Eskimo breytir um nafn

Mótmælaaldan gegn kynþáttamisrétti teygir anga sína víða. Meðal annars til Danmerkur en vinsælustu íspinnar þar í landi hafa hingað til heitið Eskimo. Annar tveggja stærstu ísframleiðenda Danmerkur gefur íspinnunum nýtt nafn.

Kassar af Eskimo Pie ís frá Dreyer's. Fyrirtækið hyggst breyta nafni íssins síðar á árinu en nýja nafnið er óákveðið.
Kassar af Eskimo Pie ís frá Dreyer's. Fyrirtækið hyggst breyta nafni íssins síðar á árinu en nýja nafnið er óákveðið.
Auglýsing

Rætur kyn­þátta­mis­réttis víða um heim eiga sér aldagamla sögu. Dauði Banda­ríkja­manns­ins George Floyd í maí hratt af stað mik­illi mót­mæla­öldu, fyrst í Banda­ríkj­unum en síðar víða um lönd, meðal ann­ars í gömlum nýlendu­ríkjum í Evr­ópu. Styttur af nýlendu­herrum hafa víða verið fjar­lægð­ar, ann­ars staðar hafa þær verið skemmdar eða fengið yfir sig máln­ing­ar­dembu. Í Nuuk, höf­uð­stað Græn­lands, hefur um ára­tuga skeið staðið stytta af Hans Egede. Hann kom til Græn­lands árið 1721 þeirra erinda að boða kristna trú. Hann varð lands­stjóri Dana á Græn­landi og margir Græn­lend­ingar líta á hann sem tákn­gerv­ing kúg­unar og und­ir­ok­unar Dana á Græn­lend­ingum gegnum ald­irn­ar. Styttan stendur hátt og stað­setn­ingin er í hugum margra tákn­ræn: útsend­ari herra­þjóð­ar­innar sem þannig er sífellt minnt á.

AuglýsingÍ júní fóru fram kosn­ingar í Nuuk um það hvort styttan skyldi áfram vera á sínum stað eða hvort hún yrði fjar­lægð. Nið­ur­staðan var að styttan skyldi áfram standa á stalli sín­um, bæj­ar­stjórn Nuuk tekur hins vegar end­an­lega ákvörðun varð­andi stytt­una í sept­em­ber. Þegar Hans Egede hóf trú­boðið á Græn­landi þekktu lands­menn ekki brauð, vissu ekki hvað við var átt. Hans Egede gerði þess vegna þá breyt­ingu á Fað­ir­vor­inu að í stað þess að segja „­gef oss í dag vort dag­legt brauð,“ ­sögðu Græn­lend­ing­ar „­gef oss í dag vorn dag­lega sel.“ Það skyldu all­ir.

Eski­mó­ar, Inúít­ar, Græn­lend­ingar

Í dönsku orða­bók­inni er orðið eski­mói útskýrt þannig að „það til­heyri hluta þess asíska fólks sem búa á norð­ur­heims­skauts­svæðum Græn­lands­.“ Í bók­inni stendur jafn­framt að orðið geti þótt sær­andi eða óvið­eig­andi og Græn­lend­ingar vilji fremur nota orðið Inúíti. En helst ein­fald­lega orðið Græn­lend­ing­ur, Græn­lend­ing­ar.Ekki er full­kom­lega ljóst hvaðan orðið eski­mói er kom­ið. Sumir sér­fræð­ingar í mál­vís­indum telja það dregið af franska orð­inu esquimaux „sá sem borðar hrátt kjöt,“ aðrir að orðið komi úr máli þjóð­flokks í Quebec og Labrador og þýð­i „sá sem gerir snjó­þrúg­ur.“Inúíti er talið komið úr tungu­málum frum­byggja á Norð­ur­slóð­um, þar á meðal Græn­landi. Orðið Inúíti þýðir mann­eskja eða fólkið og er í dag eins­konar sam­heiti þjóð­flokka í mörgum löndum á norð­lægum slóð­um. En eins og áður var nefnt vilja Græn­lend­ingar kenna sig við land sitt.Ísinn

Danir eru, að eigin sögn, mikil ísþjóð, borða mik­inn ís. Sölu­tölur stað­festa þetta. Helm­ingur þess íss sem Danir neyta er inn­fluttur en af dönskum fram­leið­endum er Mejerigaar­den sem fram­leiðir ís undir nafn­inu Premier stærst­ur, þar vinna 145 manns við fram­leiðsl­una. Aðrir stórir danskir ísfram­leið­endur eru Han­sen, Vebbestrup og Ryaa is. Frisko var lengi vel meðal stærstu ísfram­leið­enda í Dan­mörku en fyr­ir­tækið er ekki lengur í danskri eigu og ísinn fram­leiddur í öðrum lönd­um.

Kæmpe Eskimo frá Frisko. Súkkulaðihjúpaður vanilluís með sólberjasósukjarna. Mynd: Frisko.

Efstur á ísvin­sælda­list­anum í Dan­mörku er pinni. Vanilluís með súkkulaði­hjúp og inni í ísnum er sól­berjasósa. Ísfram­leið­andi sem ekki býður upp á svona íspinna þarf ekki að gera sér vonir um lang­lífi á dönskum mark­að­i. Áð­ur­nefndir íspinnar ganga, hver sem fram­leið­and­inn er, undir heit­inu Eskimo og stærri útgáfan Kæmpe Eskimo. Einn fram­leið­andi reyndi fyrir mörgum árum að fá einka­leyfi á Eskimo nafn­inu, en fékk ekki. Reyndar er Eskimo nafnið á íspinnum ekki ein­skorðað við Dan­mörku, í Banda­ríkj­unum hefur fyr­ir­tækið Dreyers um nær hund­rað ára skeið fram­leitt íspinna undir heit­inu Eskimo pie. Dreyers hefur nú til­kynnt að síðar á þessu ári verði heiti þessa vin­sæla íspinna breytt, en nýja nafnið hefur ekki verið til­kynnt.Hvað gera Dan­ir?

Eins og nefnt var hér að framan hefur orðið eski­mói lengi verið umdeilt í Dan­mörku. Þótt margir hafi verið ósáttir við orðið hefur það fram til þessa litlu breytt. En nú er öldin önn­ur, að minnsta kosti hvað ísinn varð­ar. Han­sens Is hefur til­kynnt að Eskimo íspinn­arnir fái brátt nýtt nafn. Nýja nafnið er O‘Pa­yo. Nafnið er dregið af kakó­baun­unum sem not­aðar eru í hjúp­inn á ísnum, baun­irnar eru keyptar frá Nicaragua. Aðrir ísfram­leið­endur í Dan­mörku hafa ekki ákveðið hvort nafn­inu á íspinn­unum verði breytt, í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sögðu tals­menn nokk­urra fyr­ir­tækja að málið væri í athug­un. Græn­lend­ing­ar, búsettir í Dan­mörku, hafa lýst mik­illi ánægju með ákvörðun Han­sens Is og skora á aðra ísfram­leið­endur að gera slíkt hið sama.Danska Þjóð­minja­safnið breytir sýn­ing­ar­heiti

Í danska þjóð­minja­safn­inu er sér­stök deild um Græn­land, sögu þess og íbúa lands­ins. Þessi deild, sem að stofni til er frá árinu 1992, hefur hingað til gengið undir nafn­inu ,,Eskimoer og Grøn­land“ en heit­inu verður nú breytt. Hefur reyndar lengi staðið til. Græn­lenskur þing­maður sem Kristeligt Dag­blad ræddi við sagð­ist fagna þess­ari breyt­ingu, sem væri löngu tíma­bær. Morten Mess­erschmidt, þing­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem blaðið ræddi líka við, sagði yfir­menn þjóð­minja­safns­ins rolur (pjok) sem hlaupi eftir því hvernig vind­ur­inn blæs. Rane Will­er­s­lev yfir­maður safns­ins sagði þessi orð þing­manns­ins dæma sig sjálf. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar