Bandaríkin hefja flugskeytaárás á Sýrlandsher Assads

Þetta eru fyrstu árásir Bandaríkjahers sem beinast beint gegn Sýrlandsher. Til þessa hafa aðgerðirnar beinst gegn ISIS.

Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í á sjöunda ár. Bandaríkin hafa ekki beitt sér beint gegn sýrlenskum stjórnvöldum fyrr en nú.
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í á sjöunda ár. Bandaríkin hafa ekki beitt sér beint gegn sýrlenskum stjórnvöldum fyrr en nú.
Auglýsing

Banda­ríkja­her hefur hafið loft­árásir á valin skot­mörk í Sýr­landi en um 50 Toma­hawk flug­skeytum var skotið á flug­velli, elds­neyt­is­birgðir og fleiri hern­að­ar­lega mik­il­væg skot­mörk, að því er segir á vef New York Times og breska rík­is­út­varps­ins BBC

Árás­irnar eru sagðar svar við efna­vopna­árás á óbreytta borg­ara í Sýr­landi í síð­ustu viku, en í henni dóu í það minnsta 72 óbreyttir borg­ar­ar, þar á meðal 20 börn. Stað­festar upp­lýs­ingar liggja þó ekki fyrir enn, þar sem fólks er enn saknað eftir árás­irn­ar. 

Flug­skeytin lentu meðal ann­ars á skot­palli á Shayrat flug­vell­in­um, nærri borg­inni Homs, en talið er að efna­vopn­unum hafi verið skotið það­an, að því er segir í frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC. 

Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur sagt að árásin í Sýr­landi hafi breytt við­horfi hans til stöðu mála í Sýr­landi, og segir hann fram­ferði stjórn­ar­hers Sýr­lands, undir stjórn Assads for­seta, algjör­lega ólíð­andi. Mestu banda­menn Sýr­lands­hers hafa verið Rúss­ar. 

Nikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, lét hafa eftir sér þegar hún ávarp­aði full­trúa aðild­ar­ríkja Sam­ein­uðu þjóð­anna, að nú væri mælir­inn fullur og ekki væri hægt að bíða lengur með aðgerðir gegn Sýr­lands­her Assads. „Hversu mörg börn þurfa að deyja áður en Rússar finna til ábyrgð­ar?“ sagði Haley.

Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra, lét hafa eftir sér fyrr í dag að Assads hefði ekk­ert hlut­verk í fram­tíð­inni í Sýr­landi. Eru þessi orð sögð end­ur­spegla þá stefnu­breyt­ingu sem orðið hefur í stefnu Trumps þegar kemur að Rússum og Sýr­landi, á síð­ustu dög­um. 

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, yfirgefur fund Öryggisráðsins.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None