FME gerir margvíslegar athugasemdir við starf stjórnar Borgunar

Fjármálaeftirlitið gerir margvíslegar athugasemir við starfsemi Borgunar í úttekt á starfsemi fyrirtækisins. Sérstaklega beinast spjótin að stjórn Borgunar.

Borgun
Auglýsing

Nið­ur­staða athug­un­ar­innar hjá FME lá fyrir í síð­asta mán­uði og er hún byggð á gögnum og upp­lýs­ing­um miðað við stöð­una eins og hún var á þeim tíma þegar athug­unin hóf­st, segir í til­kynn­ingu FME sem birt var á vef stofn­un­ar­innar í dag.

Er stjórn Borg­unar sér­stak­lega til­tekin í athuga­semdum FME og hún gagn­rýnd fyrir fram­kvæmd áhættu­stýr­ing­ar, ónægt eft­ir­lit með starf­semi og að lög­boðnir verk­ferlar væru ekki fyrir hendi.

Athug­unin hófst upp­haf­lega með bréfi FME til Borg­unar fyrir tæpu ári, 27. maí í fyrra.

Í stjórn Borg­unar eru Erlendur Magn­ús­son, for­maður stjórn­ar, Björg Sig­urð­ar­dótt­ir, Hall­dór Krist­jáns­son, Óskar Vet­ur­liði Sig­urðs­son, og Sig­rún Helga Jóhanns­dótt­ir. Íslands­banki, sem er dótt­ur­fé­lag íslenska rík­is­ins, er stærsti eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, með 63,5 pró­sent hlut, Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. á 30,9 pró­sent og BPS ehf. 3,5 pró­sent.

Orð­rétt segir í til­kynn­ingu FME: „Gerð var athuga­semd við að skipu­lag áhættu­stýr­ingar Borg­unar væri ekki nægj­an­lega skýrt og gagn­sætt og því ekki í fullu sam­ræmi við 17. gr. fftl., þ.m.t. vöktun á áhættu, sem á að vera á ábyrgð stjórn­enda og starfs­manna ein­stakra ein­inga Borg­unar (svokölluð fyrsta varn­ar­lína sam­kvæmt þriggja þrepa ­eft­ir­lits­lík­ani) og eft­ir­lit með því hvernig áhættu­stýr­ingu er sinnt, sem á að ver­a á ábyrgð áhættu­stýr­ing­ar­sviðs Borg­unar (svokölluð önnur varn­ar­lína) en það ­sam­anstendur af einum starfs­manni. Sam­kvæmt stefnu Borg­unar um á­hættu­stýr­ingu og innra eft­ir­lit, áhættu­stefnu félags­ins og öðrum gögn­um, virð­ist sem efna­hags­nefnd og rekstr­ar­á­hættu­nefnd sinni verk­efnum er varða á­hættu­stýr­ingu og ættu að vera á for­ræði áhættu­stjóra eða stjórnar Borg­un­ar. Um­ræddar nefndir eru m.a. skip­aðar for­stöðu­mönnum tekju­sviða Borg­unar auk ­for­stjóra.

Auglýsing

Einnig voru gerðar athuga­semdir við að lög­boðnir verk­ferlar varð­and­i á­hættu­stýr­ingu væru ekki til staðar hjá Borgun og að skýrslu­gjöf á­hættu­stýr­ingar til stjórnar Borg­unar hafi ekki verið í sam­ræmi við stefn­u ­fé­lags­ins um áhættu­stýr­ingu og innra eft­ir­lit,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Í umfjöllun FME er stjórn Borg­unar gagn­rýnd fyrir að hafa ekki sinnt lög­boðnu hlut­verki sínu, þegar kemur að upp­lýs­inga­gjöf. Orð­rétt segir í til­kynn­ingu FME: „Gerð var athuga­semd við að stjórn hafi í tvígang á árinu 2015 látið hjá líða að ­senda Fjár­mála­eft­ir­lit­inu upp­færðar starfs­regl­ur. Gerð var athuga­semd við að í fund­ar­gerðum stjórnar á tíma­bil­inu 19. febr­ú­ar 2015 til 15. mars 2016 voru ekki í öllum til­fellum til­greind með skýrum hætti þau ­mál­efni sem voru til umræðu og hvaða ákvarð­anir voru tekn­ar. Athuga­semd var gerð við að stjórn hafi ekki látið færa til bókar all­ar ­at­huga­semdir innri end­ur­skoð­anda í úttektum hans á árunum 2014 og 2015 ­sem sem hann mat mik­il­væg­ar, sbr. einnig 3. mgr. 16. gr. fftl. Þá voru gerðar athuga­semdir við að stjórn Borg­unar sinnir hvorki því hlut­verki sínu að sjá til þess að verk­lag alþjóða­sviðs sé skjal­fest með full­nægj­andi hætt­i né hefur stjórn eft­ir­lit með því að á alþjóða­sviði sé unnið sam­kvæmt skjal­fest­u verk­lagi. Athugun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins leiddi í ljós að veru­lega skortir á að verk­lag al­þjóða­sviðs sé uppfært reglu­lega og að starfs­menn sviðs­ins vinni í sam­ræmi við verk­lag og stefnur sem alþjóða­svið hefur sett sér. Enn­fremur var gerð athuga­semd við að stjórn Borg­unar hefur ekki sett félag­in­u ­stefnu sem greinir hags­muna­á­rekstra,“ segir í til­kynn­ingu FME

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None