FME gerir margvíslegar athugasemdir við starf stjórnar Borgunar

Fjármálaeftirlitið gerir margvíslegar athugasemir við starfsemi Borgunar í úttekt á starfsemi fyrirtækisins. Sérstaklega beinast spjótin að stjórn Borgunar.

Borgun
Auglýsing

Nið­ur­staða athug­un­ar­innar hjá FME lá fyrir í síð­asta mán­uði og er hún byggð á gögnum og upp­lýs­ing­um miðað við stöð­una eins og hún var á þeim tíma þegar athug­unin hóf­st, segir í til­kynn­ingu FME sem birt var á vef stofn­un­ar­innar í dag.

Er stjórn Borg­unar sér­stak­lega til­tekin í athuga­semdum FME og hún gagn­rýnd fyrir fram­kvæmd áhættu­stýr­ing­ar, ónægt eft­ir­lit með starf­semi og að lög­boðnir verk­ferlar væru ekki fyrir hendi.

Athug­unin hófst upp­haf­lega með bréfi FME til Borg­unar fyrir tæpu ári, 27. maí í fyrra.

Í stjórn Borg­unar eru Erlendur Magn­ús­son, for­maður stjórn­ar, Björg Sig­urð­ar­dótt­ir, Hall­dór Krist­jáns­son, Óskar Vet­ur­liði Sig­urðs­son, og Sig­rún Helga Jóhanns­dótt­ir. Íslands­banki, sem er dótt­ur­fé­lag íslenska rík­is­ins, er stærsti eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, með 63,5 pró­sent hlut, Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. á 30,9 pró­sent og BPS ehf. 3,5 pró­sent.

Orð­rétt segir í til­kynn­ingu FME: „Gerð var athuga­semd við að skipu­lag áhættu­stýr­ingar Borg­unar væri ekki nægj­an­lega skýrt og gagn­sætt og því ekki í fullu sam­ræmi við 17. gr. fftl., þ.m.t. vöktun á áhættu, sem á að vera á ábyrgð stjórn­enda og starfs­manna ein­stakra ein­inga Borg­unar (svokölluð fyrsta varn­ar­lína sam­kvæmt þriggja þrepa ­eft­ir­lits­lík­ani) og eft­ir­lit með því hvernig áhættu­stýr­ingu er sinnt, sem á að ver­a á ábyrgð áhættu­stýr­ing­ar­sviðs Borg­unar (svokölluð önnur varn­ar­lína) en það ­sam­anstendur af einum starfs­manni. Sam­kvæmt stefnu Borg­unar um á­hættu­stýr­ingu og innra eft­ir­lit, áhættu­stefnu félags­ins og öðrum gögn­um, virð­ist sem efna­hags­nefnd og rekstr­ar­á­hættu­nefnd sinni verk­efnum er varða á­hættu­stýr­ingu og ættu að vera á for­ræði áhættu­stjóra eða stjórnar Borg­un­ar. Um­ræddar nefndir eru m.a. skip­aðar for­stöðu­mönnum tekju­sviða Borg­unar auk ­for­stjóra.

Auglýsing

Einnig voru gerðar athuga­semdir við að lög­boðnir verk­ferlar varð­and­i á­hættu­stýr­ingu væru ekki til staðar hjá Borgun og að skýrslu­gjöf á­hættu­stýr­ingar til stjórnar Borg­unar hafi ekki verið í sam­ræmi við stefn­u ­fé­lags­ins um áhættu­stýr­ingu og innra eft­ir­lit,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Í umfjöllun FME er stjórn Borg­unar gagn­rýnd fyrir að hafa ekki sinnt lög­boðnu hlut­verki sínu, þegar kemur að upp­lýs­inga­gjöf. Orð­rétt segir í til­kynn­ingu FME: „Gerð var athuga­semd við að stjórn hafi í tvígang á árinu 2015 látið hjá líða að ­senda Fjár­mála­eft­ir­lit­inu upp­færðar starfs­regl­ur. Gerð var athuga­semd við að í fund­ar­gerðum stjórnar á tíma­bil­inu 19. febr­ú­ar 2015 til 15. mars 2016 voru ekki í öllum til­fellum til­greind með skýrum hætti þau ­mál­efni sem voru til umræðu og hvaða ákvarð­anir voru tekn­ar. Athuga­semd var gerð við að stjórn hafi ekki látið færa til bókar all­ar ­at­huga­semdir innri end­ur­skoð­anda í úttektum hans á árunum 2014 og 2015 ­sem sem hann mat mik­il­væg­ar, sbr. einnig 3. mgr. 16. gr. fftl. Þá voru gerðar athuga­semdir við að stjórn Borg­unar sinnir hvorki því hlut­verki sínu að sjá til þess að verk­lag alþjóða­sviðs sé skjal­fest með full­nægj­andi hætt­i né hefur stjórn eft­ir­lit með því að á alþjóða­sviði sé unnið sam­kvæmt skjal­fest­u verk­lagi. Athugun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins leiddi í ljós að veru­lega skortir á að verk­lag al­þjóða­sviðs sé uppfært reglu­lega og að starfs­menn sviðs­ins vinni í sam­ræmi við verk­lag og stefnur sem alþjóða­svið hefur sett sér. Enn­fremur var gerð athuga­semd við að stjórn Borg­unar hefur ekki sett félag­in­u ­stefnu sem greinir hags­muna­á­rekstra,“ segir í til­kynn­ingu FME

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None