Fleiri vilja VG, Bjarta framtíð og Viðreisn í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkinn

Kjósendur Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ákváðu sig helst á kjördag hvað þeir ætluðu að kjósa en kjósendur Sjálfstæðisflokks ákváðu sig helst meira en mánuði fyrr. Flestir vilja Vinstri græn í ríkisstjórn en fæstir Samfylkingu.

stjórnarmyndun
Auglýsing

Flestir Íslend­ingar vilja Vinstri græn í rík­is­stjórn. Aðspurðir hvaða flokka, tvo eða fleiri, almenn­ingur vill sjá mynda nýja rík­is­stjórn svör­uðu 67 pró­sent að þeir vildu sjá Vinstri græn í slíkri. Næst flestir nefndu Bjarta fram­tíð (66 pró­sent) og 59 pró­sent nefndu Við­reisn. Þar á eftir kemur stærsti flokkur lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, með 57 pró­sent. Fæstir vilja sjá Sam­fylk­ing­una, minnsta flokk­inn á þingi, í rík­is­stjórn eða fimmt­ungur aðspurða. 24 pró­sent vilja sjá Fram­sókn­ar­flokk­inn í slíkri og 34 pró­sent Pírata. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup.

Kjós­endur Vinstri grænna ekki heitir fyrir hægri flokk­unum

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja nær allir (98 pró­sent) sjá sinn flokk í rík­is­stjórn og 88 pró­sent þeirra vilja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verði þar með hon­um. Þá segja átta af hverjum tíu kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks að þeir vilji fá Við­reisn í rík­is­stjórn. Ein­ungis 22 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja að Vinstri græn sitji í rík­is­stjórn. Enn færri vilja Pírata (16 pró­sent) eða Sam­fylk­ing­una (15 pró­sent) við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Kjós­endur Vinstri grænna vilja að sama skapi að flokk­ur­inn sitji í rík­is­stjórn (98 pró­sent). Ein­ungis 45 pró­sent þeirra vilja hins vegar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geri slíkt hið sam­an. Mun meiri áhugi er á meðal kjós­enda Vinstri grænna á að Sam­fylk­ingin (93 pró­sent), Píratar (86 pró­sent) og Björt fram­tíð (73 pró­sent) sitji í rík­is­stjórn. Athygli vekur að kjós­endur Vinstri grænna vilja síst að Við­reisn sitji í rík­is­stjórn (42 pró­sent). Nú standa yfir form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður milli fimm flokka: Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Pírata og Við­reisn­ar.

Auglýsing

Þegar spurt er út í sér­stök stjórn­ar­mynstur er rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar efst á blaði, en 12 pró­sent aðspurðra vildu sjá hana verða að veru­leika. Þessir flokkar reyndu að mynda rík­is­stjórn fyrr í þessum mán­uði en án árang­urs. Næst þar á eftir kemur fimm flokka stjórn þeirra flokka sem nú reyna að koma saman rík­is­stjórn, en tíu pró­sent aðspurðra vilja að þeir geri slíkt. Af þeim stjórn­ar­mynstrum sem eru ger­leg til að mynda meiri­hluta­stjórn vilja lang­flestir kjós­endur Vinstri grænna, Pírata og Sam­fylk­ingar að fimm flokka stjórnin verði að veru­leika. Kjós­endur Bjartrar Fram­tíð­ar, Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisnar voru hins vegar allir hrifn­astir af þriggja flokka stjórn þeirra flokka. 

Flestir kjós­endur Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar ákváðu sig á kjör­dag

Í könn­un­inni var fólk einnig spurt hvenær það hefði tekið ákvörðun um hvað það ætl­aði að kjósa í nýaf­stöðnum kosn­ing­um. Innan við þriðj­ungur lands­manna hafði tekið ákvörðun mán­uði fyrir kosn­ing­ar, sem er mun minna hlut­fall en 2009 (38 pró­sent) og 2007 (57 pró­sent). Alls ákváðu 17 pró­sent lands­manna sig í kjör­klef­anum eða á kjör­stað.

34 pró­sent kjós­enda Bjartrar fram­tíðar ákváðu í kjör­klef­anum eða á kjör­stað hvað þeir ætl­uðu að kjósa og 20 pró­sent til við­bótar sam­dæg­urs áður en þeir mættu á kjör­stað. 24 pró­sent þeirra sem kusu Við­reisn ákváðu í kjör­klef­anum eða á kjör­stað hvað þeir ætl­uðu að kjósa og 22 pró­sent ákváðu sig sam­dæg­urs en áður en þeir mættu á kjör­stað. Þeir sem kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn voru lík­leg­astir til að ákveða sig meira en mán­uði fyrir kosn­ing­ar, en 46 pró­sent þeirra hafði gert það. Ein­ungis 20 pró­sent kjós­enda flokks­ins ákvað sig á kjör­dag eða í kjör­klef­an­um, sem er lægsta hlut­fall allra sem ákváðu hvað þeir ætl­uðu að kjósa þá.

Nið­ur­stöð­urnar eru úr net­könnun sem gerð var dag­ana 3. til 14. nóv­em­ber 2016. Heild­ar­úr­taks­stærð var 1.424 og þátt­töku­hlut­fall var 59,1 pró­sent. Ein­stak­lingar voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None