Ríkisendurskoðun gagnrýnir fjölmargar sölur Landsbankans

VISA Borgun
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun gerir fjöl­margar athuga­semdir við það hvernig Lands­bank­inn hefur staðið að sölu á fjöl­mörgum eignum sínum árin 2010 til 2016, einna helst Vestia, Icelandic Group, Promens, Fram­taks­sjóði Íslands, IEI, Borgun og Valitor. „Allar þessar sölur fóru fram í lok­uðu ferli og í sumum til­vikum fékkst lík­lega lægra verð fyrir eign­ar­hlut­ina en vænta mátti miðað við verð­mætin sem þeir geymd­u,“ segir Rík­is­end­ur­skoðun í nýrri skýrslu sinn­i. 

Vinnu­brögð bank­ans við söl­una á 31,2% hlut í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun hafa verið harð­lega gagn­rýnd, enda var hlut­ur­inn seldur í lok­uðu ferli árið 2014 og vís­bend­ingar voru strax um að það hefði verið gert á lægra verði en eðli­legt hefði mátt þykja. Rík­is­end­ur­skoðun segir að bank­inn hafi haft nægan tíma til að kynna sér starf­semi Borg­unar auk þess sem tími hefði verið til að hafa sölu­ferlið opið. 

Bank­inn hafi auk þess ekki gætt að hugs­an­legum verð­mætum sem fylgdu hlutn­um, sem var hlut­deild í fjár­munum sem fyr­ir­tækið sékk þegar Visa Inc. tók yfir Visa Europe. Það voru 6,2 millj­arðar króna. Starfs­menn Lands­bank­ans sem komu að söl­unni á Borgun vissu af þessu, og bank­inn vissi frá því í jan­úar 2013 að það voru veru­leg verð­mæti fólgin í þessu. Sér­fræð­ingar bank­ans um greiðslu­korta­við­skipti upp­lýstu banka­ráðið á fundi í jan­úar 2013 um mögu­legan hagnað Valitors af val­rétt­in­um, en full­trúar bank­ans segj­ast ekki hafa vitað að Borgun væri aðili að Visa Europe líka. Þetta gagn­rýnir Rík­is­end­ur­skoðun og segir að aðild Borg­unar að Visa Europe hafi staðið frá árinu 2010 og hafi verið for­senda þess að fyr­ir­tækið var með færslu­hirð­ingu vegna Visa­korta. 

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun segir að greiðslu­korta­sér­fræð­ingar Lands­bank­ans hafi ekki átt hlut að máli þegar hlut­ur­inn í Borgun var seld­ur, þar sem ekki var leitað til þeirra. Þá hefði bank­inn getað fengið vit­neskju um þetta ef gerð hefði verið áreið­an­leika­könnun upp úr gögn­unum sem bank­anum stóð til boða í gagna­her­bergi. Það hefði að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar verið eðli­legur hluti af sölu­ferl­in­u. 

Ein þeirra ábend­inga sem Rík­is­end­ur­skoðun beinir til bank­ans er að hann verði að grípa til ráð­staf­ana til að end­ur­reisa orð­spor sitt. Trú­verð­ug­leika bank­ans hafi verið stefnt í hættu með verk­lagi við sölu á verð­mætum eign­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None