Bankasýslan hafnar allri málsvörn Landsbankans

Fólk Mótmæli LAndsbanki
Auglýsing

Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning bankaráðs Landsbankans og stjórnenda hans fyrir sölu á 31,2 prósent hlut í Borgun á 2,2 milljarða króna í nóvember 2014 vera ófullnægjandi. Í ítarlegu svarbréfi sem stofnunin sendi bankaráði Landsbankans á föstudag, og var birt á vef hennar í morgun, er nær öllum röksemdarfærslum sem Landsbankinn hefur teflt fram sér til varnar í Borgunarmálinu hafnað. Þar er enn fremur sagt að svör Landsbankans við þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á framgöngu hans hafi „ekki verið sannfærandi“.

Bankasýslan gagnrýnir til að mynda rökstuðning bankans fyrir því að selja hlutinn í lokuðu söluferli, verklag við samningsgerð, málflutning hans um meintan söluþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu, verðmat á eignarhlutnum í Borgun og að Landsbankinn hafi komið sér í þá stöðu að eini viðsemjandi hans hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar.

Auglýsing

Niðurstaða Bankasýslunnar er sú að sölumeðferðin hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Af þeim sökum telur Bankasýsla ríkisins að bankaráð Landsbankans verði að grípa til „viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn tapaði vegna sölumeðferðarinnar. Fer stofnunin fram á að hluthöfum í Landsbankanum hf. verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við og ekki siðar en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl nk."

Hún hefur þegar sent bréf til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem stofnunin lýsir sömu niðurstöðu.

Slær niður alla málsvörn Landsbankamanna

Bankasýslan segir í bréfi sínu að Landsbankinn hafi haft fullnægjandi upplýsingar til að framkvæma verðmat á hlutnum í Borgun sem hann hafi verið sáttur við. „Að mati Bankasýslu ríkisins kemur það einnig fram í samskiptum Landsbankans við Samkeppniseftirlitið, sbr. bréf dags 7. febrúar 2014, að bankinn hafi talið sig geta falað viðhlítandi upplýsingar um Borgun og Valitor. Það má að lokum nefna að upplýsingaskortur seljanda ætti að vera rökstuðningur fyrir því að fara með eignarhlut í opið söluferli. Í þessu máli var það meira aðkallandi en ella, þar sem stjórnendur Borgunar voru hluti af kaupendahópnum, og opið söluferli hefði að einhverju leyti getað jafnað samningsstöðu aðila. Þá má einnig benda á að þrátt fyrir að Landsbankinn hafi borið fyrir sig upplýsingaskorti virðist bankinn aldrei hafa látið á það reyna hvort að það væri erfiðleikum bundið að afla upplýsinga um Borgun áður en útilokað var að fara með eignarhlutinn í opið söluferli“.

Bankasýslan fjallar einnig um meintan þrýsting Samkeppniseftirlitsins á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun, sem stjórnendur bankans hafa ítrekað borið fyrir sig, en Samkeppniseftirlitið neitað. Niðurstaða Bankasýslunnar er sú að það hefði verið mögulegt fyrir Landsbankann að fá aukinn tíma til að selja hlutinn samkvæmt þeirri sátt sem gerð hafi verið við Samkeppniseftirlitið.

Í svarbréfi Bankasýslunnar er svo fjallað um þau rök stjórnenda Landsbankans að hann hefði getað borið ábyrgð á aukinni áhættu sem skapast gæti í rekstri Borgunar, sem seljandi hlutanna. Þar er átt við að þau vaxtaráform sem Borgun var með á prjónunum hafi þótt áhættusöm, þótt þau hafi á endanum skilað miklum virðisauka. Bankasýslan hafnar þessum rökum sem ástæðu fyrir því að selja hlutinn í lokuðu söluferli frekar en opnu.

Landsbankinn hefur haldið því fram að ein ástæða þess að hluturinn var seldur í lokuðu útboði hafi verið sú að bankinn væri að tryggja sér viðunandi verð. Það byggist á því að söluverðið hafi verið fullnægjandi á grundvelli ákvörðunar Íslandsbanka að kaupa ekki hlutinn. Þessu hafnar Bankasýslan sem gildri röksemdarfærslu og segir að það sé „hæpið“ að álykta um söluverð með þessum hætti. Tilgangur opins söluferlis sé ekki síst að virkja fjárfesta og nýta samkeppni til að fá markaðsverð.

Stjórnendur Landsbankans bentu á í svarbréfi sínu vegna fyrirspurna Bankasýslunnar um málið að ströng skilyrði giltu um eignarhald á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki eins og Borgun. Bankasýslan hafnar þessu einnig sem rökum fyrir því að hluturinn var seldur í lokuðu ferli til stjórnenda Borgunar og meðfjárfesta þeirra. Í bréfi hennar til bankans segir að það sé Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi aðila til að fara með virkan eignarhlut, ekki seljenda þess hlutar.

Bankasýslan hafnar enn fremur þeirri röksemdarfærslu að hluturinn í Borgun hafi ekki verið fullnustueign og þar með hefði ekki þurft að setja hann í opið söluferli. Að mati hennar er vandséð hvaða rök séu fyrir því að hafa annan hátt á með sölu á öðrum eignum bankans en fullnustueignum. Stjórn hlutafélags eigi að hafa hagsmuni eigenda sinna í fyrirrúmi og stjórnendur Landsbankans hefði átt að vera ljóst að „ríkið hefur lagt mikla áherslu á gagnsæi og jafnræði við sölu eigna. Með því að hafa söluferlið opið og gefa öðrum aðilum þannig kost á að bjóða í eignarhlutina hefðu stjórnendur bankans og bankaráð unnið aframgangi þessara markmiða ásamt því að styrkja samningsstöðu sína. Í ljósi söluverðs eignarhlutanna er einnig ljóst að sá viðbótarkostnaður við að opna ferlið hefði vel getað verið réttlætanlegur.“

Rökstuðningur: Ófullnægjandi

Niðurstaða Bankasýslunnar er því skýr. Stjórnendum Landsbankans mátti vera það fullljóst, sérstaklega vegna þeirrar gagnrýni sem bankinn fékk þegar hann seldi Vestia á sínum tíma, og Kjarninn fjallaði nýverið ítarlega um  rökstyðja þyrfti sérstaklega öll frávik frá því að selja eignir í opnu söluferli. „Í tilfelli sölunnar á Vestia féllst Bankasýsla ríkisins á rökstuðning Landsbankans á grundvelli ákveðinna neyðarsjónarmiða. Í tilfelli sölunnar á Borgun telur stofnunin hins vegar rökstuðning bankans ófullnægjandi. Þannig bendir margt til þess að bankinn hafi dregið rangar ályktanir af samskiptum sínum við Samkeppniseftirlitið varðandi mögulega fresti og svigrúm til að selja eignarhlut sinn í félaginu.[...]Sömuleiðis er það mat stofnunarinnar að verklagi við samningsgerð Landsbankans hafi að sumu leyti verið ábótavant. Bankasýsla ríkisins telur það jákvætt að Landsbankinn hafi samið um hlutdeild í þátttöku Valitors vegna mögulegrar sölu á Visa Europe, en engin haldbær rök hafa komið fram fyrir því að hann hafi ekki gert sömu fyrirvara vegna sölunnar á Borgun, en sala eignarhluta á þessum tveimur félögum fór fram samhliða. Telur Bankasýsla ríkisins jafnframt að Landsbankinn sem stærsta fjármálafyrirtæki landsins geti ekki borið fyrir sig grandleysi annarra kaupenda á eignarhlutum í Borgun.“

Bankasýslan segir einnig að spurningar hafi vaknað um verðmat Landsbankans á eignarhlutnum í Borgun. Í svarbréfi bankans við fyrirspurnum stofnunarinnar hafi komið fram að bankinn hafi aðallega verðmetið eignarhlutinn miðað við áætlaðar arðgreiðslur frekar en svokallað V/H hlutfall. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp núverandi markaðsvirði félagsins sem verið er að kaupa miðað við óbreyttan hagnað þess. Auk þess hafi birst upplýsingar opinberlega um að verðmæti alls hlutafjár í Borgun hafi aukist mun meira en virði skráðra hlutabréfa á Íslandi frá því að Landsbankinn seldi hlut sinn. „Það hefur valdið því að traust til bankans og stjórnenda hans hefur beðið hnekki. Hefði Landsbankinn selt hluti sína í opnu og gagnsæju ferli þar sem markaðurinn hefði verðlagt bréfin má ætla að það hefði ekki gerst.“

Í bréfi Bankasýslunnar kemur fram að það sé gagnrýnisvert að Landsbankinn hefði komið sér í þá stöðu að eini viðsemjandi hans í söluferlinu væri fjárfestahópur sem innihélt m.a. stjórnendur Borgunar.  Þá hafi svör bankans við þeirri gagnrýni sem salan hefur hlotið ekki verið sannfærandi. Bankasýslan telur að hafi Landsbankinn athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun þá eigi bankinn að leita „réttar síns ef hann telur tilefni til“.

Sölumeðferðin hafi þar af leiðandi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Af þeim þeim sökum telur Bankasýsla ríkisins að bankaráð Landsbankans verði að grípa til „viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn tapaði vegna sölumeðferðarinnar. Fer stofnunin fram á að hluthöfum í Landsbankanum hf. verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við og ekki siðar en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl nk."

Landsbankinn hefur þegar sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist ætla að verða við þessari kröfu og að viðbrögð hans verði birt opinberlega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None