Metvelta á hergagnamarkaði árið 2015

Bandaríkin og Rússland deila með sér sölu á meirihluta vopna í heiminum.

Sádí Arabía - her
Auglýsing

Her­gagna­mark­aður heims­ins velti 65 millj­örðum doll­ara árið 2015. Mark­að­ur­inn hefur aldrei velt jafn miklum fjár­mun­um. Lang stærsti kaup­and­inn var Sádí-­Ar­abía sem stækk­aði vopna­búr sitt gríð­ar­lega, eða um rúm­lega níu millj­arða Banda­ríkja­dala.

Sádí-­Ar­abía leiðir hern­að­ar­banda­lag ríkja sem vilja hafa áhrif á útkomu borg­ara­styrj­ald­ar­innar í Jemen. Til þess þurfti þetta víð­femasta land á Arab­íu­skaga að stækka vopna­búrið sitt. Aukn­ing inn­flutn­ings Sádí-­Ar­abíu á her­gögnum nam um það bil 50 pró­sent milli ára. Ann­ars hafa inn­kaup vopna auk­ist víða í Mið-Aust­ur­löndum og í Suð­aust­ur-Asíu.

Við­bótin í vopna­búr Sáda árið 2015 eru meðal ann­ars orustu­þot­ur, F-15 her­flug­vél­ar, þyrlur, nákvæm flug­skeyti, flý­gildi og eft­ir­lits­bún­að­ur. Ótryggt ástand í Mið-Aust­ur­löndum er einn hvatanna fyrir ríki til að auka við vopna­búr sitt. Írakar hafa eytt miklu í hernað und­an­farin ár og gerðu það einnig í fyrra. Íraks­her berst gegn hryðju­verka­mönnum í norð­an­verðu land­inu.

Auglýsing

Velta her­gagna­mark­að­ar­ins jókst um 10 pró­sent á milli ár, sam­kvæmt árlegri úttekt. Mark­að­ur­inn hefur ekki vaxið jafn mikið milli ára síð­ast­lið­inn ára­tug. Ind­land var næst stærsti kaup­andi vopna árið 2015; versl­aði fyrir nærri 4,5 millj­arða doll­ara.

Stærstu útflytj­endur vopna í heim­inum eru Banda­ríkin og Rúss­land. Sam­kvæmt árbók Alþjóða­friða­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar í Stokk­hólmi fyrir árið 2015 sem kom út í ár bera Banda­ríkin ábyrgð á 31 pró­sent alls útflutn­ings her­gagna á árunum 2010 til 2014. Rússar bera ábyrgð á 27 pró­sent á sama tíma­bili. Þar á eftir koma Kína, Þýska­land og Frakk­land með fimm pró­sent hlut­deild hvert.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None