Hluthöfum Íslandsbanka fækkað um næstum tíu þúsund frá skráningu á markað

Sá hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hækkað um 33,6 milljarða króna frá því að hann var seldur. Sá hlutur sem ríkið seldi til 207 fjárfesta í lokuðu útboði í mars hefur hækkað um 4,3 milljarða króna.

Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Auglýsing

Þegar Íslands­banki var skráður á markað í júní 2021, að und­an­gengnu hluta­fjár­út­boði þar sem 35 pró­sent hlutur rík­is­ins var seldur á 55 millj­arðar króna, voru hlut­hafar bank­ans um 24 þús­und tals­ins, enda hafði þátt­taka í útboð­inu á meðal almenn­ings verið sér­lega góð. Þar skipti miklu að þeir sem skráðu sig fyrir kaupum upp á eina milljón króna eða minna voru ekki skert­ir, þrátt fyrir að eft­ir­spurn eftir bréfum hafi verið níföld. 

Auk þess þótti útboðs­geng­ið, 79 krónur á hluti, að mati grein­ing­ar­að­ila vera lágt miðað við efna­hags­reikn­ing bank­ans og stöð­una á hluta­bréfa­mark­aði á þeim tíma. Það kom enda á dag­inn að gengið hækk­aði nokkuð skarpt. Á fyrsta degi við­skipta hækk­aði það um tæp­lega 20 pró­sent. 

Síðan þá hefur ríkið selt 22,5 pró­sent hlut til við­bótar í bank­anum á 52,65 millj­arða króna í lok­uðu útboði þar sem 207 skil­greindir fag­fjár­festar fengu að kaupa. Sú sala fór fram 22. mars á þessu ári og hefur haft mikla eft­ir­mála. Í könnun sem Gallup lét fram­kvæma í vor kom fram að 88,4 pró­sent lands­manna töldu að óeðli­legir við­skipta­hættir hafi átt sér stað við söl­una og 83 pró­sent þjóð­ar­innar sögð­ust óánægð með fram­kvæmd­ina. 

Auglýsing
Ástæðan er meðal ann­ars sú að hóp­ur­inn sem fékk að kaupa hlut rík­is­ins í bank­anum inn­i­hélt meðal ann­­ars starfs­­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa, litla fjár­­­festa sem rök­studdur grunur er um að upp­­­fylli ekki skil­yrði þess að telj­­ast fag­fjár­­­fest­­ar, erlenda skamm­­tíma­­sjóði sem höfðu sýnt það áður í verki að þeir hafa engan áhuga á að vera lang­­tíma­fjár­­­festar í Íslands­­­banka, fólk í virkri lög­­­reglu­rann­­sókn, aðila sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og föður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem er sá ráð­herra sem heldur á hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Rík­is­end­ur­skoðun var fengin til að fram­kvæma stjórn­sýslu­út­tekt á söl­unni snemma í apríl og til stóð að hún nið­ur­staða hennar yrði birt í opin­berri skýrslu til Alþingis í júní 2022. Birt­ingu þeirrar skýrslu hefur síðan ítrekað verið frestað, nú síð­ast til seinni hluta ágúst­mán­að­ar. 

Sú gagn­rýni sem sett var fram á sölu­ferli Íslands­banka gerði það að verkum að frek­ari áformum um sölu á hlut rík­is­ins í bank­an­um, en ríkið heldur enn á 42,5 pró­sent hlut, var slegið á frest um óákveð­inn tíma.

Hlut­höfum fækkað um 40 pró­sent á einu ári

Þegar Íslands­banki birti upp­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í síð­ustu viku kom fram að hlut­hafar í bank­anum séu nú 14.300 tals­ins. Þeim hefur því fækkað um 9.700 frá því í júní í fyrra, eða um 40 pró­sent. ­Kaup­endur af þorra þeirra bréfa sem seld hafa verið eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, í eigu íslensks almenn­ings, sem eiga að minnsta kosti sam­an­lagt um 28 pró­sent hlut í bank­an­um.

Á sama tíma hefur virði Íslands­banka auk­ist gríð­ar­lega, en virði bréfa í honum var í byrjun viku var 60,2 pró­sent hærra en skrán­ing­ar­gengi bank­ans. Það þýðir að ein­stak­lingur sem keypti fyrir eina milljón króna í fyrra, og heldur enn á bréfum sín­um, á nú bréf sem er um 1,6 milljón króna virð­i. 

Mark­aðsvirði bank­ans við skrán­ingu var 158 millj­arðar króna. Það var í byrjun viku 253,2 millj­arðar króna og hefur því hækkað um 95,2 millj­arða króna á því rúma ári sem liðið er frá skrán­ingu. Sá 35 pró­sent hlutur sem ríkið seldi í fyrra­sumar var í byrjun viku 33,6 millj­arða króna meira virði en hann var þegar ríkið seldi hann.

Þeir sem keyptu 22,5 pró­sent hlut í mars gerðu það á geng­inu 117 krónur á hlut, sem var rúm­lega fjögur pró­sent undir skráðu gengi bank­ans á þeim tíma. Sá afsláttur var rök­studdur með því að það væri alvana­legt alþjóð­lega þegar stór hlutur í skráðu félagi væri seldur með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi að gefa afslátt. 

Fyrir liggur að hluti þeirra fjár­festa sem var boðið að taka þátt seldu sig út úr bank­anum skömmu eftir að hinu lok­aða útboði lauk. Það hafa fleiri líka gert, enda hefur hlut­höfum í Íslands­banka fækkað um eitt þús­und tals­ins frá lokum mars­mán­að­ar, þegar þeir voru 15.300 tals­ins. 

Hluta­bréf í Íslands­banka eru nú nú 8,2 pró­sent meira virði en þau voru þegar ríkið seldi 22,5 pró­sent hlut í mars. Það þýðir að virði þess hlutar hefur auk­ist um 4,3 millj­arða króna. 

Hagn­að­ist um 11,1 millj­arð króna á fyrri hluta árs

Íslands­banki birti upp­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í síð­ustu viku. Þar kom fram að hagn­aður bank­ans hafi verið 11,1 millj­arður króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins og arð­semi eigin fjár 10,9 pró­sent, sem er yfir tíu pró­sent mark­miði bank­ans. 

Hreinar þókn­ana­tekjur juk­ust um 12,6 pró­sent milli ára og greinar vaxta­tekjur um 17,2 pró­sent, Kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans – en stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn er starfs­manna­hald – lækk­aði úr 50,6 í 45 pró­sent milli ára en starfs­fólki í fullu starfi hefur fækkað úr 768 í 740 á einu ári. 

Vaxta­munur á síð­asta árs­fjórð­ungi var 2,9 pró­sent, sem er ívið hærra en hann var á öðrum árs­fjórð­ungi 2021, þegar hann var 2,4 pró­sent. 

Íslands­banki greiddi 11,9 millj­arða króna til hlut­hafa sinna í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Þegar bank­inn birti árs­reikn­ing sinn vegna árs­ins 2021 í febr­úar kom fram að stjórn hans stefndi að því að greiða út 40 millj­­arða króna í umfram eigið fé á næstu 12-24 mán­uð­­um. Sú veg­­ferð hófst með því að aðal­­fundur bank­ans sam­þykkti að hefja end­­ur­­kaup á bréfum fyrir 15 millj­­arða króna í ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar