Gunnar Smári hverfur frá Fréttatímanum

Gunnar Smári Egilsson segist ætla að sinna sinni blaðamennsku í tengslum við starf Sósíalistaflokksins Íslands.

Gunnar Smári og Þóra
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son er hættur afskiptum af Frétta­tím­an­um, sam­kvæmt færslu hans á Face­book. Í frétt RÚV kemur fram að útgáfan verði skorin niður í eina í viku, ef það gengur eftir að halda henni áfram.Hann var stærsti eig­andi útgáfu­fé­lags blaðs­ins með 46 pró­sent hluta­fjár, sam­kvæmt vef Fjöl­miðla­nefndar

Hluti starfs­manna hefur ekki enn fengið laun sín, sem áttu að koma um síð­ustu mán­að­ar­mót.

Í færslu sinni segir Gunnar Smári að hann ætli sér að halda áfram  með sína blaða­mennsku, en þá undir merkjum Sós­í­alista­flokks Íslands. 

Auglýsing

„Starfs­fólk Frétta­tím­ans berst nú við að halda áfram útgáfu blaðs­ins. Til­raunir til að tryggja und­ir­stöður þess á und­an­förnum vikum og mán­uðum leiddu til þess í síð­ustu viku að ég hætti afskiptum af blað­inu og félag­inu meðan lán­ar­drottn­ar, aðrir hlut­haf­ar, starfs­fólk og mögu­legir kaup­endur leit­uðu nýrra lausna. Sú ráð­stöfun var talin auka líkur á góðri lausn og var mér að sárs­auka­lausu.

Eins og sum ykkar vitið hef ég und­an­farið kannað mögu­leika á stofnun Sós­í­alista­flokks Íslands, að sumu leyti vegna þess að runnið hefur upp fyrir mér að þótt fjöl­miðlar séu óend­an­lega mik­il­vægir sam­fé­lag­inu er það sorg­lega lýj­andi hversu litlu þeir fá áork­að. Það kom ágæt­lega í ljós í síð­ustu viku þegar valda­mesta fólk lands­ins þótt­ist óend­an­lega hissa á hversu óheið­ar­lega var staðið að kaupum á Bún­að­ar­bank­anum þótt auð­skilj­an­legar frá­sagnir af þess­ari flettu hefðu verið birtar fyrir tólf árum. Og oft síð­an. Það er ljóst að við þurfum eitt­hvað meira til að breyta þessu sam­fé­lagi en að segja fréttir af því hversu gallað það er. Það er ekki nóg að reyna að hafa áhrif á umræð­una, við verðum að umbreyta upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins. Það er ekki nóg að benda á hversu spillt valda­stéttin er og hvernig hún færir eigur almenn­ings til sín og sinna, við verðum að taka völdin af þessu fólki. Það er ekki nóg að benda á hvernig órétt­látt þjóð­skipu­lag sviptir þús­undir mögu­leikum á mann­sæm­andi lífi og svipir mann­legri reisn, við verðum að taka þátt í bar­áttu þessa fólks með beinum og afger­andi hætti.

Liður í björgun Frétta­tím­ans var söfnun stuðn­ings frá almenn­ingi í gegnum hið óstofn­aða félag Frjáls fjöl­miðl­un. Ekk­ert af þeim fram­lögum var inn­heimt meðan óvissa var um áfram­hald­andi útgáfu blaðs­ins og ekk­ert af þeim verður inn­heimt á meðan enn er óvissa um útgáf­una eða um hvort blaðið verði áfram óháð og rit­stjórn þess starfi í almanna­þágu.

Ég óska Frétta­tím­anum langra líf­daga og starfs­fólk­inu ánægju­lega sam­fylgd. Sjálfur mun ég halda áfram að stunda mína blaða­mennsku, en þá í tengslum við starf Sós­í­alista­flokks Íslands,“ segir Gunnar Smári í færslu sinni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None