Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar leggur til að allt að 35 pró­sent hlutur í Íslands­banka verði seldur í fyr­ir­hug­uðu hluta­fjár­út­boði og skrán­ingu bank­ans á mark­að. Að lág­marki eigi að selja 25 pró­sent. Þá leggur meiri­hlut­inn til að hámark verði sett á hlut hvers til­boðs­gjafa, til dæmis 2,5 til 3,0 pró­sent, af heild­ar­hlutafé Íslands­banka. 

Þetta kemur fram í umsögn sem nefndin hefur sent til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og vegna grein­ar­gerðar hans um sölu­ferlið og er dag­sett í gær, 20. jan­ú­ar. 

Meiri­hlut­inn sam­anstendur af Óla Birni Kára­syni, for­manni nefnd­ar­inn­ar, og félögum hans í Sjálf­stæð­is­flokknum þeim Brynj­ari Níels­syni og Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur. Aðrir stjórn­ar­þing­menn í nefnd­inni, þeir Willum Þór Þórs­son úr Fram­sókn­ar­flokki og Ólafur Þór Gunn­ars­son úr Vinstri græn­um, eru líka hluti af meiri­hlut­an­um. Hinir fjórir nefnd­ar­menn­irn­ir, sem koma úr stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um, skila allir sér­stökum athuga­semdum hver og einn. 

Í athuga­semdum meiri­hluta nefnd­ar­innar segir að ekki verði annað séð enn að til­laga Banka­sýslu rík­is­ins um sölu á hluta eignar Íslands­banka sé „var­færin og sett fram við aðstæður sem ætla m á að séu hag­stæðar til að taka fyrsta skref í að draga úr áhættu rík­is­ins af stórum eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­in­u.“

Skyn­sam­legt kunni að vera að stefna að skrán­ingu Íslands­banka á erlenda mark­aði í náinni fram­tíð sam­hliða frek­ari sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins. „Nauð­syn­legt er að auka áhuga erlendra fjár­festa á hluta­bréfum íslenskra fyr­ir­tækja með skrán­ingu í öðrum lönd­um.“

Við­reisn vill selja minna og Sam­fylk­ingin skilur ekki tíma­setn­ing­una

Í athuga­semdum Jóns Stein­dórs Valdi­mars­son­ar, þing­manns Við­reisn­ar, er lagt til að ein­ungis verði seldur 25 pró­sent hlutur og að 2,5 pró­senta þak verði sett á það sem hver og einn til­boðs­gjafi megi kaupa. Ekki verði tekin nein ákvörðun um frek­ari sölu hluta í bank­anum fyrr en að loknu mati á frumút­boð­inu og í fram­haldi af því nýrri til­lögu frá Banka­sýslu rík­is­ins.

Auglýsing
Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í athuga­semdum sínum að því hafi ekki verið svarað hvers vegna hefja á sölu á banka­hlutum á sama tíma og mikil óvissa sé í heims­far­aldri. „Af­leið­ingar efna­hags­þreng­ing­anna eru enn mjög óljósar og því óábyrgt að ekki sé metið hvaða áhrif sala á bönkum við slíkar aðstæður geti haft á sölu­verð, fyr­ir­tæki í við­skiptum við bank­ann eða hvaða áhrif inn­lend fjár­fest­ing í bönkum hafi á hag­kerfið í heild.“

Ekk­ert land sé að selja rík­is­eignir um þessar mundir þó að staða á mörk­uðum sé víða góð og skuldir ríkja um allan heim hafi auk­ist gríð­ar­lega. Oddný segir að ef íslensk stjórn­völd telji að hag­kvæmt sé að selja vel stæðan banka sem skilað hafi góðum arði í rík­is­sjóð, til að greiða niður skuldir á nei­kvæðum raun­vöxt­um, hafi þau ekki reiknað dæmið til enda. „Við und­ir­bún­ing á sölu Íslands­banka þarf að taka til­lit til stöðu efna­hags- og atvinnu­mála. Það hefur ekki verið gert. Slakur und­ir­bún­ingur og mikil pressa að hálfu stjórn­valda á sölu hluta rík­is­ins í Íslands­banka við óvissu og for­dæma­lausar sam­fé­lags­legar og efna­hags­legar aðstæður er ekki traust­vekj­and­i.“

Ekki sann­fær­andi rök fyrir ábata og athuga­semdir við ráð­stöfun sölu­and­virðis

Smári McCart­hy, full­trúi Pírata í nefnd­inni, segir í athuga­semdum sínum að þar sem hvorki fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, né í raun nokkur annar hafi fært sann­fær­andi rök fyrir því að ábat­inn af sölu Íslands­banka nú sé mik­ill sé eðli­legt að bíða með sölu­ferli en nýta þess í stað vorið til að meta hvaða skil­yrði þurfi að vera fyrir hendi til að ábati af slíkri aðgerð verði mik­ill.

­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, myndar fjórða minni­hluta í nefnd­inni. Hann gerir fyrst og fremst athuga­semd við að Íslands­banki sé einka­væddur án þess að leit­ast hafi verið við að nýta það ein­staka tæki­færi sem sé til stað­ari til að koma á heil­brigð­ara fjár­mála­kerfi á Íslandi. „Auk þess hlýtur það að vekja spurn­ingar að ráð­ast í banka­sölu í núver­andi efna­hags­á­standi. Með því er fyrst og fremst vísað til þeirrar óvissu sem er ríkj­and­i.“

Sig­mundur Davíð segir að verði sala nú til þess að líf­eyr­is­sjóðir eign­ist áhrifa­mik­inn hlut í Íslands­banka verði þeir mjög umsvifa­miklir á íslenskum fjár­mála­mark­aði sem við­skipta­vinir bank­anna, keppi­nautar þeirra og áhrifa­miklir eig­endur tveggja stórra banka. „Ljóst er að fjár­fest­inga­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna er mikil en sam­keppn­is­mál eru eitt þeirra meg­in­at­riða sem huga þarf að við upp­bygg­ingu íslenska fjár­mála­kerf­is­ins.“ 

Hann gerir einnig að umtals­efni hvernig farið verður með það fjár­magn sem mun fást fyrir Íslands­banka. „Það á ekki hvað síst við í ljósi þess að fyrir skömmu lagði rík­is­stjórnin fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem opnað var á þann mögu­leika að nýta afrakstur af sölu Íslands­banka í fram­kvæmdir við svo kall­aða Borg­ar­línu (auk sam­göngu­fram­kvæmda sem óvissa ríkir um). Þessi áform fara illa saman við þau rök að selja þurfi bank­ann nú til að létta á skulda­stöðu rík­is­sjóðs auk þess sem lána­kjör íslenska rík­is­ins eru nú með allra besta móti. Stöð­ug­leika­fram­lögin voru hugsuð til að styðja við íslenskt efna­hags­líf og tryggja heil­brigt fjár­mála­kerfi, ekki sem pen­ingar sem eyða mætti í óhag­kvæm gælu­verk­efn­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar