Tíu prósent fullorðinna Íslendinga undir fimmtugu lesa Morgunblaðið

Lesendur Fréttablaðsins í aldurshópnum 18-49 ára hafa aldrei verið færri og þeim sem lesa Morgunblaðið í sama hóp eru nú tæplega þriðjungur af því hlutfalli hans sem það gerði fyrir tólf árum síðan.

Lestur dagblaða hefur dregist verulega saman á Íslandi á undanförnum árum.
Lestur dagblaða hefur dregist verulega saman á Íslandi á undanförnum árum.
Auglýsing

Lestur Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­dag­blaði Íslands, hjá fólki í ald­urs­hópnum 18-49 ára er nú ein­ungis tæp­lega þriðj­ungur af því sem hann var fyrir tólf árum síðan þrátt fyrir að blaðið sé nú í aldreif­ingu til ann­arra en áskrif­enda alla fimmtu­daga, og hafi verið þannig í lengri tíma. Í byrjun árs 2009 lásu 32,8 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum Morg­un­blað­ið. Alls sögð­ust 10,3 pró­sent full­orð­inna lands­manna undir fimm­tugu lesa það í síð­asta mán­uði, og hafa aldrei verið færri. 

Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Gallup um lestur dag­blaða á Íslandi.

Les­endum Morg­un­blaðs­ins í ald­urs­hópnum hefur fækkað um rúm­lega 21 pró­sent á einu ári. Það er hlut­falls­lega meiri lækkun en átti sér stað hjá les­endum Morg­un­blaðs­ins undir fimm­tugu árin á und­an. Raunar er hlut­falls­leg fækkun les­enda í áður­nefndum ald­urs­hópi meiri en hún var milli áranna 2018 og 2020, þegar les­endum Morg­un­blaðs­ins fækk­aði um tæp­lega 20 pró­sent.

Heild­ar­lestur Morg­un­blaðs­ins mælist nú 20,3 pró­sent sem er það lægsta sem hann hefur nokkrum sinni mælst. Vorið 2009 var hann yfir 40 pró­sent og því hefur hann helm­ing­ast frá þeim tíma. 

Tæp­lega fjórði hver undir fimm­tugu les Frétta­blaðið

Les­endum Frétta­blaðs­ins, frí­blaðs sem dreift er ókeypis í 80 þús­und ein­tökum á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Akur­eyri, á aldr­inum 18-49 ára hefur einnig fækkað mik­ið, og hratt. Í byrjun árs 2009 naut blaðið enn fádæma vin­sælda og var lesið af 65,1 pró­sent þessa mik­il­væg­asta neyt­enda­hóps lands­ins í augum aug­lýsenda. Nú, tólf árum síð­ar, mælist lest­ur­inn 23,7 pró­sent og hefur aldrei verið minni. Hann dróst saman um 13,5 pró­sent síð­ast­liðið ár. 

Auglýsing
Heildarlestur á blaðið mælist nú 33,2 pró­sent og hefur aldrei verið minni. Til sam­an­burðar má nefna að lestur þess mæld­ist 64 pró­sent í apríl 2010 og hefur því nán­ast helm­ing­ast frá þeim tíma. Vert er þó að taka fram að útgáfu­dögum Frétta­blaðs­ins var fækkað úr sex í fimm á síð­asta ári, þegar ákveðið var að blaðið hætti að koma út á mánu­dög­um.  Síð­asta breyt­ing á útgáfu­tíðni fyrir það hafði verið í jan­úar 2009, skömmu eftir banka­hrun­ið, þegar Frétta­blaðið hætti að koma út á sunnu­dög­um. 

Önnur breyta sem gæti haft áhrif á lestur bæði Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins eru breytt lög um póst­þjón­ustu, sem sam­þykkt voru 2019, og gera frí­blöðum erf­ið­ara fyrir en áður að ná augum fólks. Í þeim er réttur neyt­enda til að afþakka frí­blöð tryggð­ur. Á grunni þeirra laga réðst Reykja­vík­ur­borg í útgáfu á svoköll­uðum afþökk­un­ar­lím­miðum fyrir Reyk­vík­inga, sem sendir voru á öll heim­ili á þessu stærsta dreif­ing­ar­svæði frí­blaða á Íslandi á seinni hluta síð­asta árs. 

Í við­horfskönnun sem Reykja­vík­ur­borg og SORPU bs. létu gera um flokkun og end­ur­vinnslu, í aðdrag­anda þess að gripið var til þess ráð­ast að dreifa mið­un­um, kom í ljós að um 70 pró­sent af svar­endum afþökk­uðu ekki fjöl­póst en gátu mögu­lega eða mjög vel hugsað sér að gera það.

Minni lestur hjá viku­blöð­unum líka

Hin tvö blöðin sem mæld eru í könnun Gallup eru viku­blöð: DV og Við­skipta­blað­ið. Alls segj­ast 4,4 pró­sent lands­manna undir fimm­tugu lesa Við­skipta­blaðið og 2,8 pró­sent segj­ast lesa DV. Lestur Við­skipta­blaðs­ins hjá ald­urs­hópnum hefur dreg­ist saman um 39 pró­sent á tveimur árum og lestur DV um 60 pró­sent.

Heild­ar­lestur DV, hjá öllum mældum ald­urs­hóp­um, mælist nú 4,7 pró­sent og 5,6 pró­sent hjá Við­skipta­blað­inu.

Auk ofan­greindra er Stundin enn send til áskrif­enda í papp­írs­formi og nokkur minni hér­aðs­blöð koma enn út í því formi. Ekk­ert þeirra er þó í mæl­ingum hjá Gallup. 

Bænda­blaðið er enn prentað og kaupir mæl­ingar hjá Gallup í októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber á hverju ári. Í lok árs 2019 sögð­ust 29,2 pró­sent lands­manna sjá Bænda­blaðið og hafði lestur þess hald­ist stöð­ugur und­an­farin ár. 

Í des­em­ber 2020 mæld­ist hann hins vegar 24,3 pró­sent og hafði því fallið um tæp 17 pró­sent á milli ára. Hjá fólki undir fimm­tugu mæld­ist lestur Bænda­blaðs­ins 14,4 pró­sent í lok síð­asta árs. 

Sífellt minni sneið af kök­unni

Sam­hliða ofan­greindri breyt­ingu hefur hlut­deild prent­miðla í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla breyst veru­lega. Á árunum fyrir banka­hrun var hún að jafn­aði 40 pró­sent, sem þýddi að fjórar af hverjum tíu krónum sem fóru í kaup á aug­lýs­ingum runnu til prent­miðla. 

Það hlut­fall hefur lækkað jafnt og þétt síðan og var 22 pró­sent árið 2019, sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stofu Íslands sem birt var í síð­asta mán­uði. Köku­stærð prent­miðla hefur því næstum helm­ing­ast á rúmum ára­tug. Hag­stofan telur að sá sam­drátt­ur, sem er sá mesti á fjöl­miðla­mark­aði, eigi rætur sínar að rekja til breyttrar fjöl­miðla­notk­unar „sí­fellt auk­innar net­notk­unar almenn­ings og greiðslu aug­lýsenda fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á erlendum vef­miðl­u­m.“

Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar kemur fram að í krónum talið hafi tekju­sam­dráttur blaða­út­gáfu numið um 60 pró­sent frá því að þær voru hæstar árið 2006. Tekjur af útgáfu tíma­rita og ann­arra blaða lækk­uðu um 12 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent