Náttúrurannsóknarmiðstöðin við Mývatn

„Skrautleg súpa“ í Mývatni

Sjaldgæf sjón. Skrautleg súpa og meiriháttar málningarblanda. Þetta eru orð sem starfsmenn Náttúrurannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn nota um óvenjulegt sjónarspil í vatninu.

Það skortir ekki rann­sókn­ar­efnin hjá Nátt­úru­rann­sókn­ar­mið­stöð­inni við Mývatn. Fyrir helgi upp­hófst mikið sjón­ar­spil við suð­ur­strönd vatns­ins er mýfl­ugur og mýpúpu­hýði rak í stórum stíl að bakk­anum og bland­að­ist blá­bakt­er­íumori.„Úr varð meiri­háttar máln­ing­ar­blanda þar sem gulir og grænir litir mors­ins blönd­uð­ust gráum og blá­leitum litum kítíns,“ segir á Face­book-­síðu rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar. „Sumt af mor­inu var að leys­ast upp og þá kemur fram túrk­is­blár litur sem stafar af ótelj­andi örsmáum loft­hylkjum sem mor­bakt­er­í­urnar hafa í sér en losna úr fru­mun­um. Hægur straumur við bakk­ann hrærði þessu öllu var­lega saman í rönd­ótta sveipa. Sjald­gæf sjón.“ Í annarri færslu segir að þegar „kyn­strin öll af smá­gerðu mýi“ kvikn­uðu í Mývatni  og bland­að­ist blá­bakt­er­íumor­inu hafi orðið til „hin skraut­leg­asta súpa“.Eyjan Slútnes í Mývatni.
Náttúrurannsóknarmiðstöðin við Mývatn

Þá vakti starfs­fólk rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­innar einnig athygli á því að við eyj­una Slút­nes í Mývatni var vatnið litað blá­bekt­er­íumori. „Það vekur athygli að litur mors­ins er brúnn sunnan við eyna en grænn norðan við hana. Það bendir til að tvær mis­mun­andi teg­undir bakt­ería mori vatnið að þessu sinni. Það skortir ekki rann­sókn­ar­efn­in!“

Að ýmsu er að hyggja í rann­sóknum við nátt­úruperluna Mývatn og sem dæmi var í vik­unni gerð til­raun til að telja álftir á vatn­inu með dróna. Sam­kvæmt taln­ingu reynd­ust þær að minnsta kosti 423 í einum hópi á Ytri­flóa.

Nátt­úru­rann­sókna­stöðin við Mývatn (RA­MÝ) er vís­inda­stofnun á vegum umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins, byggð á lögum um verndun Mývatns og Laxár og hefur verið starf­rækt síðan 1974. Hún fæst við rann­sóknir á nátt­úru og sögu Mývatns og Laxár og vatna­sviðs þeirra með það höf­uð­mark­mið að skilja nátt­úru­fars­breyt­ingar og sjá þær fyrir og stuðla þannig að verndun svæð­is­ins. Stöðin er í gamla prest­set­urs­hús­inu á Skútu­stöð­um.

Náttúrurannsóknarmiðstöðin við Mývatn

Mývatn og Laxá og vatna­svið þeirra er líf­ríkt og fjöl­breytt vatna­kerfi á eld­virku rek­belti á mörkum tveggja jarð­skorpufleka og á sér enga hlið­stæðu á jörð­inni. Svæðið nýtur sér­stakrar verndar með lögum og alþjóða­samn­ingi. Það laðar að sér fjölda ferða­manna og fóstrar jafn­framt mikið mann­líf sem nýtir nátt­úru­auð­lindir þess. Nátt­úra svæð­is­ins tekur umtals­verðum breyt­ing­um, m.a. vegna jarð­foks, eld­virkni, námu­vinnslu, jarð­hita­nýt­ing­ar, rækt­un­ar, breyt­inga á búfjár­beit, sam­göngu­mann­virkja og ann­arrar mann­virkja­gerð­ar.Nátt­úru­rann­sókna­stöðin leit­ast við að standa í fremstu röð í rann­sóknum á vist­fræði vatns og líf­ríki vatna og vöktun þeirra. Hún stefnir að því að rann­sóknir á hennar vegum stand­ist alþjóð­legar kröfur og rann­sókna­nið­ur­stöður birt­ist í við­ur­kenndum vís­inda­rit­um. Vegna þess gildis sem lang­tíma­gögn um ástand vatns og líf­ríkis þess hefur fyrir rann­sóknir og ráð­gjöf safnar stöðin og heldur til haga slíkum gögn­um. Gagna­safn stöðv­ar­innar nær nú aftur til árs­ins 1975 og er með þeim lengstu í heim­inum um ástand líf­ríkis í stöðu­vatni.

Face­book-­síða RAMÝ.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent