Fjórföld hækkun forstjóralauna ríkisfyrirtækja miðað við launaþróun

Launahækkun forstjóra Landsbankans, Isavia og Landsvirkjunar á síðustu árum var fjórum sinnum meiri en breytingar á almennri launavísitölu.

Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Laun forstjóra Isavia, Landsvirkjunar og Landsbankans hafa hækkað langt umfram almenna launahækkun á síðustu fjórum árum. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi. 

Í svarinu voru meðallaun forstjóra Isavia, Íslandsbanka, Íslandspósts, Kadeco, Landsbankans, Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rariks á tímabilinu 2014-2017 birt. Þar að auki var greint frá launabreytingum forstjóranna í júlí 2017 þegar þær tilheyrðu ekki lengur undir Kjararáði. 

Laun þeirra allra hækkuðu nokkuð á þessu tímabili að undanskildu Kadeco, en mánaðarlaun forstjóra þess fyrirtækis lækkuðu úr 1.222.656 krónum árið 2014 niður í sléttar 1,2 milljónir í júlí 2017.  Að meðaltali hækkuðu laun forstjóranna þó um 29 prósent frá 2014 til júlí 2017.

Auglýsing

Fjórföld hækkun

Forstjóralaun þriggja fyrirtækja, Isavia, Landsvirkjunar og Landsbankans hækkuðu hins vegar einna mest á tímabilinu og langt umfram almenna launaþróun. Hjá Isavia hækkuðu þau um 65 prósent, eða úr 1,44 milljónum í 2,38 milljónum. Hjá Landsvirkjun hækkuðu forstjóralaun svo um 95 prósent, eða úr 1,69 milljónum í 3,29 milljónum. Mest var hækkunin þó hjá Landsbankanum, en þar hækkuðu mánaðarlaun forstjórans um 105%, úr 1,58 milljónum í 3,25 milljónum. 

Til samanburðar hækkaði launavísitala Hagstofu um 22,5% á umræddu tímabili, frá 2014 til júlí 2017. Launahækkun forstjóranna þriggja er því að meðaltali fjórfalt meiri en almenn launaþróun hefur verið til síðustu fjögurra ára.

Kjarninn fjallaði fyrr í dag um 1,2 milljóna króna hækkun á mánaðarlaun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar í kjölfar þess að launaákvörðunin hafi færst frá Kjararáði. Samkvæmt Fréttablaðinu sagðist Landsvirkjun aðeins hafa verið að efna ráðningasamning við forstjórann, en laun hans hafi lækkað verulega þegar þau voru færð undir kjararáð í febrúar 2010. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent