Íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart Jóni og Eiríki vegna Landsréttarmálsins

Tveir af þeim fjórum umsækjendum sem Sigríður Á. Andersen færði af lista yfir þá sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt árið 2017 höfðuðu mál og fóru fram á bætur. Í dag unnu þeir þau mál fyrir Hæstarétti.

Eiríkur Jónsson, annar þeirra sem vann mál sitt fyrir Hæstarétti Íslands í dag, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Eiríkur Jónsson, annar þeirra sem vann mál sitt fyrir Hæstarétti Íslands í dag, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið væri skaða­bóta­skylt gagn­vart Eiríki Jóns­syni vegna þess að hann var ekki skip­aður í eitt af 15 emb­ættum dóm­ara við Lands­rétt sem aug­lýst voru laus til umsóknar 10. febr­úar 2017.

Rétt­ur­inn komst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að Jón Hösk­ulds­son, sem var heldur ekki skip­aður í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt á sama tíma og Eirík­ur, þrátt fyirr að hæf­is­nefnd hafi metið þá á meðal 15 hæf­ustu umsækj­enda, ætti rétt á 8,5 millj­ónum króna í skaða­bætur auk vaxta vegna þessa. Jóni voru auk þess dæmdar ein milljón króna í miska­bætur með drátt­ar­vöxt­u­m. 

Auglýsing
Bæði Eiríkur og Jón voru síðar skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt og gegna þeim emb­ættum í dag. 

Íslenska rík­inu var auk þess gert að greiða máls­kostnað í báðum mál­un­um.

Fjórir færðir af lista

Í aðdrag­anda þess að Lands­réttur var settur á lagg­irn­ar, en hann hóf störf í byrjun árs 2018, þurfti að skipa 15 dóm­ara við nýja milli­dóms­stig­ið. Sér­­­stök hæf­is­­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um og Jón var einnig á meðal 15 hæf­ustu að mati henn­ar. Sig­ríður Á. And­er­­­sen, þáver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­­þykkti svo lista Sig­ríð­­­ar.Kjarninn birti nákvæmt mat á öllum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt 2. júní 2017. Það var í fyrsta sinn sem matið birtist opinberlega en það sýndi svart á hvítu hvar þeir sem dómsmálaráðherra fjarlægði af listanum höfðu upprunalega lent.

Auglýsing
Ást­ráður Har­alds­­­­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­­son, sem urðu báðir af dóm­­­­­ara­­­­­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar, stefndu rík­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­ar. Hæst­i­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­­­­­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­nefnd­­­­ar­inn­­­­ar. 

Auk þess komst Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra

Tveir stefndu og vildu bætur

Þeir Eiríkur og Jón höfð­uðu ekki sam­bæri­legt mál og Ást­ráður og Jóhann­es. Jón sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón það mál sem dæmt var í í dag.

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­ars vegar og hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­ara hins veg­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. 

Eiríkur ákvað að fylgja í fót­­­spor Jóns stefndi rík­­­inu. Hann er fæddur árið 1977 og átti því um 27 ár eftir á vinn­u­­­­­­mark­aði þegar skipað var í Lands­rétt miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­­­­­launa­ald­­­­­­ur.

Eirikur sótti aftur um stöðu dóm­ara við Lands­rétt og var skip­aður í það emb­ætti síð­sum­ars 2019. Jón sótti sömu­leiðis um lausa stöðu við Lands­rétt í fyrra og var skip­aður í sept­em­ber 2020. 

Sinnti ekki rann­sókn­ar­skyldu

Í dóms­orði Hæsta­réttar í málum Eiríks og Jóns segir meðal ann­ars að Sig­ríði hafi ver­ið að gera til­lögu til Alþingis um skipun ann­ars eða ann­arra umsækj­enda en þeirra sem dóm­nefnd hafði metið hæf­asta, að því til­skildu að þeir full­nægðu almennum hæf­is­skil­yrðum lag­anna. „Til­laga ráð­herra um að víkja frá áliti dóm­nefndar og leggja til aðra umsækj­endur en þá sem dóm­nefnd hafði metið hæf­asta varð hins vegar að byggja á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og vera reist á full­nægj­andi rann­sókn, sam­an­burði og rök­stuðn­ingi fyrir breyttri til­lögu um það hver eða hverjir umsækj­enda væru að mati ráð­herra hæf­astir til að gegna dóm­ara­emb­ætti önd­vert áliti dóm­nefnd­ar. Að feng­inni slíkri til­lögu frá ráð­herra væri það síðan hlut­verk Alþingis að hafa eft­ir­lit með því að til­laga ráð­herra full­nægði þessum kröf­um[...]Af hálfu gagn­á­frýj­anda hefur ekki verið gerð við­un­andi grein fyrir því hvaða sam­an­burður fór fram af hálfu ráð­herra á aðal­á­frýj­anda og öðrum umsækj­endum og hvernig inn­byrðis mati á þeim var hátt­að, en dóm­nefnd hafði sam­kvæmt stiga­töflu raðað aðal­á­frýj­anda í ell­efta sæti yfir 15 hæf­ustu umsækj­end­urna. Þá hefur Hæsti­réttur eins og í hér­aðs­dómi greinir þegar hafnað sjón­ar­miðum um að þeir ann­markar hafi verið á dóm­nefnd­ar­á­lit­inu að til­efni hafi verið fyrir ráð­herra að víkja frá því.“ 

Af þessu leiði að vafi sé um það hvort full­nægj­andi rann­sókn máls­ins, og að öðru leyti lög­mæt með­ferð þess af hálfu ráð­herra, hefði leitt til ann­arrar nið­ur­stöðu um hæfni Eiríks og Jóns en dóm­nefnd hafði kom­ist að. Það verði að túlka þeim í hag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent