Íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart Jóni og Eiríki vegna Landsréttarmálsins

Tveir af þeim fjórum umsækjendum sem Sigríður Á. Andersen færði af lista yfir þá sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt árið 2017 höfðuðu mál og fóru fram á bætur. Í dag unnu þeir þau mál fyrir Hæstarétti.

Eiríkur Jónsson, annar þeirra sem vann mál sitt fyrir Hæstarétti Íslands í dag, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Eiríkur Jónsson, annar þeirra sem vann mál sitt fyrir Hæstarétti Íslands í dag, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið væri skaða­bóta­skylt gagn­vart Eiríki Jóns­syni vegna þess að hann var ekki skip­aður í eitt af 15 emb­ættum dóm­ara við Lands­rétt sem aug­lýst voru laus til umsóknar 10. febr­úar 2017.

Rétt­ur­inn komst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að Jón Hösk­ulds­son, sem var heldur ekki skip­aður í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt á sama tíma og Eirík­ur, þrátt fyirr að hæf­is­nefnd hafi metið þá á meðal 15 hæf­ustu umsækj­enda, ætti rétt á 8,5 millj­ónum króna í skaða­bætur auk vaxta vegna þessa. Jóni voru auk þess dæmdar ein milljón króna í miska­bætur með drátt­ar­vöxt­u­m. 

Auglýsing
Bæði Eiríkur og Jón voru síðar skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt og gegna þeim emb­ættum í dag. 

Íslenska rík­inu var auk þess gert að greiða máls­kostnað í báðum mál­un­um.

Fjórir færðir af lista

Í aðdrag­anda þess að Lands­réttur var settur á lagg­irn­ar, en hann hóf störf í byrjun árs 2018, þurfti að skipa 15 dóm­ara við nýja milli­dóms­stig­ið. Sér­­­stök hæf­is­­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um og Jón var einnig á meðal 15 hæf­ustu að mati henn­ar. Sig­ríður Á. And­er­­­sen, þáver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­­þykkti svo lista Sig­ríð­­­ar.Kjarninn birti nákvæmt mat á öllum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt 2. júní 2017. Það var í fyrsta sinn sem matið birtist opinberlega en það sýndi svart á hvítu hvar þeir sem dómsmálaráðherra fjarlægði af listanum höfðu upprunalega lent.

Auglýsing
Ást­ráður Har­alds­­­­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­­son, sem urðu báðir af dóm­­­­­ara­­­­­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar, stefndu rík­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­ar. Hæst­i­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­­­­­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­nefnd­­­­ar­inn­­­­ar. 

Auk þess komst Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra

Tveir stefndu og vildu bætur

Þeir Eiríkur og Jón höfð­uðu ekki sam­bæri­legt mál og Ást­ráður og Jóhann­es. Jón sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón það mál sem dæmt var í í dag.

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­ars vegar og hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­ara hins veg­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. 

Eiríkur ákvað að fylgja í fót­­­spor Jóns stefndi rík­­­inu. Hann er fæddur árið 1977 og átti því um 27 ár eftir á vinn­u­­­­­­mark­aði þegar skipað var í Lands­rétt miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­­­­­launa­ald­­­­­­ur.

Eirikur sótti aftur um stöðu dóm­ara við Lands­rétt og var skip­aður í það emb­ætti síð­sum­ars 2019. Jón sótti sömu­leiðis um lausa stöðu við Lands­rétt í fyrra og var skip­aður í sept­em­ber 2020. 

Sinnti ekki rann­sókn­ar­skyldu

Í dóms­orði Hæsta­réttar í málum Eiríks og Jóns segir meðal ann­ars að Sig­ríði hafi ver­ið að gera til­lögu til Alþingis um skipun ann­ars eða ann­arra umsækj­enda en þeirra sem dóm­nefnd hafði metið hæf­asta, að því til­skildu að þeir full­nægðu almennum hæf­is­skil­yrðum lag­anna. „Til­laga ráð­herra um að víkja frá áliti dóm­nefndar og leggja til aðra umsækj­endur en þá sem dóm­nefnd hafði metið hæf­asta varð hins vegar að byggja á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og vera reist á full­nægj­andi rann­sókn, sam­an­burði og rök­stuðn­ingi fyrir breyttri til­lögu um það hver eða hverjir umsækj­enda væru að mati ráð­herra hæf­astir til að gegna dóm­ara­emb­ætti önd­vert áliti dóm­nefnd­ar. Að feng­inni slíkri til­lögu frá ráð­herra væri það síðan hlut­verk Alþingis að hafa eft­ir­lit með því að til­laga ráð­herra full­nægði þessum kröf­um[...]Af hálfu gagn­á­frýj­anda hefur ekki verið gerð við­un­andi grein fyrir því hvaða sam­an­burður fór fram af hálfu ráð­herra á aðal­á­frýj­anda og öðrum umsækj­endum og hvernig inn­byrðis mati á þeim var hátt­að, en dóm­nefnd hafði sam­kvæmt stiga­töflu raðað aðal­á­frýj­anda í ell­efta sæti yfir 15 hæf­ustu umsækj­end­urna. Þá hefur Hæsti­réttur eins og í hér­aðs­dómi greinir þegar hafnað sjón­ar­miðum um að þeir ann­markar hafi verið á dóm­nefnd­ar­á­lit­inu að til­efni hafi verið fyrir ráð­herra að víkja frá því.“ 

Af þessu leiði að vafi sé um það hvort full­nægj­andi rann­sókn máls­ins, og að öðru leyti lög­mæt með­ferð þess af hálfu ráð­herra, hefði leitt til ann­arrar nið­ur­stöðu um hæfni Eiríks og Jóns en dóm­nefnd hafði kom­ist að. Það verði að túlka þeim í hag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent