Fleiri vilja VG, Bjarta framtíð og Viðreisn í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkinn

Kjósendur Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ákváðu sig helst á kjördag hvað þeir ætluðu að kjósa en kjósendur Sjálfstæðisflokks ákváðu sig helst meira en mánuði fyrr. Flestir vilja Vinstri græn í ríkisstjórn en fæstir Samfylkingu.

stjórnarmyndun
Auglýsing

Flestir Íslend­ingar vilja Vinstri græn í rík­is­stjórn. Aðspurðir hvaða flokka, tvo eða fleiri, almenn­ingur vill sjá mynda nýja rík­is­stjórn svör­uðu 67 pró­sent að þeir vildu sjá Vinstri græn í slíkri. Næst flestir nefndu Bjarta fram­tíð (66 pró­sent) og 59 pró­sent nefndu Við­reisn. Þar á eftir kemur stærsti flokkur lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, með 57 pró­sent. Fæstir vilja sjá Sam­fylk­ing­una, minnsta flokk­inn á þingi, í rík­is­stjórn eða fimmt­ungur aðspurða. 24 pró­sent vilja sjá Fram­sókn­ar­flokk­inn í slíkri og 34 pró­sent Pírata. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup.

Kjós­endur Vinstri grænna ekki heitir fyrir hægri flokk­unum

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja nær allir (98 pró­sent) sjá sinn flokk í rík­is­stjórn og 88 pró­sent þeirra vilja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verði þar með hon­um. Þá segja átta af hverjum tíu kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks að þeir vilji fá Við­reisn í rík­is­stjórn. Ein­ungis 22 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja að Vinstri græn sitji í rík­is­stjórn. Enn færri vilja Pírata (16 pró­sent) eða Sam­fylk­ing­una (15 pró­sent) við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Kjós­endur Vinstri grænna vilja að sama skapi að flokk­ur­inn sitji í rík­is­stjórn (98 pró­sent). Ein­ungis 45 pró­sent þeirra vilja hins vegar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geri slíkt hið sam­an. Mun meiri áhugi er á meðal kjós­enda Vinstri grænna á að Sam­fylk­ingin (93 pró­sent), Píratar (86 pró­sent) og Björt fram­tíð (73 pró­sent) sitji í rík­is­stjórn. Athygli vekur að kjós­endur Vinstri grænna vilja síst að Við­reisn sitji í rík­is­stjórn (42 pró­sent). Nú standa yfir form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður milli fimm flokka: Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Pírata og Við­reisn­ar.

Auglýsing

Þegar spurt er út í sér­stök stjórn­ar­mynstur er rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar efst á blaði, en 12 pró­sent aðspurðra vildu sjá hana verða að veru­leika. Þessir flokkar reyndu að mynda rík­is­stjórn fyrr í þessum mán­uði en án árang­urs. Næst þar á eftir kemur fimm flokka stjórn þeirra flokka sem nú reyna að koma saman rík­is­stjórn, en tíu pró­sent aðspurðra vilja að þeir geri slíkt. Af þeim stjórn­ar­mynstrum sem eru ger­leg til að mynda meiri­hluta­stjórn vilja lang­flestir kjós­endur Vinstri grænna, Pírata og Sam­fylk­ingar að fimm flokka stjórnin verði að veru­leika. Kjós­endur Bjartrar Fram­tíð­ar, Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisnar voru hins vegar allir hrifn­astir af þriggja flokka stjórn þeirra flokka. 

Flestir kjós­endur Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar ákváðu sig á kjör­dag

Í könn­un­inni var fólk einnig spurt hvenær það hefði tekið ákvörðun um hvað það ætl­aði að kjósa í nýaf­stöðnum kosn­ing­um. Innan við þriðj­ungur lands­manna hafði tekið ákvörðun mán­uði fyrir kosn­ing­ar, sem er mun minna hlut­fall en 2009 (38 pró­sent) og 2007 (57 pró­sent). Alls ákváðu 17 pró­sent lands­manna sig í kjör­klef­anum eða á kjör­stað.

34 pró­sent kjós­enda Bjartrar fram­tíðar ákváðu í kjör­klef­anum eða á kjör­stað hvað þeir ætl­uðu að kjósa og 20 pró­sent til við­bótar sam­dæg­urs áður en þeir mættu á kjör­stað. 24 pró­sent þeirra sem kusu Við­reisn ákváðu í kjör­klef­anum eða á kjör­stað hvað þeir ætl­uðu að kjósa og 22 pró­sent ákváðu sig sam­dæg­urs en áður en þeir mættu á kjör­stað. Þeir sem kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn voru lík­leg­astir til að ákveða sig meira en mán­uði fyrir kosn­ing­ar, en 46 pró­sent þeirra hafði gert það. Ein­ungis 20 pró­sent kjós­enda flokks­ins ákvað sig á kjör­dag eða í kjör­klef­an­um, sem er lægsta hlut­fall allra sem ákváðu hvað þeir ætl­uðu að kjósa þá.

Nið­ur­stöð­urnar eru úr net­könnun sem gerð var dag­ana 3. til 14. nóv­em­ber 2016. Heild­ar­úr­taks­stærð var 1.424 og þátt­töku­hlut­fall var 59,1 pró­sent. Ein­stak­lingar voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None