Ísland eitt Norðurlanda krefst notkunar gríma

Útlendingar sem heimsækja höfuðborgir Norðurlandanna furða sig á því að þar skíni í tennur vegfarenda – mjög fáir bera grímur á almannafæri. Íslensk yfirvöld krefjast notkunar þeirra við ákveðnar aðstæður frá og með hádegi á morgun.

Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Auglýsing

Víða um heim er notkun and­lits­gríma á almanna­færi orðin útbreidd enda ýmist mælt með henni eða hún bók­staf­lega skylda. Sam­kvæmt hertum aðgerðum sem taka gildi hér á landi á morgun er þess kraf­ist að fólk noti and­lits­grímur þar sem ekki er hægt að við­hafa tveggja metra reglu milli ótengdra aðila. Þar með er Ísland fyrst Norð­ur­land­anna til að setja á kröfur um notkun and­lits­gríma en slíkt hefur þó verið til umræðu í Dan­mörku.Norð­ur­löndin hafa til þessa verið nokkuð sér á báti þegar kemur að notkun gríma á almanna­færi. Allt frá því heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar braust út hefur hvert landið á fætur öðru ýmist mælt með notkun gríma á til­teknum stöðum eða hrein­lega kraf­ist slíkrar notk­un­ar.Í Reykja­vík hefur það verið algjör und­an­tekn­ing að sjá fólk með and­lits­grímur t.d. í versl­unum og stræt­is­vögnum og sömu sögu er að segja frá höf­uð­borgum hinna Norð­ur­land­anna. Það eru einna helst erlendir ferða­menn, sem eru orðnir vanir notkun þeirra í sínum heima­lönd­um, sem ganga um með grím­urnar fyrir nefi og munni.

AuglýsingÍ nýlegri könnun You­Gov sögð­ust aðeins 5-10 pró­sent svar­enda frá Norð­ur­löndum bera grímur á almanna­færi og þannig hefur hlut­fallið verið allt frá því að könnun á þessu var fyrst gerð í mars, segir í frétt AFP. Könnun You­Gov er gerð í yfir tutt­ugu löndum og utan Norð­ur­land­anna blasir allt annar veru­leiki við. Um 70-80 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar í þeim löndum segj­ast nú hafa grímur fyrir vitum á almanna­færi. Það á m.a. við þátt­tak­endur sem búsettir eru í Banda­ríkj­unum og á Ind­landi.Út­lend­ingar sem heim­sótt hafa Norð­ur­löndin eru sagðir hissa á því hversu fáir séu með grím­ur. Í frétt AFP er haft eftir franskri konu að sér hafi brugðið er hún kom til Stokk­hólms af þessum sök­um. „Ég held að ef rík­is­stjórnir mæli ekki ein­dregið með notkun gríma þá noti þær eng­inn.“Aldr­aður Svíi sem einnig er rætt við í frétt­inni seg­ist vilja að stjórn­völd þar í landi biðji fólk að bera grím­ur, að minnsta kosti í almenn­ings­sam­göng­um. „Ef eng­inn er með grímu ætla ég ekki heldur að gera það.“Sömu svör gefur fimm­tugur karl­maður sem rætt er við. „Ef þeir segja að við þurfum ekki grímur þá erum við ekki að fara vera með þær.“Sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, And­ers Tegn­ell, var í gær spurður hvort að til greina kæmi að hvetja til grímunotk­unar og sagð­ist hann enn vera bíða eftir „ein­hvers konar sönnun fyrir því að þær virki“.

Sóttvarnalæknir vinnur að leiðbeiningum um andlitsgrímur sem skal nota hér á landi. Mynd: EPAFar­ald­ur­inn hefur verið skæð­ari í Sví­þjóð en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum þar sem til­felli af COVID-19 hafa verið til­tölu­lega fá miðað við víð­ast ann­ars stað­ar. „Þannig að ég skil vel að þeir [mæli ekki með grím­um] svo lengi sem fjar­lægð­ar­reglur og smitrakn­ing er tekin alvar­lega,“ hefur AFP eftir KK Cheng, far­alds­fræð­ingi við háskól­ann í Birming­ham.Eftir að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin breytti leið­bein­ingum sínum um grímunotkun í júní ákváðu dönsk yfir­völd að hvetja fólk til að vera með grímur ef það væri að fara á sjúkra­hús í sýna­töku eða þegar það væri að koma aftur til lands­ins eftir að hafa dvalið á áhættu­svæði.

Mögu­lega breyt­ing í fram­tíð­inniYfir­læknir Dan­merkur sagði við danska rík­is­út­varpið í fyrra­dag að á meðan til­fellin væru fá væri til­gangs­lítið að mæla með því að fólk hyldi vit sín með grímu. Hins vegar gæti vel verið að það myndi breyt­ast og minnt­ist hann í því sam­hengi á að mögu­lega þyrfti að bera grímur í almenn­ings­sam­göngum í fram­tíð­inni.Sömu sögu er að segja frá Nor­egi og Finn­landi. Mögu­lega verður mælst til grímunotk­unar í fram­tíð­inni, jafn­vel þeirri nán­ustu.Í til­kynn­ingu á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um hertar aðgerðir sem taka gildi á hádegi á morgun ,föstu­dag, segir orð­rétt um grímunotk­un: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenn­ings­sam­göng­ur, þ.m.t. inn­an­lands­flug og far­þega­ferj­ur, og starf­semi s.s. hár­greiðslu­stofur og nudd­stof­ur. And­lits­grímur sem not­aðar eru utan heil­brigð­is­þjón­ustu ættu að upp­fylla kröfur sem settar eru fram í leið­bein­ingum sótt­varna­lækn­is.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent