Er fólk búið að fá nóg af frjálslyndi og lýðræði?

Sú tilhneiging birtist oftar og oftar í stjórnmálum nútímans að kallað er eftir sterkum leiðtoga til að taka erfiðar ákvarðanir sem hefðbundnir stjórnmálamenn hafi ekki getu, vilja eða þor til að taka. En er einráður leiðtogi svarið?

Máflutningur Donald Trump hefur á tíðum snúist um að brjóta á grundvallarmannréttindum til að ná fram lausn á þeim vandamálum sem hann segir að fyrir hendi séu.
Máflutningur Donald Trump hefur á tíðum snúist um að brjóta á grundvallarmannréttindum til að ná fram lausn á þeim vandamálum sem hann segir að fyrir hendi séu.
Auglýsing

Nú í aðdrag­anda ­for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­unum birt­ist skýrt sú til­hneig­ing kjós­enda að líta svo á að sam­fé­lagið þarfn­ist öfl­ugs leið­toga, jafn­vel ein­valds. Ein ástæð­an ­gæti verið að hinir hefð­bundnu stjórn­mála­menn séu taldir gagns­laus­ir, ýmist ­spilltir eða ragir við að taka óvin­sælar ákvarð­anir vegna þess sem stundum er ­nefnt póli­tískur rétt­trún­að­ur. Þess vegna þarfn­ist þjóð­fé­lagið ein­hvers sem hlusti ekki á neitt kjaftæði heldur láti verkin tala og sé óhræddur við að taka af skar­ið. Það sé nauð­syn­legt að taka ákvarð­anir sem, þrátt fyrir að brjóta ­jafn­vel í bága við grund­vall­ar­mann­rétt­indi, séu besta lausnin þegar upp sé ­stað­ið.

Þetta rímar við upp­gang and­lýð­ræð­is­legra ­stjórn­málafor­ingja og -hreyf­inga með fasíska til­burði, sér í lagi í Aust­ur-­Evr­ópu. Auk­inn flótta­manna­vandi og meint hryðju­verkaógn eru vatn á myllu þess­ara hreyf­inga  því auð­velt er að ­magna upp ótta fólks sem þá verður ginn­keypt­ara fyrir þeim ein­földu lausnum sem ­boð­aðar eru. Þar má nefna herta útlend­inga­lög­gjöf og aukin völd rík­is­ins, lok­aðri landa­mæri með bygg­ingu veggja eða úrsögn úr alþjóða- eða landamæra­sam­starfi.

Auglýsing

Þá fer þetta ­fer saman við að skarp­ari átaka­línur eru dregnar í stjórn­mál­um, þeir sem eru ekki í þínu liði er þá gjarnan útmál­aðir sem óvinir rík­is­ins eða þjóð­ar­innar og ­skoð­anir þeirra sagðar hættu­leg­ar, í besta falli óþjóð­leg­ar.

Aukið lýð­ræði og friður – bakslag í segl­in?

Ein­ræð­istil­burð­ir, lokuð landa­mæri og ein­angr­un­ar­stefna eru tæp­lega nýtil­komin fyr­ir­bæri í ver­ald­ar­sög­unni. Þetta hefur ekki ein­ungis tíðkast í for­tíð­inni eða fjar­læg­um, van­þró­uðum ríkjum heldur einnig nær okk­ur, bæði í rúmi og tíma, lík­lega nær en ­fólk almennt áttar sig á. Við þekkjum öll nýleg dæmi um slíkt stjórn­ar­far. Þrátt ­fyrir að heim­ur­inn hafi færst í rétta átt til auk­ins frels­is, lýð­ræðis og opn­ari tengsla milli ríkja er þró­unin ekki línu­leg. Nú má segja að eftir tíma­bil und­an­far­inna ára­tuga sem ein­kennst hefur af frjáls­lyndi og lýð­ræð­isum­bót­um, með­ mis­miklum árangri þó, sé komið ákveðið bakslag í segl­in.

Margir Evrópubúar þekkja einræði ágætlega frá eftirstríðsárunum. Berlínarmúrinn var holdgervingur þess járnstjalds sem sett var upp milli austurs og vesturs.Frá­ ­sjón­ar­hóli Vest­ur­landa­búa tók lýð­ræði, með frið­sam­legum ríkja­sam­skipt­um, að ­þró­ast hratt á Vest­ur­löndum á seinni hluta tutt­ug­ustu aldar eftir hörm­ung­ar­tíma ein­ræð­is­stjórna á þeim fyrri – talað var um enda­lok til­tek­innar heims­myndar og bjart­sýni ríkt­i. ­Fyrrum ráð­stjórn­ar­ríki í Aust­ur-­Evr­ópu fylgdu í kjöl­farið og keppt­ust við að vera með í lýð­ræð­is­veisl­unni. Ríkin sem áður til­heyrðu Júgóslavíu undir stjórn­ ­Títós á Balkanskaga fóru í gegnum hreins­un­ar­eld stríðs­á­taka og hafa sum hver ­gengið í Evr­ópu­sam­bandið og önnur sótt um aðild. Og eftir ára­tuga borg­ara­stríð komst almennt friður á í ríkjum Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku.

Þegar kom fram á 21. öld dró einnig til tíð­inda í ríkjum Norð­ur­-Afr­íku, Arab­íu­skaga og Mið-Aust­ur­lönd­um, það sem kallað var Arab­íska vorið, hvar ein­ræð­is­herrum var komið frá völd­um. Hreyf­ingin sem hófst í Tún­is, hélt áfram í Egypta­landi, og gaf fólki vonir um umbylt­ingu í stjórn­ar­háttum virt­ist ætla að breið­ast út, ­jafn­vel til Sýr­lands, en reynd­ist þó skamm­góður verm­ir. Það fjar­aði und­an­ þess­ari þró­un, her­inn tók aftur völdin í Egypta­landi og þar er nú við völd mað­ur­ ­sem seg­ist muni fjar­lægja af yfir­borði jarðar nokkurn þann ­sem ógni rík­inu (hon­um).

Rúss­ar, ­sem voru á tíma­bili komnir með annan fót­inn í banda­lag með Vest­ur­lönd­um, hafa ­stigið nokkur skref til baka frá lýð­ræð­isum­bótum undir stjórn Vla­dimírs Pútín. Svo virð­ist sem hann skapi sér vin­sældir á ólík­leg­ustu stöð­um, ekki síst hjá þeim sem finna vest­rænni sam­vinnu allt til for­áttu, því Pútín er óhræddur við að standa uppi í hár­inu á vest­rænum ráða­mönn­um. Þar virð­ist þá engu skipta ógn­andi og óásætt­an­leg fram­koma rúss­neskra stjórn­valda í utan­rík­is- eða ­mann­rétt­inda­mál­um.

Jafn­fram­t virð­ist ákveð­inn hópur vera kom­inn með nóg af frjáls­ræð­is­þró­un­inni í sum­um ­ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu. Þar má nefna Pól­land þar sem stjórn­völd sýna ótví­ræða ein­ræð­istil­burði. Það sama er upp í ten­ingnum í Ung­verja­landi þar sem Victor Orban rík­ir. Hann hefur lýst yfir hnignun frjáls­lyndra lýð­ræð­is­ríkja og hamp­að ­stjórn­völdum þar sem ein­ræði er raun­in, eins og Rúss­landi, Tyrk­landi, Malasíu og Kína.

Er þetta líka svona á Íslandi?

Það væri of­sögum sagt að þetta sé að ger­ast á Íslandi. Þó má sjá ákveðna til­hneig­ingu í þá átt að stjórn­völd reyni að kveða niður gagn­rýn­is­raddir án mál­efna­legrar um­fjöll­un­ar. Tals­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafa m.a. haft í hót­unum við Rík­is­út­varpið vegna frétta­flutn­ings þess eða kallað eftir brott­rekstri háskóla­kenn­ara vegna gagn­rýnna ­skrifa hans um Fram­sókn­ar­flokk­inn. Einnig hefur verið vísað til mik­il­væg­is þess að hér ríki til­tekin sam­fé­lags­sátt, gagn­rýni á stjórn­völd eða bylt­ing­ar­kenndar hug­myndir stjórn­mála­flokka eins og Pírata sé ein­hvers konar aðför að til­teknum sam­fé­lags­gildum og jafn­vel ógn við lýð­ræð­ið.

For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði nýlega í til­efni mál­þófs ­stjórn­ar­and­stöð­unnar á Alþingi að virða þyrfti nið­ur­stöðu kosn­inga, læsi fólk ­stjórn­ar­skrána væri skýrt að meiri­hlut­inn réði, en á Alþingi virt­ust gilda önnur lög­mál. Það má taka undir það sjón­ar­mið að mál­þóf sé ekki endi­lega besta ­leiðin til að tryggja lýð­ræði. Þessi við­horf end­ur­spegla þó þann skiln­ing á lýð­ræð­inu að þar hljóti meiri­hluti sem kos­inn er til valda í lýð­ræð­is­leg­um ­kosn­ingum að vera nán­ast ein­ráður um völd, minni­hlut­inn verði í raun bara að ­sætta sig við að hafa orðið und­ir.

Rök­styðja má að þetta sé tals­verð afbökun á því hvernig lýð­ræð­is­leg umræða og -stjórn­ar­hættir ættu að virka eins og bent er á hér. Segja má að stjórn­mál ein­kenn­ist af við­ur­kenn­ingu á til­vist ann­arra við­horfa og hags­muna. Því skuli stefna að því að reyna að kom­ast að ein­hverri nið­ur­stöðu sem flestir geta sætt sig við. Hugs­an­lega liggur feg­urðin í lýð­ræð­inu einmitt í ófull­kom­leika þess, að það mun alltaf verða ­mála­miðl­un, miðju­moð og heitar umræð­ur.

Þess vegna mun aldrei ríkja sú algera sátt um alla hluti sem stundum er ­kallað eftir og ekki er nauð­syn­legt að tryggja að allt sé til fyr­ir­mynd­ar ­sam­kvæmt nákvæmri for­skrift ákveð­ins hóps – þaðan af síður ein­stak­lings. Slíkt hefur verið reynt og hefur væg­ast sagt tek­ist mjög illa til. Þess vegna hafa ­menn kom­ist að því að þrátt fyrir allt ves­enið sé lýð­ræðið þrátt fyrir allt best­i ­kost­ur­inn. 

Hvers vegna þrífst þá ein­ræði eða alræði, hvers ­vegna vill fólk sterkan leið­toga?

Eitt aðal­at­riðið hér er það sem kalla mætti sið­vit­und sam­fé­lags­ins og hvernig stjórn­mála­mönnum tekst að telja fólki trú um að þeirra stefna end­ur­spegli hana. Eins og fram kemur í sam­ræð­unum á milli Gorg­í­asar og Sókratesar taldi Gorg­ías sig geta gert hvern þann sem hann kenndi mælsku­list að mælsku­manni sem gæti sann­fært fjöld­ann um hvað sem væri án þess að vita í raun mikið um mál­ið. Mælsku­maður gæti þannig ver­ið ­trú­verð­ugri en læknir þótt umræðu­efnið væri  lækn­is­fræði og lækn­ir­inn vissi í raun mun ­meira.

Sé horft til kosn­inga­bar­átt­unnar í Banda­ríkj­unum í dag virð­ist þessi eld­gamli vís­dómur í fullu gildi því þar leyfa fram­bjóð­endur sér að skil­greina veru­leik­ann eft­ir eigin höfði, mála ver­öld­ina í ein­földum litum – stundum bara svart­hvítum – sem virð­ist eiga greiða leið að ákveðnum hópi kjós­enda. Frjáls­lyndi og lýð­ræði sem veldur hryðju­verkaógn, straumi inn­flytj­enda og atvinnu­leysi, hefur þá ekki ­mikið vægi í hugum fólks.

Þessi að­ferð, að taka sér eins konar skil­grein­ing­ar­vald, er alþekkt og var í raun grund­völlur alræð­is­stjórn­ar­fars­ins á dögum Stalíns í Sov­ét­ríkj­un­um, sem er eitt ýktasta dæmi um hvernig slíkt stjórn­ar­far þró­ast. Yfir­vald­ið, ein­ræð­is­herrann Sta­lín í þessu til­felli, gat skil­greint hvað var rétt og rangt, úthýst hin­u ó­æski­lega og tekið á dag­skrá það sem við­eig­andi þótti sam­kvæmt hug­mynd­inni um hið end­an­lega full­komna sam­fé­lag.

Þetta má vel heim­færa á nútím­ann, því í ástand­inu sem nú ríkir má ætla að erfitt sé fyr­ir­ hinn almenna borg­ara að gera grein­ar­mun á sann­leika og lygi. Nú sem þá er með­ ­skjótum hætti hægt að snúa orð­ræð­unni á þann veg að fundnir eru söku­dólgar, að­ferð sem krefst ekki mik­illar rök­rænnar skil­grein­ing­ar. Þessi aðferð hentar því ekki ein­ungis æðstu vald­höfum heldur hópum á öllum stig­um. Hinn almenni borg­ari á þannig auð­velt með að finna skýr­ingu á bágum kjörum sín­um, t.d. vegna auk­ins ­fjölda inn­flytj­enda.  

Donald Trump tekur sér oft skilgreiningarvald í ræðum sínum. MYND:EPAÞeg­ar ­talað er í anda Don­alds Trump, eða Vict­ors Orbans í Ung­verja­landi, taka menn ­sér rétt­inn til skil­grein­ingar á sam­fé­lag­inu, hvað það sé sem geri það gott og eft­ir­sókn­ar­vert eða hvað það sé sem ógnar því. En þarna má jafn­framt spyrj­a hvort veru­leiki okkar sé almennt á ein­hvern hátt fyr­ir­fram skil­greindur – sem ­síðan komi í veg fyrir að við myndum okkur sjálf­stæðar skoð­an­ir. Megum við mót­mæla, ­gengur það gegn ein­hvers konar sátt­mála að vera með upp­steyt og rugga bátn­um?

Við erum hrein­lega of upp­tekin og of þreytt til að nenna að standa í þessu

Aðal­at­riðið er kannski þetta, að fæst myndum við okkur skoð­anir í tóma­rúmi og hinn vinnulún­i al­menni borg­ari hefur hvorki tíma né burði til að leggj­ast í rann­sóknir á því hvað af því sem kemur fram í opin­berri umræðu eigi fót­festu í raun­veru­leik­an­um og hvað ekki. Þess vegna eiga stjórn­mála­menn sem mála ver­öld­ina í ein­föld­um litum svo auð­velt með að móta umræð­una og mata fólk á því sem þeim sýn­ist. Venju­leg­t ­fólk sem er upp­tekið af lífs­bar­átt­unni hefur hrein­lega ekki orku aflögu til að pæla of mikið í hlut­unum og þeim sem kemur með lausn­ina á silf­ur­fati, og seg­ist ætla að sjá um þetta fyrir þig, er því tekið fagn­andi. Það er hvort sem er alltaf hægt að skipta um rás á sjón­varp­inu, koma sér betur fyrir í sóf­anum og fá sér­ eitt­hvað gott í svang­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None