Metvelta á hergagnamarkaði árið 2015

Bandaríkin og Rússland deila með sér sölu á meirihluta vopna í heiminum.

Sádí Arabía - her
Auglýsing

Her­gagna­mark­aður heims­ins velti 65 millj­örðum doll­ara árið 2015. Mark­að­ur­inn hefur aldrei velt jafn miklum fjár­mun­um. Lang stærsti kaup­and­inn var Sádí-­Ar­abía sem stækk­aði vopna­búr sitt gríð­ar­lega, eða um rúm­lega níu millj­arða Banda­ríkja­dala.

Sádí-­Ar­abía leiðir hern­að­ar­banda­lag ríkja sem vilja hafa áhrif á útkomu borg­ara­styrj­ald­ar­innar í Jemen. Til þess þurfti þetta víð­femasta land á Arab­íu­skaga að stækka vopna­búrið sitt. Aukn­ing inn­flutn­ings Sádí-­Ar­abíu á her­gögnum nam um það bil 50 pró­sent milli ára. Ann­ars hafa inn­kaup vopna auk­ist víða í Mið-Aust­ur­löndum og í Suð­aust­ur-Asíu.

Við­bótin í vopna­búr Sáda árið 2015 eru meðal ann­ars orustu­þot­ur, F-15 her­flug­vél­ar, þyrlur, nákvæm flug­skeyti, flý­gildi og eft­ir­lits­bún­að­ur. Ótryggt ástand í Mið-Aust­ur­löndum er einn hvatanna fyrir ríki til að auka við vopna­búr sitt. Írakar hafa eytt miklu í hernað und­an­farin ár og gerðu það einnig í fyrra. Íraks­her berst gegn hryðju­verka­mönnum í norð­an­verðu land­inu.

Auglýsing

Velta her­gagna­mark­að­ar­ins jókst um 10 pró­sent á milli ár, sam­kvæmt árlegri úttekt. Mark­að­ur­inn hefur ekki vaxið jafn mikið milli ára síð­ast­lið­inn ára­tug. Ind­land var næst stærsti kaup­andi vopna árið 2015; versl­aði fyrir nærri 4,5 millj­arða doll­ara.

Stærstu útflytj­endur vopna í heim­inum eru Banda­ríkin og Rúss­land. Sam­kvæmt árbók Alþjóða­friða­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar í Stokk­hólmi fyrir árið 2015 sem kom út í ár bera Banda­ríkin ábyrgð á 31 pró­sent alls útflutn­ings her­gagna á árunum 2010 til 2014. Rússar bera ábyrgð á 27 pró­sent á sama tíma­bili. Þar á eftir koma Kína, Þýska­land og Frakk­land með fimm pró­sent hlut­deild hvert.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None