Auglýsing

Borgun er íslenskt færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæki sem hefur aukið umsvif sín alþjóð­lega á und­an­förnum árum. Sá vöxtur hefur helst verið í Bret­landi, Ung­verja­landi og Tékk­landi. Nú hefur komið í ljós, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, að vöxt­ur­inn er meðal ann­ars fólgin í því að Borgun hefur verið í við­skipta­sam­bandi við fyr­ir­tæki sem selja klám, fjár­hættu­spil og lyf á net­inu. Um er að ræða við­skipta­vini sem flest önnur færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæki hafa ekki viljað vera í við­skiptum við.

Valitor, hitt stóra færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins, átti í sam­bæri­legu við­skipta­sam­bandi við erlenda klám­vefi á árum áður. Örygg­is­ráð Fem­inista­fé­lags Íslands kærði for­stjóra og stjórn fyr­ir­tæk­is­ins vegna þessa til lög­reglu árið 2007. Valitor hætti við­skipt­unum síðar og setti sér sér­stakar við­skipta­siða­reglur árið 2011 sem hafa að geyma sið­ferð­is­gildi og siða­regl­ur. Í stjórn­hátt­ar­yf­ir­lýs­ingu Valitor er einnig kafli um gildi fyr­ir­tæk­is­ins og sam­fé­lags­lega ábyrgð. Þar segir að „dýr­mætasta eign fjár­mála­fyr­ir­tækja er traust og trú­verð­ug­leiki sem aftur ræðst af sið­ferði starfs­manna þeirra. Valitor hf. leggur áherslu á að tryggja traust og trú­verð­ug­leika félags­ins og starfs­manna þess gagn­vart hlut­höf­um, við­skipta­vinum og sam­fé­lag­in­u.“ Í við­skipta­skil­málum Valitor segir enn fremur að sölu­að­ila sé „óheim­ilt að mót­taka kort sem greiðslu fyrir klám, vændi, eit­ur­lyf, eða hvers konar ólög­lega starf­sem­i.“

En Borgun hefur ekki vílað fyrir sér að taka að sér þannig við­skipti. Og Borgun er í 63,5 pró­sent eigu Íslands­banka sem er í 100 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins. Íslands­banki hagn­að­ist um 20,2 millj­arða króna í fyrra. Af þeirri upp­hæð var 6,2 millj­arðar króna vegna sölu­hagn­aðar Borg­unar vegna sölu á Visa Europe. Auk þess hefur bank­inn fengið sam­tals 4,9 millj­arða króna í arð­greiðslur frá Borgun á þremur árum og hluti af mark­aðsvirði Íslands­banka er vegna Borg­un­ar. Í til­kynn­ingu frá Borgun vegna arð­greiðslu sem er fyr­ir­huguð á þessu ári sagði: „hagn­aður af reglu­legri starf­semi reynd­ist rúm­lega 1,6 millj­arður króna.“ Þar er fyrst og síð­ast um vöxt á erlendum mörk­uðum að ræða. Vöxt sem er meðal ann­ars vegna færslu­hirð­ingar vegna sölu á klámi, veð­lána­starf­semi eða sölu á lyfjum á net­inu.

Auglýsing

Grunur um sak­næmt athæfi

Á föst­u­dag­inn var greint frá því að Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefði kom­ist að þeirri nið­­­ur­­­stöðu, eftir athugun sem stóð í um níu mán­uði, að fram­­­kvæmd, verk­lag og eft­ir­lit Borg­unar í tengslum við aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka vegna færslu­hirð­ingar félags­­­ins erlendis upp­­­­­fylli ekki með við­un­andi hætti þær megin kröfur sem gerðar eru í lög­­­­­um. Borgun voru gefnir tveir mán­uðir til að ljúka úrbótum vegna athuga­­­semda eft­ir­lits­ins.

Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið kann­aði 16 við­­­skipta­­­menn á alþjóða­sviði Borg­un­ar. Í til­­­viki 13 af 16 við­­­skipta­­­manna var ekki fram­­­kvæmd könnun á áreið­an­­­leika upp­­­lýs­inga um við­­­skipta­­­menn­ina sam­­­kvæmt lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka. Á meðan að á athugun Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins stóð sleit Borgun við­­­skipta­­­sam­­­bandi við þrjá þess­ara við­­­skipta­­­manna. Auk þess gerði FME athuga­­­semd við að í til­­­viki fimm af 16 við­­­skipta­vina Borg­unar sem voru kann­aðir hafi Borgun ekki greitt fyrstu greiðslu á grund­velli samn­ings um færslu­hirð­ingu inn á reikn­ing við­­­skipta­­­manns­ins, eins og lög segja til um. „Í öllum til­­­vikum var um að ræða við­­­skipta­­­menn sem eru ein­­­göngu í starf­­­semi erlendis og voru ekki á staðnum til að sanna deili á sér við upp­­­haf við­­­skipta. Þá voru ekki fyr­ir­liggj­andi samn­ingar um að Borgun hf. hefði útvi­­­stað fram­­­kvæmd áreið­an­­­leikakann­anna til þriðja aðila sem staddur væri á sama stað og við­­­skipta­­­mað­­­ur­inn og þannig tryggt að við­­­skipta­­­mað­­­ur­inn teld­ist vera á staðnum til að sanna á sér deili við fram­­­kvæmd áreið­an­­­leika­könn­un­­­ar.“

Málið er svo alvar­legt að því var á mánu­dag vísað til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara þar sem það er rann­sakað vegna gruns um að sak­næmt athæfi hafi átt sér stað. Sak­næmt athæfi sem við liggur fang­els­is­refs­ing.

Lands­bank­inn ótt­að­ist um orð­spor sitt

Annar rík­is­banki, Lands­bank­inn, hefur með réttu legið undir ámæli fyrir að hafa selt hlut sinn í Borgun bak við luktar dyr til hóps einka­fjár­festa, sem tengj­ast meðal ann­ars núver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins fjöl­skyldu­bönd­um, á mjög lágu verði. Í nýlegri sam­an­tekt Kjarn­ans kemur fram að lík­lega hafi rík­is­bank­inn orðið af að minnsta kosti sex millj­örðum króna vegna söl­unn­ar.

Í jan­úar í fyrra birti Lands­bank­inn spurn­ingar og svör um söl­una á Borg­un, sem hluta af málsvörn sinni gagn­vart almenn­ingi vegna máls­ins. Þar segir m.a. að Lands­bank­anum hafi verið kunn­ugt um „að Borgun hugð­ist auka veru­lega færslu­hirð­ingu fyrir selj­endur í erlendum net­við­skipt­um. Að mati bank­ans fylgdi þeirri starf­semi veru­leg áhætta og líkur voru taldar á að hún gæti leitt til tjóns hjá félag­inu og skaðað orð­spor Lands­bank­ans. Bank­inn byggði þetta mat sitt m.a. á fyrri útrás­ar­sögu íslenskra korta­fyr­ir­tækja.“

Sú orð­spors­á­hætta sem Lands­bank­inn taldi sig geta orðið fyrir var vegna þess að þeir við­skipta­vinir sem Borgun hugð­ist sækja voru m.a. aðilar sem seldu aðgang að klámi, fjár­hættu­spilum eða lyfjum á net­inu.

Það liggur því ljóst fyrir að vit­neskja um þá mark­aði sem Borgun hugð­ist sækja á lá fyrir innan rík­is­fyr­ir­tækja í eig­enda­hópi fyr­ir­tækj­anna fyrir nokkrum árum síð­an.

Tvö­falt sið­gæði

Borgun er dótt­ur­fé­lag Íslands­banka. Þar sem ríkið á allt hlutafé í bank­anum liggur ljóst fyrir að íslenska ríkið er að hagn­ast á því að færslu­hirða fyrir aðila sem selja meðal ann­ars klám. Sam­kvæmt 210. grein almennra hegn­ing­ar­laga segir að það varði allt að sex mán­aða fang­elsi að birta klám hér­lendis og sama refs­ing liggur við því að búa til klám. Íslenska ríkið er líka að hagn­ast á því að selja stoð­þjón­ustu fyrir fjár­hættu­spil. Slík eru ólög­leg á Íslandi, að und­an­skildum þeim fjár­hættu­spilum sem Háskóli Íslands, Rauði kross­inn eða Íslensk Get­spá standa fyr­ir. Og íslenska ríkið er að hagn­ast vegna þess að dótt­ur­fé­lag rík­is­banka er að taka á móti greiðslum vegna sölu lyfja á net­inu. Það er auð­vitað kolólög­legt hér­lendis að selja lyf á net­inu þar sem ríkar gæða­kröfur eru gerðar til fram­leið­enda lyfja sam­kvæmt kröfum yfir­valda um neyt­enda­vernd.

Þannig að íslenska ríkið bannar alla þessa hluti. En finnst í lagi að hagn­ast á þeim í öðrum lönd­um. Það, væg­ast sagt, tvö­falt sið­gæði í verki. Ráða­menn geta ekki skýlt sér á bak við það að um sé að ræða fyr­ir­tæki í eigu fyr­ir­tækis í eigu rík­is­ins. Ríkið er alltaf end­an­legur eig­andi. Og ber þar af leið­andi ábyrgð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None