„Ótrúlegt hvað þessir stjórnarliðar leita langt til þess að snúa öllu á hvolf“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar halda áfram að gagnrýna viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vendingum vikunnar varðandi Íslandsbankasöluna.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son er einn þeirra þing­manna sem hefur tjáð sig opin­ber­lega um atburða­rás síð­ast­lið­inna vikna er varðar sölu rík­is­ins á 22,5 pró­senta hluta í Íslands­banka í mars síð­ast­liðn­um. Hann segir meðal ann­ars að það sé „ótrú­legt hvað þessir stjórn­ar­lið­ar“ leiti langt til þess að snúa öllu á hvolf.

Rík­is­end­ur­skoðun og Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans hafa hafið rann­sókn á útboði Banka­sýsl­unnar en mörgum innan stjórn­ar­and­stöð­unnar þykir það ekki nægi­legt og vilja að sér­stök rann­sókn­ar­nefnd Alþingis verði skipuð til að rann­saka mál­ið.

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að hún vilji fyrst frá nið­ur­stöðu þess­ara tveggja stjórn­sýslu­ein­inga áður en áfram er hald­ið. Ekki margir VG liðar hafa tjáð sig um málið und­an­farið en Stein­unn Þóra Árna­dóttir þing­maður VG sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag að þau í VG hefðu frá upp­hafi verið skýr með það að fara yrði nákvæm­lega yfir það hvernig staðið var að fram­kvæmd­inni á sölu Íslands­banka. „Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans og Rík­is­end­ur­skoð­un, sem er alger­lega sjálf­stæð í vinnu sinni, hafa þegar hafið athugun á mál­inu. Mér finnst mik­il­vægt að Alþingi sýni Rík­is­end­ur­skoðun fullt traust til að ljúka rann­sókn sinn­i,“ skrifar hún á Face­book.

Rann­sókn á söl­unni á Íslands­banka í réttum far­vegi

Telur Stein­unn Þóra að þeirri rann­sókn lok­inni verði hægt að leggja mat á það hvort stofna beri sér­staka rann­sókn­ar­nefnd um málið til að upp­lýsa það enn frek­ar.

Steinunn Þóra Árnadóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún segir að það að byrja rann­sókn­ina hjá Rík­is­end­ur­skoðun sé eðli­legur upp­haf­s­punktur rann­sókn­ar. Í lögum um rann­sókn­ar­nefndir Alþingis sé fjallað um hvenær rétt sé að skipa rann­sókn­ar­nefnd. Þar segi meðal ann­ars að við und­ir­bún­ing slíkrar til­lögu og áður en hún er lögð fram skuli sér­stak­lega leggja mat á til­efni og grund­völl rann­sókn­ar, hvert sé mögu­legt umfang hennar og afmörkun og hvort önnur úrræði séu til­tæk.

Þá segi enn fremur að áður en til­laga um skipun rann­sókn­ar­nefndar er lögð fram skuli leita umsagnar for­seta Alþingis um þau atriði sem til­greind eru í lög­um. Við und­ir­bún­ing hennar sé for­seta Alþingis heim­ilt að leita umsagnar rík­is­end­ur­skoð­anda og umboðs­manns Alþingis um til­lög­una.

Vísar Stein­unn Þóra jafn­framt í grein­ar­gerð með frum­varp­inu en þar segir að rétt sé að árétta að skipun rann­sókn­ar­nefndar sé úrræði sem beri ein­ungis að nota ef ein­sýnt er að ekki er unnt að not­ast við hin hefð­bundnu rann­sóknar­úr­ræði. Úrræðið sé sér­úr­ræði og mik­il­vægt að á það sé litið sem slíkt og að til þess sé ekki gripið nema nauð­syn­legt sé.

„Á þessu má sjá að rann­sókn á söl­unni á Íslands­banka er í réttum far­veg­i,“ skrifar þing­maður VG.

Við í VG höfum frá upp­hafi verið skýr með það fara verður nákvæm­lega yfir það hvernig staðið var að fram­kvæmd­inni á sölu...

Posted by Stein­unn Þóra Árna­dóttir on Wed­nes­day, April 20, 2022

Af hverju að bíða?

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata bregst við þessum orðum Stein­unnar Þóru í dag og spyr á Face­book af hverju bíða eigi eftir Rík­is­end­ur­skoðun þegar heim­ilt sé að leita umsagnar um skipan rann­sókn­ar­nefnd­ar.

„Þegar rík­is­end­ur­skoðun klárar núver­andi rann­sókn – ef þingið telur til­efni til þess að koma á fót rann­sókn­ar­nefnd þá þarf mögu­lega aftur að leita til rík­is­end­ur­skoð­unar um álit á til­lögu um rann­sókn­ar­nefnd. Af hverju ekki að stofna rann­sókn­ar­nefnd fyrst – og biðja um umsögn rík­is­end­ur­skoð­unar við því?“ spyr hann.

Björn Leví segir að ef rík­is­end­ur­skoðun myndi telja óþarft að stofna rann­sókn­ar­nefnd þá kæmi það fram í umsögn­inni. „Það er ótrú­legt hvað þessir stjórn­ar­liðar leita langt til þess að snúa öllu á hvolf.“

Af hverju að bíða eftir Rík­is­end­ur­skoðun þegar það er _heim­ilt_ að leita umsagnar um skipan rann­sókn­ar­nefnd­ar? Þeg­ar...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, April 20, 2022

„Gilda hin svoköll­uðu arms­lengd­ar­sjón­ar­mið um hæfi ekki við þær aðstæð­ur?“

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar fjall­aði um málið á Face­book-­síðu sinni í gær og benti á að for­sæt­is­ráð­herra hefði talað um það að bíða þyrfti nið­ur­stöðu rann­sóknar áður en dómar væru felldir um hvernig til tókst með útboðið á tæpum fjórð­ungs­hluta í Íslands­banka. Engu að síður hefði Katrín sjálf ekki beðið nið­ur­stöðu neinnar rann­sóknar áður en hún kynnti frum­varp um að leggja Banka­sýsl­una nið­ur.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Ljóst er af orðum hennar að stofn­unin verður einmitt og akkúrat lögð niður í beinum tengslum við hvernig til tókst. Hún beið hvorki nið­ur­stöðu Rík­is­end­ur­skoð­unar né Fjár­mála­eft­ir­lits­ins áður en frétta­til­kynn­ing var send út um enda­lok Banka­sýsl­unn­ar.

For­sæt­is­ráð­herra hefur hins vegar ekk­ert nefnt í hvaða stöðu ráð­herra er þegar eft­ir­lits­stofnun sem heyrir undir hann rann­sakar mál sem hann ber ábyrgð á. Undir fjár­mála­ráðu­neytið fellur opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi sam­kvæmt vef­síðu fjár­mála­ráðu­neyt­is. Fjár­mála­ráð­herra er sam­kvæmt því æðsti yfir­maður Fjár­mála­eft­ir­lits sem nú rann­sakar þætti sem hann ber ábyrgð á. Und­ir­stofnun hans er um leið í þeirri stöðu að rann­saka þætti sem fjár­mála­ráð­herra ber ábyrgð á. Gilda hin svoköll­uðu arms­lengd­ar­sjón­ar­mið um hæfi ekki við þær aðstæð­ur?“ spyr hún.

For­sæt­is­ráð­herra hefur talað um það í dag að bíða þurfi nið­ur­stöðu rann­sóknar áður en dómar eru felldir um hvernig til­...

Posted by Thor­bjorg Sigri­dur Gunn­laugs­dottir on Tues­day, April 19, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent