Var ætlunin að myrða umdeildan stjórnmálamann

Réttarhöld vegna ódæðisverkanna sem framin voru í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári síðan eru hafin. Sá sem framdi voðaverkin er látinn. Þeir sem eru á sakamannabekk eru meintir vitorðsmenn hans.

Mikil öryggisgæsla, og áhugi frá fjölmiðlum, er á réttarhöldunum.
Mikil öryggisgæsla, og áhugi frá fjölmiðlum, er á réttarhöldunum.
Auglýsing

Rétt­ar­höld vegna til­ræð­anna í Kaup­manna­höfn í febr­úar í fyrra, þar sem tveir lét­ust og nokkrir ­særð­ust hófust í vik­unni. Sá sem stóð að til­ræð­unum er þó ekki fyrir rétt­in­um, hann féll fyrir byssu­kúlum lög­reglu.

Við upp­haf rétt­ar­hald­anna  sem danskir fjöl­miðlar kalla stærsta hryðju­verka­mál í sögu Dan­merkur kom fram að að til­ræð­is­mað­ur­inn Omar El-Hussein kynnti sér meðal ann­ars sér­stak­lega upp­lýs­ingar um stjórn­mála­mann­inn Mog­ens Camre. Það gerði hann eftir að hann hafði orðið manni að bana við sam­komu­hús í Kaup­manna­höfn 14. febr­úar í fyrra en áður en hann skaut vörð við sam­komu­hús ­gyð­inga í borg­inn­i.  Rétt­ar­höldin eiga að standa í einn mánuð og dóms er að vænta í sept­em­ber.

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag hófust í Kaup­manna­höfn rétt­ar­höld ­yfir fjórum mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa vitað um og  að­stoðað Omar El-Hussein við und­ir­bún­ing til­ræðis sem hann framdi við bæna­hús gyð­inga í Krystal­gade skömmu eft­ir mið­nætti sunnu­dag­inn 15. febr­úar 2015. Omar El-Hussein féll fyrir skot­u­m lög­reglu nokkrum klukku­stundum síðar á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn. Síð­deg­is þennan sama dag hand­tók lög­reglan fjóra menn, tveimur var fljót­lega sleppt en hinir tveir hafa setið í gæslu­varð­haldi síð­an. Fimmti mað­ur­inn var hand­tek­inn seint í febr­úar í fyrra en hann var síðar lát­inn laus. Tveir menn til við­bót­ar voru hand­tekn­ir, 19. og 20. mars í fyrra og hafa setið inni síð­an.

Auglýsing

Menn­irn­ir fjór­ir, sá yngsti tví­tugur og sá elsti rúm­lega þrí­tug­ur, þekktu allir Omar El-Hussein. Allir höfðu þeir áður kom­ist í kast við lögin og setið inni um lengri eða ­skemmri tíma. Einn úr hópnum hafði hlotið dóm fyrir inn­brot sem hann framd­i á­samt Omari El-Hussein og sá elsti hefur tengst þekktum afbrota­sam­tökum og var ný­kom­inn úr fang­elsi.

Kom ekki öllum á óvart

Á öðrum degi rétt­ar­hald­anna yfir fjór­menn­ing­unum kom fram að kannski hefðu fregnir af til­ræð­unum 14. og 15. febr­úar í fyrra ekki komið öllum á óvart. Einn sak­born­ing­anna greindi frá því fyrir rétt­inum að í Mjølnerpar­ken hverf­inu á Norð­ur­brú hefði verið á sveim­i orðrómur þess efnis að ein­hver, sumir nefndu Omar El-Hussein, hefði í hyggju að fremja hryðju­verk af svip­uðu tagi og átt höfðu sér stað í París rúmum mán­uð­i ­fyrr. 

Þessi sak­born­ing­ur, nefndur LE fyrir rétt­in­um, hafði áður sagt þetta sama við yfir­heyrslur lög­reglu skömmu eftir að hann var hand­tek­inn 15. febr­úar í fyrra. LE er yngstur sak­born­ing­anna fjög­urra og hann var yfir­heyrður allan föstu­dag­inn, ­með stuttum hlé­um. Full­trúi ákæru­valds­ins gekk mjög hart að LE með spurn­ing­um sínum en LE bar iðu­lega við minnis­leysi. Sak­sókn­ari minnti hann þá á að marg­t af því sem hann segð­ist ekki muna núna hefði hann munað mjög vel við ­yf­ir­heyrslur lög­reglu.

Ákæru­valdið vel und­ir­búið

Rúmt ár er liðið frá til­ræð­unum í Kaup­manna­höfn. Á fyrstu tveimur dögum rétt­ar­hald­anna kom glögg­lega í ljós að ákæru­valdið hefur ekki setið auðum höndum við und­ir­bún­ing máls­ins.

Omar El-Hussein framdi hryðjuverkin. Hann var hins vegar skotinn til bana í kjölfar þeirra. Nú er réttað yfir meintum vitorðsmönnum hans.Í rétt­inum var lagður fram fjöld­inn allur af mynd­bands­upp­tökum sem sýna ferð­ir ­LE, Omars El-Hussein og hinna þriggja sak­born­ing­anna fyrir og eftir til­ræð­in. Iðu­lega hefur verið um það deilt hvort allur sá ara­grúi mynda­véla sem er að finna í Kaup­manna­höfn þjóni til­gangi og þá hvaða til­gangi og enn­fremur hvort slík­ar ­upp­tökur séu í raun lög­leg­ar. Full­trúar lög­reglu og ákværu­valds hafa í þessu ­máli kært sig koll­ótta um slíkt tal og mynd­bands­upp­tök­urnar eru eitt hel­sta ­gagn sak­sókn­ara. Af frá­sögnum fjöl­miðla sem fylgj­ast grannt með gangi mála í rétt­ar­salnum hefur tek­ist að fylgja fjór­menn­ing­unum og Omari El-Hussein nánast hvert fót­mál fyrir til­stilli mynda­vél­anna.

Tölv­urnar segja sína sögu

Við ­rann­sókn máls­ins hefur komið í ljós að til­ræðið við sam­komu­húsið Krudttønden á Aust­ur­brú var vand­lega und­ir­bú­ið af hálfu Omars El-Hussein. Í tölvum sem lög­reglan lagði hald á sést að hann hefur skoðað sam­komu­húsið vel og vand­lega á mynd­um, kynnt sér vel inn og ­út­göngu­leiðir húss­ins, dag­skrána 14. febr­úar í fyrra og enn­fremur upp­lýs­ing­ar um sænska teiknar­ann Lars Vilks sem átti að vera aðal­ræðu­maður á fundi um tján­ing­ar­frelsi þennan eft­ir­mið­dag. Ákæru­valdið telur að ætlun Omars El-Hussein hafi verið að ráða teiknar­ann af dög­um, og kannski fleiri við­stadda. 

Sú áætl­un ­fór hins­vegar úr skorðum þegar í ljós kom að lög­reglu­vörður var við húsið en Omar El-Hussein skaut kvik­mynda­gerð­ar­mann­inn Finn Nörgaard, sem lést ­sam­stund­is, og særði tvö lög­reglu­menn  áður en hann lagði á flótta. Rann­sókn á tölvum sýndi enn­fremur að Omar El-Hussein hafði skoðað myndir og kynnt sér upp­lýs­ingar um  ­fyrr­ver­andi for­mann sam­taka um prent­frelsi, Lars Hedegaard, en hann hefur marg­sinnis í ræðu og riti gagn­rýnt skoð­anir og við­horf múslima.

Hvað vissu fjór­menn­ing­arn­ir?

Rann­sókn lög­regl­unnar vegna rétt­ar­hald­anna sem nú eru hafin hefur fyrst og fremst bein­st að þætti fjór­menn­ing­anna. Hvað vissu þeir, hjálp­uðu þeir Omari El-Hussein við að skipu­leggja til­ræð­in, einkum hið síð­ara, keyptu þeir fyrir hann föt sem hann ­klædd­ist eftir fyrra til­ræð­ið, hjálp­uðu þeir honum að losna við byss­una sem hann not­aði í til­ræð­inu við sam­komu­hús­ið. Vissu þeir að hann ætl­aði ekki að láta staðar numið eftir fyrra til­ræð­ið? Fögn­uðu þeir með honum þegar hann sagð­i þeim frá til­ræð­inu í Krystal­ga­de?

Um þessar spurn­ingar og margar fleiri snú­ast rétt­ar­höld­in.

Riffill­inn, jakk­inn og húfan

Eft­ir ­fyrra til­ræðið hitti Omar El-Hussein fjór­menn­ing­ana sem í rétt­ar­höld­unum ganga undir nöfn­unum LE, BH, IA og MR. Fyrst einn eða tvo þeirra í heima­húsi við Mjølnerpar­ken á Norð­ur­brú en síðan bættu­st hinir í hóp­inn. Á mynd­bands­upp­tökum sést einn fjór­menn­ing­anna kaupa hlið­ar­tösku í Fötex verslun á Mimers­gade á Norð­ur­brú, sömu tösk­una og Omar El-Hussein var ­með þegar hann framdi síð­ara til­ræðið í Krystal­ga­de. 

I Mimer­spar­ken fann lög­reglan síðar húfu og trefil sem Omar El-Hussein bar við fyrra til­ræðið og enn­fremur jakka og síð­ast en ekki síst riffil­inn sem hann not­aði þá. Á mynd­um ­sést þegar tveir hinna ákærðu koma gang­andi að  end­ur­vinnslu­stöð i Mimer­spar­ken. Þar kom að ­þriðji mað­ur­inn, sem lög­reglan hefur ekki sagt hver sé, sá var með aflangan ­poka sem hann los­aði sig við í tunnu eða gám. Í pok­anum var riffill­inn. Við ­yf­ir­heyrslur fyrir rétt­inum kvaðst LE, einn þeirra sem þarna var, ekki muna glöggt eftir þessu og ekki haft hug­mynd um hvað í pok­anum var.

Net­kaffið og Mog­ens Camre

Um ­klukkan níu að kvöldi 14. febr­úar kom Omar El-Hussein á net­kaffið Powerplay á Norð­ur­brú. Þar hitti hann fjór­menn­ing­ana og af mynd­bands­upp­tökum og athug­unum á tölvum sést að Omar El-Hussein ásamt fjór­menn­ingum hefur skoðað myndir af ­sam­komu­húsi gyð­inga í Krystal­gade og dag­skrána þar. 

Mogens Camre er umdeildur stjórnmálamaður sem hefur gagnrýnt innflytjendamál í Danmörku harkalega.Við rétt­ar­haldið sl. ­föstu­dag var enn­fremur greint frá því, sem ekki hafði komið fram áður, að Omar El-Hussein hefði í tölvu aflað sér upp­lýs­inga um stjórn­mála­mann­inn Mog­ens Cam­re, hvar hann byggi o.s.frv. Mog­ens Camre var um ára­bil þing­mað­ur­ sós­í­alde­mókrata en gekk síðar í Danska Þjóð­ar­flokk­inn. Hann hefur iðu­lega tek­ið stórt uppí sig um mál­efni inn­flytj­enda, einkum og sér­ílagi múslima. Omar El-Hussein skoð­aði líka upp­lýs­ingar um for­mann Peg­ida sam­tak­anna sem eru andsnúin múslimum og enn­fremur upp­lýs­ingar um sölu­turn á Vest­ur­brú þar sem franska teikni­mynda­tíma­ritið Charlie Hebdo hefur verið selt.

Net­kaffið aftur      

Rúm­um ­klukku­tíma eftir seinna til­ræð­ið, í Krystal­ga­de, kom Omar El-Hussein aftur á net­kaffið Powerplay. Þar hitti hann tvo fjór­menn­ing­anna. Eftir að þeir höfð­u heils­ast fóru þeir inn í bak­her­bergi á staðnum (kallað VIP her­bergi) til að tala sam­an.  Þeir slökktu ljósið, kannski til að eft­ir­lits­mynda­vélar sæju ekki til þeirra. Það breytti hins­vegar eng­u, ­vél­arnar sáu og skráðu eftir sem áður.

Eng­ar hljóð­upp­tökur eru til af því sem þarna fór fram en á mynd­unum sést Omar El-Hussein tala og með því að lesa í handa­hreyf­ingar má geta sér þess til að hann sé að segja frá því að haldið sé á byssu. Annar hinna virð­ist svo með­ hægri hendi sýna að skorið sé á háls. Þetta sem þarna fór fram kvaðst sá sem ­yf­ir­heyrður var ekki muna gjörla. Á net­kaff­inu dvöld­ust þeir þre­menn­ing­arn­ir ­drjúga stund, ákæru­valdið hefur ekki enn upp­lýst nánar um það sem svo gerð­ist.

Bara byrj­unin

Rétt­ar­höld­in ­yfir fjór­menn­ing­unum eru bara rétt að byrja, en gert er ráð fyrir að þau stand­i í heilan mán­uð. Ákæru­valdið er greini­lega mjög vel und­ir­bú­ið, það eru verj­end­ur sak­born­inga lík­lega einnig. Dóm­arar eru þrír en einnig hafa verið kvaddir til­ ­þrír með­dóm­ar­ar.Danskur blaða­maður sagði í við­tali að rétt­ar­höldin væru eins og ­þús­und blað­síðna saka­mála­saga og núna hefði maður bara lesið tvær fyrstu blað­síð­urn­ar. Eins og í bók­unum kæmi eitt­hvað nýtt í ljós á hverri síðu og nið­ur­stað­an birt­ist ekki fyrr en á síð­ustu blað­síðu. ”það sem er öðru­vísi” sagð­i ­blaða­mað­ur­inn ”en í skáld­sög­unum er, að að hér er ekki hægt að fletta upp á öft­ustu síðu og lesa nið­ur­stöð­una.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None