Hópurinn sem keypti í Borgun búinn að fá meira í arð en hluturinn kostaði

Ef Landsbankinn hefði haldið hlut sínum í Borgun í stað þess að selja hann haustið 2014 þá hefði bankinn verið búinn að fá allt söluverðið og 218 milljónir króna til viðbótar í arðgreiðslur frá fyrirtækinu.

Hópur fólks mótmælti sölunni á hlut Landsbankans í Borgun á sínum tíma. Á meðal þess sem stjórnendur Landsbankans voru ásakaðir um var spilling.
Hópur fólks mótmælti sölunni á hlut Landsbankans í Borgun á sínum tíma. Á meðal þess sem stjórnendur Landsbankans voru ásakaðir um var spilling.
Auglýsing

Samtals munu hafa verið greiddir 7,7 milljarðar króna í arðgreiðslur til eigenda Borgunar á síðustu þremur árum, verði fyrirliggjandi tillaga um arðgreiðslur samþykkt. Ef Landsbankinn, sem er nánast að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins, hefði haldið 31,2 prósent hlut sínum í fyrirtækinu hefði hlutdeild hans í umræddum arðgreiðslum numið 2,4 milljörðum króna.

Landsbankinn seldi hins vegar hlut sinn til hóps einkafjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014 fyrir 2.184 milljónir króna. Því hafa arðgreiðslurnar sem runnið hafa til nýrra eigenda að hlutnum frá því að hann var seldur verið 218 milljónir króna fram yfir það sem greitt var fyrir hlut ríkisbankans haustið 2014.

4,7 milljarða arðgreiðsla í ár

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að til standi að greiða hluthöfum Borgunar 4,7 milljarða króna í arðgreiðslur vegna frammistöðu fyrirtækisins á árinu 2016. Þær arðgreiðslur bætast við 800 milljóna króna greiðslur vegna ársins 2014 og 2,2 milljarða króna arðgreiðslu vegna ársins 2015. Samanlagt nema arðgreiðslurnar því 7,7 milljörðum króna. Íslandsbanki, sem er nú að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins, er stærsti eigandi Borgunar, með 63,5 prósent eignarhlut. Auk þess á Eignarhaldsfélagið Borgun 29,4 prósenta hlut og BPS ehf. fimm prósent hlut. Tvö síðarnefndu stóðu að kaupum á 31,2 prósent hlut Landsbankans í Borgun haustið 2014 á tæplega 2,2 milljarða króna. Á meðal þeirra sem tóku þátt í kaupunum var félag í eigu fjárfestisins Einars Sveinssonar, föðurbróður og fyrrverandi viðskiptafélagi Bjarna Benediktssonar, nú forsætisráðherra, Stálskip ehf. og Pétur Stefánsson ehf. Fyrir 31,2 prósent eignarhlut í Borgun hafa fengist 2,4 milljarðar króna í arðgreiðslur á síðustu þremur árum. Því hafa fjárfestarnir þegar fengið útlagt kaupverð til baka og grætt 218 milljónir króna í reiðufé á þeim rúmu þremur árum sem liðin eru síðan að kaupin voru frágengin.

Auglýsing

Kostaði Steinþór starfið

Borgunarmálið kostaði Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, starfið undir lok síðasta árs. Þá Ríkisendurskoðun nýverið birt svarta skýrslu um fjölmargar eignasölur Landsbankans á árunum 2010 og 2016 og gagnrýnt þær harðlega. Á meðal þeirra var salan á hlut í Borg­un.

Gagn­rýnin á bank­ann og stjórn­endur hans náði hámarki í mars 2016, þegar banka­ráð Lands­bank­ans greindi frá því að Banka­sýsla rík­is­ins hafi farið fram á það við sig að Stein­þóri yrði sagt upp störfum vegna Borg­un­ar­máls­ins. Enn fremur hafi stofn­unin farið fram á að for­maður og vara­for­maður banka­ráðs­ins myndu víkja. Ráðið varð ekki við því að segja upp banka­stjóra Lands­bank­ans. Þess í stað til­kynntu fimm af sjö banka­ráðs­mönnum Lands­bank­ans að þeir myndu ekki gefa kost á sér til end­ur­kjörs. Banka­sýslan hafn­aði því síðar að upp­sögn Stein­þórs hafi verið til skoð­unar hjá henni.

Lands­­bank­inn hefur stefnt Borgun hf., for­­stjóra Borg­unar hf., BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun slf. vegna sölunnar á fyrirtækinu. í tilkynningu sem send var út í fyrra vegna málshöfðunarinnar sagði: „Málið er höfðað til við­­ur­­kenn­ingar á skaða­­bóta­­skyldu stefndu. Það er mat bank­ans að hann hafi orðið af sölu­hagn­aði við sölu á 31,2% hlut sínum í Borgun hf. árið 2014. Bank­inn fékk ekki upp­­lýs­ingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og rétt­indi sem fylgdu hlutn­um, þ. á m. mög­u­­lega hlut­­deild í sölu­hagn­aði Visa Europe Ltd. við nýt­ingu sölu­réttar í val­rétt­­ar­­samn­ingi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.“

Hægt er að lesa tíu staðreyndir um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None