Borgun og Valitor búin að fá á annan tug milljarða vegna sölu á Visa Europe

Gustað hefur um Hauk Oddsson, forstjóra Borgunar, og Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna Borgunarmálsins svokallaða.
Gustað hefur um Hauk Oddsson, forstjóra Borgunar, og Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna Borgunarmálsins svokallaða.
Auglýsing

Íslensku greiðslu­korta­fyr­ir­tækin Borgun og Valitor hafa fengið að minnsta kosti ell­efu millj­arða króna greidda vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. Kaupin klár­uð­ust um síð­ustu mán­að­ar­mót og komu greiðsl­urnar til íslensku fyr­ir­tækj­anna í kjöl­farið í formi reiðu­fjár. Greiðsl­urnar voru aðeins hærri en Borgun og Valitor höfðu áður gefið út að þær yrðu en í staðin var fallið frá afkomu­tengdri greiðslu sem taka átti mið af afkomu Visa Europe næstu fjögur árin. Frá þessu er greint í DV í dag.

Þar er rætt við Hauk Odds­son, for­stjóra Borg­un­ar, sem stað­festir að greiðslan hafi borist og að sá hluti hennar sem hafi verið í reiðufé strax hafi verið hærri en þeir 33,9 millj­ónir evra, um 4,6 millj­arðar króna, sem áætlað hafði verið að hún yrði. Hann gat ekki sagt hversu miklu hærri hún hafi verið en stað­festi einnig að fallið hefði verið frá afkomu­tengdu greiðsl­unni. Viðar Þor­kels­son, for­stjóri Valitor, svar­aði ekki fyr­ir­spurn DV um greiðslu til fyr­ir­tæk­is­ins vegna sölu Visa Europe en í febr­úar síð­ast­liðnum upp­lýsti Valitor að hlutur fyr­ir­tæk­is­ins vegna sölu Visa Europe yrði 9,1 millj­arður króna. Þar af yrðu 6,8 millj­arðar greiddir í reiðufé og 2,3 millj­aðrar króna myndu koma síð­ar. Því er ljóst að sú greiðsla sem Borgun og Valitor fengu um síð­ustu mán­að­ar­mót var að minnsta kosti upp á rúma ell­efu millj­arða króna og lík­ast til hærri. 

Ríkið á mikla hags­muni undir í greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­unum tveim­ur. Íslands­banki er stærsti eig­andi Borg­unar með rúm­lega 63 pró­sent hlut og hann er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Lands­bank­inn, sem er sömu­leiðis rík­is­banki, gerði sam­komu­lag um hlut­deild í sölu­hagn­aði Valitor vegna sölu Visa Europe þegar bank­inn seldi sinn hlut í fyr­ir­tæk­inu til Arion banka en gerði ekki slíkt sam­komu­lag vegna sölu á hlut sínum í Borg­un. Þá á ríkið ríka hags­muni í Arion banka, eig­anda Valitor, þar sem hluti sölu­and­virðis hans rennur til rík­is­ins vegna þess sam­komu­lags sem gert var við kröfu­hafa Kaup­þings við upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna í lok síð­asta árs. Einn fjár­festa­hópur hagn­ast líka mjög vel, hópur sem fékk að kaupa hlut Lands­bank­ans í Borgun á mjög lágu verði í lok­uðu sölu­ferli síðla árs 2014.

Auglýsing

Borgun selt bak­við luktar dyr á mjög lágu verði

Borg­un­ar­málið svo­kall­aða er eitt stærsta frétta­mál und­an­far­inna ára á Ísland­i. Lands­­­bank­inn seld­i 31,2 pró­­­sent hlut sinn í Borgun til félags í eigu stjórn­­­enda fyr­ir­tæk­is­ins og ­með­­­fjár­­­­­festa þeirra þann 25. nóv­­­em­ber 2014 fyrir 2,2 millj­­­arða króna. Fjár­­­­­festa­hóp­­­ur­inn ­gerði fyrst til­­­­­boð í hlut­inn í mars 2014. Hlutur Lands­­­bank­ans, sem er að mest­u í rík­­­i­s­eigu, var ekki seldur í opnu sölu­­­ferli. Öðrum mög­u­­­lega áhuga­­­söm­um ­kaup­endum bauðst því ekki að bjóða í hlut­inn. Kjarn­inn upp­­­lýsti um það þann 27. nóv­­­em­ber 2014 hverjir hefðu verið í fjár­­­­­festa­hópnum og hvernig salan hefð­i ­gengið fyrir sig. Á meðal þeirra var föð­ur­bróðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Einar Sveins­son. Bjarni var spurður út í þetta í þætt­inum Sprengisandi í byrjun mars. Þar sagði hann engan gafa geta sýnt fram á að hann hafi komið að Borg­un­­ar­­mál­inu með nokkrum hætt­i. Þótt „ein­hver frændi“ hans hafi hagn­­ast þá geti hann ekki látið það trufla sig. Lands­­bank­inn hafi alfarið borið ábyrgð á mál­inu.

Í jan­úar var greint frá því að kaup Visa Inc. á Visa Europe gætu skilað Borgun og öðru íslensku greiðslu­korta­­­fyr­ir­tæki, Valitor, á annan tug millj­­­arða króna. Visa Inc. átti að greiða um þrjú þús­und millj­­­arða króna fyrir Visa Europe og það fé skipt­­­ast á milli þeirra útgef­enda Visa-korta í Evr­­­ópu sem eiga rétt á hlut­­­deild í Visa Europe. Lands­­­bank­inn átti hlut í bæði Borgun og Valitor. Þeg­ar ­bank­inn seldi hlut sinn í Borgun gerði hann ekki sam­komu­lag um hlut­­­deild í sölu­and­virði Visa Europe. Þegar hann seldi hlut sinn í Valitor í apríl 2015 ­gerði hann sam­komu­lag um við­­­bót­­­ar­greiðslu vegna þeirrar hlut­­­deildar Valitor í sölu­and­virði Visa Europe. Stjórn­­­endur Borg­unar hafa sagt að þeir hafi fyrst ­fengið upp­­­lýs­ingar um hugs­an­­­legan ávinn­ing fyr­ir­tæk­is­ins vegna söl­unar á Þor­láks­­­messu 2015.

Borgun hefur greitt eig­endum sínum þrjá millj­­arða í arð ­fyrir rekstr­­ar­árin 2014 og 2015. Á aðal­­fundi Borgun fyrr á þessu ári var ákveðið að greiða 2,2 millj­­arða í arð til hlut­hafa, vegna árs­ins 2015. Áður en kom til arð­greiðsl­unnar í fyrra, hafði ekki verið greidd­ur arður úr félag­inu frá árinu 2007. 

Banka­ráðs­menn hættu en banka­stjór­inn ekki

Banka­­sýsla rík­­is­ins, sem fer með eig­enda­vald rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, birti í mars ítar­­legt bréf sem það sendi banka­ráði Lands­­bank­ans vegna Borg­un­­ar­­máls­ins. Þar hafn­aði hún nær öllum rök­­semd­­ar­­færslum sem Lands­­bank­inn hefur teflt fram sér til varnar í mál­inu. Þar var enn frem­ur ­sagt að svör Lands­­bank­ans við þeirri gagn­rýni sem sett hefur verið fram á fram­­göngu hans hafi „ekki verið sann­­fær­and­i“.

Borg­un­ar­málið leiddi til þess að fimm af sjö banka­ráðs­­mönnum í Lands­­bank­­anum gáfu ekki kost á sér til end­­ur­­kjörs á aðal­­fundi bank­ans, sem hald­inn var 14. apr­íl. Á meðal þeirra var Tryggvi Páls­­son, for­­maður banka­ráðs­ins. Stein­þór Páls­­son, banka­­stjóri Lands­­bank­ans, neit­aði hins vegar hætta störf­um, en í yfir­lýs­ingu frá banka­ráðs­mönn­unum fimm var full­yrt að Banka­sýsla rík­is­ins hafi farið fram á afsögn Stein­þór­s. Banka­­sýslan hafn­aði því síðar að upp­­­sögn Stein­þórs hafi verið til skoð­unar hjá henni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None