Fjórföld hækkun forstjóralauna ríkisfyrirtækja miðað við launaþróun

Launahækkun forstjóra Landsbankans, Isavia og Landsvirkjunar á síðustu árum var fjórum sinnum meiri en breytingar á almennri launavísitölu.

Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Laun forstjóra Isavia, Landsvirkjunar og Landsbankans hafa hækkað langt umfram almenna launahækkun á síðustu fjórum árum. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi. 

Í svarinu voru meðallaun forstjóra Isavia, Íslandsbanka, Íslandspósts, Kadeco, Landsbankans, Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rariks á tímabilinu 2014-2017 birt. Þar að auki var greint frá launabreytingum forstjóranna í júlí 2017 þegar þær tilheyrðu ekki lengur undir Kjararáði. 

Laun þeirra allra hækkuðu nokkuð á þessu tímabili að undanskildu Kadeco, en mánaðarlaun forstjóra þess fyrirtækis lækkuðu úr 1.222.656 krónum árið 2014 niður í sléttar 1,2 milljónir í júlí 2017.  Að meðaltali hækkuðu laun forstjóranna þó um 29 prósent frá 2014 til júlí 2017.

Auglýsing

Fjórföld hækkun

Forstjóralaun þriggja fyrirtækja, Isavia, Landsvirkjunar og Landsbankans hækkuðu hins vegar einna mest á tímabilinu og langt umfram almenna launaþróun. Hjá Isavia hækkuðu þau um 65 prósent, eða úr 1,44 milljónum í 2,38 milljónum. Hjá Landsvirkjun hækkuðu forstjóralaun svo um 95 prósent, eða úr 1,69 milljónum í 3,29 milljónum. Mest var hækkunin þó hjá Landsbankanum, en þar hækkuðu mánaðarlaun forstjórans um 105%, úr 1,58 milljónum í 3,25 milljónum. 

Til samanburðar hækkaði launavísitala Hagstofu um 22,5% á umræddu tímabili, frá 2014 til júlí 2017. Launahækkun forstjóranna þriggja er því að meðaltali fjórfalt meiri en almenn launaþróun hefur verið til síðustu fjögurra ára.

Kjarninn fjallaði fyrr í dag um 1,2 milljóna króna hækkun á mánaðarlaun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar í kjölfar þess að launaákvörðunin hafi færst frá Kjararáði. Samkvæmt Fréttablaðinu sagðist Landsvirkjun aðeins hafa verið að efna ráðningasamning við forstjórann, en laun hans hafi lækkað verulega þegar þau voru færð undir kjararáð í febrúar 2010. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent