Salt Pay kaupir Borgun – Kaupverðið trúnaðarmál

Íslandsbanki og Eignarhaldsfélagið Borgun hafa selt eignarhlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun til erlends fyrirtækis fyrir ótilgreinda upphæð.

borgun hús
Auglýsing

Stærstu eig­endur Borg­un­ar, Íslands­banki og Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf., hafa selt 95,9 pró­sent hlut í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­ini til Salt Pay Co Ltd., alþjóð­legs greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækis með starf­semi í fjórtán lönd­um. Í til­kynn­ingu Íslands­banka til Kaup­hallar segir að kaup­verðið sé trún­að­ar­mál en Mark­að­ur­inn greindi frá því í morgun að kaup­verðið væri um fimm millj­arðar króna. 

Í til­kynn­ing­unni segir að salan sé gerð með fyrir um að Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands veiti sam­þykki fyrir virkum eign­ar­hlut kaup­anda. Íslands­banki mun frá og með deg­inum í dag flokka Borgun sem eign haldin til sölu til afhend­ing­ar­dags.

Íslands­banki var fyrir söl­una stærsti eig­andi Borg­unar með 63,5 pró­sent eign­ar­hlut. Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun hélt á 32,5 pró­sentum og BPS ehf. á tveimur pró­sent­um. Aðrir eig­endur áttu minna. 

Í fréttum vegna sölu á hlut Lands­bank­ans

Borgun er búin að vera umtals­vert í fréttum und­an­farin ár, eftir að Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu til Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar bak­við luktar dyr í nóv­em­ber 2014. ­Kaupin áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­son, með heim­il­is­­festi á Möltu, setti sig í sam­­band við rík­­is­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­festa. Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­endur Borg­un­­ar.

Auglýsing
Hópurinn fékk að kaupa 31,2 pró­­sent hlut­ Lands­bank­ans á tæp­­lega 2,2 millj­­arða króna án þess að hann væri settur í opið sölu­­ferli. Í fyrstu vörðu stjórn­­endur Lands­­bank­ans söl­una og það að hlut­­ur­inn hafi ekki verið boð­inn út í opnu sölu­­ferli. Það breytt­ist þó fljót­­lega, sér­­stak­­lega þegar í ljós kom að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu síð­­­ar. Þessi eign­­ar­hlutur var marga millj­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­ar­hlut Lands­­bank­ans.

Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­samn­ingnum um við­­­bót­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc.

Þrír stærstu aðil­­arnir sem stóðu að Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Stál­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­son ehf. (Í eigu Pét­­urs Stef­áns­­son­­ar). Ein­hver við­­skipti hafa síðan verið með hluti í Borgun frá því að Lands­­bank­inn seldi sinn hlut.

Í nóv­­em­ber 2016 birti Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­un  skýrslu um fjöl­margar eigna­­­sölur Lands­­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­­syni, banka­­stjóra Lands­­bank­ans, sagt upp störf­­um. Sú ákvörðun var rakin beint til Borg­un­ar­máls­ins.

Haukur Odds­son, sem var for­stjóri Borg­unar þegar kaupin áttu sér stað og er einn þeirra sem Lands­bank­inn stefndi í lok árs 2016, hætti störfum hjá Borgun í októ­ber 2017. Við starfi hans tók Sæmundur Sæmunds­son. 

Arð­greiðslur hærri en kaup­verðið

Rekstur Borg­unar gekk ótrú­­lega vel næstu árin eftir kaup­in. Hagn­aður árs­ins af reglu­­legri starf­­semi var undir einum millj­­arði króna árið 2013. Árið 2016 var hann rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna. En hlut­­deildin í söl­unni á Visa E­urope ­skiptir auð­vitað mestu máli þegar virð­is­aukn­ing fyr­ir­tæk­is­ins er met­in. Hún skil­aði Borgun 6,2 millj­­örðum króna.

Auglýsing
Nýju eig­end­­urnir nutu þessa. Sam­tals voru greiddir 7,7 millj­­­arðar króna í arð­greiðslur til eig­enda Borg­unar vegna áranna 2014-2016. Ef Lands­­­bank­inn, sem er nán­­­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins, hefði haldið 31,2 pró­­­sent hlut sínum í fyr­ir­tæk­inu hefði hlut­­­deild hans í umræddum arð­greiðslum numið 2,4 millj­­­örðum króna.

Í ljósi þess að hlutur Lands­­bank­ans var seldur í nóv­­­em­ber 2014 fyrir 2.184 millj­­­ónir króna voru arð­greiðsl­­­urnar sem runnu hafa til nýrra eig­enda að hlutnum frá því að hann var seldur og til loka árs 2016 218 millj­­­ónir króna fram yfir það sem greitt var fyrir hlut rík­­­is­­­bank­ans haustið 2014. Kaup­end­urnir eru því þegar búnir að fá allt sitt til baka auk 218 millj­­óna króna og eiga enn hlut­inn í Borg­un.  

Á árinu 2017 hagn­að­ist Borgun um 350 millj­­ónir króna og eignir þess voru metnar á 31,7 millj­­arða króna í árs­­lok. Bók­­fært eigið fé á þeim tíma var 6,8 millj­­arðar króna.

Verri rekstur síð­ustu árin

Rekst­ur­inn versn­aði hins vegar til muna á árinu 2018 þegar Borgun tap­aði alls tæp­lega 1,1 millj­arði króna. Hreinar rekstr­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins rúm­lega helm­ing­uð­ust á því ári, úr um 4,2 millj­örðum króna í rúm­lega tvo millj­arða króna. Í árs­reikn­ingi árs­ins 2018 sagði að tapið á því ári skýrist „fyrst og fremst af hratt minnk­andi tekjum af erlendum við­skiptum hjá selj­endum sem selja vöru og þjón­ustu ein­göngu yfir inter­net­ið. Auk þess má rekja lægri hreinar þjón­ustu­tekjur til auk­ins kostn­aðar umfram tekjur af inn­lendri færslu­hirð­ingu sem skýrist fyrst og fremst drætti í inn­leið­ingu á nýjum lögum um lækkun milli­gjalda. Að síð­ustu má nefna að hreinar þjón­ustu­tekjur hafa lækkað vegna nei­kvæðrar fram­legðar af stórum erlendum selj­enda sem félagið tók í við­skipti undir lok árs 2017.“

Í fyrra tap­aði Borgun svo 972 millj­ónum króna og rekstr­ar­tekjur voru 2,6 millj­arðar króna. Eignir fyr­ir­tæk­is­ins voru metnar á 22,4 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót og eigið fé þess var á þeim tíma 6,6 millj­arðar króna. 

Lands­bank­inn stefndi og mál­inu ólokið

Í jan­úar 2017 stefndi Lands­bank­inn Borgun hf., fyrr­ver­andi for­­stjóra Borg­unar Hauki Odds­­syni, BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun slf. vegna þess að það væri mat bank­ans að hann hefði orðið af sölu­hagn­aði við sölu á 31,2 pró­sent hlut sínum í Borgun á árinu 2014. 

Lands­bank­inn hefur ekki til­greint þá upp­hæð sem hann fer fram á að fá greidda vinni hann málið en í níu mán­aða upp­gjöri Íslands­banka, stærsta eig­anda Borg­un­ar, í fyrra kemur fram að mat Lands­bank­ans á tapi sínu á söl­unni sé um 1,9 millj­arður króna. Lands­bank­inn er nán­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Því er tap hans tap skatt­greið­enda.

Mats­menn sem lögðu mat á árs­reikn­ing Borg­unar fyrir árið 2013 við með­ferð máls­ins komust að þeirri nið­ur­stöðu að upp­lýs­ingar um til­vist val­réttar um kaup og sölu á eign­ar­hlut Borg­unar í Visa Europe Ltd til Visa Inc., skil­mála hans og mögu­legar greiðslur til Borg­unar á grund­velli hans hafi verið mik­il­vægar við gerð, fram­setn­ingu og þar af leið­andi end­ur­skoðun árs­reikn­ings Borg­unar árið 2013. Þá hefði Borgun átt að upp­lýsa um ­eign­ar­hlut sinn í Visa Europe Ltd. og að félagið væri aðili að Visa Europe Ltd. í árs­reikn­ingn­um. 

Borgun hefði jafn­framt átt að gera grein fyrir val­rétt­inum þar í sam­ræmi við ákvæði alþjóð­legs reikn­ings­skila­stað­als og upp­lýsa um óvissu um hann í skýrslu stjórnar sam­kvæmt lögum auk þess sem að mats­menn telja að árs­reikn­ingur Borg­unar fyrir árið 2013 hafi ekki upp­fyllt allar kröfur laga um árs­reikn­inga og alþjóð­legra reikn­ings­skila­staðla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent