Gunnar Smári hverfur frá Fréttatímanum

Gunnar Smári Egilsson segist ætla að sinna sinni blaðamennsku í tengslum við starf Sósíalistaflokksins Íslands.

Gunnar Smári og Þóra
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son er hættur afskiptum af Frétta­tím­an­um, sam­kvæmt færslu hans á Face­book. Í frétt RÚV kemur fram að útgáfan verði skorin niður í eina í viku, ef það gengur eftir að halda henni áfram.Hann var stærsti eig­andi útgáfu­fé­lags blaðs­ins með 46 pró­sent hluta­fjár, sam­kvæmt vef Fjöl­miðla­nefndar

Hluti starfs­manna hefur ekki enn fengið laun sín, sem áttu að koma um síð­ustu mán­að­ar­mót.

Í færslu sinni segir Gunnar Smári að hann ætli sér að halda áfram  með sína blaða­mennsku, en þá undir merkjum Sós­í­alista­flokks Íslands. 

Auglýsing

„Starfs­fólk Frétta­tím­ans berst nú við að halda áfram útgáfu blaðs­ins. Til­raunir til að tryggja und­ir­stöður þess á und­an­förnum vikum og mán­uðum leiddu til þess í síð­ustu viku að ég hætti afskiptum af blað­inu og félag­inu meðan lán­ar­drottn­ar, aðrir hlut­haf­ar, starfs­fólk og mögu­legir kaup­endur leit­uðu nýrra lausna. Sú ráð­stöfun var talin auka líkur á góðri lausn og var mér að sárs­auka­lausu.

Eins og sum ykkar vitið hef ég und­an­farið kannað mögu­leika á stofnun Sós­í­alista­flokks Íslands, að sumu leyti vegna þess að runnið hefur upp fyrir mér að þótt fjöl­miðlar séu óend­an­lega mik­il­vægir sam­fé­lag­inu er það sorg­lega lýj­andi hversu litlu þeir fá áork­að. Það kom ágæt­lega í ljós í síð­ustu viku þegar valda­mesta fólk lands­ins þótt­ist óend­an­lega hissa á hversu óheið­ar­lega var staðið að kaupum á Bún­að­ar­bank­anum þótt auð­skilj­an­legar frá­sagnir af þess­ari flettu hefðu verið birtar fyrir tólf árum. Og oft síð­an. Það er ljóst að við þurfum eitt­hvað meira til að breyta þessu sam­fé­lagi en að segja fréttir af því hversu gallað það er. Það er ekki nóg að reyna að hafa áhrif á umræð­una, við verðum að umbreyta upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins. Það er ekki nóg að benda á hversu spillt valda­stéttin er og hvernig hún færir eigur almenn­ings til sín og sinna, við verðum að taka völdin af þessu fólki. Það er ekki nóg að benda á hvernig órétt­látt þjóð­skipu­lag sviptir þús­undir mögu­leikum á mann­sæm­andi lífi og svipir mann­legri reisn, við verðum að taka þátt í bar­áttu þessa fólks með beinum og afger­andi hætti.

Liður í björgun Frétta­tím­ans var söfnun stuðn­ings frá almenn­ingi í gegnum hið óstofn­aða félag Frjáls fjöl­miðl­un. Ekk­ert af þeim fram­lögum var inn­heimt meðan óvissa var um áfram­hald­andi útgáfu blaðs­ins og ekk­ert af þeim verður inn­heimt á meðan enn er óvissa um útgáf­una eða um hvort blaðið verði áfram óháð og rit­stjórn þess starfi í almanna­þágu.

Ég óska Frétta­tím­anum langra líf­daga og starfs­fólk­inu ánægju­lega sam­fylgd. Sjálfur mun ég halda áfram að stunda mína blaða­mennsku, en þá í tengslum við starf Sós­í­alista­flokks Íslands,“ segir Gunnar Smári í færslu sinni.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None