Ríkisfjármálastefna stóra hindrunin á leið flokkanna fimm

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er lykilmaður í þingflokki Viðreisnar. Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna og verðandi forsætisráðherra, náist að mynda fimm flokka ríkisstjórn.
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er lykilmaður í þingflokki Viðreisnar. Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna og verðandi forsætisráðherra, náist að mynda fimm flokka ríkisstjórn.
Auglýsing

Í við­ræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisnar og Sam­fylk­ing­ar­innar um myndun nýrrar rík­is­stjórnar hafa ekki komið upp sýni­leg vanda­mál sem eigi að koma í veg fyrir að flokk­arnir fimm nái sam­stöðu um Evr­ópu-, sjáv­ar­út­vegs- og stjórn­ar­skrár­mál. Þó á eftir að útfæra stefnu í öllum þessum mála­flokkum og því gæti sú staða breyst, sér­stak­lega hvað varðar sjáv­ar­út­vegs­mál. Heim­ildir Kjarn­ans herma að erf­ið­ast sé talið að ná saman um rík­is­fjár­mála­stefnu, þar á meðal skatta­mál. Þar sé mesta bilið milli Vinstri grænna ann­ars vegar og Við­reisnar hins veg­ar. Við­reisn vill ein­falda skatt­kerf­ið, inn­leiða reglur um hámarks­aukn­ingu rík­is­út­gjalda á ári og stunda öguð rík­is­fjár­mál á meðan að Vinstri græn leggja mikla áherslu á að auka félags­legan jöfnuð í gegnum skatt­kerfið og með auknum útgjöldum til vel­ferð­ar­mála.

Þegar ákveðið var að for­svars­menn flokk­anna fimm myndu hitt­ast um helg­ina til að kanna grund­völl fyrir stjórn­ar­myndun láu fyrir aug­ljósir átaka­punkt­ar. Þeir helstu voru auð­linda­mál, skatta­mál og stjórn­ar­skrár­mál auk þess sem ekki lá skýrt fyrir hvort sátt væri um að setja spurn­ing­una um áfram­hald­andi við­ræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gekk vel að ræða þessi mál á fundi flokk­anna fimm á laug­ar­dag, sem alls 15 manns tóku þátt í. Þ.e. þrír frá hverjum flokki.

Í gær fund­aði svo Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og verð­andi for­sæt­is­ráð­herra gangi form­legar við­ræður eft­ir, með for­svars­mönnum Pírata, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisnar og Sam­fylk­ingar til þar sem farið var yfir mögu­legt verk­lag ef af form­legum við­ræðum yrði.

Auglýsing

Í kjöl­far fund­ar­ins fór hver for­svars­maður til fundar við sinn þing­flokk þar sem ákvörðun var tekin um hvort að hefja ætti form­legar við­ræð­ur. Klukkan 18 í gær var svo send út til­kynn­ing um að flokk­arnir fimm ætl­uðu að hefja slík­ar.

Mál­efna­hópar flokk­anna verða nú skip­aðir og þeir munu á næstu dögum fara yfir mál­efna­grund­völl hugs­an­legs sam­starfs. Sú vinna mun hefj­ast í dag og hóp­arnir munu funda á nefnd­ar­sviði Alþing­is.

Katrín greindi frá því í útvarps­þætt­inum Í Bít­inu í morgun að hún hafi upp­lýst Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, um stöðu mála í gær­kvöldi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None