Hluthöfum Íslandsbanka fækkað um næstum tíu þúsund frá skráningu á markað

Sá hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hækkað um 33,6 milljarða króna frá því að hann var seldur. Sá hlutur sem ríkið seldi til 207 fjárfesta í lokuðu útboði í mars hefur hækkað um 4,3 milljarða króna.

Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Auglýsing

Þegar Íslands­banki var skráður á markað í júní 2021, að und­an­gengnu hluta­fjár­út­boði þar sem 35 pró­sent hlutur rík­is­ins var seldur á 55 millj­arðar króna, voru hlut­hafar bank­ans um 24 þús­und tals­ins, enda hafði þátt­taka í útboð­inu á meðal almenn­ings verið sér­lega góð. Þar skipti miklu að þeir sem skráðu sig fyrir kaupum upp á eina milljón króna eða minna voru ekki skert­ir, þrátt fyrir að eft­ir­spurn eftir bréfum hafi verið níföld. 

Auk þess þótti útboðs­geng­ið, 79 krónur á hluti, að mati grein­ing­ar­að­ila vera lágt miðað við efna­hags­reikn­ing bank­ans og stöð­una á hluta­bréfa­mark­aði á þeim tíma. Það kom enda á dag­inn að gengið hækk­aði nokkuð skarpt. Á fyrsta degi við­skipta hækk­aði það um tæp­lega 20 pró­sent. 

Síðan þá hefur ríkið selt 22,5 pró­sent hlut til við­bótar í bank­anum á 52,65 millj­arða króna í lok­uðu útboði þar sem 207 skil­greindir fag­fjár­festar fengu að kaupa. Sú sala fór fram 22. mars á þessu ári og hefur haft mikla eft­ir­mála. Í könnun sem Gallup lét fram­kvæma í vor kom fram að 88,4 pró­sent lands­manna töldu að óeðli­legir við­skipta­hættir hafi átt sér stað við söl­una og 83 pró­sent þjóð­ar­innar sögð­ust óánægð með fram­kvæmd­ina. 

Auglýsing
Ástæðan er meðal ann­ars sú að hóp­ur­inn sem fékk að kaupa hlut rík­is­ins í bank­anum inn­i­hélt meðal ann­­ars starfs­­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa, litla fjár­­­festa sem rök­studdur grunur er um að upp­­­fylli ekki skil­yrði þess að telj­­ast fag­fjár­­­fest­­ar, erlenda skamm­­tíma­­sjóði sem höfðu sýnt það áður í verki að þeir hafa engan áhuga á að vera lang­­tíma­fjár­­­festar í Íslands­­­banka, fólk í virkri lög­­­reglu­rann­­sókn, aðila sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og föður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem er sá ráð­herra sem heldur á hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Rík­is­end­ur­skoðun var fengin til að fram­kvæma stjórn­sýslu­út­tekt á söl­unni snemma í apríl og til stóð að hún nið­ur­staða hennar yrði birt í opin­berri skýrslu til Alþingis í júní 2022. Birt­ingu þeirrar skýrslu hefur síðan ítrekað verið frestað, nú síð­ast til seinni hluta ágúst­mán­að­ar. 

Sú gagn­rýni sem sett var fram á sölu­ferli Íslands­banka gerði það að verkum að frek­ari áformum um sölu á hlut rík­is­ins í bank­an­um, en ríkið heldur enn á 42,5 pró­sent hlut, var slegið á frest um óákveð­inn tíma.

Hlut­höfum fækkað um 40 pró­sent á einu ári

Þegar Íslands­banki birti upp­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í síð­ustu viku kom fram að hlut­hafar í bank­anum séu nú 14.300 tals­ins. Þeim hefur því fækkað um 9.700 frá því í júní í fyrra, eða um 40 pró­sent. ­Kaup­endur af þorra þeirra bréfa sem seld hafa verið eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, í eigu íslensks almenn­ings, sem eiga að minnsta kosti sam­an­lagt um 28 pró­sent hlut í bank­an­um.

Á sama tíma hefur virði Íslands­banka auk­ist gríð­ar­lega, en virði bréfa í honum var í byrjun viku var 60,2 pró­sent hærra en skrán­ing­ar­gengi bank­ans. Það þýðir að ein­stak­lingur sem keypti fyrir eina milljón króna í fyrra, og heldur enn á bréfum sín­um, á nú bréf sem er um 1,6 milljón króna virð­i. 

Mark­aðsvirði bank­ans við skrán­ingu var 158 millj­arðar króna. Það var í byrjun viku 253,2 millj­arðar króna og hefur því hækkað um 95,2 millj­arða króna á því rúma ári sem liðið er frá skrán­ingu. Sá 35 pró­sent hlutur sem ríkið seldi í fyrra­sumar var í byrjun viku 33,6 millj­arða króna meira virði en hann var þegar ríkið seldi hann.

Þeir sem keyptu 22,5 pró­sent hlut í mars gerðu það á geng­inu 117 krónur á hlut, sem var rúm­lega fjögur pró­sent undir skráðu gengi bank­ans á þeim tíma. Sá afsláttur var rök­studdur með því að það væri alvana­legt alþjóð­lega þegar stór hlutur í skráðu félagi væri seldur með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi að gefa afslátt. 

Fyrir liggur að hluti þeirra fjár­festa sem var boðið að taka þátt seldu sig út úr bank­anum skömmu eftir að hinu lok­aða útboði lauk. Það hafa fleiri líka gert, enda hefur hlut­höfum í Íslands­banka fækkað um eitt þús­und tals­ins frá lokum mars­mán­að­ar, þegar þeir voru 15.300 tals­ins. 

Hluta­bréf í Íslands­banka eru nú nú 8,2 pró­sent meira virði en þau voru þegar ríkið seldi 22,5 pró­sent hlut í mars. Það þýðir að virði þess hlutar hefur auk­ist um 4,3 millj­arða króna. 

Hagn­að­ist um 11,1 millj­arð króna á fyrri hluta árs

Íslands­banki birti upp­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í síð­ustu viku. Þar kom fram að hagn­aður bank­ans hafi verið 11,1 millj­arður króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins og arð­semi eigin fjár 10,9 pró­sent, sem er yfir tíu pró­sent mark­miði bank­ans. 

Hreinar þókn­ana­tekjur juk­ust um 12,6 pró­sent milli ára og greinar vaxta­tekjur um 17,2 pró­sent, Kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans – en stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn er starfs­manna­hald – lækk­aði úr 50,6 í 45 pró­sent milli ára en starfs­fólki í fullu starfi hefur fækkað úr 768 í 740 á einu ári. 

Vaxta­munur á síð­asta árs­fjórð­ungi var 2,9 pró­sent, sem er ívið hærra en hann var á öðrum árs­fjórð­ungi 2021, þegar hann var 2,4 pró­sent. 

Íslands­banki greiddi 11,9 millj­arða króna til hlut­hafa sinna í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Þegar bank­inn birti árs­reikn­ing sinn vegna árs­ins 2021 í febr­úar kom fram að stjórn hans stefndi að því að greiða út 40 millj­­arða króna í umfram eigið fé á næstu 12-24 mán­uð­­um. Sú veg­­ferð hófst með því að aðal­­fundur bank­ans sam­þykkti að hefja end­­ur­­kaup á bréfum fyrir 15 millj­­arða króna í ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar