Aðalmeðferð fer fram sjö árum eftir að hlutur ríkisbanka í Borgun var seldur á undirverði

Yfirmatsmenn í Borgunarmálinu skiluðu matsgerð í apríl. Þeir segja að ársreikningur Borgunar fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe. Landsbankinn telur sig hlunnfarinn um tæpa tvo milljarða.

Nokkur fjöldi fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í janúar 2016 vegna Borgunarmálsins. Ári síðar stefni bankinn kaupendum að hlut hans í Borgun.
Nokkur fjöldi fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í janúar 2016 vegna Borgunarmálsins. Ári síðar stefni bankinn kaupendum að hlut hans í Borgun.
Auglýsing

Í hálfs­árs­upp­gjöri Lands­bank­ans, sem birt var í lok síð­asta mán­að­ar, kom fram að stefnt sé að því að aðal­með­ferð í Borg­un­ar­mál­inu svo­kall­aða, þar sem rík­is­bank­inn telur sig hlunn­far­inn um tvo millj­arða króna, muni fara fram í jan­úar 2022. Þá verða liðin rúm sjö ár frá því að Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu á und­ir­verði og fimm ár frá því að mál var höfðað gegn gegn Borgun hf., fyrr­ver­andi for­­stjóra Borg­unar Hauki Odds­­syni, BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun slf. vegna þessa. 

Borgun er raunar ekki til lengur í þeirri mynd sem það var þegar fyr­ir­tækið var selt. Í fyrra var gengið frá sölu þess til alþjóð­lega greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Salt Pay Co Ltd., sem er með skráð aðsetur á Cayma­n­eyj­um.

Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, sem keypti 31,2 pró­sent eign­ar­hlut Lands­bank­ans í nóv­em­ber 2014, var á meðal selj­enda. Upp­haf­lega greiddi félagið 2,2 millj­arða króna fyrir hlut­inn en rúm­lega tvö­fald­aði þá fjár­fest­ingu á tæpum sex árum með arð­greiðsl­um, söl­unni til Salt Pay og með því að fá bréfi í félagi sem heldur á bréfum í Visa Inc. 

Grun­semdir um að virði hafi verið falið

Kaupin á hlut Lands­bank­ans í Borgun áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­­son, með heim­il­is­­­festi á Möltu, setti sig í sam­­­band við rík­­­is­­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­­­festa. 

Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­­endur Borg­un­­­ar. Þrír stærstu aðil­­­arnir sem stóðu að Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækið Stál­­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­­son ehf. (Í eigu Pét­­­urs Stef­áns­­­son­­­ar). 

Auglýsing
Salan fór fram á bak við luktar dyr og hlut­ur­inn var ekki aug­lýstur til sölu. 

Fljót­lega vökn­uðu grun­semdir um að Borgun væri mun verð­mæt­ara fyr­ir­tæki en árs­reikn­ingar þess gáfu til kynna, sér­stak­lega vegna þess að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu eftir að kaupin gengu í gegn. Þessi eign­­­ar­hlutur var marga millj­­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­­ar­hlut Lands­­­bank­ans. Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­­samn­ingnum um við­­­­bót­­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc., en slíkur fyr­ir­vari var til að mynda verið gerður þegar Arion banki keypti hlut Lands­bank­ans í öðru greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæki sem átti hlut í Visa Europe, Valitor. 

Mik­ill hagn­aður og háar arð­greiðslur

Næstu árin hagn­að­ist Borgun veru­lega. Greiddar voru út 800 millj­ónir króna í arð til eig­enda á árinu 2015 vegna frammi­stöðu fyrra árs. Ári síðar nam arð­greiðslan 2,2 millj­örðum króna og árið 2017 voru greiddir út 4,7 millj­arðar króna vegna frammi­stöðu árs­ins 2016, þegar hlut­irnir í Visa Europe voru seld­ir.

Á rúmum þremur árum fengu fjár­fest­arnir sem keyptu 31,2 pró­sent hlut rík­is­bank­ans Lands­bank­ans því allt útlagt kaup­verð til baka og græddu til við­bótar 218 millj­ónir króna í reiðu­fé. Árið 2017 var hagn­að­ur­inn svo 350 millj­ónir króna en engin arður greiddur út. 

Ofan á það áttu þeir auð­vitað enn hlut­inn í Borg­un.

Halla fer undan fæti og Borgun selt

Á árunum 2018 og 2019 fór rekst­­ur­inn hins vegar að versna til muna. Sam­an­lagt tap á þeim árum nam um tveimur millj­­örðum króna og á fyrri hluta árs­ins 2020 var tap­ið 635 millj­­ónir króna.

Á því ári sam­þykktu svo eig­endur 96 pró­sent hluta­fjár í Borg­un, þar á meðal stærsti eig­and­inn Íslands­banki og Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, að selja hluti sína til alþjóð­­lega greiðslu­mið­l­un­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Salt Pay. Form­lega var gengið frá söl­unni 7. júlí í fyrra. 

Kaup­verðið var sagt trún­að­ar­mál en Frétta­­blaðið greindi frá því viku síðar að það hafi verið sam­tals 27 millj­­ónir evra, um 4,3 millj­­arðar króna á þeim tíma. Það hafði lækkað um átta millj­­ónir evra, um 1,3 millj­­arða króna, frá því að kaup­­samn­ingur var und­ir­­rit­aður 11. mars 2020. Helsta ástæða þess að verðið lækk­­aði voru áhrif COVID-19 far­ald­­ur­s­ins á starf­­semi Borg­un­­ar. Sé það rétt er hlutur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar í kaup­verð­inu ætti sam­kvæmt því að vera um 1,3 millj­arðar króna. 

