Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar leggur til að allt að 35 pró­sent hlutur í Íslands­banka verði seldur í fyr­ir­hug­uðu hluta­fjár­út­boði og skrán­ingu bank­ans á mark­að. Að lág­marki eigi að selja 25 pró­sent. Þá leggur meiri­hlut­inn til að hámark verði sett á hlut hvers til­boðs­gjafa, til dæmis 2,5 til 3,0 pró­sent, af heild­ar­hlutafé Íslands­banka. 

Þetta kemur fram í umsögn sem nefndin hefur sent til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og vegna grein­ar­gerðar hans um sölu­ferlið og er dag­sett í gær, 20. jan­ú­ar. 

Meiri­hlut­inn sam­anstendur af Óla Birni Kára­syni, for­manni nefnd­ar­inn­ar, og félögum hans í Sjálf­stæð­is­flokknum þeim Brynj­ari Níels­syni og Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur. Aðrir stjórn­ar­þing­menn í nefnd­inni, þeir Willum Þór Þórs­son úr Fram­sókn­ar­flokki og Ólafur Þór Gunn­ars­son úr Vinstri græn­um, eru líka hluti af meiri­hlut­an­um. Hinir fjórir nefnd­ar­menn­irn­ir, sem koma úr stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um, skila allir sér­stökum athuga­semdum hver og einn. 

Í athuga­semdum meiri­hluta nefnd­ar­innar segir að ekki verði annað séð enn að til­laga Banka­sýslu rík­is­ins um sölu á hluta eignar Íslands­banka sé „var­færin og sett fram við aðstæður sem ætla m á að séu hag­stæðar til að taka fyrsta skref í að draga úr áhættu rík­is­ins af stórum eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­in­u.“

Skyn­sam­legt kunni að vera að stefna að skrán­ingu Íslands­banka á erlenda mark­aði í náinni fram­tíð sam­hliða frek­ari sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins. „Nauð­syn­legt er að auka áhuga erlendra fjár­festa á hluta­bréfum íslenskra fyr­ir­tækja með skrán­ingu í öðrum lönd­um.“

Við­reisn vill selja minna og Sam­fylk­ingin skilur ekki tíma­setn­ing­una

Í athuga­semdum Jóns Stein­dórs Valdi­mars­son­ar, þing­manns Við­reisn­ar, er lagt til að ein­ungis verði seldur 25 pró­sent hlutur og að 2,5 pró­senta þak verði sett á það sem hver og einn til­boðs­gjafi megi kaupa. Ekki verði tekin nein ákvörðun um frek­ari sölu hluta í bank­anum fyrr en að loknu mati á frumút­boð­inu og í fram­haldi af því nýrri til­lögu frá Banka­sýslu rík­is­ins.

Auglýsing
Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í athuga­semdum sínum að því hafi ekki verið svarað hvers vegna hefja á sölu á banka­hlutum á sama tíma og mikil óvissa sé í heims­far­aldri. „Af­leið­ingar efna­hags­þreng­ing­anna eru enn mjög óljósar og því óábyrgt að ekki sé metið hvaða áhrif sala á bönkum við slíkar aðstæður geti haft á sölu­verð, fyr­ir­tæki í við­skiptum við bank­ann eða hvaða áhrif inn­lend fjár­fest­ing í bönkum hafi á hag­kerfið í heild.“

Ekk­ert land sé að selja rík­is­eignir um þessar mundir þó að staða á mörk­uðum sé víða góð og skuldir ríkja um allan heim hafi auk­ist gríð­ar­lega. Oddný segir að ef íslensk stjórn­völd telji að hag­kvæmt sé að selja vel stæðan banka sem skilað hafi góðum arði í rík­is­sjóð, til að greiða niður skuldir á nei­kvæðum raun­vöxt­um, hafi þau ekki reiknað dæmið til enda. „Við und­ir­bún­ing á sölu Íslands­banka þarf að taka til­lit til stöðu efna­hags- og atvinnu­mála. Það hefur ekki verið gert. Slakur und­ir­bún­ingur og mikil pressa að hálfu stjórn­valda á sölu hluta rík­is­ins í Íslands­banka við óvissu og for­dæma­lausar sam­fé­lags­legar og efna­hags­legar aðstæður er ekki traust­vekj­and­i.“

Ekki sann­fær­andi rök fyrir ábata og athuga­semdir við ráð­stöfun sölu­and­virðis

Smári McCart­hy, full­trúi Pírata í nefnd­inni, segir í athuga­semdum sínum að þar sem hvorki fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, né í raun nokkur annar hafi fært sann­fær­andi rök fyrir því að ábat­inn af sölu Íslands­banka nú sé mik­ill sé eðli­legt að bíða með sölu­ferli en nýta þess í stað vorið til að meta hvaða skil­yrði þurfi að vera fyrir hendi til að ábati af slíkri aðgerð verði mik­ill.

­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, myndar fjórða minni­hluta í nefnd­inni. Hann gerir fyrst og fremst athuga­semd við að Íslands­banki sé einka­væddur án þess að leit­ast hafi verið við að nýta það ein­staka tæki­færi sem sé til stað­ari til að koma á heil­brigð­ara fjár­mála­kerfi á Íslandi. „Auk þess hlýtur það að vekja spurn­ingar að ráð­ast í banka­sölu í núver­andi efna­hags­á­standi. Með því er fyrst og fremst vísað til þeirrar óvissu sem er ríkj­and­i.“

Sig­mundur Davíð segir að verði sala nú til þess að líf­eyr­is­sjóðir eign­ist áhrifa­mik­inn hlut í Íslands­banka verði þeir mjög umsvifa­miklir á íslenskum fjár­mála­mark­aði sem við­skipta­vinir bank­anna, keppi­nautar þeirra og áhrifa­miklir eig­endur tveggja stórra banka. „Ljóst er að fjár­fest­inga­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna er mikil en sam­keppn­is­mál eru eitt þeirra meg­in­at­riða sem huga þarf að við upp­bygg­ingu íslenska fjár­mála­kerf­is­ins.“ 

Hann gerir einnig að umtals­efni hvernig farið verður með það fjár­magn sem mun fást fyrir Íslands­banka. „Það á ekki hvað síst við í ljósi þess að fyrir skömmu lagði rík­is­stjórnin fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem opnað var á þann mögu­leika að nýta afrakstur af sölu Íslands­banka í fram­kvæmdir við svo kall­aða Borg­ar­línu (auk sam­göngu­fram­kvæmda sem óvissa ríkir um). Þessi áform fara illa saman við þau rök að selja þurfi bank­ann nú til að létta á skulda­stöðu rík­is­sjóðs auk þess sem lána­kjör íslenska rík­is­ins eru nú með allra besta móti. Stöð­ug­leika­fram­lögin voru hugsuð til að styðja við íslenskt efna­hags­líf og tryggja heil­brigt fjár­mála­kerfi, ekki sem pen­ingar sem eyða mætti í óhag­kvæm gælu­verk­efn­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar