Katrín segir enn ótímabært að ræða skipun rannsóknarnefndar

Forsætisráðherra vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir efnisatriði skýrslu Ríkisendurskoðunar áður en ákvörðun verði tekin um hvort skipa eigi rannsóknarnefnd um söluferli á hlut í Íslandsbanka.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs, telur ekki ástæðu til að meta hvort skipa eigi rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að fara yfir sölu­ferli á hlut í Íslands­banka fyrr en stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur fjallað um skýrsl­una.

Þrír þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar kröfðu for­sæt­is­ráð­herra um svör hvort hún sé þeirrar skoð­unar að skipa eigi rann­sókn­ar­nefnd til að fara yfir sölu­ferl­ið. Slík nefnd hefur víð­tæk­ari heim­ildir en Rík­is­end­ur­skoð­un.

Skýrsla Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á sölu íslenska rík­­is­ins á 22,5 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka í mars síð­­ast­liðn­­um var birt í morg­un, sjö mán­uðum og sjö dögum eftir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, óskaði eftir því skrif­lega að Rík­is­end­ur­skoðun myndi gera úttekt á útboði og sölu rík­is­ins á hlutnum í Íslands­banka. Beiðnin beind­ist að því hvort ferlið hafi sam­rýmst lögum og góðum stjórn­sýslu­hátt­um.

Í skýrsl­unni er sölu­­ferlið á Íslands­­­banka gagn­rýnt harka­­lega. Rík­is­end­ur­skoðun segir fjöl­þætta ann­­marka hafa verið á söl­unni. Í nið­­ur­­stöðu hennar segir að standa hefði átt betur að söl­unni og hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut­inn í bank­an­­um. Ákveðið var að selja á und­ir­verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­­bundn­­um. Hug­lægt mat réð því hvernig fjár­­­festar voru flokk­aðir og orð­­spor­s­á­hætta af sölu­­ferl­inu var van­­met­in.

Rík­is­end­ur­skoðun metur sem svo að stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tektin sem stofn­unin fram­kvæmdi sé ekki tæm­andi rann­­­sókn á söl­unni á Íslands­­­­­banka. Þar er til að mynda ekki tekin afstaða til þess hvort rétt­­­mætt hafi verið að selja hlut rík­­­is­ins í bank­­­anum á þeim tíma sem það var gert eða til þeirra 207 aðila sem fengu að kaupa. Það heyrir ein­fald­­lega ekki undir Rík­­is­end­­ur­­skoðun að rann­saka slíkt.

Fjöl­margir stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­­þing­­­menn köll­uðu eftir því að skipuð yrði rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd Alþingis til að fara yfir sölu­­­ferlið, en slík nefnd hefur víð­tæk­­­ari heim­ild­ir en Rík­­is­end­­ur­­skoð­un. Því var hafnað af stjórn­­­­­ar­­­flokk­un­um, meðal ann­­ars með þeim rökum að vinna þyrfti verkið hratt og því væri Rík­­is­end­­ur­­skoðun betur til þess fallin að sinna því en rann­­sókn­­ar­­nefnd.

Þungur áfell­is­dómur yfir vinnu­brögðum fjár­mála­ráð­herra

Kristrún Frosta­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að það hvernig rík­is­stjórnin muni taka á „Ís­lands­banka­mál­inu“ muni skipta sköpum í því hvernig íslenskt sam­fé­lag mun kom­ast út úr þeirri traust­skrísu sem ríkt hefur síð­ast­liðin 14 ár þegar kemur að fjár­mála­kerf­inu og stjórn­mál­um.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Kristrún sagði skýrsl­una þungan áfell­is­dóm yfir vinnu­brögðum fjár­mála­ráð­herra „og stað­festir að sala á tug­millj­arða rík­is­eign var á sjálf­stýr­ingu, að ráð­herra hirti ekki um að sinna eft­ir­liti og sölu­ráð­gjafar fengu frítt spil í sölu­ferl­in­u“.

Katrín sagði það mik­il­vægt hvernig hugað er að trausti á fjár­mála­kerfið en ekki síður trausti á stjórn­sýsl­una og stjórn­mál­in. „Það er mik­il­vægt. Í þeirri skýrslu sem nú hefur verið birt kemur fram gagn­rýni, bent er á ann­marka á sölu á þessum hlut í Íslands­banka, sem við eigum að taka alvar­lega. Við eigum að taka þessa gagn­rýni alvar­lega og við eigum að bregð­ast við henni. Þar hygg ég að við séum í öllu falli mörg hver sam­mála hér á þing­in­u,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Kristrún spurði for­sæt­is­ráð­herra einnig hvort hún væri enn þeirrar skoð­unar eftir lestur skýrsl­unnar að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi upp­fyllt skyldur sínar við söl­una á Íslands­banka?

Kristrún sagði það alvar­legt að bæði for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra væru marg­saga um sölu­ferli Íslands­banka. „Því liggur auð­vitað bein­ast við að við munum ekki ljúka þessu máli og það verði ekki leitt til lykta nema sett verði á fót rann­sókn­ar­nefnd og rann­sókn­ar­skýrsla fari yfir þessa atburða­r­ás, því að við getum við ekki setið undir þessu og þjóðin getur ekki setið undir þessum útskýr­ing­um,“ sagði Kristrún, sem spurði for­sæt­is­ráð­herra því næst hvort hún muni beita sér fyrir því að rann­sókn­ar­nefnd verði skipuð um málið „svo að við séum ekki svona marg­saga um það hér í þing­in­u?“

Auglýsing
Forsætisráðherra svar­aði því ekki beint en sagði skýrsl­una góða og að hún gefi góða mynd af ferl­inu og þeim ann­mörkum sem þar voru.

„Varð ég fyrir von­brigðum með þessa fram­kvæmd? Já,“ sagði Katrín. Margt í skýrsl­unni olli henni von­brigð­um. „En það er ekki hægt að segja neitt annað en að stjórn­völd hafi beitt sér fyrir því að þetta mál sé allt uppi á borðum hér á þingi þannig að okkur gef­ist færi á að fara yfir það frá A til Ö.“

Ótal spurn­ingum enn ósvarað

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, sagði ótal spurn­ingum enn ósvar­að. „Við spyrjum okkur enn að því hver eigi að axla ábyrgð á þeim fjöl­mörgu og fjöl­þættu ann­mörkum sem aug­ljós­lega voru á und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd söl­unn­ar. Við spyrjum okkur enn að því hvort fjár­mála­ráð­herra hafi verið skylt að fara yfir til­boðs­bók­ina sem Banka­sýslan færði honum til sam­þykk­is. Við spyrjum okkur enn að því hvort fjár­mála­ráð­herra beri enga ábyrgð á að hafa sam­þykkt kauptil­boð frá föður sín­um. Og við spyrjum okkur enn að því hvort hæstv. fjár­mála­ráð­herra hafi upp­fyllt eft­ir­lits­skyldur sínar með sölu­ferl­inu og sömu­leiðis hvort hann hafi yfir höfuð staðið lög­lega og rétt að söl­unni“ sagði Hall­dóra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag þar sem hún beindi fyr­ir­spurn sinni til for­sæt­is­ráð­herra.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck.

Rétt eins og Kristrún spurði Hall­dóra hvort for­sæt­is­ráð­herra styðji nú að rann­sókn­ar­nefnd á vegum þings­ins verði falið að rann­saka sölu­ferlið og aðra þætti sem út af standa „í þessu risa­vaxna hags­muna­máli fyrir almenn­ing­i“?

Katrín svar­aði á þá leið að það væri kúnstugt að þing­menn vildu strax fara í aðra rann­sókn, áður en stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd gefst kostur á að fjalla um skýrsl­una. Nefndin kom saman á fundi klukkan 16 til að ræða efni skýrsl­unn­ar.

„Það segir mér kannski að ein­hverjir séu búnir að gefa sér nið­ur­stöð­una áður en vinn­unni er lok­ið,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Hall­dóra sagði að þó skýrslan svari ekki mörgum spurn­ingum sýni hún svart á hvítu fram á stór­fellt gáleysi gagn­vart hags­munum og eignum almenn­ings, ekki aðeins af hálfu Banka­sýsl­unnar heldur líka fjár­mála­ráð­herra. „Í raun er furðu­legt að hann skuli enn þá sitja sem fjár­mála­ráð­herra á meðan verið er að rann­saka þetta stór­kost­lega gáleysi,“ sagði Hall­dóra.

„Klúð­ur“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, benti for­sæt­is­ráð­herra á að í stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar komi fram að stofn­unin telji sjálf að úttektin sé ekki tæm­andi rann­sókn á söl­unni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck.

„Það voru fjöl­margir ann­markar á sölu rík­is­stjórn­ar­innar á Íslands­banka. Með öðrum orðum nokkuð klúð­ur,“ sagði Þor­gerður Katrín, sem spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað þurfi að gera til þess að rík­is­stjórnin byggi upp traust og trú­verð­ug­leika þannig að hægt sé að stíga nauð­syn­leg skref í því að selja frek­ari rík­is­eign­ir?

Katrín svar­aði því ekki beint og sagði Þor­gerður það ekki koma henni á óvart að for­sæt­is­ráð­herra seg­ist ekki bera ábyrgð á neinu.

„Það er bara bent á Banka­sýsl­una, það eigi að leggja niður Banka­sýsl­una og þá séum við í góðum mál­um. Það er engin ábyrgð tekin á þessu klúðri sem kemur fram í vand­aðri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.“

Katrín sak­aði Þor­gerði um að leggja henni orð í munn. „Ég sagði: Hér erum við komin með góða skýrslu, vand­aða skýrslu og að sjálf­sögðu þarf að gera eitt­hvað með það. Það þarf að fara yfir þetta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent