Var ætlunin að myrða umdeildan stjórnmálamann

Réttarhöld vegna ódæðisverkanna sem framin voru í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári síðan eru hafin. Sá sem framdi voðaverkin er látinn. Þeir sem eru á sakamannabekk eru meintir vitorðsmenn hans.

Mikil öryggisgæsla, og áhugi frá fjölmiðlum, er á réttarhöldunum.
Mikil öryggisgæsla, og áhugi frá fjölmiðlum, er á réttarhöldunum.
Auglýsing

Rétt­ar­höld vegna til­ræð­anna í Kaup­manna­höfn í febr­úar í fyrra, þar sem tveir lét­ust og nokkrir ­særð­ust hófust í vik­unni. Sá sem stóð að til­ræð­unum er þó ekki fyrir rétt­in­um, hann féll fyrir byssu­kúlum lög­reglu.

Við upp­haf rétt­ar­hald­anna  sem danskir fjöl­miðlar kalla stærsta hryðju­verka­mál í sögu Dan­merkur kom fram að að til­ræð­is­mað­ur­inn Omar El-Hussein kynnti sér meðal ann­ars sér­stak­lega upp­lýs­ingar um stjórn­mála­mann­inn Mog­ens Camre. Það gerði hann eftir að hann hafði orðið manni að bana við sam­komu­hús í Kaup­manna­höfn 14. febr­úar í fyrra en áður en hann skaut vörð við sam­komu­hús ­gyð­inga í borg­inn­i.  Rétt­ar­höldin eiga að standa í einn mánuð og dóms er að vænta í sept­em­ber.

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag hófust í Kaup­manna­höfn rétt­ar­höld ­yfir fjórum mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa vitað um og  að­stoðað Omar El-Hussein við und­ir­bún­ing til­ræðis sem hann framdi við bæna­hús gyð­inga í Krystal­gade skömmu eft­ir mið­nætti sunnu­dag­inn 15. febr­úar 2015. Omar El-Hussein féll fyrir skot­u­m lög­reglu nokkrum klukku­stundum síðar á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn. Síð­deg­is þennan sama dag hand­tók lög­reglan fjóra menn, tveimur var fljót­lega sleppt en hinir tveir hafa setið í gæslu­varð­haldi síð­an. Fimmti mað­ur­inn var hand­tek­inn seint í febr­úar í fyrra en hann var síðar lát­inn laus. Tveir menn til við­bót­ar voru hand­tekn­ir, 19. og 20. mars í fyrra og hafa setið inni síð­an.

Auglýsing

Menn­irn­ir fjór­ir, sá yngsti tví­tugur og sá elsti rúm­lega þrí­tug­ur, þekktu allir Omar El-Hussein. Allir höfðu þeir áður kom­ist í kast við lögin og setið inni um lengri eða ­skemmri tíma. Einn úr hópnum hafði hlotið dóm fyrir inn­brot sem hann framd­i á­samt Omari El-Hussein og sá elsti hefur tengst þekktum afbrota­sam­tökum og var ný­kom­inn úr fang­elsi.

Kom ekki öllum á óvart

Á öðrum degi rétt­ar­hald­anna yfir fjór­menn­ing­unum kom fram að kannski hefðu fregnir af til­ræð­unum 14. og 15. febr­úar í fyrra ekki komið öllum á óvart. Einn sak­born­ing­anna greindi frá því fyrir rétt­inum að í Mjølnerpar­ken hverf­inu á Norð­ur­brú hefði verið á sveim­i orðrómur þess efnis að ein­hver, sumir nefndu Omar El-Hussein, hefði í hyggju að fremja hryðju­verk af svip­uðu tagi og átt höfðu sér stað í París rúmum mán­uð­i ­fyrr. 

Þessi sak­born­ing­ur, nefndur LE fyrir rétt­in­um, hafði áður sagt þetta sama við yfir­heyrslur lög­reglu skömmu eftir að hann var hand­tek­inn 15. febr­úar í fyrra. LE er yngstur sak­born­ing­anna fjög­urra og hann var yfir­heyrður allan föstu­dag­inn, ­með stuttum hlé­um. Full­trúi ákæru­valds­ins gekk mjög hart að LE með spurn­ing­um sínum en LE bar iðu­lega við minnis­leysi. Sak­sókn­ari minnti hann þá á að marg­t af því sem hann segð­ist ekki muna núna hefði hann munað mjög vel við ­yf­ir­heyrslur lög­reglu.

Ákæru­valdið vel und­ir­búið

Rúmt ár er liðið frá til­ræð­unum í Kaup­manna­höfn. Á fyrstu tveimur dögum rétt­ar­hald­anna kom glögg­lega í ljós að ákæru­valdið hefur ekki setið auðum höndum við und­ir­bún­ing máls­ins.

Omar El-Hussein framdi hryðjuverkin. Hann var hins vegar skotinn til bana í kjölfar þeirra. Nú er réttað yfir meintum vitorðsmönnum hans.Í rétt­inum var lagður fram fjöld­inn allur af mynd­bands­upp­tökum sem sýna ferð­ir ­LE, Omars El-Hussein og hinna þriggja sak­born­ing­anna fyrir og eftir til­ræð­in. Iðu­lega hefur verið um það deilt hvort allur sá ara­grúi mynda­véla sem er að finna í Kaup­manna­höfn þjóni til­gangi og þá hvaða til­gangi og enn­fremur hvort slík­ar ­upp­tökur séu í raun lög­leg­ar. Full­trúar lög­reglu og ákværu­valds hafa í þessu ­máli kært sig koll­ótta um slíkt tal og mynd­bands­upp­tök­urnar eru eitt hel­sta ­gagn sak­sókn­ara. Af frá­sögnum fjöl­miðla sem fylgj­ast grannt með gangi mála í rétt­ar­salnum hefur tek­ist að fylgja fjór­menn­ing­unum og Omari El-Hussein nánast hvert fót­mál fyrir til­stilli mynda­vél­anna.

Tölv­urnar segja sína sögu

Við ­rann­sókn máls­ins hefur komið í ljós að til­ræðið við sam­komu­húsið Krudttønden á Aust­ur­brú var vand­lega und­ir­bú­ið af hálfu Omars El-Hussein. Í tölvum sem lög­reglan lagði hald á sést að hann hefur skoðað sam­komu­húsið vel og vand­lega á mynd­um, kynnt sér vel inn og ­út­göngu­leiðir húss­ins, dag­skrána 14. febr­úar í fyrra og enn­fremur upp­lýs­ing­ar um sænska teiknar­ann Lars Vilks sem átti að vera aðal­ræðu­maður á fundi um tján­ing­ar­frelsi þennan eft­ir­mið­dag. Ákæru­valdið telur að ætlun Omars El-Hussein hafi verið að ráða teiknar­ann af dög­um, og kannski fleiri við­stadda. 

Sú áætl­un ­fór hins­vegar úr skorðum þegar í ljós kom að lög­reglu­vörður var við húsið en Omar El-Hussein skaut kvik­mynda­gerð­ar­mann­inn Finn Nörgaard, sem lést ­sam­stund­is, og særði tvö lög­reglu­menn  áður en hann lagði á flótta. Rann­sókn á tölvum sýndi enn­fremur að Omar El-Hussein hafði skoðað myndir og kynnt sér upp­lýs­ingar um  ­fyrr­ver­andi for­mann sam­taka um prent­frelsi, Lars Hedegaard, en hann hefur marg­sinnis í ræðu og riti gagn­rýnt skoð­anir og við­horf múslima.

Hvað vissu fjór­menn­ing­arn­ir?

Rann­sókn lög­regl­unnar vegna rétt­ar­hald­anna sem nú eru hafin hefur fyrst og fremst bein­st að þætti fjór­menn­ing­anna. Hvað vissu þeir, hjálp­uðu þeir Omari El-Hussein við að skipu­leggja til­ræð­in, einkum hið síð­ara, keyptu þeir fyrir hann föt sem hann ­klædd­ist eftir fyrra til­ræð­ið, hjálp­uðu þeir honum að losna við byss­una sem hann not­aði í til­ræð­inu við sam­komu­hús­ið. Vissu þeir að hann ætl­aði ekki að láta staðar numið eftir fyrra til­ræð­ið? Fögn­uðu þeir með honum þegar hann sagð­i þeim frá til­ræð­inu í Krystal­ga­de?

Um þessar spurn­ingar og margar fleiri snú­ast rétt­ar­höld­in.

Riffill­inn, jakk­inn og húfan

Eft­ir ­fyrra til­ræðið hitti Omar El-Hussein fjór­menn­ing­ana sem í rétt­ar­höld­unum ganga undir nöfn­unum LE, BH, IA og MR. Fyrst einn eða tvo þeirra í heima­húsi við Mjølnerpar­ken á Norð­ur­brú en síðan bættu­st hinir í hóp­inn. Á mynd­bands­upp­tökum sést einn fjór­menn­ing­anna kaupa hlið­ar­tösku í Fötex verslun á Mimers­gade á Norð­ur­brú, sömu tösk­una og Omar El-Hussein var ­með þegar hann framdi síð­ara til­ræðið í Krystal­ga­de. 

I Mimer­spar­ken fann lög­reglan síðar húfu og trefil sem Omar El-Hussein bar við fyrra til­ræðið og enn­fremur jakka og síð­ast en ekki síst riffil­inn sem hann not­aði þá. Á mynd­um ­sést þegar tveir hinna ákærðu koma gang­andi að  end­ur­vinnslu­stöð i Mimer­spar­ken. Þar kom að ­þriðji mað­ur­inn, sem lög­reglan hefur ekki sagt hver sé, sá var með aflangan ­poka sem hann los­aði sig við í tunnu eða gám. Í pok­anum var riffill­inn. Við ­yf­ir­heyrslur fyrir rétt­inum kvaðst LE, einn þeirra sem þarna var, ekki muna glöggt eftir þessu og ekki haft hug­mynd um hvað í pok­anum var.

Net­kaffið og Mog­ens Camre

Um ­klukkan níu að kvöldi 14. febr­úar kom Omar El-Hussein á net­kaffið Powerplay á Norð­ur­brú. Þar hitti hann fjór­menn­ing­ana og af mynd­bands­upp­tökum og athug­unum á tölvum sést að Omar El-Hussein ásamt fjór­menn­ingum hefur skoðað myndir af ­sam­komu­húsi gyð­inga í Krystal­gade og dag­skrána þar. 

Mogens Camre er umdeildur stjórnmálamaður sem hefur gagnrýnt innflytjendamál í Danmörku harkalega.Við rétt­ar­haldið sl. ­föstu­dag var enn­fremur greint frá því, sem ekki hafði komið fram áður, að Omar El-Hussein hefði í tölvu aflað sér upp­lýs­inga um stjórn­mála­mann­inn Mog­ens Cam­re, hvar hann byggi o.s.frv. Mog­ens Camre var um ára­bil þing­mað­ur­ sós­í­alde­mókrata en gekk síðar í Danska Þjóð­ar­flokk­inn. Hann hefur iðu­lega tek­ið stórt uppí sig um mál­efni inn­flytj­enda, einkum og sér­ílagi múslima. Omar El-Hussein skoð­aði líka upp­lýs­ingar um for­mann Peg­ida sam­tak­anna sem eru andsnúin múslimum og enn­fremur upp­lýs­ingar um sölu­turn á Vest­ur­brú þar sem franska teikni­mynda­tíma­ritið Charlie Hebdo hefur verið selt.

Net­kaffið aftur      

Rúm­um ­klukku­tíma eftir seinna til­ræð­ið, í Krystal­ga­de, kom Omar El-Hussein aftur á net­kaffið Powerplay. Þar hitti hann tvo fjór­menn­ing­anna. Eftir að þeir höfð­u heils­ast fóru þeir inn í bak­her­bergi á staðnum (kallað VIP her­bergi) til að tala sam­an.  Þeir slökktu ljósið, kannski til að eft­ir­lits­mynda­vélar sæju ekki til þeirra. Það breytti hins­vegar eng­u, ­vél­arnar sáu og skráðu eftir sem áður.

Eng­ar hljóð­upp­tökur eru til af því sem þarna fór fram en á mynd­unum sést Omar El-Hussein tala og með því að lesa í handa­hreyf­ingar má geta sér þess til að hann sé að segja frá því að haldið sé á byssu. Annar hinna virð­ist svo með­ hægri hendi sýna að skorið sé á háls. Þetta sem þarna fór fram kvaðst sá sem ­yf­ir­heyrður var ekki muna gjörla. Á net­kaff­inu dvöld­ust þeir þre­menn­ing­arn­ir ­drjúga stund, ákæru­valdið hefur ekki enn upp­lýst nánar um það sem svo gerð­ist.

Bara byrj­unin

Rétt­ar­höld­in ­yfir fjór­menn­ing­unum eru bara rétt að byrja, en gert er ráð fyrir að þau stand­i í heilan mán­uð. Ákæru­valdið er greini­lega mjög vel und­ir­bú­ið, það eru verj­end­ur sak­born­inga lík­lega einnig. Dóm­arar eru þrír en einnig hafa verið kvaddir til­ ­þrír með­dóm­ar­ar.Danskur blaða­maður sagði í við­tali að rétt­ar­höldin væru eins og ­þús­und blað­síðna saka­mála­saga og núna hefði maður bara lesið tvær fyrstu blað­síð­urn­ar. Eins og í bók­unum kæmi eitt­hvað nýtt í ljós á hverri síðu og nið­ur­stað­an birt­ist ekki fyrr en á síð­ustu blað­síðu. ”það sem er öðru­vísi” sagð­i ­blaða­mað­ur­inn ”en í skáld­sög­unum er, að að hér er ekki hægt að fletta upp á öft­ustu síðu og lesa nið­ur­stöð­una.”

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None