„Erum á viðkvæmum stað þegar kemur að trausti“

Þingmaður VG segist vera tilbúinn til þess að farið verði ofan í hvern krók og kima á Íslandsbankasölunni. Hún vill í kjölfarið af rannsókn að ákvarðanir verði teknar um hvernig betur megi standa að sölu ríkiseigna.

Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Auglýsing

Jódís Skúla­dóttir þing­maður Vinstri grænna og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar ræddu báðar hug­takið traust í sam­bandi við banka­söl­una í ræðum sínum undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Jódís benti í upp­hafi ræðu sinnar á að mikið hefði verið rætt um traust í sam­fé­lag­inu þessa dag­ana eða öllu heldur skort á trausti.

„Eftir hrun hefur gengið erf­ið­lega að byggja upp traust í sam­fé­lag­inu. Sala á hlut í Íslands­banka hefur sýnt okkur hvað við erum á við­kvæmum stað þegar kemur að trausti. Því er úti­lokað annað en að farið sé yfir það hvernig þess­ari sölu var hátt­að, hvernig staðið var að hverju skrefi í ferl­inu, og það er verið að gera. Við erum að rann­saka, við erum sem sam­fé­lag að ræða mál­ið, við erum að bregð­ast við á öllum þeim sviðum sem þarf til,“ sagði hún.

Auglýsing

Vinstri græn vilja skipa rann­sókn­ar­nefnd – seinna

Telur Jódís að það sé ekki til þess fallið að efla traust sam­fé­lags­ins á stjórn­völdum að umræðan sé óreiðu­kennd eða bygg­ist á órök­studdum upp­hróp­un­um. „Því hefur til dæmis ítrekað verið haldið fram að stjórn­ar­flokk­arnir vilji ekki skipa rann­sókn­ar­nefnd. Það er ekki rétt. Þvert á móti hafa félagar mínir í þing­flokki Vinstri grænna end­ur­tekið lýst yfir vilja til að velta við öllum stein­um.“

Las hún í fram­hald­inu upp úr grein­ar­gerð með frum­varpi til laga um rann­sókn­ar­nefndir þar sem segir að skipun rann­sókn­ar­nefndar sé úrræði sem ber ein­ungis að nota ef ein­sýnt er að ekki sé unnt að not­ast við hin hefð­bundnu rann­sóknar­úr­ræði. Úrræðið sé sér­úr­ræði og mik­il­vægt að á það sé litið sem slíkt og að til þess sé ekki gripið nema nauð­syn­legt sé.

„Það þýðir ekki að þegar aðrar og aug­ljós­ari leiðir hafa verið tæmdar verði ekki farið í að skipa rann­sókn­ar­nefnd,“ sagði hún. „Er ég glöð með sölu­ferlið og útkom­una? Nei, bara hreint ekki. Er ég til­búin til þess að farið verði ofan í hvern krók og kima þessa máls? Já, það er ég, og í kjöl­farið verði ákvarð­anir teknar um hvernig betur megi standa að sölu rík­is­eigna þannig að hafið sé yfir allan vafa og að almenn­ingur geti treyst fag­legu, gagn­sæi og heið­ar­legu ferli í þessu sem öðru sem stjórn­völd gera hverju sinn­i.“

Skjald­borg um Bjarna Bene­dikts­son

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði aftur á móti í sinni ræðu að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn hefðu slegið skjald­borg um Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Það myndi ekki efla traust almenn­ings til stjórn­mála­manna eða Alþing­is.

Hún sagði að það væri inni­halds­laust hjal að halda því fram að tæma þyrfti önnur rann­sóknar­úr­ræði áður en rann­sókn­ar­nefnd Alþingis yrði sett á lagg­irnar eins og stjórn­ar­and­staðan hefur óskað eft­ir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Það er ákvörðun Alþingis að gera það og það er ekk­ert í lögum sem segir að hitt þurfi að tæma. Það liggur fyrir hver úrræðin eru, hver úrræði rík­is­end­ur­skoð­anda eru og hver úrræði rann­sókn­ar­nefnda eru. Það er skrifað inn í íslenska lög­gjöf,“ sagði hún.

Þór­unn ráð­lagði þing­mönnum að kíkja á texta í þing­skap­ar­lögum þar sem segir að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd skuli hafa frum­kvæði að því að kanna ákvarð­anir ein­stakra ráð­herra eða verk­lag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grund­velli þess eft­ir­lits­hlut­verks sem Alþingi hefur gagn­vart fram­kvæmd­ar­vald­inu. Komi beiðni um slíka athugun frá að minnsta kosti fjórð­ungi nefnd­ar­manna skuli hún fara fram. Um athugun sína geti nefndin gefið þing­inu skýrslu.

„Þetta úrræði hefur ekki verið tæmt og það er eins gott að þing­menn átti sig á því hvert eft­ir­lits­hlut­verk hátt­virtrar stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar er. Við munum fá upp­lýs­ingar um afmörkun rann­sóknar Rík­is­end­ur­skoð­anda og í ljósi þeirrar afmörk­unar mun stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd nota þau laga­legu úrræði sem hún hefur til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki sínu gagn­vart hæst­virtum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra,“ sagði Þór­unn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent