Landsbankinn tapaði 3,3 milljörðum á fyrri hluta ársins

Í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans kemur fram að bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi ársins. Viðskiptavinir sem eru með 16 prósent af útlánum bankans hafa nýtt sér frestun afborgana og vaxta vegna COVID-19.

img_3082_raw_1807130198_10016380525_o.jpg
Auglýsing

Alls nam tap Landsbankans 3,3 milljörðum á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs hagnað á sama tímabili í fyrra.Árshlutauppgjör bankans var birt í dag en á öðrum ársfjórðungi nam hagnaður bankans 341 milljón króna. 


Útlán bankans til einstaklinga og fyrirtækja jókst um 5,1 prósent frá áramótum eða um rúma 58 milljarða króna. „Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá ára­mótum, sem er 7,2% aukning,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

Á fyrri helmingi voru hreinar vaxtatekjur bankans 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra og lækka þær því um sjö prósent milli ára. Hreinar þjónustutekjur námu 3,6 milljörðum og lækka um 13 prósent frá sama tímabili í fyrra.


Virðisrýrnun útlána var 13,4 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 2,4 milljarða á sama tímabili í fyrra. Vænt útlánatap lána á áhættustigi eitt og tvö hefur hækkað verulega frá áramótum eða um 9,6 milljarða en matið byggist meðal annars á ítarlegu mati á áhrifum COVID-19 á útlánasanf bankans. Viðskiptavinir sem eru með alls 16 prósent af útlánum bankans hafa nýtt sér tímabundna frestun afborgana og vaxta.


Rekstrarkostnaður bankans nam 13,2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 14,3 milljarða í fyrra og lækkar því um átta prósent. Launakostnaður á tímabilinu var 7,6 milljarðar í ár samanborið við 7,4 milljarða í fyrra. Kostnaðarhlutfallið var 54,1 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 40,4 prósent í fyrra.


Þann 30. júní síðastliðinn var eigið fé bankans 244,4 milljarðar og eiginfjárhlutfallið 24,9 prósent.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Þröstur Ólafsson
Hvað á ég að kjósa?
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent