Ísland eitt Norðurlanda krefst notkunar gríma

Útlendingar sem heimsækja höfuðborgir Norðurlandanna furða sig á því að þar skíni í tennur vegfarenda – mjög fáir bera grímur á almannafæri. Íslensk yfirvöld krefjast notkunar þeirra við ákveðnar aðstæður frá og með hádegi á morgun.

Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Auglýsing

Víða um heim er notkun and­lits­gríma á almanna­færi orðin útbreidd enda ýmist mælt með henni eða hún bók­staf­lega skylda. Sam­kvæmt hertum aðgerðum sem taka gildi hér á landi á morgun er þess kraf­ist að fólk noti and­lits­grímur þar sem ekki er hægt að við­hafa tveggja metra reglu milli ótengdra aðila. Þar með er Ísland fyrst Norð­ur­land­anna til að setja á kröfur um notkun and­lits­gríma en slíkt hefur þó verið til umræðu í Dan­mörku.Norð­ur­löndin hafa til þessa verið nokkuð sér á báti þegar kemur að notkun gríma á almanna­færi. Allt frá því heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar braust út hefur hvert landið á fætur öðru ýmist mælt með notkun gríma á til­teknum stöðum eða hrein­lega kraf­ist slíkrar notk­un­ar.Í Reykja­vík hefur það verið algjör und­an­tekn­ing að sjá fólk með and­lits­grímur t.d. í versl­unum og stræt­is­vögnum og sömu sögu er að segja frá höf­uð­borgum hinna Norð­ur­land­anna. Það eru einna helst erlendir ferða­menn, sem eru orðnir vanir notkun þeirra í sínum heima­lönd­um, sem ganga um með grím­urnar fyrir nefi og munni.

AuglýsingÍ nýlegri könnun You­Gov sögð­ust aðeins 5-10 pró­sent svar­enda frá Norð­ur­löndum bera grímur á almanna­færi og þannig hefur hlut­fallið verið allt frá því að könnun á þessu var fyrst gerð í mars, segir í frétt AFP. Könnun You­Gov er gerð í yfir tutt­ugu löndum og utan Norð­ur­land­anna blasir allt annar veru­leiki við. Um 70-80 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar í þeim löndum segj­ast nú hafa grímur fyrir vitum á almanna­færi. Það á m.a. við þátt­tak­endur sem búsettir eru í Banda­ríkj­unum og á Ind­landi.Út­lend­ingar sem heim­sótt hafa Norð­ur­löndin eru sagðir hissa á því hversu fáir séu með grím­ur. Í frétt AFP er haft eftir franskri konu að sér hafi brugðið er hún kom til Stokk­hólms af þessum sök­um. „Ég held að ef rík­is­stjórnir mæli ekki ein­dregið með notkun gríma þá noti þær eng­inn.“Aldr­aður Svíi sem einnig er rætt við í frétt­inni seg­ist vilja að stjórn­völd þar í landi biðji fólk að bera grím­ur, að minnsta kosti í almenn­ings­sam­göng­um. „Ef eng­inn er með grímu ætla ég ekki heldur að gera það.“Sömu svör gefur fimm­tugur karl­maður sem rætt er við. „Ef þeir segja að við þurfum ekki grímur þá erum við ekki að fara vera með þær.“Sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, And­ers Tegn­ell, var í gær spurður hvort að til greina kæmi að hvetja til grímunotk­unar og sagð­ist hann enn vera bíða eftir „ein­hvers konar sönnun fyrir því að þær virki“.

Sóttvarnalæknir vinnur að leiðbeiningum um andlitsgrímur sem skal nota hér á landi. Mynd: EPAFar­ald­ur­inn hefur verið skæð­ari í Sví­þjóð en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum þar sem til­felli af COVID-19 hafa verið til­tölu­lega fá miðað við víð­ast ann­ars stað­ar. „Þannig að ég skil vel að þeir [mæli ekki með grím­um] svo lengi sem fjar­lægð­ar­reglur og smitrakn­ing er tekin alvar­lega,“ hefur AFP eftir KK Cheng, far­alds­fræð­ingi við háskól­ann í Birming­ham.Eftir að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin breytti leið­bein­ingum sínum um grímunotkun í júní ákváðu dönsk yfir­völd að hvetja fólk til að vera með grímur ef það væri að fara á sjúkra­hús í sýna­töku eða þegar það væri að koma aftur til lands­ins eftir að hafa dvalið á áhættu­svæði.

Mögu­lega breyt­ing í fram­tíð­inniYfir­læknir Dan­merkur sagði við danska rík­is­út­varpið í fyrra­dag að á meðan til­fellin væru fá væri til­gangs­lítið að mæla með því að fólk hyldi vit sín með grímu. Hins vegar gæti vel verið að það myndi breyt­ast og minnt­ist hann í því sam­hengi á að mögu­lega þyrfti að bera grímur í almenn­ings­sam­göngum í fram­tíð­inni.Sömu sögu er að segja frá Nor­egi og Finn­landi. Mögu­lega verður mælst til grímunotk­unar í fram­tíð­inni, jafn­vel þeirri nán­ustu.Í til­kynn­ingu á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um hertar aðgerðir sem taka gildi á hádegi á morgun ,föstu­dag, segir orð­rétt um grímunotk­un: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenn­ings­sam­göng­ur, þ.m.t. inn­an­lands­flug og far­þega­ferj­ur, og starf­semi s.s. hár­greiðslu­stofur og nudd­stof­ur. And­lits­grímur sem not­aðar eru utan heil­brigð­is­þjón­ustu ættu að upp­fylla kröfur sem settar eru fram í leið­bein­ingum sótt­varna­lækn­is.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent