Trump: „Allar siðaðar þjóðir“ taki höndum saman

Bandaríkjaforseti segir þjóðir heimsins verði að binda endi á blóðbaðið í Sýrlandi.

Mynd af Bashar Al Assad, forseti Sýrlands, á vegg í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Mynd af Bashar Al Assad, forseti Sýrlands, á vegg í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Auglýsing

„Allar sið­aðar þjóðir þurfa að taka höndum saman um að binda endi á blóð­baðið í Sýr­land­i.“ Þetta sagði Don­ald Trump, þegar hann svar­aði fyrir aðgerðir Banda­ríkja­hers gegn stjórn­ar­her Sýr­lands, en 59 flug­skeytum var skotið af her­skipum Banda­ríkj­anna á valin skot­mörk, meðal ann­ars á Shayrat flug­vell­inum við borg­ina Homs, en talið er að efna­vopn­um, sem drápu hið minnsta 80 óbreytta borg­ara í síð­ustu viku og þar á meðal meira en 20 börn, hafi verið skotið það­an. 

Trump sagði á blaða­manna­fundi, þar sem hann var með alla helstu ráð­gjafa sína sér við hlið, að fyrri til­raunir til að draga úr blóð­bað­inu í Sýr­landi hefðu ekki gengið nægi­lega vel, en nú væri nóg kom­ið. Nú þyrftu Banda­ríkin og banda­lags­þjóðir þeirra að taka saman hönd­um. Borg­ara­styrj­öldin í land­inu hefði magnað upp flótta­manna­vand­ann og það þyrfti að binda enda á blóð­bað­ið. 

Auglýsing
Áður en til flug­skeyta­árásanna kom lét Trump Rússa vita af því sem stæði til, að því er fram kemur í fréttum New York Times. Rússar hafa stutt stjórn­ar­her Sýr­lands undir stjórn Assads for­seta. 

Aðgerðir Banda­ríkj­anna fóru fram á sama tíma og opin­ber heim­sókn Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, stendur yfir í Banda­ríkj­un­um.

Vladímir Pútín for­seti Rúss­lands segir í yfir­lýs­ingu, sem vitnað er til á vef Wall Street Journal, að hann þessar aðgerðir Banda­ríkj­anna væru til þess fallnar að skaða sam­band Rúss­lands og Banda­ríkj­anna, og að þessar aðgerðir væru auk þess ekki í takt við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar. Þarna væri ein þjóð að gera árás á aðra, í órétti, og þetta myndi hafa afleið­ingar fyrir trú­verð­ug­leika sam­starfs ríkja þegar það kæmi að varn­ar­mál­um.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None