Áður en að gengið var frá söl­unni á Borgun var hlutafé í félag­inu lækk­­að. Sú lækkun fór fram þannig að for­­gangs­hluta­bréf í Visa Inc, sem Borgun eign­að­ist árið 2016 við að selja hlut sinn í Visa Europe, voru færð inn í félagið Borg­un-VS ehf. Frá­­far­andi eig­endur Borg­unar eign­uð­ust svo það félag. Virði for­­gangs­hluta­bréf­anna er sagt vera rúm­­lega 3,1 millj­­arður króna í árs­hluta­­upp­­­gjöri Íslands­­­banka. Hlutur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar í Borg­un-VS ehf. ætti því að vera um eins millj­arðs króna virði.

Auglýsing
Því ætti félagið að hafa fengið um 2,3 millj­arða króna út úr söl­unni. Sam­tals hefur Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun því breytt tæp­lega 2,2 millj­arða króna fjár­fest­ingu sem ráð­ist var í haustið 2014 í 4,5 millj­arða króna. Á tæpum sex árum hefur fjár­fest­ingin tvöld­ast í krónum talið, og fjár­fest­arnir leyst út þorra þeirrar virð­is­aukn­ingar í formi arð­greiðslna og sölu­and­virð­is. Ein­ungis hlut­ur­inn í Borg­un-VS er enn bund­inn í bréf­um. 

Mats­menn styðja mála­til­búnað Lands­bank­ans

Í nóv­­em­ber 2016 birti Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­un  skýrslu um fjöl­margar eigna­­­sölur Lands­­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­­syni, banka­­stjóra Lands­­bank­ans, sagt upp störf­­um. Sú ákvörðun var rakin beint til Borg­un­ar­máls­ins. Nokkrum vikum síð­ar, í jan­úar 2017, höfð­aði Lands­bank­inn mál gegn Borgun hf., þáver­andi for­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun slf. Bank­inn taldi sig blekktan og hlunn­far­inn við söl­una á hlut sínum í Borgun og vill fá 1,9 millj­arða króna greiddar frá stefndu auk vaxta.

Haukur Odds­son, sem var for­stjóri Borg­unar þegar kaupin áttu sér stað og er einn þeirra sem Lands­bank­inn stefndi, hætti störfum hjá Borgun í októ­ber 2017. 

Málið hefur svo mallað í kerf­inu árum sam­an. Mats­menn sem lögðu mat á árs­reikn­ing Borg­unar hf. fyrir árið 2013, og skil­uðu mats­gerð haustið 2019, komust að þeirri nið­ur­stöðu að upp­lýs­ingar um til­vist val­réttar um kaup og sölu á eign­ar­hlut Borg­unar í Visa Europe Ltd til Visa Inc., skil­mála hans og mögu­legar greiðslur til Borg­unar á grund­velli hans hafi verið mik­il­vægar við gerð, fram­setn­ingu og þar af leið­andi end­ur­skoðun árs­reikn­ings Borg­unar árið 2013. Þá hefði Borgun átt að upp­lýsa um eign­ar­hlut sinn í Visa Europe Ltd. og að félagið væri aðili að Visa Europe Ltd. í árs­reikn­ingn­um. 

Borgun hefði jafn­framt átt að gera grein fyrir val­rétt­inum þar í sam­ræmi við ákvæði alþjóð­legs reikn­ings­skila­stað­als og upp­lýsa um óvissu um hann í skýrslu stjórnar sam­kvæmt lögum auk þess sem að mats­menn telja að árs­reikn­ingur Borg­unar fyrir árið 2013 hafi ekki upp­fyllt allar kröfur laga um árs­reikn­inga og alþjóð­legra reikn­ings­skila­staðla.

Yfir­mats­menn telja líka að upp­lýs­ingar hafi vantað

Við fyr­ir­töku máls­ins 24. jan­úar 2020 lagði Borgun og ónefndur annar stefndi fram beiðni um dóm­kvaðn­ingu yfir­mats­manna.

Í nýbirtu hálfs­árs­upp­gjöri Lands­bank­ans kemur fram að þeir hafi skilað mats­gerð í apríl síð­ast­liðn­um. Yfir­mats­menn töldu meðal ann­ars að „upp­lýs­ingar um til­vist og skil­mála val­rétt­ar­ins hefðu getað talist mik­il­vægar við gerð, fram­setn­ingu og end­ur­skoðun árs­reikn­ings félags­ins fyrir árið 2013, að sú skylda hafi hvílt á stjórn­endum félags­ins að greina frá til­vist og eftir atvikum skil­málum val­rétt­ar­ins í skýr­ingum í árs­reikn­ingnum og að árs­reikn­ing­ur­inn hafi ekki upp­fyllt allar kröfur um upp­lýs­inga­gjöf um eign­ar­hlut félags­ins í Visa Europe Ltd. og/eða val­rétt­inn sam­kvæmt þágild­andi lögum og regl­u­m.“

Í árs­hluta­upp­gjör­inu kemur enn fremur fram að til standi að aðal­með­ferð í mál­inu fari fram í jan­úar næst­kom­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar