Svört skýrsla gefur eignasölu Landsbankanum falleinkunn

Landsbankinn hefur stefnt trausti og trúverðugleika sínum í hættu með verklagi sínu við sölu á verðmætum eignum á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun beinir því til bankaráðs hans að gripið verði til ráðstafana til að endurreisa orðspor Landsbankans.

Íslensku bank­arnir þrír, sem end­ur­reistir voru með handafli eftir banka­hrun­ið, tóku við miklu magni eigna. Með sam­komu­lagi við kröfu­hafa þeirra á árinu 2009 um fjár­mögnun og eign­ar­hald þeirra var bönk­unum þremur falið að end­ur­skipu­leggja íslenskt atvinnu­líf og sam­fé­lag. Um var að ræða risa­stórt verk­efni. Sam­keppn­is­eft­ir­litið leit til að mynda svo á að 70 pró­sent stærstu fyr­ir­tækja lands­ins þyrftu á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu að halda og að það hlut­fall end­ur­spegl­aði lík­ast til stöð­una í atvinnu­líf­inu öllu. Þess utan þurfti að end­ur­skipu­leggja skuldir heim­ila og ein­stak­linga. Í þeirri end­ur­skipu­lagn­ingu gengu bank­arnir að veðum í fjöl­mörgum til­fellum og eign­uð­ust þar með enn fleiri eign­ir.

Einn bank­anna, Lands­bank­inn, hefur allt frá árinu 2009 verið að nær öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Það hefur því borið ábyrgð á fram­ferði hans við að losa um þær gríð­ar­legu eignir sem hann fékk í vöggu­gjöf við banka­hrun­ið. Sölu­ferli bank­ans á lyki­l­eignum hefur verið gagn­rýnt mjög harð­lega, jafnt í fjöl­miðl­um, af eft­ir­lits­stofn­unum og af stjórn­mála­mönn­um, sér­stak­lega í kjöl­far sölu bank­ans á hlut sínum í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun árið 2014. Sölu sem fram fór bak við luktar dyr.

Þessi gagn­rýni náði hámarki í mars 2016, þegar banka­ráð Lands­bank­ans greindi frá því að Banka­sýsla rík­is­ins hafi farið fram á það við sig að banka­stjóri Lands­bank­ans, Stein­þór Páls­son, yrði sagt upp störfum vegna Borg­un­ar­máls­ins. Enn fremur hafi stofn­unin farið fram á að for­maður og vara­for­maður banka­ráðs­ins myndu víkja. Ráðið varð ekki við því að segja upp banka­stjóra Lands­bank­ans. Þess í stað til­kynntu fimm af sjö banka­ráðs­mönnum Lands­bank­ans að þeir myndu ekki gefa kost á sér til end­ur­kjörs. Banka­sýslan hafn­aði því síðar að upp­sögn Stein­þórs hafi verið til skoð­unar hjá henni.

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi hefur ver­ið, og þeirrar orð­spors­á­hættu sem Lands­bank­anum hafði verið skapað vegna Borg­un­ar­máls­ins, barst Rík­is­end­ur­skoðun form­legar og óform­legar beiðnir frá ein­staka þing­mönn­um, Lands­bank­anum sjálfum og Banka­sýslu rík­is­ins um að taka eigna­sölur bank­ans síð­ustu ár til skoð­un­ar. Rík­is­end­ur­skoðun varð við þeirri beiðni og ákvað að skoða alla eigna­sölu Lands­bank­ans frá árinu 2010 til 2016.

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar liggur nú fyrir og er sett fram í skýrslu sem birt var í dag. Þar eru gerðar fjöl­margar athuga­semdir við sölu Lands­bank­ans á mörgum eignum á umræddu tíma­bili. Einkum er kast­ljós­inu beint að sölu­ferli sex eigna. Söl­urnar hafi farið fram í lok­uðu ferli og í sumum til­vikum hafi feng­ist „lægra verð fyrir eign­ar­hlut­ina en vænta mátti miðað við verð­mætin sem þeir geymd­u.“

Salan á Vestia og Icelandic Group

Á árinu 2010 hafði eign­­ar­hlutum sem Lands­­bank­inn hafði tekið yfir eftir hrunið verið komið fyrir inni í eign­­ar­um­­sýslu­­fé­lag­inu Vestia, sem bank­inn átti að öllu leyti. Stærsti bit­inn var Icelandic Group, alþjóð­­legt sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki með alls 30 dótt­­ur­­fé­lög og starf­­semi í 14 lönd­­um. Á meðal ann­­arra fyr­ir­tækja voru Voda­fone, fyr­ir­tækin sem síðar runnu saman í Advanía, Húsa­­smiðjan og Plast­­­prent.  Í ljósi þess að sala rík­­is­­eigna á Íslandi á sér ekki mjög fal­­lega sögu, og hafið er yfir allan vafa að fyr­ir­tækjum í eigu rík­­is­ins var oft á tíðum stýrt í „rétt­­ar“ hendur á árunum fyrir hrun, var lögð áhersla á að allt ætti að vera uppi á borð­unum þegar nýju íslensku bank­­arn­ir, reistir á grunni gjald­­þrota banka, seldu þær fjöl­­mörgu eignir sem höfðu fallið þeim í skaut vegna efna­hags­hruns­ins. Einn þáver­andi ráð­herra sagði við grein­­ar­höf­und að það mætti ekki verða neinn „mon­key business“ í end­­ur­­sölu á þessum eign­­um.  Þeim átti ekki að stýra upp í hend­­urnar á ein­hverjum útvöld­­um.

Í lok ágúst 2010 var skynd­i­­lega til­­kynnt um að Fram­taks­­sjóður Íslands, umbreyt­inga­­sjóður í eigu íslensku líf­eyr­is­­sjóð­anna, hefði keypt Vestia. Fyrir þennan pakka greiddi Fram­taks­­sjóð­­ur­inn 19,5 millj­­arða króna auk þess sem Lands­­bank­inn eign­að­ist 27,5 pró­­sent hlut í hinum ætl­­aða umbreyt­ing­­ar­­sjóði. Með þessum gern­ingi var íslenska rík­­ið, sem átti Lands­­bank­ann að mestu, orð­inn óbeint stærsti ein­staki eig­andi Fram­taks­­sjóðs­ins. Það var aldrei mein­ingin að svo yrði.

Ákvörð­unin um þennan gern­ing var líka tekin af þáver­andi æðstu stjórn­­endum Lands­­bank­ans og Fram­taks­­sjóðs­ins, þeim Stein­þóri Páls­­syni og Finn­­boga Jóns­­syni. Stein­grímur J. Sig­­fús­­son, þá fjár­­­mála­ráð­herra, varði við­­skiptin opin­ber­­lega en bak við luktar dyr varð hann, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, gjör­­sam­­lega brjál­aður yfir sam­ein­ing­unni. Að hans mati fólst í þess­­ari sam­ein­ingu klárt brot á reglum sem Lands­­bank­inn hafði sjálfur sett sér um með­­­ferð eigna sem lent höfðu í hönd­unum á honum eftir banka­hrun­ið.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá fjár­mála­ráð­herra, varði við­skiptin opin­ber­lega en bak við luktar dyr varð hann gjör­sam­lega brjál­aður yfir sölunni á Vestia.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Rík­is­end­ur­skoðun kemst að þeirri nið­ur­stöðu í skýrslu sinni að rétt og eðli­legt hefði verið að fylgja reglum bank­ans um sölu fulln­ustu­eigna og starfs­reglum Vestia um ráð­stöfun eigna við söl­una. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Enn fremur eru gerðar athuga­semdir við að ekki hafi feng­ist sann­virði fyrir Icelandic Group. „ Sölu­verð Icelandic Group var 13,9 ma.kr. sem var um 55% af bók­færðu eigin fé þess í lok júní 2010. Á þessum tíma átti það félag alls 31 dótt­ur­fé­lag. Ári síðar seldi Fram­taks­sjóður Íslands 12 þeirra fyrir sama verð og hann hafði keypt alla sam­stæð­una. Þess ber að geta að meðan Icelandic Group var enn í eigu Lands­bank­ans óskaði það félag sem keypti 10 þess­ara 12 dótt­ur­fé­laga eftir við­ræðum við bank­ann um kaup á eign­ar­hlutum hans en fékk synj­un,“ segir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þar er enn fremur til­tekið að salan á Vestia og Icelandic Group í lok­uðu ferli hefði orðið til þess að „ skaða orð­spor bank­ans þótt Banka­sýslan teldi hana á rökum reista. Þessi reynsla hefði því átt að hvetja bank­ann til að beina eigna­sölum í opið ferli í enn rík­ara mæli en gert var og banka­ráðið til að fylgja þeirri stefnu eft­ir. Sú varð þó ekki raunin og gagn­rýnir Rík­is­end­ur­skoðun það.“

Salan á Promens

Við­skipti Lands­bank­ans við Fram­taks­sjóð Íslands héldu þó áfram, þrátt fyrir mikla opin­bera gagn­rýni. Árið 2011 seldi bank­inn 49,5 pró­sent hlut sinn í Promens til sjóðs­ins.

Fyrri salan fór fram árið 2011 þegar Lands­bank­inn seldi, í tvennu lagi, sam­tals 49,5 pró­sent hlut í Promens á 7,9 millj­arða króna. Salan fór fram í gegnum dótt­ur­fé­lag Lands­bank­ans, Horn. Sölu­verðið var 5,5 sinnum hærra en rekstr­ar­hagn­aður Promens á árinu 2011 og ein­ungis 84 pró­sent af bók­færðu virði eign fjár þess. Rík­is­end­ur­skoðun telur því að verðið hafi verið „fremur lág­t“.

Árið 2014 seldi bank­inn afgang­inn af hlut sínum í Promens, einnig í lok­uðu ferli þótt að margir aðilar hafi átt í sam­keppni um að kaupa hlut­ina í það sinn. Þá feng­ust 18 millj­arðar króna fyrir sem var 7,8 sinnum meira en rekstr­ar­hagn­aður Promens árið 2014 og 30 pró­sent umfram bók­fært virði eigin fjár fyr­ir­tæk­is­ins. Rík­is­end­ur­skoðun til­greinir að ytri aðstæður höfðu vissu­lega breyst nokkuð frá árinu 2011 en segir að „hvorki yfir­færsla eign­ar­innar frá Lands­bank­anum til Horns né salan árið 2011 var borin undir banka­ráð þótt miklir fjár­munir væru í húfi. Rík­is­end­ur­skoðun telur þetta aðfinnslu­vert og ekki í sam­ræmi við starfs­reglur banka­ráðs.“

Borgun og Valitor

Ástæða þess að Rík­is­end­ur­skoðun rann­sak­aði eigna­sölur Lands­bank­ans er fyrst og síð­ast gagn­rýni vegna sölu á hlut bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun haustið 2014. Þá var 31,2 pró­sent hlutur í fyr­ir­tæk­inu seldur til hóps fjár­festa og stjórn­enda Borg­unar á 2,2 millj­arða króna á bak­við luktar dyr. Miðað við það verð var heild­ar­virði Borg­unar um sjö millj­arðar króna. Ekk­ert opið sölu­ferli fór fram.

Í byrjun árs 2016 var greint frá því að kaup Visa Inc. á Visa Europe gætu skilað Borgun og öðru íslensku greiðslu­korta­­fyr­ir­tæki, Valitor, á annan tug millj­­arða króna. Lands­­bank­inn átti hlut í bæði Borgun og Valitor. Þeg­ar ­bank­inn seldi hlut sinn í Borgun gerði hann ekki sam­komu­lag um hlut­­deild í sölu­and­virði Visa Europe. Þegar hann seldi hlut sinn í Valitor í apríl 2015 ­gerði hann hins vegar sam­komu­lag um við­­bót­­ar­greiðslu vegna þeirrar hlut­­deildar Valitor í sölu­and­virði Visa Europe. Sam­kvæmt virð­is­mati sem KPMG vann fyrir stjórn­endur Borg­unar í febr­úar 2016 var heild­ar­virði fyr­ir­tæk­is­ins þá áætlað á bil­inu 19-26 millj­arðar króna.

Borgun hefur fengið 6,2 ,milljarða króna í sinn hlut vegna sölu á Visa Europe til Visa Inc.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að Borgun hafi fengið í sinn hlut 6,2 millj­arða króna vegna hlut­deildar fyr­ir­tæk­is­ins í þeim fjár­munum sem runnu til þeirra félaga sem áttu aðild að Visa Europe. Erfitt sé að meta þá fjár­hæð sem Lands­bank­inn fór á mis við þar sem hagn­aður Borg­unar varð að nokkru leyti til eftir sölu eign­ar­hlut­ar­ins. Að auki hefur hann ekki að öllu leyti verið inn­leyst­ur.

Rík­­is­end­­ur­­skoðun segir að bank­inn hafi haft nægan tíma til að kynna sér starf­­semi Borg­unar áður en hlutur hans í fyr­ir­tæk­inu var seldur auk þess sem tími hefði verið til að hafa sölu­­ferlið opið. Bank­inn hafi ekki gætt að hugs­an­­legum verð­­mætum sem fylgdu hlutn­um, sem var hlut­­deild í fjár­­munum sem fyr­ir­tækið fékk þegar Visa Inc. tók yfir Visa Europe. Starfs­­menn Lands­­bank­ans sem komu að söl­unni á Borgun vissu af þessu, og bank­inn vissi frá því í jan­úar 2013 að það voru veru­­leg verð­­mæti fólgin í þessu. Sér­­fræð­ingar bank­ans um greiðslu­korta­við­­skipti upp­­lýstu banka­ráðið á fundi í jan­úar 2013 um mög­u­­legan hagnað Valitors af val­rétt­in­um, en full­­trúar bank­ans segj­­ast ekki hafa vitað að Borgun væri aðili að Visa Europe líka. Þetta gagn­rýnir Rík­­is­end­­ur­­skoðun og segir að aðild Borg­unar að Visa Europe hafi staðið frá árinu 2010 og hafi verið for­­senda þess að fyr­ir­tækið var með færslu­hirð­ingu vegna Visa­korta.

Rík­­is­end­­ur­­skoðun segir að greiðslu­korta­­sér­­fræð­ingar Lands­­bank­ans hafi ekki átt hlut að máli þegar hlut­­ur­inn í Borgun var seld­­ur, þar sem ekki var leitað til þeirra. Þá hefði bank­inn getað fengið vit­­neskju um þetta ef gerð hefði verið áreið­an­­leika­könnun upp úr gögn­unum sem bank­­anum stóð til boða í gagna­her­bergi. Það hefði að mati Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar verið eðli­­legur hluti af sölu­­ferl­in­u.

Lands­bank­inn hefur und­an­farna mán­uði und­ir­búið mál­sókn á hendur Borgun vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verð­mæti þegar hlutur hans í fyr­ir­tæk­inu var seld­ur.

Þótt að Lands­bank­inn hafi fengið meira fyrir hlut sinn í  Valitor en Borg­un, og að bank­inn hafi tryggt sér hlut­deild í hagn­aði Valitor vegna sölu á Visa Europe, þá gagn­rýnir Rík­is­end­ur­skoðun hann samt sem áður fyrir söl­una á hlutnum til Arion banka árið 2014. Ástæðan er sú að salan fór fram í lok­uðu ferli.

Staða Hamla athug­un­ar­verð

Að lokum gerir Rík­is­end­ur­skoðun athuga­semdir við stöðu eign­ar­halds­fé­lags Lands­bank­ans, Hamla ehf. sem selt hefur fjölda mik­il­vægra fulln­ustu­eigna bank­ans á und­an­förnum árum. Í skýrsl­unni seg­ir: „Í stjórn Hamla sitja banka­stjóri Lands­bank­ans og tveir fram­kvæmda­stjórar sem eru um leið næstu und­ir­menn banka­stjór­ans. Svo virð­ist þó sem Hömlur hafi í reynd verið starf­ræktar eins og hver önnur deild innan bank­ans. Bank­inn hefur t.d. séð um launa­vinnslu fyrir Hömlur og starf­semin fer að öllu leyti fram innan húsa­kynna bank­ans. Einnig eru Hömlur með sama síma­númer og Lands­bank­inn. Rík­is­end­ur­skoðun gerir athuga­semdir við skipun stjórnar Hamla og telur að hún sé ekki í sam­ræmi við kröfur Eig­anda­stefnu rík­is­ins (2009) um ábyrgð­ar­skil stjórn­enda. Að mati stofn­un­ar­innar er óæski­legt að banka­stjóri sé bæði virkur þátt­tak­andi í eigna­sölu Hamla og hafi einnig það hlut­verk sem banka­stjóri að sam­þykkja sölu slíkra eigna.

Við vinnslu þess­arar skýrslu hvatti Rík­is­end­ur­skoðun Lands­bank­ann til að taka þetta fyr­ir­komu­lag til end­ur­skoð­un­ar. Bank­inn hefur nú ákveðið að leggja Hömlur niður og flytja starf­sem­ina til Lands­bank­ans.“

Grípa þarf til aðgerða til að end­ur­reisa orð­spor bank­ans

Rík­is­end­ur­skoðun beinir því til banka­ráðs Lands­bank­ans að gripið verði til ráð­staf­ana til að end­ur­reisa orð­spor Lands­bank­ans.  „Rík­is­end­ur­skoðun hvetur banka­ráð Lands­bank­ans til að grípa til nauð­syn­legra ráð­staf­ana til að end­ur­heimta og efla það traust og þann trú­verð­ug­leika sem bank­inn hefur á und­an­förnum árum stefnt í hættu með verk­lagi sínu við sölu á verð­mætum eign­um. Stofn­unin telur sér­stak­lega mik­il­vægt að banka­ráðið tryggi að bank­inn fylgi eig­anda­stefnu rík­is­ins og öðrum reglum sem eiga að stuðla að góðum stjórn­ar­háttum og heil­brigðum og eðli­legum við­skipta­háttum á fjár­mála­mark­að­i.“

Ekki er til­greint til hvaða aðgerða banka­ráðið ætti að grípa til.

Banka­ráðið fékk tæki­færi til að bregð­ast við drögum að skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Í við­brögðum þess segir að það sé mat banka­ráðs­ins að nú þegar hafi verið gripið til ráð­staf­ana til að bæta úr flestum þeirra þátta sem ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar nái til. Í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum sem send var í kjöl­far birt­ingar skýrsl­unnar var haft eftir Helgu Björk Eiríks­dótt­ur, for­manns banka­ráðs Lands­bank­ans, að það sé mark­mið bank­ans að læra af reynsl­unni og gera ávallt bet­ur. „Í því ljósi munum við kynna okkur efni end­an­legrar skýrslu ítar­lega og meta hvort frek­ari aðgerða er þörf.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar