun leggja til að 4,5 milljarða króna arður verði greiddur til hluthafa vegna hagnaðarins. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fylgdi nýbirtu ársuppgjöri Landsbankans og birtist á vef Kauphallarinnar eftir lokun markaða í dag. Samkvæmt henni nam virðisrýrnun á útlán bankans um 12 milljörðum króna í fyrra, sem er meira en tvöfalt meira heldur en bankinn afskrifaði árið 2019. Bankinn segir að muninn megi rekja til áhrifa heimsfaraldursins, en mikil óvissa ríkir um virði lána í eigu hans.

Minni munur var á milli ára í tekjum bankans af reglulegri starfsemi. Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um fjögur prósent, eða úr tæpum 40 milljörðum króna niður í rúma 38 milljarða króna. Hreinar þjónustutekjur hans lækkuðu svo um sjö prósent, eða úr 8,2 milljörðum niður í 7,6 milljarða. 

Auglýsing

Meiri innlán fjármögnuðu meiri útlán

Líkt og hjá hinum bönkunum jukust útlán bankans töluvert, en aukningin nam 133 milljörðum króna og er aðallega vegna aukinna lána til einstaklinga. Bankinn náði svo að fjármagna þessi auknu útlán að hluta til með aukningu innlána, en þau jukust um 85 milljarða króna á árinu. Hagnaður bankans af hverju útláni minnkaði þó í fyrra, þar sem munurinn á inn- og útlánsvöxtum minnkaði úr 2,8 prósentum í 2,5 prósent. 

4,5 milljarðar í arð

Samkvæmt kynningunni mun Bankaráð Landsbankans leggja til við aðalfund þann 24. mars 2021 að greiddur verði arður til hluthafa vegna síðasta árs sem nemur 0,19 krónu á hlut, eða samtals 4,5 milljörðum króna. Arðgreiðslan samsvarar 43% af hagnaði samstæðunnar á árinu 2020. Þar sem 98 prósent bankans eru í eigu ríkisins má því búast við að ríkissjóður geti hagnast um 4,4 milljarða á árinu vegna arðgreiðslunnar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent