Bankasýslan segir 34 fjárfesta þegar hafa selt í Íslandsbanka og 60 birtast ekki á hluthafalista

Stofnunin sem sá um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur birt yfirlit yfir það sem hún ætlar að sé þróun á eignarhlut hluta þeirra sem fengu að kaupa hluti í bankanum í lokuðu útboði í síðasta mánuði.

Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins segir að það megi ætla 34 þeirra 207 fjár­festa sem fengu að kaupa hlut í Íslands­banka í lok­uðu útboði þann 22. mars hafi minnkað eign­ar­hlut sinn í bank­an­um. Þessi hópur hafi saman losað um 1,1 pró­sentu­stig af heild­ar­hlutafé Íslands­banka og eigi enn um 4,1 pró­sent. 

Þá birt­ast 60 fjár­festar ekki á hlut­hafa­skrá og Banka­sýslan segir það geta skýrst af fernu: við­kom­andi er búinn að selja hlut­inn sinn, er með hann í vörslu á safn­reikn­ingi, hefur fjár­magnað kaupin í gegnum fram­virka samn­inga við banka eða annað fjár­mála­fyr­ir­tæki eða að við­kom­andi er eigna­stýr­ing­ar­að­ili. Þessi hópur keypti alls fimm pró­sent hlut í Íslands­banka í útboð­inu í síð­asta mán­uð­i. 

Í til­kynn­ingu Banka­sýsl­unnar, sem birt­ist í gær, segir að 25 fjár­fest­ar, sem eru að mestu stórir stofn­ana­fjár­festar á borð við líf­eyr­is­sjóði, hafi bætt við eign­ar­hlut sinn eftir útboðið en 87 séu með óbreyttan eign­ar­hlut og eigi áfram 10,1 pró­sent af öllu hlutafé bank­ans. 

Til­kynn­ingin birt­ist í kjöl­far þess að Kjarn­inn greindi frá því að sam­an­burð­ar­listi sem hann lét vinna fyrir sig úr gögnum yfir hlut­hafa Íslands­banka hafi sýnt að 132 væru ekki skráðir fyrir þeim hlut sem þeir fengu úthlutað og að heim­ildir væru fyrir því að margir þeirra hefðu selt sig niður að ein­hverju eða öllu leyti. Í öðrum til­vikum hafi hlut­ur­inn þó verið fluttur á vörslu­reikn­inga í eign­ar­stýt­ingu við­kom­andi eða verið keyptur í gegnum fram­virka samn­inga.

Ómögu­legt er að sjá af hlut­haf­alist­anum hverjir færðu bréfin sín með þeim hætti og hverjir seldu en Banka­sýslan bendir á að sá hlutur sem skráður er á fjár­mála­stofn­anir hafi vaxið um 3,8 pró­sentu­stig frá því fyrir útboð.

Erlendir sjóðir ekki lengur á list­anum

Í umfjöllun Kjarn­ans kom meðal ann­ars fram að þeir erlendur sjóðir sem sölu­ráð­gjafar Banka­sýslu rík­is­ins buðu að taka þátt í lok­aða útboð­inu væru flestir búnir að selja allan þann hlut sem þeir fengu úthlut­að. Um er að ræða sjóði sem tóku líka þátt í almenna útboð­inu í fyrra­sumar og seldu sig þá strax niður í kjöl­far­ið. Þeir voru því að taka snún­ing númer tvö á hluta­bréfa­eign í Íslands­banka þar sem sölu­að­il­inn var íslenska rík­ið. Eftir almenna útboðið seldur sex þeirra erlendu sjóða sem keyptu í bank­­anum bréfin sem þeim var úthlutað innan þriggja daga eftir skrán­ingu með umtals­verðum hagn­aði, en sölu­and­virðið var um fjórir millj­­arðar króna. Á meðal þess­­ara sex voru sjóðir Sil­ver Point Capital, Fiera Capital, Lans­downe Partners og Key Squ­are Partners.

Auglýsing
Allir fjórir sjóð­irnir voru aftur með í lok­aða útboð­inu. Sil­ver Point keypti fyrir rúm­­lega 1,3 millj­­arða króna, Lands­down Partners fyrir næstum 556 millj­­ónir króna, Fiera Capi­tal fyrir 468 millj­­ónir króna og KeySqu­are Partners fyrir 409,5 millj­­ónir króna. Sam­tals keyptu þessir fjórir sjóðir því fyrir rúm­­lega 2,7 millj­­arða króna í lok­aða útboð­inu og fengu í stað­inn 5,2 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka.

Sam­kvæmt hlut­haf­alista Íslands­banka þann 11. apríl hafa Sil­ver Point, Fiera Capi­tal og KeySqu­are Partners þegar selt allan þann hlut sem þeim var úthlutað í lok­aða útboð­inu í mar­s. 

Auk þess var sjóður í stýr­ingu banda­ríska sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins RWC Asset Mana­gement val­inn sem einn horn­­steins­fjár­­­fest­anna í Íslands­­­banka í aðdrag­anda almenna útboðs­ins í fyrra. Sá sjóður fékk þá að kaupa 1,54 pró­­sent hlut á 2,4 millj­­arða króna. Hann hafði selt þorra eignar sinnar um síð­­­ustu ára­­mót og leyst um leið út umtals­verðan hagn­að. Sjóður í stýr­ingu RWC Asset Mana­gement fékk að kaupa hluti fyrir tæp­­lega tvo millj­­arða króna í útboð­inu í mars. Hann hafi þegar selt rúm­lega fjórð­ung þeirra bréfa og leyst út hagn­að. 

Litlir fjár­festar ekki lengur skráðir fyrir hlut

Í umfjöllun Kjarn­ans kom líka fram að list­inn benti til þess að margir litlir fjár­festar væru búnir að selja sinn hlut, en alls 59 aðilar fengu að kaupa fyrir minna 30 millj­ónir króna í útboð­inu.

Þá var greint frá því að nokkrir stórir aðilar væru ekki skráðir fyrir þeim hlut sem þeim var úthlutað á hlut­haf­alist­anum en aðrir fjöl­miðl­ar, sér­stak­lega Inn­herji á Vísi, hafa opin­berað að hluti þeirra hafi keypt í gegnum fram­virka samn­inga og því væri hlut­ur­inn skráður á þann banka sem gerði samn­ingin við þau, ekki þau sjálf. 

Í útboð­inu 22. mars seldi íslenska ríkið 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka á 52,65 millj­arða króna, sem var 2,25 millj­örðum króna undir mark­aðsvirði bank­ans á þeim tíma. Sölu­ferlið hefur verið harð­lega gagn­rýnt. Rík­is­end­ur­skoðun vinnur nú stjórn­sýslu­út­tekt á því og Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands rann­sakar ákveðna þætti þess sem tengj­ast útboði og starfs­háttum sölu­ráð­gjafa í sölu­með­ferð á eign­ar­hlutum rík­is­ins. 

Banka­sýslan hefur varið fram­kvæmd­ina og sagt hana hafa gengið vel. For­svars­menn henn­ar, for­stjór­inn Jón Gunnar Jóns­son og stjórn­ar­for­mað­ur­inn Lárus Blön­dal, hafa hafnað allri gagn­rýni sem settu hefur verið fram á þeirra þátt í útboð­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent