Bankasýslan segir 34 fjárfesta þegar hafa selt í Íslandsbanka og 60 birtast ekki á hluthafalista

Stofnunin sem sá um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur birt yfirlit yfir það sem hún ætlar að sé þróun á eignarhlut hluta þeirra sem fengu að kaupa hluti í bankanum í lokuðu útboði í síðasta mánuði.

Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins segir að það megi ætla 34 þeirra 207 fjár­festa sem fengu að kaupa hlut í Íslands­banka í lok­uðu útboði þann 22. mars hafi minnkað eign­ar­hlut sinn í bank­an­um. Þessi hópur hafi saman losað um 1,1 pró­sentu­stig af heild­ar­hlutafé Íslands­banka og eigi enn um 4,1 pró­sent. 

Þá birt­ast 60 fjár­festar ekki á hlut­hafa­skrá og Banka­sýslan segir það geta skýrst af fernu: við­kom­andi er búinn að selja hlut­inn sinn, er með hann í vörslu á safn­reikn­ingi, hefur fjár­magnað kaupin í gegnum fram­virka samn­inga við banka eða annað fjár­mála­fyr­ir­tæki eða að við­kom­andi er eigna­stýr­ing­ar­að­ili. Þessi hópur keypti alls fimm pró­sent hlut í Íslands­banka í útboð­inu í síð­asta mán­uð­i. 

Í til­kynn­ingu Banka­sýsl­unnar, sem birt­ist í gær, segir að 25 fjár­fest­ar, sem eru að mestu stórir stofn­ana­fjár­festar á borð við líf­eyr­is­sjóði, hafi bætt við eign­ar­hlut sinn eftir útboðið en 87 séu með óbreyttan eign­ar­hlut og eigi áfram 10,1 pró­sent af öllu hlutafé bank­ans. 

Til­kynn­ingin birt­ist í kjöl­far þess að Kjarn­inn greindi frá því að sam­an­burð­ar­listi sem hann lét vinna fyrir sig úr gögnum yfir hlut­hafa Íslands­banka hafi sýnt að 132 væru ekki skráðir fyrir þeim hlut sem þeir fengu úthlutað og að heim­ildir væru fyrir því að margir þeirra hefðu selt sig niður að ein­hverju eða öllu leyti. Í öðrum til­vikum hafi hlut­ur­inn þó verið fluttur á vörslu­reikn­inga í eign­ar­stýt­ingu við­kom­andi eða verið keyptur í gegnum fram­virka samn­inga.

Ómögu­legt er að sjá af hlut­haf­alist­anum hverjir færðu bréfin sín með þeim hætti og hverjir seldu en Banka­sýslan bendir á að sá hlutur sem skráður er á fjár­mála­stofn­anir hafi vaxið um 3,8 pró­sentu­stig frá því fyrir útboð.

Erlendir sjóðir ekki lengur á list­anum

Í umfjöllun Kjarn­ans kom meðal ann­ars fram að þeir erlendur sjóðir sem sölu­ráð­gjafar Banka­sýslu rík­is­ins buðu að taka þátt í lok­aða útboð­inu væru flestir búnir að selja allan þann hlut sem þeir fengu úthlut­að. Um er að ræða sjóði sem tóku líka þátt í almenna útboð­inu í fyrra­sumar og seldu sig þá strax niður í kjöl­far­ið. Þeir voru því að taka snún­ing númer tvö á hluta­bréfa­eign í Íslands­banka þar sem sölu­að­il­inn var íslenska rík­ið. Eftir almenna útboðið seldur sex þeirra erlendu sjóða sem keyptu í bank­­anum bréfin sem þeim var úthlutað innan þriggja daga eftir skrán­ingu með umtals­verðum hagn­aði, en sölu­and­virðið var um fjórir millj­­arðar króna. Á meðal þess­­ara sex voru sjóðir Sil­ver Point Capital, Fiera Capital, Lans­downe Partners og Key Squ­are Partners.

Auglýsing
Allir fjórir sjóð­irnir voru aftur með í lok­aða útboð­inu. Sil­ver Point keypti fyrir rúm­­lega 1,3 millj­­arða króna, Lands­down Partners fyrir næstum 556 millj­­ónir króna, Fiera Capi­tal fyrir 468 millj­­ónir króna og KeySqu­are Partners fyrir 409,5 millj­­ónir króna. Sam­tals keyptu þessir fjórir sjóðir því fyrir rúm­­lega 2,7 millj­­arða króna í lok­aða útboð­inu og fengu í stað­inn 5,2 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka.

Sam­kvæmt hlut­haf­alista Íslands­banka þann 11. apríl hafa Sil­ver Point, Fiera Capi­tal og KeySqu­are Partners þegar selt allan þann hlut sem þeim var úthlutað í lok­aða útboð­inu í mar­s. 

Auk þess var sjóður í stýr­ingu banda­ríska sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins RWC Asset Mana­gement val­inn sem einn horn­­steins­fjár­­­fest­anna í Íslands­­­banka í aðdrag­anda almenna útboðs­ins í fyrra. Sá sjóður fékk þá að kaupa 1,54 pró­­sent hlut á 2,4 millj­­arða króna. Hann hafði selt þorra eignar sinnar um síð­­­ustu ára­­mót og leyst um leið út umtals­verðan hagn­að. Sjóður í stýr­ingu RWC Asset Mana­gement fékk að kaupa hluti fyrir tæp­­lega tvo millj­­arða króna í útboð­inu í mars. Hann hafi þegar selt rúm­lega fjórð­ung þeirra bréfa og leyst út hagn­að. 

Litlir fjár­festar ekki lengur skráðir fyrir hlut

Í umfjöllun Kjarn­ans kom líka fram að list­inn benti til þess að margir litlir fjár­festar væru búnir að selja sinn hlut, en alls 59 aðilar fengu að kaupa fyrir minna 30 millj­ónir króna í útboð­inu.

Þá var greint frá því að nokkrir stórir aðilar væru ekki skráðir fyrir þeim hlut sem þeim var úthlutað á hlut­haf­alist­anum en aðrir fjöl­miðl­ar, sér­stak­lega Inn­herji á Vísi, hafa opin­berað að hluti þeirra hafi keypt í gegnum fram­virka samn­inga og því væri hlut­ur­inn skráður á þann banka sem gerði samn­ingin við þau, ekki þau sjálf. 

Í útboð­inu 22. mars seldi íslenska ríkið 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka á 52,65 millj­arða króna, sem var 2,25 millj­örðum króna undir mark­aðsvirði bank­ans á þeim tíma. Sölu­ferlið hefur verið harð­lega gagn­rýnt. Rík­is­end­ur­skoðun vinnur nú stjórn­sýslu­út­tekt á því og Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands rann­sakar ákveðna þætti þess sem tengj­ast útboði og starfs­háttum sölu­ráð­gjafa í sölu­með­ferð á eign­ar­hlutum rík­is­ins. 

Banka­sýslan hefur varið fram­kvæmd­ina og sagt hana hafa gengið vel. For­svars­menn henn­ar, for­stjór­inn Jón Gunnar Jóns­son og stjórn­ar­for­mað­ur­inn Lárus Blön­dal, hafa hafnað allri gagn­rýni sem settu hefur verið fram á þeirra þátt í útboð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent