Segir föður sinn hafa verið beðinn um að taka þátt í kaupunum á Borgun

Frændi forsætisráðherra var beðinn um að koma að kaupunum á hlut ríkisins í Borgun í október 2014. Þá hafi bæði verð og kaupsamningur legið fyrir. Bjarni Benediktsson hafi ekki haft neitt með söluna á hlutnum að segja.

borgun.jpg
Auglýsing

Bene­dikt Ein­ars­son, sonur Ein­ars Sveins­son­ar, segir að faðir sinn hafi verið beð­inn um að taka þátt í kaup­unum á hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Í októ­ber 2014 hafi þeir feðgar fengið kynn­ingu hjá for­svars­manni fjár­festa­hóps­ins sem keypti 31,2 pró­sent hlut rík­is­bank­ans á 2,2 millj­arða króna rúmum mán­uði síð­ar, eða 25. nóv­em­ber sama ár. Á þessum fundi hafi verk­efnið verið kynnt og kom þá í ljós að bæði verð og kaup­samn­ingur lá þegar fyr­ir. Ein­ungis var beðið end­an­legrar stað­fest­ingar banka­ráðs Lands­bank­ans. „Fjár­festa­hóp­ur­inn var á þessum tíma enn í mótun og faðir minn var beð­inn um að taka þátt í kaup­un­um, sem og hann gerð­i.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Bene­dikt skrifar í Frétta­blaðið í dag.

Í grein­inni svarar Bene­dikt ávirð­ingum sem Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, setti fram á sama vett­vangi í gær. Þar fór Kári yfir það sem hann kall­aði ýmsar gróu­sögur um Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra og við­skipti fjöl­skyldu hans í skjóli stjórn­mála­starfa Bjarna. Bene­dikt Ein­ars­son og Bjarni eru bræðra­synir og faðir Bene­dikts, Einar Sveins­son, var einn nán­asti við­skipta­fé­lagi Bjarna áður en hann hætti afskiptum af við­skiptum til að ein­beita sér að stjórn­málum í lok árs 2008.

Gróu­sögur Kára

Í grein sinni fór Kári yfir fjögur meg­in­mál. Í fyrsta lagi gagn­rýndi hann Bjarna fyrir að for­dæma ekki lunda­flétt­una í kringum kaup S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­anum árið 2003 „af þeim krafti sem leið­togi þjóðar ætti að gera“ og setti það í sam­hengi við eign­ar­hald fjöl­skyldu Bjarna á Glitni fyrir hrun. Í öðru lagi sagði Kári að orðrómur væri um að fjöl­skylda Bjarna væri að und­ir­búa kaup á Íslands­banka í gegnum Borg­un, þar sem hún væri hlut­hafi. Í þriðja lagi segði sagan að aðkoma Ein­ars Sveins­sonar hefði tryggt að kaup­endur að hlutnum í Borgun hefðu fengið hann „fyrir slikk og meðal þeirra hafi verið menn úr frænd­garði þín­um“. 

Auglýsing

Í fjórða lagi rakti Kári gróu­sögu um að Kynn­is­ferð­ir, rútu­fyr­ir­tæki í eigu ætt­ingja Bjarna Bene­dikts­son­ar, hefði fengið einka­leyfi á akstri til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Kári sagði síðan að hann teldi ekki endi­lega að þessar sögur væru sann­ar, heldur væri hann að skrifa um þær „vegna þess að það hitt­ast varla svo tveir eða fleiri Íslend­ingar í dag án þess að þær séu sagð­ar.“

Kári Stefánsson skrifaði grein sem birtist á fimmtudag og vakti mikla athygli og umræður.Bene­dikt, sem er umsvifa­mik­ill í við­skiptum sem hann stundar í sam­starfi við föður sinn, svarar öllum þessum ávirð­ingum í grein sinni í Frétta­blað­inu í dag. Hann bendir á að faðir hans hafi selt hlut sinn í Glitni snemma árs 2007 og gengið úr stjórn í apríl sama ár, vegna þess að hann hafi ekki átt sam­leið með FL Group og Baugi, sem þá voru orðin ráð­andi í bank­an­um. Bene­dikt segir maka­laust að láta sér detta í hug að Borgun ætli að kaupa Íslands­banka. Sú hug­mynd hafi að hans viti hvergi verið viðruð enda sé Borgun í 63,5 pró­sent eigu Íslands­banka. Varð­andi ávirð­ingar um að einka­leyfi sé á rekstri flug­rút­unnar segir Bene­dikt að því sé auðsvar­að: svo sé ekki. Allra­handa keyri líka sömu leið í beinni sam­keppni við Kynn­is­ferð­ir.

Segir mikið hafa verið gert úr hlut föð­urs síns í kaup­unum á Borgun

Varð­andi kaupin á 31,2 pró­sent hlut Lands­bank­ans í borg­un, sem fór fram í nóv­em­ber 2014, segir Bene­dikt að mikið hafi verið gert úr hlut föður síns í þeim við­skipt­um, en félag í hans eigu keypti um það bil fimm pró­sent hlut í Borgun í þeim. „Nú þegar rykið hefur sest eftir mold­viðrið sem þyrlað var upp og stað­reynd­irnar liggja fyrir þá er öllum ljóst sem málið skoða að Bjarni hafði hvorki aðkomu né vit­neskju um fjár­fest­ingu föður míns. Bjarni, þá sem fjár­mála­ráð­herra, hafði heldur ekk­ert um sölu á hlut bank­ans í Borgun að segja. Ákvörðun um slíkt var ein­ungis á for­ræði banka­stjóra og banka­ráðs­ins. Það hefur enda eng­inn sem að söl­unni kom haldið öðru fram.“

Bene­dikt segir að það megi taka undir gagn­rýni á það hvernig Lands­bank­inn stóð að sölu­ferl­inu á Borg­un. Það hafi enda leitt til þess að breyt­ingar voru gerðar á stjórn bank­ans og að Stein­þóri Páls­syni, fyrr­ver­andi banka­stjóra, var sagt upp störf­um.

„Hvað snýr að kaup­verði hlut­anna í Borgun þá hafði hvorki ég né faðir minn neina aðkomu að samn­inga­við­ræðum við bank­ann. Í októ­ber 2014 fengum við kynn­ingu hjá for­svars­manni fjár­festa­hóps­ins þar sem okkur var kynnt verk­efn­ið, en und­ir­bún­ingur kaupanna hafði þá staðið yfir frá því í mars sama ár. Á þeim tíma sem við fengum kynn­ing­una lá verðið og kaup­samn­ingur fyrir og beðið var end­an­legrar stað­fest­ingar banka­ráðs. Fjár­festa­hóp­ur­inn var á þessum tíma enn í mótun og faðir minn var beð­inn um að taka þátt í kaup­un­um, sem og hann gerð­i.“

Gríð­ar­legur hagn­aður af kaup­unum á Borgun

Mikið hefur verið fjallað um söl­una á Borgun á und­an­förnum árum, en Kjarn­inn greindi fyrstur fjöl­miðla frá því að hlutur rík­is­bank­ans hefði verið seldur á und­ir­verði og bak við luktar dyr.

Ef Lands­bank­inn hefði haldið 31,2 pró­sent eign­ar­hlut sínum í Borg­un, í stað þess að selja hann haustið 2014, væri virði hlut­ar­ins að minnsta kosti um 5,9 millj­arða króna virði, sam­kvæmt síð­asta verð­mati sem gert var á hlutn­um. Auk þess hefði bank­inn fengið rúm­lega 2,4 millj­arða króna greidda í arð. Sam­an­lagt hefði hlut­ur­inn því getað skilað bank­anum að minnsta kosti 8,3 millj­örðum króna ef hann hefði verið seldur nú og Lands­bank­inn notið síð­ustu þriggja arð­greiðslna sem greiddar hafa verið út úr Borg­un.

Þrátt fyrir góðan rekstur á und­an­förnum árum þá hefur Borgun þó líka ratað í umtals­verð vand­ræði. Í lok febr­úar komst Fjár­­­­­­­mála­eft­ir­litið að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu, eftir athugun sem stóð í um níu mán­uði, að fram­­­­­kvæmd, verk­lag og eft­ir­lit Borg­unar í tengslum við aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­­­­­mögnun hryðju­verka vegna færslu­hirð­ingar félags­­­­­ins erlendis upp­­­­­­­­­fylli ekki með við­un­andi hætti þær megin kröfur sem gerðar eru í lög­­­­­­­­­um. Borgun voru gefnir tveir mán­uðir til að ljúka úrbótum vegna athuga­­­­­semda eft­ir­lits­ins. Auk þess var mál­inu vísað til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, þar sem grunur leikur á um sak­­næmt athæfi sem við liggur refs­ing sam­­kvæmt lög­­­um.

Á meðal þeirra landa sem Borgun hefur aukið mjög hlut­­deild sína í færslu­hirð­ingu eru Bret­land, Ung­verja­land og Tékk­land. Kjarn­inn hefur fengið það stað­­fest að á meðal þeirra við­­skipta­vina sem Borgun hefur tekið að sér að þjón­usta séu aðilar sem selji aðgang að klámi, fjár­­hætt­u­­spilum eða selji lyf á net­inu. Allt eru þetta athæfi sem er ólög­­legt að stunda á Íslandi en Borgun er hins vegar frjálst að veita stoð­­þjón­­ustu gagn­vart í öðrum lönd­um, að ákveðnum skil­yrðum upp­­­fyllt­­um. Slíkum við­­skiptum fylgir þó mikil orð­­spor­s­á­hætta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None