Meniga lokar 900 milljóna króna fjármögnun

Sænskur sjóður bætist í hluthafahópinn og fulltrúi hans sest í stjórn Meniga. Núverandi fjárfestar taka líka þátt í hlutafjáraukningunni.

Benedikt Orri Einarsson, fjármálastjóri Meniga.
Benedikt Orri Einarsson, fjármálastjóri Meniga.
Auglýsing

Íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Meniga hefur lokið við hluta­fjár­aukn­ingu upp á 7,5 millj­ónir evra, sem jafn­gildir 900 millj­ónum króna. Það er sænski fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Industri­fonden og núver­andi fjár­festar sem lögðu fram féð. Þeir eru Frum­tak, Kjöl­festa og Velocity Capi­tal frá Hollandi. Sam­hliða mun Sofia Erics­son frá Industri­fonden taka sæti í stjórn Meniga.

Bene­dikt Orri Ein­ars­son, fjár­mála­stjóri Meniga segir að til að byggja upp fyr­ir­tæki eins og Meniga, með háleit mark­mið um vöxt á erlendum mörk­uð­um, sé mik­il­vægt að geta fengið alþjóð­lega fjár­festa að borð­inu með sér­hæfða þekk­ingu. „Það er því ánægju­legt að bjóða Industri­fonden vel­kom­inn í sterkan hóp fjár­festa til áfram­hald­andi upp­bygg­ingar og vaxt­ar.“

Í til­kynn­ingu segir að fjár­mögn­un­inni sé ætlað að efla enn frekar sókn fyr­ir­tæk­is­ins á erlenda mark­aði en auk áherslu á heim­il­is­fjár­mála­hug­búnað hafi Meniga meðal ann­ars þróað neyslu­tengt til­boðs­kerf­i.„Til­boðs­kerf­inu er ætlað að hjálpa ein­stak­lingum og fjöl­skyldum að spara með sér­sniðnum til­boðum ásamt því að gera fyr­ir­tækjum kleift að nýta betur mark­aðsfé sitt með því að ná til réttra við­skipta­vina með beinum afslátt­um. Íslenskum not­endum Meniga stendur til boða að nýta sér slík til­boð, sem ganga undir heit­inu „Kjör­dæmi“ hér­lend­is, og aðrar lausnir Meniga gjald­frjálst á www.­meniga.is eða í Meniga app­inu fyrir iPhone og Android síma.“

Auglýsing

Meniga þróar heim­il­is­fjár­mála­lausnir fyrir banka og fjár­mála­stofn­anir sem not­aðar eru í næstu kyn­slóð net­banka til að stór­bæta þjón­ustu við við­skipta­vini. Meðal við­skipta­vina Meniga eru margir stærstu banka heims en þeirra á meðal eru Sant­ander, Commerz­bank, ING Direct og Intesa San­pa­olo. Þannig eru hug­bún­að­ar­lausnir Meniga not­aðar í net­bönkum í um 20 löndum með rúm­lega 40 millj­ónir virka not­end­ur.

Sofia Erics­son segir að Industri­fonden sé mjög spennt fyrir því fyrir þeim tæki­færum sem búa í gagna­drif­inni staf­rænni banka­starf­semi og „stolt af því að styðja við bakið á hinu frá­bæra teymi hjá Meniga.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None