Helgi Magnússon setur 600 milljónir til viðbótar í útgáfufélag Fréttablaðsins

Stærsti eigandi fjölmiðlasamsteypunnar Torgs, sem keypti hana í fyrra, hefur sett 600 milljónir króna til viðbótar inn í rekstur hennar. Það er gert til að greiða upp lán og „mæta því tapi sem veirufaraldurinn hefur valdið á árinu“.

Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs.
Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs.
Auglýsing

Torg ehf., útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, hefur aukið eigið fé sitt um 600 millj­ónir króna með því að gefa út nýtt hluta­fé. Ónafn­greint félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, sem var fyrir aðal­eig­andi Torgs, hefur keypt allt nýja hluta­féð. Félög í hans eigu eiga nú um 90 pró­sent hluta­fjár í Torg­i. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. Þar segir að til­gangur hluta­fjár­aukn­ing­ar­innar sé að „greiða upp óhag­stæð lán og mæta því tapi sem veiru­far­ald­ur­inn hefur valdið á árin­u.“ 

Á árinu 2020 tók Torg yfir rekstur sjón­­varps­­stöðv­­­ar­innar Hring­brautar og vefs­ins Hring­braut.­is. Þá festi félagið kaup á eignum og rétt­indum tengdum viku­­blað­inu DV, vefnum dv.is, eyj­unn­i.is, press­unn­i.is, 433.is og fleiri tengdum vef­­um. Allir ofan­­greindir fjöl­miðlar höfðu verið reknir í miklu tapi árum saman áður en að Torg tók þá yfir. 

Í árs­reikn­ingi Torgs fyrir síð­asta ár kom fram að  COVID-19 heims­far­ald­­ur­inn sem nú gengur yfir muni „hafa veru­­leg áhrif á mörgum sviðum efna­hags­lífs­ins, bæði hér­­­lendis og erlend­­is. Veru­­leg óvissa ríkir um efna­hags­­leg áhrif far­ald­­ur­s­ins, hve lengi hann mun vara og hver áhrifin verða eftir að honum lýk­­ur. Það er mat stjórn­­enda að ekki sé unnt að leggja mat á áhrif þessa á félagið á þessum tíma­­punkti. Félagið hefur brugð­ist við þessum aðstæðum með kostn­að­­ar­að­haldi eins og með því að hætta útgáfu Frétta­­blaðs­ins á mán­u­­dögum og gert áætl­­­anir sem miða að því að mæta ætl­­uðum sam­drætti og hrint þeim í fram­­kvæmd.“

Eigið féð helm­ing­að­ist á síð­asta ári

Eigið fé Torgs nálægt helm­ing­að­ist á síð­­asta ári. Það var 502 millj­­ónir króna í árs­­lok 2018 en tæp­­lega 290 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót. 

Tap félags­­ins á síð­­asta ári var 212 millj­­ónir króna en þar var búið að reikna með 50 millj­­óna króna styrk út rík­­is­­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þeir styrkir voru aldrei greiddir út, enda frum­varp um þá ekki sam­­þykkt. Hins vegar voru greiddar út sér­­stakir neyð­­ar­­styrkir vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins sem á end­­anum skil­uðu Torgi 64 millj­­ónum króna. 

Auglýsing
Frumvarp um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla var lagt fram á ný fyrr í þessum mán­uði, en mót­staða hjá nokkrum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks varð til þess að samið var um að fresta því að klára fyrstu umræðu um mál­ið, og vísa því til nefnd­ar, fram yfir ára­mót hið minnsta. Algjör óvissa ríkir því um hvort styrkirnir verði greiddir út á næsta ári eða ekki.

Sala á aug­lýs­ing­um, sem er upp­i­­­staða tekna Torgs, dróst saman um 318 millj­­ónir króna á árinu 2019, eða um 12,3 pró­­sent, og var 2.257 millj­­ónir króna. Torg hafi skilað 39 milljón króna hagn­aði á árinu 2018.

Skuldir félags­­ins juk­ust hins vegar úr 765 millj­­ónum króna í 1.186 millj­­ónir króna, eða um 55 pró­­sent milli ára. Þar munar mestu um að nýjar skuldir við lána­­stofn­­anir en lang­­tíma­skuldir við slíkar voru 327 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs. 

Eignir Torgs í lok síð­asta árs voru að upp­i­­­stöðu við­­skipta­vild upp á 752 millj­­ónir króna og áhöld, tæki eða inn­­rétt­ingar sem metin eru á 256 millj­­ónir króna. Í árs­­reikn­ingi félags­­ins kemur fram að það hafi keypt tölvu­­bún­­að, bif­­reiðar eða vélar á síð­­asta ári fyrir 172 millj­­ónir króna.

Með­­al­­fjöldi starfa hjá Torgi var 81 á síð­­asta ári.

Keyptu hluta­bréf fyrir 600 millj­ónir í fyrra

Félag í að mestu í eigu Helga, sem er fjár­­­­­­­festir og fyrr­ver­andi stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Líf­eyr­is­­­­sjóðs verzl­un­ar­manna, keypti helm­ings­hlut í Torgi um mitt ár í fyrra. Kaup­verðið var trún­­að­­ar­­mál. 

Í októ­ber keyptu Helgi og sam­­­starfs­­­menn hans hinn helm­ing­inn auk þess sem sjón­­­varps­­­stöð­inni Hring­braut var rennt inn í rekst­­­ur­inn. Aftur var kaup­verðið sagt trún­­að­­ar­­mál.

Eign­ar­haldið á Torgi hefur verið í félagi sem heitir HFB-77 ehf. Það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­ónir króna í fyrra. Torg er eina þekkta eign félags­­ins og var keypt á síð­­asta ári. Miðað við þær upp­lýs­ingar má ætla að Helgi og við­skipta­fé­lagar hans hafi sett um 1,2 millj­arð króna í að ann­ars vegar kaupa Torg og hins vegar að styrkja rekstur útgáfu­fé­lags­ins nú.

Aðrir eig­endur eru Sig­­­­urður Arn­gríms­­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­­skipta­­­­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­­­­son, rit­­­­stjóri Frétta­­­­blaðs­ins, og Guð­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­varps­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­kvæmda­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­mála og dag­­­­­skrár­­­­­gerðar hjá Torg­i. Þeir eiga nú, eftir nýju aukn­ing­una, sam­tals tíu pró­sent í Torgi.

Um þriðj­ungur les frí­­blaðið

Frétta­­­blað­ið, frí­­­blað sem dreift er ókeypis í 80 þús­und ein­­­tökum á heim­ili á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu og Akur­eyri, er flagg­­­skip Torgs. Það kemur nú út fimm sinnum í viku. Útgáfu­­­dögum þess var fækkað um einn í apríl síð­­­ast­liðn­­­um, þegar ákveðið var að blaðið myndi ekki lengur koma út á mán­u­­­dög­­­um. Síð­­­asta breyt­ing á útgáfu­­­tíðni fyrir það hafði verið í jan­úar 2009, skömmu eftir banka­hrun­ið, þegar Frétta­­­blaðið hætti að koma út á sunn­u­­­dög­­­um. 

Blaðið var fyrst gefið út árið 2001 og náði fljótt mik­illi fót­­­festu á dag­­­blaða­­­mark­aði með til­­­heyr­andi sneið af aug­lýs­inga­­­tekjukök­unni. Vorið 2007 sögð­ust 65,2 pró­­­sent lands­­­manna lesa Frétta­­­blað­ið.

Undir lok árs 2015 fór lestur blaðs­ins í fyrsta sinn undir 50 pró­­­sent og tæpum þremur árum siðar fór hann undir 40 pró­­­sent. Nú mælist lestur Frétta­­­blaðs­ins 33,8 pró­­­sent. 

Lest­­­ur­inn hefur að mestu dreg­ist saman hjá yngri les­end­­­um. Vorið 2010 lásu um 64 pró­­­sent lands­­­manna í ald­­­ur­s­hópnum 18 til 49 ára blað­ið. Nú lesa 24,3 pró­­­sent lands­­­manna undir fimm­tugu það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent