Eskimo breytir um nafn

Mótmælaaldan gegn kynþáttamisrétti teygir anga sína víða. Meðal annars til Danmerkur en vinsælustu íspinnar þar í landi hafa hingað til heitið Eskimo. Annar tveggja stærstu ísframleiðenda Danmerkur gefur íspinnunum nýtt nafn.

Kassar af Eskimo Pie ís frá Dreyer's. Fyrirtækið hyggst breyta nafni íssins síðar á árinu en nýja nafnið er óákveðið.
Kassar af Eskimo Pie ís frá Dreyer's. Fyrirtækið hyggst breyta nafni íssins síðar á árinu en nýja nafnið er óákveðið.
Auglýsing

Rætur kynþáttamisréttis víða um heim eiga sér aldagamla sögu. Dauði Bandaríkjamannsins George Floyd í maí hratt af stað mikilli mótmælaöldu, fyrst í Bandaríkjunum en síðar víða um lönd, meðal annars í gömlum nýlenduríkjum í Evrópu. Styttur af nýlenduherrum hafa víða verið fjarlægðar, annars staðar hafa þær verið skemmdar eða fengið yfir sig málningardembu. 


Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hefur um áratuga skeið staðið stytta af Hans Egede. Hann kom til Grænlands árið 1721 þeirra erinda að boða kristna trú. Hann varð landsstjóri Dana á Grænlandi og margir Grænlendingar líta á hann sem tákngerving kúgunar og undirokunar Dana á Grænlendingum gegnum aldirnar. Styttan stendur hátt og staðsetningin er í hugum margra táknræn: útsendari herraþjóðarinnar sem þannig er sífellt minnt á.

Auglýsing


Í júní fóru fram kosningar í Nuuk um það hvort styttan skyldi áfram vera á sínum stað eða hvort hún yrði fjarlægð. Niðurstaðan var að styttan skyldi áfram standa á stalli sínum, bæjarstjórn Nuuk tekur hins vegar endanlega ákvörðun varðandi styttuna í september. 


Þegar Hans Egede hóf trúboðið á Grænlandi þekktu landsmenn ekki brauð, vissu ekki hvað við var átt. Hans Egede gerði þess vegna þá breytingu á Faðirvorinu að í stað þess að segja „gef oss í dag vort daglegt brauð,“ sögðu Grænlendingar „gef oss í dag vorn daglega sel.“ Það skyldu allir.

Eskimóar, Inúítar, Grænlendingar

Í dönsku orðabókinni er orðið eskimói útskýrt þannig að „það tilheyri hluta þess asíska fólks sem búa á norðurheimsskautssvæðum Grænlands.“ Í bókinni stendur jafnframt að orðið geti þótt særandi eða óviðeigandi og Grænlendingar vilji fremur nota orðið Inúíti. En helst einfaldlega orðið Grænlendingur, Grænlendingar.


Ekki er fullkomlega ljóst hvaðan orðið eskimói er komið. Sumir sérfræðingar í málvísindum telja það dregið af franska orðinu esquimaux „sá sem borðar hrátt kjöt,“ aðrir að orðið komi úr máli þjóðflokks í Quebec og Labrador og þýði „sá sem gerir snjóþrúgur.“


Inúíti er talið komið úr tungumálum frumbyggja á Norðurslóðum, þar á meðal Grænlandi. Orðið Inúíti þýðir manneskja eða fólkið og er í dag einskonar samheiti þjóðflokka í mörgum löndum á norðlægum slóðum. En eins og áður var nefnt vilja Grænlendingar kenna sig við land sitt.


Ísinn

Danir eru, að eigin sögn, mikil ísþjóð, borða mikinn ís. Sölutölur staðfesta þetta. Helmingur þess íss sem Danir neyta er innfluttur en af dönskum framleiðendum er Mejerigaarden sem framleiðir ís undir nafninu Premier stærstur, þar vinna 145 manns við framleiðsluna. Aðrir stórir danskir ísframleiðendur eru Hansen, Vebbestrup og Ryaa is. Frisko var lengi vel meðal stærstu ísframleiðenda í Danmörku en fyrirtækið er ekki lengur í danskri eigu og ísinn framleiddur í öðrum löndum.

Kæmpe Eskimo frá Frisko. Súkkulaðihjúpaður vanilluís með sólberjasósukjarna. Mynd: Frisko.

Efstur á ísvinsældalistanum í Danmörku er pinni. Vanilluís með súkkulaðihjúp og inni í ísnum er sólberjasósa. Ísframleiðandi sem ekki býður upp á svona íspinna þarf ekki að gera sér vonir um langlífi á dönskum markaði. Áðurnefndir íspinnar ganga, hver sem framleiðandinn er, undir heitinu Eskimo og stærri útgáfan Kæmpe Eskimo. Einn framleiðandi reyndi fyrir mörgum árum að fá einkaleyfi á Eskimo nafninu, en fékk ekki. 


Reyndar er Eskimo nafnið á íspinnum ekki einskorðað við Danmörku, í Bandaríkjunum hefur fyrirtækið Dreyers um nær hundrað ára skeið framleitt íspinna undir heitinu Eskimo pie. Dreyers hefur nú tilkynnt að síðar á þessu ári verði heiti þessa vinsæla íspinna breytt, en nýja nafnið hefur ekki verið tilkynnt.


Hvað gera Danir?

Eins og nefnt var hér að framan hefur orðið eskimói lengi verið umdeilt í Danmörku. Þótt margir hafi verið ósáttir við orðið hefur það fram til þessa litlu breytt. En nú er öldin önnur, að minnsta kosti hvað ísinn varðar. 


Hansens Is hefur tilkynnt að Eskimo íspinnarnir fái brátt nýtt nafn. Nýja nafnið er O‘Payo. Nafnið er dregið af kakóbaununum sem notaðar eru í hjúpinn á ísnum, baunirnar eru keyptar frá Nicaragua. Aðrir ísframleiðendur í Danmörku hafa ekki ákveðið hvort nafninu á íspinnunum verði breytt, í viðtali við danska útvarpið, DR, sögðu talsmenn nokkurra fyrirtækja að málið væri í athugun. 


Grænlendingar, búsettir í Danmörku, hafa lýst mikilli ánægju með ákvörðun Hansens Is og skora á aðra ísframleiðendur að gera slíkt hið sama.


Danska Þjóðminjasafnið breytir sýningarheiti

Í danska þjóðminjasafninu er sérstök deild um Grænland, sögu þess og íbúa landsins. Þessi deild, sem að stofni til er frá árinu 1992, hefur hingað til gengið undir nafninu ,,Eskimoer og Grønland“ en heitinu verður nú breytt. Hefur reyndar lengi staðið til. Grænlenskur þingmaður sem Kristeligt Dagblad ræddi við sagðist fagna þessari breytingu, sem væri löngu tímabær. Morten Messerschmidt, þingmaður Danska Þjóðarflokksins, sem blaðið ræddi líka við, sagði yfirmenn þjóðminjasafnsins rolur (pjok) sem hlaupi eftir því hvernig vindurinn blæs. Rane Willerslev yfirmaður safnsins sagði þessi orð þingmannsins dæma sig sjálf. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar