„Kemur til greina að hækka veiðigjöld í ljósi aðstæðna til að jafna byrðarnar í samfélaginu?“

Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvort til greina kæmi að hækka veiðigjöld, að minnsta kosti tímabundið, í ljósi aðstæðna til að jafna byrðarnar í samfélaginu.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddu veiði­gjöld í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag í sam­hengi við það ástand sem nú er uppi vegna COVID-19 far­ald­urs. Spurði þing­mað­ur­inn ráð­herr­ann hvort til greina kæmi að hækka veiði­gjöldin tíma­bundið og hvort henni fynd­ist hlut­fallið vera eðli­legt.

„Ef ein­hver hefur velkst í vafa um mik­il­vægi sam­neysl­unnar og nauð­syn á getu stjórn­valda til að grípa inn í með stór­felldum hætti hefur þeirri óvissu von­andi verið eytt núna í COVID-far­aldr­in­um. Um allan heim hafa stjórn­völd gripið til stór­tækra aðgerða til að aðstoða atvinnu­líf og ein­stak­linga með áður óþekktum hætti, líka hér á Íslandi. En þó það hafi verið gert er jafn ljóst að við deilum um áhersl­urn­ar,“ sagði Logi.

Telur hann og flokkur hans að of litlu hafi verið varið í að aðstoða tug­þús­undir manna sem misst hafa vinn­una og allt of lítil áform um að skapa ný störf. „Nú eru 27.000 manns atvinnu­lausir og sam­kvæmt könnun rann­sókna­stofn­unar vinnu­mark­að­ar­ins á um helm­ingur þessa fólks erfitt með að ná endum sam­an. Þrír hópar skera sig úr; inn­flytj­end­ur, konur og ungt fólk,“ benti hann á.

Auglýsing

Vill athuga for­gangs­röð­ina

Logi vék einn fremur að stöðu unga fólks­ins. „42 pró­sent segj­ast búa við slæma and­lega heilsu og 60 pró­sent hafa þurft að neita sér um lækn­is­þjón­ustu á síð­asta hálfa ári. Allar aðvör­un­ar­bjöllur klingja, skamm­tíma­á­hrifin aug­ljós en því miður lang­tíma­á­hrifin líka. Rík­is­stjórnin telur sig ekki geta gert meira fyrir þennan hóp en skoðum aðeins for­gangs­röð­un­ina.“

Benti hann í því sam­bandi á að á síð­asta ári hefði útgerðin greitt sér 4,8 millj­arða í veiði­gjöld. „Sú tala segir kannski ekki mikið nema þegar við horfum á sam­heng­ið. Á sama tíma greiddu sjö eig­endur stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna sér marg­faldan þann arð á við það sem greitt er í veiði­gjöld og innan við 10 pró­sent af sam­an­lögðum rekstr­ar­hagn­aði fyr­ir­tækja.“

Spurði hann því ráð­herra hvort hún teldi þetta hlut­fall vera eðli­legt og sann­gjarnt eða kæmi ef til vill til greina að hækka veiði­gjöld, að minnsta kosti tíma­bund­ið, í ljósi aðstæðna til að jafna byrð­arnar í sam­fé­lag­inu.

Sam­mála um mik­il­vægi sam­neysl­unnar

Katrín svar­aði og sagð­ist geta tekið undir með Loga að það væri mjög mik­il­vægt að þau skoð­uðu sér­stak­lega hvað þau gætu gert til að koma til móts við þessa hópa. „Rík­is­stjórnin hefur staðið fyrir því að atvinnu­leys­is­bætur hafa verið hækk­aðar um 35 pró­sent á kjör­tíma­bil­inu einmitt til að mæta atvinnu­leit­end­um. Það er líka mik­il­vægt að við veltum því fyrir okkur hvað fleira er hægt að gera. Ég minni á að skatt­byrði þessa hóps var lækk­uð. Og af því að hv. þing­maður nefnir líka ungt fólk þá vil ég minna á hækkun barna­bóta sem vissu­lega kemur sér vel fyrir barna­fólk sem flest hvað er ungt að aldri. En við þurfum að taka þetta til skoð­unar og ég nefni sér­stak­lega inn­flytj­endur í þessum hópi sem eru auð­vitað lang­flestir líka í hópi atvinnu­leit­enda.“

Þá telur Katrín að hún og þing­mað­ur­inn séu sam­mála um mik­il­vægi sam­neysl­unnar og um þau mark­mið að hana eigi að nýta til að jafna kjörin „eins og við höfum verið að gera í þessum mál­u­m“.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hvað varðar veiði­gjöldin þá vildi hún minna á að sú breyt­ing sem gerð var á því gjaldi á þessu kjör­tíma­bili hefði verið að afkomu­tengja það. „Það er rétt að útgerðin skil­aði 4,8 millj­örðum á nýliðnu ári. Árið 2021 er gert ráð fyrir að sú álagn­ing nemi 7,5 millj­örðum sem bygg­ist á afkomu veiða árs­ins 2019. Hér var ég meðal ann­ars sökuð um að standa fyrir lækkun veiði­gjalds og vænt­an­lega verð ég þá núna sögð vera að hækka veiði­gjald. Hvor­ugt á við rök að styðj­ast. Það sem var gert var að afkomu­tengja veiði­gjald­ið. Síðan er hægt að ræða það hvert hlut­fallið eigi nákvæm­lega að vera. En ég velti því fyrir mér hvort hátt­virtur þing­maður sé mér ekki sam­mála um að það sé eðli­legt að þetta gjald fylgi afkomu fyr­ir­tækj­anna þannig að þegar vel árar í sjáv­ar­út­vegi, eins og gerð­ist 2019, þá skili það sér inn í rík­is­sjóð,“ sagði ráð­herr­ann. 

Spurði sömu spurn­ingar aftur

Logi kom aftur í pontu og sagði að hann teldi langeðli­leg­ast að réttasta gjaldið feng­ist með því að láta fyr­ir­tækin bjóða í þessa tak­mörk­uðu auð­lind og það ættu þau svo sann­ar­lega að gera.

„Ég spyr hins vegar ráð­herra aftur hvort henni finn­ist í ljósi þess­ara aðstæðna þetta hlut­fall vera sann­gjarnt þegar fyr­ir­tækin eru að moka út arði. Við getum ekki búið við það að örfáar fjöl­skyldur hér í land­inu séu að mylja undir sig millj­arða fyrir nýt­ingu á tak­mörk­uð­um, sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar á meðan tug­þús­undir manna eiga erfitt með að ná endum sam­an, geta ekki sótt sér lækn­is­þjón­ustu og börn þeirra munu kannski líða skort sem mun hafa áhrif á þau alla ævi.“

Spurði hann því aft­ur: „Kemur til greina að hækka veiði­gjöldin tíma­bundið og finnst hæst­virtum ráð­herra þetta hlut­fall, sem hún vissu­lega ákvað, vera eðli­leg­t?“

Sann­gjarnar til­lögur – Hlut­fallið ásætt­an­legt

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að Logi setta þetta í sam­hengi við aðgerðir til að stuðla að jöfn­uði í sam­fé­lag­inu og allt það sem hún taldi upp í fyrri ræðu stefndi í þá átt.

„Ég nefndi reyndar ekki kostnað í heil­brigð­is­kerf­inu, sem hátt­virtur þing­maður kom inn á, en á þessu kjör­tíma­bili mun kostn­aður fólks á Íslandi við heil­brigð­is­þjón­ustu lækka þannig að við verðum komin á par við önnur Norð­ur­lönd þangað sem hv. þing­maður hefur einmitt viljað beina sinni flug­vél þegar hann er spurður um það hvaða sam­fé­lags­gerð hann vilji leggja til. Skiptir það máli fyrir þá sem höllustum fæti standa? Ég segi já við því.

Hvað varðar veiði­gjöld­in, af því að hátt­virtur þing­maður vill setja þau í þetta sam­hengi, þá fannst mér það vera sann­gjarnar til­lögur sem við sam­þykktum á þing­inu þar sem ákveðið var að leggja til 33 pró­sent gjald af afkomu fisk­veiða sam­kvæmt útreikn­ingum og nýj­ustu skatt­fram­töl­u­m. ­Spurn­ingin sem hátt­virtur þing­maður setur fram er þessi: Er það sann­gjarnt hlut­fall? Auð­vitað á eftir að koma reynsla á það. Í raun og veru erum við að sjá veiði­gjaldið hækka um 56 pró­sent, vænt­an­lega 2021, af því við erum að afkomu­tengja það. Mér fannst þetta hlut­fall ásætt­an­legt, enda studdi ég það frum­varp sem lagt var fram fyrir rúmu ári eða svo,“ sagði hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent